Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 25 hún að gera við peninga, annað en að gefa þá? Er eitthvað hægt að gera við peninga annað? Ekkert þýddi að gefa henni gjafir því viku seinna var hún búin að gefa þær einhverjum öðrum með orð- unum: Er þér ekki sama Mara mín þó ég hafi látið gjöfina frá þér fara? Hún var rík af visku og æðruleysi, þolgæði, for- dómalaus og gjafmild. Falleg orð, sem öll koma í hugann þegar ég hugsa um hana. Hún var með einstaklega frjálsan anda og ekki var hægt að segja að hún væri af gamla skólanum, þótt gömul væri orðin. Samkynhneigða studdi hún, henni fannst sjálfsagt að fólk skipti um kyn, ef það þurfti þess með, því eins og hún sagði – það verð- ur hver að lifa sínu lífi. Og í umræðunni um inn- flytjendamálin hafði hún afar ákveðna afstöðu: Það á að hjálpa þessu fólki, sagði hún með áherslu. Svo mörg voru þau orð. Hún talaði kjarnyrt íslenskt mál, kryddað dönskuslettum á hinn skemmtilegasta máta. Það voru áhrif frá gamla tímanum en hún hafði lifað tímana tvenna. Tvær af dætrum mínum þremur tóku til að mynda viðtal við hana vegna skólaverk- efna í grunn- og menntaskóla. Tók önnur þeirra viðtal við hana um lífið á árum fyrri heimsstyrj- aldar en hin um lífið á árum seinni heimsstyrj- aldar. Fyrirmælin sem sú eldri fékk voru þau að taka átti viðtalið beint upp á segulband og skrifa það orðrétt niður eftir viðmælanda. Það er skemmst frá því að segja að dóttir mín fékk 10 fyrir ritgerðina í menntaskólanum. Mara sjálf naut ekki langrar skólagöngu við, eins og tímarnir voru þá, en var sjálfmenntuð, talaði og las til að mynda ensku og dönsku reiprennandi þótt stærð- fræðin hafi annars verið hennar sterka hlið. Hún annaðist mig og systkini mín þrjú oft þeg- ar foreldrar okkar voru á ferðalögum. Sýndi hún okkur sömu ást og blíðu og móðir okkar og er þá mikið sagt. Mér er það minnisstætt þegar Mara færði mig, unga að árum, í hrein nærföt. Þá signdi hún mig alltaf og í hvert sinn fylgdi því djúp til- finning fyrir friði og vellíðan. Vissan um að vera í öruggum höndum, meðan mamman var í burtu, var alltaf til staðar þegar hún gætti okkar. Jólin eru mér líka ofarlega í huga, í minning- unni um Möru, en hún eyddi alltaf aðfangadags- kvöldunum með okkur. Það er til vitnis um skiln- ing Möru á barnssálinni, að fyrir tíma barnaefnis í sjónvarpinu gaf hún okkur systkinunum ævinlega eitthvað til að stytta okkur stundirnar með, s.s. litabók eða eitthvað annað ámóta. Hjúkrunarfólkið, sem hjúkraði henni af stakri alúð seinustu dagana, hafði á orði að hún væri orð- in lúin eftir langa ævi. Það er rétt, hún átti langan vinnudag að baki. Tólf ára gömul var hún farin að vinna við síldarsöltun fyrir norðan og var jafn fljót og fullorðnu konurnar að fylla tunnurnar. Átti hún þó í nokkru basli með að byrja á tunnunum svo djúpar voru þær en hún smá! Seinna vann hún við ýmis verslunar- og saumastörf. Og eftir að vinnuferli lauk hélt hún áfram að prjóna og sauma flíkur og annað til að færa ástvinum sínum. Í endurminningunni var Mara alltaf fín og vel til höfð. Hún gekk í vönduðum kjólum, sumum hverjum sem hún hannaði og saumaði sjálf úr fín- ustu efnum. Hún var hrein listakona í höndunum! Og með sína dásamlegu kímnigáfu grínaðist hún einmitt, sárlasin á spítalanum, með það að sjúkra- hússkyrtan sem hún var færð í væri svo ódömu- leg, há upp í hálsinn með karlmannssniði! Með bilandi heilsu, mörg samföll á hryggj- arliðum og hryggbrot á baki eftir fall, gerði hún alltaf lítið úr raunum sínum: Þetta er ekkert mið- að við það sem margir þurfa að líða, sagði hún og bætti svo við: Þetta er eins gott og það getur ver- ið, Mansí mín. Hún sagði líka iðulega við mig: Það