Morgunblaðið - 12.07.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.07.2007, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANDBÚNAÐUR Á NÝRRI ÖLD Það hafa orðið miklar framfarir ílandbúnaði okkar á liðnum ár-um og áratugum. Oft er talað um að mikil hagræðing hafi orðið í sjávarútvegi á síðustu tveimur ára- tugum en slík hagræðing hefur ekki síður orðið í landbúnaði. Búum hefur fækkað verulega og þau hafa stækk- að. Framleiðnin er margföld á við það sem áður var. Fyrir skömmu sagði Morgunblaðið frá þeim breyt- ingum, sem eru að verða í heyskap- arháttum. Verktakar, búnir nýjum og fullkomnum tækjum, fara á milli og sjá um heyskapinn fyrir bændur, sem losna þá við að fjárfesta í nýjum tækjum. Í þessu felst mikil hagræð- ing fyrir bændur. Fjósin eru að stækka og eru mörg hver orðin að mjög fullkomnum framleiðslueiningum, þar sem tölvu- stýrð sjálfvirkni ræður ferð. Sama þróun er komin af stað í sauðfjárrækt. Þessi þróun í landbúnaði, færri bændur og stærri, tæknivædd bú, veldur því að framleiðsla landbúnað- arafurða er margfalt hagkvæmari en hún var. Landbúnaðurinn stendur í dag mjög traustum fótum. Afurðir íslenzkra bænda njóta mikilla vin- sælda meðal neytenda. Framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki bændanna hafa náð miklum árangri í markaðs- setningu. Landbúnaðurinn á Íslandi þarf ekki lengur á þeirri miklu vernd að halda, sem hann hefur notið. Henni er nú haldið uppi af gömlum vana en ekki af brýnni þörf til þess að koma í veg fyrir að landbúnaður leggist niður á Íslandi. Nú er tímabært að stíga nýtt skref og hefja umræður á milli bænda og samfélagsins að öðru leyti um að draga úr þeirri vernd, sem landbún- aðurinn hefur notið. Smátt og smátt hefur innflutningur á landbúnaðar- vörum frá öðrum löndum aukizt. Nú er hægt að fá osta frá öðrum löndum og ekki að sjá að dregið hafi úr þróun eða sölu íslenzkra osta. Nú er hægt að fá kjöt frá öðrum löndum og ekki að sjá, að það hafi dregið úr sölu á ís- lenzku kjöti. Nú er tími til kominn að ræða við bændur nýrrar aldar um breytingar á því innflutningskerfi, sem hér hef- ur ríkt. Það mun hafa í för með sér aukna samkeppni við bændur en þeir geta þolað samkeppni ekki síður en aðrir. Eitt af því sem gæti leitt af aukn- um innflutningi á búvörum er lægra vöruverð ef marka má það sem tals- menn verzlunarkeðja segja. Það er óþolandi með öllu fyrir íslenzka neytendur að búa við kerfi, sem er þannig, að jafnvel þótt stjórnvöld lækki skatta og gjöld skilar verð- lækkun af þeim sökum sér ekki til neytenda nema að mjög takmörkuðu leyti eins og ASÍ sýnir fram á þessa dagana. Ný ríkisstjórn og nýr landbúnað- arráðherra, Einar K. Guðfinnsson, eiga að hefja viðræður við nýja kyn- slóð bænda um slíkar breytingar. Við getum ekki lifað í fortíðinni. ER ÞAÐ SKRÝTIÐ? Guy Verhofstadt, forsætisráðherraBelgíu, flutti athyglisverða ræðu í fyrradag við upphaf ráðstefnu um fólksflutninga. Hann sagði: „Horfum hlutlaust á málið. Á Vest- urlöndum búa 14% mannkyns. Þau fjórtán prósent fara með 73% tekna í heiminum. Það er ekkert skrýtið að fólk vilji flytja hingað.“ Þetta er kjarni málsins. Belgíski forsætisráðherrann bætti því við, að það mundi ekkert minnka straum innflytjenda til Vesturlanda að herða viðurlög og auka landamæraeftirlit. Þetta er alveg rétt. Fátækt fólk finn- ur leiðir til þess að komast þangað sem það ætlar sér. Íslenzkur skip- stjóri á skipi í íslenzkri eigu, sem allt í einu stóð frammi fyrir því að vera með á sínum snærum hóp fólks, sem var að reyna að komast yfir Miðjarð- arhafið frá Norður-Afríku til Suður- Evrópu, kynntist þessu vandamáli. Verhofstadt sagði í ræðu sinni, að efnameiri þjóðir yrðu að auka þróun- araðstoð sína við fátæku ríkin. Þetta er líka rétt. