Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurÓlöf Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 22. október 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 13. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Pálína Benjamíns- dóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 1918, d. 1974, og Páll Ás- mundsson verk- stjóri í Reykjavík, f. 1912, d. 1997. Ing- unn og Páll slitu samvistum og Ingunn hóf sambúð með Óskari Þorgilssyni bifvélavirkja, f. 1919, d. 2006. Þau bjuggu í Skerjafirði. Systkinin voru sex, elst var Ágústa Eva Andrésdóttir, f. 1939, næstelst var Ragnheiður, þá Guðný Óskarsdóttir, f. 1948, Kol- brún Óskarsdóttir, f. 1949, Óskar Gunnar Óskarsson, f. 1953, og Pétur Óskarsson, f. 1954. Sambýlismaður Ragnheiðar var Jóhann Valgarð Ólafsson, f. 1948. Ragnheiður eignaðist fimm börn, þau eru: 1) Ingunn Lena Bjarnadóttir, f. 1960, gift Hjalta Jóhannessyni, f. 1961. Börn hennar eru Birgitta Dögg Þrastardóttir, f. 1982, hún á soninn Aron Mána Magn- ússon, f. 2004, Stein- unn Ýr Hjaltadóttir, f. 1988, og Guðni Jó- hannes Hjaltason, f. 1991. 2) Guðný Jóna Jóhannsdóttir, f. 1967, gift Geir Geirssyni, f. 1965. Börn þeirra eru Kristín Lára, f. 1984, og Gústaf Finnur, f. 1989. 3) Þórir Ómar Jakobsson (Ævars- son), f. 1969. Börn hans og Arn- dísar Hönnu Arngrímsdóttur eru Óskar Þór, f. 1991, og Margrét Svandís, f. 1994. 4) Óskar Ragnar Jakobsson (Ævarsson), kvæntur Elínu Gísladóttur, f. 1969. Börn þeirra eru Auður María, f. 1996, Harpa Sigríður, f. 1999, og Eva Rakel, f. 2004. 5) Björn Ingi Björnsson, f. 1974, unnusta Þóra Magnúsdóttir, f. 1980. Sonur þeirra er Bjarki Hreinn, f. 2005. Útför Ragnheiðar var gerð frá Grafarvogskirkju 20. júní síðast- liðinn. Mig langar að minnast Ragnheið- ar sambýliskonu minnar með hlý- hug. Hún var mér afar kær og góður félagi. Við vorum búin að festa okkur bústað á Laugarvatni og í frí til Dan- merkur að heimsækja dóttur hennar og fjölskyldu sem hún hafði saknað mikið en þá kom áfallið sem ekki varð umflúið. Við fórum saman til Kanaríeyja yfir páskana en þar hóf- ust veikindin. Var hún þar á sjúkra- húsi við góða aðhlynningu í fáeina daga. Ragnheiði þótti mjög gaman að ferðast, bæði innanlands og utan, en alltaf saknaði hún þó yngstu með- lima fjölskyldunnar í ferðum sínum og minntist oft á það hversu gaman það væri ef þeir væru þar með okk- ur. Hún minntist til að mynda oft á helstu orð Bjarka Hreins, sem voru: namm namm, kis kis og amma. Henni leið þó einnig afar vel heima hjá sér í Gaukshólum og þótti þar gott að búa. Henni þótti mjög gaman að fá til sín gesti og þótti einkar gest- risin, alltaf með heitt kaffi á könn- unni. Hún var hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera. Ef hún var beðin um eitthvert viðvik eða datt í hug að vantaði aðstoð var hún mætt á svæð- ið. Megi guð varðveita þig og blessa og vera þér náðugur Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Jóhann. Elsku Ragnheiður mín. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum um þá tíma sem við áttum saman. Ég var búin að þekkja þig í tæp fimm ár og voru það afar góð ár. Þú varst svo hress og skemmtileg og gátum við talað um flestalla hluti saman. Mig langar að þakka þér fyrir hversu góð þú varst við mig. Þú sagðir aldrei neitt við mig nema jákvætt það væri. Í mars síðastliðnum þegar ég átti afmæli hljóðaði afmæliskortið frá þér til mín þannig: „Eru englar til? Já! Þú ert sannkallaður engill!