verður allt að hafa sinn gang. Og það er alveg rétt. Mér hefur svo oft verið huggun í að hafa þessi orð hennar yfir. Það verður allt að hafa sinn gang, bæði gott og slæmt. Sérstakur kærleikur ríkti milli föður míns, Smára Karlssonar, og hennar. Hann kom sem ungbarn í fóstur til foreldra Möru og Mara, sem var 12 árum eldri, tók strax ástfóstri við þennan litla dreng. Aldrei nokkru sinni bar skugga á vin- áttu þeirra. Þau voru sannarlega kærari systkini en mörg sem blóðskyld eru. Var ég einmitt skírð í höfuðið á henni vegna þessa kærleika. Móðir mín og Mara voru líka kærar vinkonur alla tíð. Sagði Mara oft um mömmu, með ríkri áherslu, að hún væri óeigingjarnasta manneskja sem hún hefði kynnst um ævina. Ætli það megi ekki bara segja um Möru líka. Þær tvær voru ein- stakar manneskjur. Og nú eru þær saman á ný. Ég vil trúa því að Mara sé nú sameinuð fjöl- skyldu sinni og ástvinum. Hún trúði staðfastlega á endurfundi eftir dauðann og átti heita trú, án þess þó að flíka henni. En maður skynjaði hana í orðum hennar og gjörðum. Dauðann hræddist hún ekki, frekar en mamma sem sagði stundum að fyrst aðrir gætu dáið þá gætum við það líka. Og nú er þessi endir orðinn hjá Möru. Þessi byrjun. Ég kveð vinuna mína með miklum söknuði og þakklæti og læt þessar ljóðlínur fylgja með en þær voru einmitt sungnar svo fallega við útför hennar, við hið yndislega lag Karls Runólfssonar. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við. Hugur minn þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Ég votta öllum ástvinum Möru mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Marfríður Smáradóttir.  Minningar | 31 húsum. kemmt- Kaup- ælingur i og tróðu r mál að vera sá m – hinn freka! á sýning- n bílum voru fólki, nig sér- ögðum, eðjur og Einnig er á hann ann hafi ar hafi g vel tek- i maður – áð, sem kom áhorfendum ítrekað til þess að hlæja. „Sem var ekkert sjálfsagt á þessum tíma,“ bætir Ólafur við. „Þá voru svona menn oft bara þöglir að gera æfingar og menn vissu ekkert hvort þeir voru útlendingar eða mállausir eða hvað.“ Íslendingar fylgdust vel með af- rekum Gunnars, og má sem dæmi nefna að árið 1942 birtist í Morg- unblaðinu fyrirsögnin „Gunnar Salómonsson lyftir fíl“. Var þar vís- að til þess að Gunnar var þá í sam- starfi við þýskan fjölleikahóp og með í för var fíll sem Gunnar gerði sér að leik að lyfta á sýningum. Blaðamaður Morgunblaðsins lýkur fréttinni á þessum orðum: „… mega þar allir af sjá, að ekki fer honum aftur með kraftana.“ Taugar Gunnars til fósturjarð- arinnar voru ávallt sterkar, hann kenndi sig alltaf við Ísland og kom tvisvar heim í sýningarferðir sem voru vel sóttar um allt land. Minningu haldið á lofti Hann varð ekki gamall, þetta hreystimenni, hann lést árið 1960, 53 ára að aldri, í sinni heimabyggð á Snæfellsnesi. Hann reis af sjúkra- beði sínum þegar hann fann að stundin nálgaðist, gekk að gluggan- um og leit til hafs. Honum hugnað- ist ekki að deyja öðru vísi en stand- andi, og hafði það fram. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu þekktur Gunnar varð í Norður-Evrópu, án þess að fletta í gegnum þykka bunka af úr- klippum úr fjölda dagblaða sem gefin voru út víða um lönd. Ólafur segir þó stutta sögu því til skýr- ingar. „Því var þannig háttað að bróð- ursonur minn var staddur í Noregi og var stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Lögregluþjónninn tók hann tali og þegar piltur segist vera ofan af Íslandi segir lögregluþjónninn að hann hafi bara einu sinni áður séð Íslending – það var Gunnar Salómonsson. Drengurinn var auð- vitað snöggur að geta þess að það var afi hans og vörður laganna varð svo uppnuminn að hann sleppti stráknum með sektina. Þá hafði málið verið þannig vaxið að þegar lögregluþjónninn var ungur maður hafði Gunnar haldið sýningu í ná- lægri sveit og hann varð svo spennt- ur að sjá íslenska aflraunamanninn að hann hafði hjólað heilan dag á milli sveita. Lífsreynslan varð hon- um ógleymanleg, sem sparaði frænda mínum sektina.