Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 18
|fimmtudagur|12. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Eftirspurn eftir umhverfis- vænni bílum fer sívaxandi. En hvað er í boði fyrir þá sem láta sig þessi mál varða? »20 vistvænt Sveitir sjálfboðaliða frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg verða til taks á hálendinu í sumar. »23 hálendið Mikið úrval af grillkjöti er að finna í helgartilboðum verslana, sem og aðra fæðu í útileguna. »21 helgartilboðin Gallerí kjöt opnaði nýlega versl- un á Dalvegi í Kópavoginum, en fyrirmyndin er evrópskar sæl- keraverslanir. »21 neytendur Hjónin Björg Benediktsdóttir og Ingvar Ólafsson fóru í göngu- ferð um Velibit-fjallgarðinn í Króatíu. »22 Króatía Þ að er engu líkt að aka um á Harley Davidson, fólk þarf að prófa það sjálft til að skilja hvað þetta gefur,“ segja þeir Er- lendur Birgisson, Barði Kárason og Páll Guðjónsson sem allir hafa ný- lega fengið sér glæsileg Harley Dav- idson-hjól og brosið hefur vart farið af þeim síðan þeir fengu gripina í hendur. Þeim líður eins og þeir séu kóngar um stund þegar þeir sitja mótorfákana, rétt eins og knapinn á gæðingnum í ljóði Einars Ben. „Þetta snýst ekki um að keyra hratt, heldur frekar um að njóta þess að aka um á svona græju. Vissulega er gaman að gefa svolítið í, það tekur ekki nema rúmar þrjár sekúndur að komast upp í hundrað og slíkt kikk er ekki hægt að fá annars staðar því enginn bíll kemst með tærnar þar sem Harleyinn hefur hælana í þeim efnum. Auk þess gleðja hjólin augað, þetta eru fallegir gripir sem hafa langa sögu og sterka ímynd. Harley Davidson er eiginlega eins og stofn- un, þessi tegund af hjólum er orðin 104 ára gömul og þau hafa skapað sér sess og virðingu. Þetta voru tveir menn, Harley og Davidson, sem hönnuðu hjólið í upphafi og það hefur auðvitað tekið breytingum og marg- ar og ólíkar týpur eru til.“ Hjólin eru engin smásmíði, þau eru 340 kíló og það þarf að venjast því að höndla slíka gripi. „Ég var mánuð að ná fullum tök- um á því og venjast því að hafa svona þungan grip í höndunum en ég hef aldrei dottið á því,“ segir Erlendur sem fékk sitt hjól í vor eftir þó nokkrar hrakfarir. „Upphaf mótor- hjólaáhuga míns má rekja til þess þegar ég var unglingur og fékk stundum lánað hjól sem vinur minn átti. Ég ætlaði mér alltaf að kaupa mér mótorhjól en svo höguðu að- stæður því þannig að ekkert varð af því. En fyrir nokkrum árum var ég staddur á flugvelli í London þar sem stillt hafði verið upp nýju Harley Davidson-hjóli af tegund VROD en Porsche-verksmiðjan kom að hönn- un þeirra. Ég féll kylliflatur fyrir því og ákvað að svona hjól ætlaði ég að kaupa mér, sem ég og gerði síðar og fékk það loksins í vor sent frá Banda- ríkjunum, sjö mánuðum eftir að ég borgaði það. En biðin var þess virði.“ Allt önnur upplifun en að drullumalla á krossarahjólum Barði er líka á VROD-hjóli en hans er þó nýrra en hjól Erlendar og heitir Screaming Eagle og er með 125 hestafla vél en vélin hjá Erlendi er 114 hestöfl. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir mótorhjól og konan mín gaf mér krossara þegar ég varð fer- tugur og ég keypti mér fljótlega ann- an stærri. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið fyrir nokkrum dögum að kaupa mér Harley. Þetta er allt ann- að en að vera að drullumalla á tor- færuhjólum þó það sé líka gaman. Það er draumi líkast að krúsa um á Harley, maður svífur um í sæluvímu. Það eru aðeins til 1.400 stykki af þessari tegund í heiminum og mitt hjól er númer 1.313 í röðinni, sem mér finnst dálítið flott,“ segir Barði sem smitaði Palla vin sinn strax því hann var kominn á Harley aðeins fjórum dögum eftir að Barði fékk sinn í hendurnar. „Það er auðvitað mjög gaman að hjóla saman og við höfum yngst um tíu ár við að eignast þessi hjól,“ segja þeir og játa fúslega þörf sína til að leika sér og að þetta sé ákveðin tegund af spennufíkn og tækjadellu en bæta við að kikkið, sem þeir fái út úr því að keyra um á Harley gamla, sé þroskað kikk. Riddarar götunnar Þremenningarnir taka sig óneitanlega vel út á mótorfákunum þar sem þeir svífa um göturnar í sæluvímu. Strákafílingur Erlendur, Barði og Palli spá og spekúlera þegar þeir hvíla fákana. Morgunblaðið/G.Rúnar Hestöfl milli fóta Stoltir og svalir félagar í leðurgalla með tækjadellu. Útrás fyrir spennu- fíkn og tækjadellu Þeir segja að það sé draumi líkast að „krúsa“ um á Harley Davidson. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk að reyna kikkið á eigin skinni þegar hún fór á rúntinn með þremur köppum sem eru kolfallnir fyrir Harley. www.harley-davidson.com www.bostonharley.com/ aboutus.asp www.h-dcice.com/ www.harley-davidson.dk khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.