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að stórfelldir fólks- flutningar verði í heiminum með góðu eða illu er sú, að veita fátæku þjóð- unum þá aðstoð sem þær þurfa til þess að komast sæmilega af. Það er t.d. ekki góð þróunaraðstoð að loka mörkuðum ríku þjóðanna fyrir inn- flutningi á búvörum frá fátæku þjóð- unum. Það liggja allar staðreyndir fyrir í þessum málum. Það er alveg ljóst hvað þarf að gera. Hið eina sem á skortir er pólitískur vilji hjá hinum ríku þjóðum til þess að fylgja þeim aðgerðum eftir, sem eru nauðsynleg- ar. Þar er meira um innantóm orð en að verkin tali. Þessi vandi snýr að okkur Íslend- ingum ekkert síður en öðrum. En í þessum efnum getur okkar litla fram- lag skipt miklu máli. Þess vegna eig- um við að beina kröftum okkar í þessa átt. Að peningarnir, sem við erum reiðubúnir til að leggja fram, fari til fátæku landanna. Að mannskapur- inn, sem við erum tilbúnir til að leggja fram, fari til þróunarlandanna. Það er augljóst, að bæði stjórnmála- menn og embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu hafa metnað til þess að Ísland láti meira að sér kveða í al- þjóðamálum en við höfum gert. En dugar þeim ekki að sá metnaður fái útrás í aðstoð við fátækt fólk? Þurfa þeir endilega að taka þátt í einhverri sýndarmennsku í hópi ríku þjóðanna, þar sem framlag okkar er ekki metið á nokkurn hátt? Það er kominn tími til að umbylta íslenzku utanríkisþjónustunni og laga hana að nýju hlutverki á nýrri öld. Við leysum ekki vandamálin í Mið- Austurlöndum og heldur ekki í Afganistan. Við eigum að snúa okkur að verkefnum, sem eru verðugri fyrir okkur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Marfríður Sigurðardóttir eða Mara, eins og hún var kölluð, lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. júní, eftir stutta legu þessa björtustu og feg- urstu daga sumarsins. Það er gott til þess að vita að sumarið var komið þegar hún kvaddi og allt var svo bjart og hlýtt og fallegt. Mara hafði nefni- lega beðið eftir sumrinu – beðið eftir að birti og hlýnaði. Yfir henni vöktu fjölmargir ættingjar, fólk á öllum aldri, allt frá unglingum upp í fólk á níræðisaldri. Fólk sem elskaði hana heitt og inni- lega og sem hún hafði elskað og annast af kost- gæfni og ástúð eins og besta móðir. Það rann upp fyrir mér þessar stundir að vafalaust hefur Mara skipt á bleyjum á öllum þessum hópi og bíað í svefn. Það var nefnilega hennar innsta eðli að hugsa um aðra, sýna umhyggju og gefa – alveg endalaust. Og við sem þáðum héldum í kjánaskap okkar að hún yrði alltaf til – skjólið sem við gátum öll leitað í. En ekkert líf er án enda eins og við vit- um. Hún hafði einfalda en djúpvitra lífsspeki sem hún fór eftir í hvívetna. – Burt með sorg og sút. Fólk átti að gefa gaum að því hvað það átti mikið til að lifa fyrir og það átti að lifa lífinu lifandi. Og það gerði Mara svo sannarlega. Fram á níræðisaldur ferðaðist hún um heiminn, ein ef því var að skipta, sjálfstæð og hugrökk kona. Hún spilaði bridge með tveimur spilagrúppum fram á seinustu ár og var dottin í að fylgjast, af mikilli innlifun, með póker í sjónvarp- inu. Íbúðina sína dreif hún í að láta mála þegar hún var 95 ára að aldri. Hún las mikið alla tíð og hannyrðir var hún með í flinku höndunum sínum, alltaf. 