“ Meðal afkomenda Gunnars er óvenjumikið um íþróttamenn, Ólaf- ur lagði sjálfur stund á vaxtarrækt og í frændgarði hans er fjöldi af- reksmanna, bæði á sviði kraftlyft- inga og annarra íþrótta. Á sunnudaginn kl. 14 hyggjast af- komendur Gunnars afhjúpa minn- isvarða um hann í heimabyggð hans, Helgafellssveit við Stykk- ishólm, en þeir hafa látið merkja mikinn stein til minningar um for- föður sinn. sinnum vitað ná- m toga í Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Mótvægisaðgerðir semvarða málefnasvið fé-lagsmálaráðuneytis lútaaðallega að vinnumiðlun og ráðgjöf fyrir þá sem koma til með að missa atvinnu sína sem og skipu- lag vinnumarkaðsaðgerða þar sem stofnað verður til sérstakra úrræða og námskeiða eftir þörfum til að styrkja stöðu fólks á vinnumarkaði,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, þegar hún er innt eft- ir því hvaða mótvægisaðgerðir til handa sjávarbyggðum vegna niður- skurðar þorskkvótans á næsta fisk- veiðiári snúi sérstaklega að félags- málaráðuneytinu. Að sögn Jóhönnu verður áhersla lögð á að veita öllum þeim sem kunna að missa störf sín öfluga vinnumiðlun þar sem tekið verður mið af einstaklingsbundnum þörfum hvers og eins atvinnuleitanda sem og atvinnuhorfum í landinu, óháð þjóð- erni, sér í lagi þeirra mótvægisað- gerða sem gripið mun verða til í því skyni að fjölga störfum. Innflytjendur hafa lagt mikil verðmæti til samfélagsins Á bloggi sínu gagnrýnir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins (jonmagnusson.blog.is), fé- lagsmálaráðherra fyrir að vilja hugsa vel um þá útlendinga sem hugsanlega munu missa vinnuna og gæta að félagslegri stöðu þeirra. Þar segir hann að fyrir síðustu kosningar hafi forsvarsmenn Samfylkingarinn- ar sagt að erlent vinnuafl myndi yf- irgefa landið þegar atvinna drægist hér saman. Segir hann nú annað hljóð komið í strokkinn þar sem fulltrúar Samfylkingar tali á þeim nótum að nú þegar atvinna dragist saman eigi „útlendingar sem missa vinnuna ekki að fara [heldur] lifa á íslenska velferðarkerfinu“. Innt svara við þessari gagnrýni segir Jóhanna það beinlínis rangt hjá Jóni að forystumenn Samfylk- ingarinnar hafi gert því skóna að ekki þyrfti að huga að málefnum inn- flytjenda á vinnumarkaði ef atvinna drægist saman þar sem þeir myndu allir hverfa af landi brott. „Þvert á móti hefur stefna Sam- fylkingarinnar í innflytjendamálum alltaf verið sú að betur skuli staðið að móttöku og aðlögun þeirra erlendu ríkisborgara sem hér vilja búa til að auðvelda þeim virka þátttöku í ís- lensku samfélagi. Mikilvægur þáttur í því er að tryggja að innflytjendur á vinnumarkaði þekki réttindi sín og skyldur og að þar sitji þeir við sama borð og íslenskir ríkisborgarar. Inn- flytjendur hafa lagt gríðarleg verð- mæti til samfélagsins á undanförn- um árum og um allt land hefur liðsstyrkur þeirra verið mikilvæg forsenda þess að rekstur ýmissa at- vinnugreina hefur reynst mögu- legur, ekki síst fiskvinnslunnar víða á landsbyggðinni. Þegar tímabundið kreppir að er því mikilvægt að huga að velferð þeirra innflytjenda sem hér vilja áfram búa ekki síður en annarra sem breytingarnar koma illa við,“ segir Jóhanna og bætir við: „Vafalaust munu hinsvegar ein- hverjir innflytjendur vilja halda til síns heima þegar þrengist um á vinnumarkaði og án efa munu færri sækja til landsins, enda erindi þeirra hingað fyrst og fremst að freista gæfunnar á vinnumarkaði.“ Árið 2005 störfuðu tæplega 11 þúsund manns í fiskiðnaði Aðspurð hversu margir vinna í fiskvinnslu segir Jóhanna nýjustu tölur úr staðgreiðsluskrá, sem unn- ar eru hjá Hagstofu Íslands, vera frá árinu 2005. „Samkvæmt þeim störfuðu 1.220 erlendir ríkisborgar- ar við fiskvinnslu að jafnaði árið 2005, en samtals störfuðu þá um 6.400 starfsmenn í fiskvinnslu. Er- lendir starfsmenn eru því um 20% þeirra er störfuðu við fiskvinnslu hér á landi á árinu 2005. Við fiskveiðar störfuðu sama ár um 240 erlendir ríkisborgarar, en samtals störfuðu um 4.440 starfs- menn við fiskveiðar. Hlutfall er- lendra starfsmanna var því nálægt 5% þeirra sem störfuðu við fiskveið- ar á árinu 2005,“ segir Jóhanna og tekur fram að því miður liggja ekki nýrri tölur fyrir úr staðgreiðslu- skrá. Spurð hvort áætlað hafi verið hversu margir gætu átt á hættu að missa vinnuna vegna minnkandi þorskafla og hvernig sú skipting gæti orðið milli íslenskra ríkisborg- ara og erlendra segir Jóhanna erfitt að meta hverjir komi til með að missa störf sín, en tekur fram að gera megi ráð fyrir að fækkun starfa komi til með að hafa sam- bærileg áhrif á störf Íslendinga og erlendra ríkisborgara. „Þegar miðað er við að störf í fisk- vinnslu og við fiskveiðar komi til með að skerðast um 20% má áætla að um 320 erlendir ríkisborgarar missi vinnu sína við fiskvinnslu en 74 við fiskveiðar. Þarna er um að ræða grófa áætlun þar sem ekki er tekið tillit til hugsanlegra breytinga á heildarfjölda starfsmanna í þess- um atvinnugreinum frá árinu 2005 þar sem þær tölur liggja ekki fyrir.“ Telur flesta erlenda starfsmenn tryggða Aðspurð segir Jóhanna á þessu stigi ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu hátt hlutfall þeirra er- lendu starfsmanna, sem hugsanlega geta misst vinnuna vegna samdrátt- ar þorskaflans, eru tryggðir sam- kvæmt lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Segir hún þó að gera megi ráð fyrir að nokkuð stór hluti þeirra sé tryggður. Bendir hún á að meginreglan sé sú að atvinnuleit- andi teljist að fullu tryggður eftir að hafa starfað samfellt á síðustu tólf mánuðum á innlendum vinnumark- aði áður en hann sækir um atvinnu- leysisbætur til Vinnumálastofnunar að öðrum skilyrðum laganna upp- fylltum. „Launamaður sem hefur starfað skemur en tólf mánuði en lengur en þrjá mánuði á síðustu tólf mánuðum á innlendum vinnumarkaði áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur telst tryggður hlutfallslega í sam- ræmi við lengd starfstíma. Þá gilda sérreglur um þá sem hafa starfað á sameiginlegum vinnumarkaði Evr- ópska efnahagssvæðisins en þar geta vinnutímabil lagst saman við vinnutímabil hér á landi að fengnu tilteknu E-vottorði.“ Morgunblaðið/Kristján Störfum fækkar Viðbúið er að störf í fiskvinnslu og við fiskveiðar muni skerðast um 20% í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að skera þorskkvótann niður á næsta ári. Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku mótvægisaðgerðir sínar vegna þessa. Öflug vinnumiðlun og ráðgjöf eru helstu ráðin Í HNOTSKURN »Sjávarútvegsráðherra til-kynnti 6. júlí sl. að farið yrði að tillögum Hafrann- sóknastofnunar og að leyfi- legur heildarafli í þorski á næsta fiskveiðiári yrði 130 þúsund tonn. »Viðbúið er að störf í fisk-vinnslu og við fiskveiðar komi til með að skerðast um 20% vegna þessa. »Alls störfuðu 6.400 starfs-menn í fiskvinnslu hér- lendis árið 2005 og samtals 4.440 starfsmenn við fisk- veiðar. »Þar af störfuðu 1.220 er-lendir starfsmenn í fisk- vinnslu og 240 erlendir ríkis- borgarar við fiskveiðar. Jóhanna Sigurðardóttir Jón Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.