96 ára að aldri lauk hún við seinustu sporin í dásamlega fallegri útsaumsmynd sem sýnir tvo svani synda á lygnu vatni sem er umvafið trjám og sefgrasi. Og þessa mynd gaf hún mér. Mun ég dásama þessa gjöf, svanina mína tvo, alla ævi. En umfram allt var Mara góð kona. Þessi tvö orð lýsa henni ef til vill best, svo mikla merkingu innihalda þau. Það felst svo mikið í orðunum að vera góð manneskja. Í rauninni hlýtur það að vera allt sem máli skiptir. Og Mara var það. Hún lá aldrei á liði sínu, kom til þeirra sem voru hjálpar þurfi í stóru eða smáu, eftir langan vinnudag, með strætó eða fótgangandi, alltaf með einhverjar gjafir handa ástvinum sínum, styðjandi þá og styrkjandi. Meðlíðan hennar með öllu fólki var óvenju sterk. Hún bjó ein til margra ára í lítilli hlýlegri íbúð í Hátúni 10a og var þar fram til hins síðasta. Þang- að var dásamlegt að koma til að njóta góðra veit- inga, friðar og næðis, komast í skjól frá annríki hversdagsins. Hún átti meira ríkidæmi en flestir sem hef þekkt. Þó átti hún aldrei peninga. Gat ekki eign- ast mikið af þeim, því hún gaf þá alla frá sér jafn- harðan. Það var vonlaust að neita að þiggja gjafir hennar. Þá var hún þrárri en nokkur annar: Hvað á ég að gera með peninga? sagði hún. Já, hvað átti h e þ b u g d h e s v f þ u f Þ á d v t t e v a a t þ s Marfríður Sigurðardóttir Hann var tröll að vexti,rauðbirkinn, brosmild-ur og heillandi. Hannvar íslenskur víkingur úr sveit og heimsmaður sem gat vafið öllum um fingur sér. Hann var þekktur um alla Norður-Evrópu sem Íslenski björninn og á sunnu- daginn hyggjast afkomendur hans minnast þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Hann var Gunnar Salómonsson, betur þekktur sem aflraunamaðurinn Úrsus. Sonur Gunnars, Ólafur Gunn- arsson, er einn þeirra sem standa að uppsetningu minnisvarðans. Hann segir það mikilvægt að faðir hans falli ekki í gleymsku, að ís- lenskir aflraunamenn vorra daga muni eftir þeim sem ruddu þeim brautina, en Gunnar var fyrsti Ís- lendingurinn sem vann fyrir sér með aflraunum. „Þetta var náttúrlega fyrir tíma allra lyfja og fæðubótaefna,“ segir Ólafur og kímir, „hann bar bara grjót“. Gunnar, eins og fleiri íslenskir merkismenn, ólst upp hjá vanda- lausum, eftir að faðir hans féll frá þegar Gunnar var rúmlega ársgam- all. Hann undi við aflraunir í sinni heimasveit í æsku, Helgafellssveit við Stykkishólm, og sinnti ýmsum störfum. Gunnar var alla tíð heljarmenni og æfði glímu með Ármanni. Hann heillaðist af aflraunum 27 ára, um það leyti sem þýski aflraunamað- urinn Atlas kom hingað til lands ár- ið 1934, og tók þá upp markvissa þjálfun og fór fljótlega að halda sýningar um allt land. Heljarmennið frá Íslandi Árið 1936 bauð Hitler 30 Íslend- ingum á Ólympíuleikana í Berlín og var Gunnar í þeim hópi. Að leik- unum loknum sneri hann þó ekki heim, heldur ferðaðist um Þýska- land og sýndi aflraunir. Hann slapp yfir til Skandinavíu við upphaf stríðsins og sýndi þar aflraunir víða um Noreg, Svíþjóð og Danmörku, ýmist einn, í félagi við aðra afl- raunamenn eða í fjölleikah Reglulega var hann með sk anir á Dyrehavsbakken í K mannahöfn. Þeir Jóhann risi Svarfdæ ferðuðust saman á tímabili upp, og var það sumstaðar manna að þessi stóri hlyti a sem hygðist lyfta bifreiðum sýndist varla líklegur til af Gunnar lék ýmsar listir á arkvöldum, bæði lyfti hann og pöllum sem þéttsetnir v eins og enn tíðkast, en einn hæfði hann sig í öðrum brö svo sem að slíta í sundur ke reipi með berum höndum. mörgum minnisstætt að sjá rífa í sundur símaskrár. Ólafur segir að þegar ha fylgt föður sínum á sýninga honum allstaðar verið mjög ið, enda var hann heillandi skemmtikraftur af guðs ná Stæltur Gunnar Salómonsson á yngri árum. Hann lét nokkrum s prenta póstkort fyrir atburði í útlöndum til kynningar. Ekki er v kvæmlega hvenær þessi mynd var tekin. Skemmtiatriði Gunnar batt þykkan kaðal um hálsinn á sér og lét svo fimm, sex fíleflda menn úr salnum endana. Hann setti hökuna niður í bringu og þá haggaðist reipið ekki. Á sunnudaginn verður öld liðin frá fæðingu Gunnars „Úrsus“ Saló- monssonar. Arndís Þór- arinsdóttir ræddi við son hans um manninn sem varð frægur um alla Evrópu fyrir aflraunir. Íslenski björninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.