“ og lýsir þetta kort þér afskaplega vel. Ég man þeg- ar ég opnaði það um hádegisbilið eft- ir að hafa farið hálföfug fram úr rúm- inu þann daginn að ég gladdist svo innilega við þessi orð að þau björg- uðu alveg deginum fyrir mér svo ekki var hægt að biðja um betri gjöf. Ég talaði oft um það við systur mína hversu heppin ég væri með tengdamóður. Maður hefur nú heyrt margar sögurnar um afskiptasamar tengdamæður en það var ekki til neitt svoleiðis í þér. Þú varst ekkert nema brosið og almennilegheitin við okkur. Þú hafðir mikið gaman af því að vera með fjölskyldunni og þá ekki síst yngstu meðlimum hennar. Sá allra yngsti er sonarsonur þinn og sonur minn, hann Bjarki Hreinn, eða öðru nafni litli strákur ömmu. Þú varst sko sannkölluð ofuramma. Vildir hitta litla strák ömmu sem oft- ast og gladdist mikið við að hafa hann hjá þér. Hann var sannkölluð dekurrófa og ef hann kynni að tala veit ég að hann myndi vilja þakka þér fyrir þá tíma sem þið áttuð sam- an því þú varst einnig í miklu uppá- haldi hjá honum. Ragnheiður mín. Þú ert okkur mikill missir. Þín tengdadóttir, Þóra. Ragnheiður Ólöf Pálsdóttir Elskulegi faðir minn og tengdafaðir. Það er mjög sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma, sér- staklega þar sem við áttum eftir að gera svo ótalmargt saman í framtíðinni. Þetta gerðist alltof fljótt en við erum mikið þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það verður tómlegt að koma í Hraunbæ 26 í framtíðinni, enginn pabbi sem passar upp á að allir séu með dótið sitt og að enginn sé að gleyma neinu. Engin sem stríðir mér lengur á framburðinum á nafninu mínu, þú hafðir nú alltaf gaman af því og auðvitað hafði ég líka gaman af því. Það verða ekki fleiri símtöl þar sem þú hringir í mig, spyrð um veðrið, fiskiríið, krakkana og svo má ekki gleyma spauginu, manstu hvað við hlógum mikið að lottóauglýsingunni? Þú hafðir svo gaman af henni. Þér þótti fiskurinn minn besti fiskur í heimi og við höfðum alltaf svo gaman af því að tala saman um sjómennsk- una. Við erum svo þakklát fyrir að strákarnir okkar hafi fengið að kynn- ast þér og átt svo margar góðar stundir með þér. Þú varst þeim svo góður afi en verst þykir okkur að litla snúllan okkar fái ekki að kynnast þér og vera með þér í framtíðinni. Þú sem varst svo ánægður þegar hún fæddist. Það var svo gaman að vera í kringum þig og minningarnar um þig þegar þið Aðalbjörn Stefánsson ✝ Aðalbjörn Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1955. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 31. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ár- bæjarkirkju 11. júní. komuð til Hornafjarð- ar að heimsækja okkur lifa að eilífu. Það var svo gaman hjá okkur, við grilluðum, fórum í bíltúr, gönguferð um bæinn og spjölluðum saman. Fyrir tveimur árum komuð þið fjöl- skyldan saman í af- mælið mitt og þar átt- um við mjög góðar stundir saman. Við skemmtum okkur svo vel saman og manstu pabbi, hvað þér þótti gaman, við hittum nokkra gamla sjó- félaga þína og enginn þeirra trúði að ég væri sonur þinn. Þá var glatt á hjalla en þessi tími kemur aldrei aft- ur, hann verður bara eilífur í minn- ingum okkar um þig. Þú sem varst svo yndislegur, góður, kátur, glaður og ástkær maður, þín verður ávallt sárt saknað og við munum varðveita allar þær minningar sem við eigum um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku pabbi minn og tengdapabbi. Kveðja, þinn sonur og tengdadóttir Einar Stefán og Signý. Elsku afi minn. Mér þykir vænt um þig. Það var gaman þegar þú komst til mín á Hornafjörð. Það er leiðinlegt að ég hafi ekki getað hitt þig oft því ég á heima langt í burtu. Og svo líka að þú getir aldrei séð mig spila á nýja gít- arinn sem ég var að fá. Nú ertu farin frá okkur og ég fæ aldrei að sjá þig aftur. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú hress og kátur, innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur. Fyrir sál þinni ég bið og signa líkama þinn í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn. Hvert sem ég fer, ég mynd af þér, í hjarta mér ber. (Hanna) Kveðja, þinn afastrákur Alexander Alvin. Elsku afi, mér þykir rosa, rosa mik- ið vænt um þig og mér þykir leitt að þú sért farinn frá mér. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég sný mér við, þar stendur þú og brosir og það geislar af þér, þú geislar eins og engill himnum frá. Þú brosir til mín og snýrð þér við og ég brosi til baka af fornum sið. (IÝr.) Kveðja, þinn afastrákur Óttar Már. Elsku afi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín afastelpa Nína Ingibjörg. Móðir okkar Inga Sigurlaug Þorsteins- dóttir lést á Líknar- deild LHS í Kópavogi 23. júní á Jónsmessu á sólríkum degi, 72 ára að aldri. Fráfall móður okkar kom okkur frekar á óvart, miðað við hversu hress hún var fyrir nokkrum mán- uðum þegar hún greindist með þennan erfiða sjúkdóm sem svo margir lúta í lægra haldi fyrir. Þú barðist hetjulega þar til yfir lauk, enda umönnunin sú besta sem hægt hefði verið að fá. Elsku mamma, þú lifðir fyrir okkur, barnabörn, barnabarnabörn og Tómas þann ferfætta. Um- hyggja þín var einstök og einlæg. Einnig unnir þú starfi þínu sem þroskaþjálfi og skjólstæðingar þín- ir voru eins fjölskyldan þín. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og tókst alltaf upp hanskann fyrir minni máttar. Við gátum alltaf leit- að til þín og rætt við þig, þú varst alltaf jákvæð, tókst öllu vel og leystir úr vandamálum. Þú varst lykill í að halda saman og styrkja fjölskyldutengsl innan ættarinnar. Þú hafðir gaman að ferðast, og þá sérstaklega til Noregs og náðir góðum tengslum við vini og vanda- menn þar. Var Viðey var þér kær og okkur er minnisstætt hve ánægð þú varst þegar við vorum þar öll saman. Við erum þakklátir fyrir að hafa verið allir hjá þér þegar þú sofn- aðir svefninum langa. Vertu bless, elsku mamma. Þínir elskandi synir, Marteinn, Ólafur, Þorsteinn, Haraldur og Jón Elvar. Mig langar að minnast ömmu minnar sem var gull af manni. Hún setti ávallt þá sem minna máttu sín í fyrsta sæti og vann göf- ugt starf með fötluðum. Amma Inga var hreinlega týpísk amma sem hafði ofsalega gaman að því að spilla barnabörnunum sínum með allskyns dóti og gotterí. Mað- ur fór alltaf heim frá ömmu með hlaðinn poka af allskonar smádóti sem var svo gaman að leika sér að. Allar helgarnar sem ég dvaldi hjá ömmu eru mér minnisstæðar. Það var best í heimi að hrjúfra sig í fanginu á henni og fikta í klukk- unni sem hún bar alltaf um háls- inn. Kolaportsferðirnar eru ógleym- anlegar og þar eyddum við amma ófáum hundraðköllunum í allskyns dót. Alltaf passaði amma upp á að Inga Sigurlaug Þorsteinsdóttir ✝ Inga SigurlaugÞorsteinsdóttir fæddist í Hafnar- firði 1. nóvember 1934. Hún lést á líknardeild LHS í Kópavogi 23. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 2. júlí. allir sem ekki komust með í Kolaportið fengju gjafir og það fannst mér gaman, mér leið eins og ég væri í útlöndum og saman leituðum við að gjöfum sem pöss- uðu vel handa hverj- um og einum og það verkefni tók ég mjög alvarlega. Jólin með ömmu eru líka góð minning því að jólagleðin byrjaði alltaf snemma í desember þegar skundað var í Þingholtið í bakstur. Þar bök- uðum við hálfmána og konfekt og það var sama hversu illa mér gekk að móta hálfmánana og loka þeim, alltaf var amma jafnstolt af mér og með hafsjó af vel völdum orðum til að bæta sjálfstraustið í bakstrin- um. Það er því alveg óhætt að segja að hún amma Inga hafi verið gull af manni því hún vildi alltaf öllum svo vel og var ávallt til í að rétta hjálparhönd þegar þess þurfti. Þessir síðustu dagar sem við átt- um saman, elsku amma mín, voru mér mikilvægir. Það var svo gam- an að sitja og spjalla saman um æskuna mína og rifja upp það sem við gerðum saman. Enn skemmti- legra þótti mér að heyra af þinni æsku og uppvaxtarárum. Við vor- um sammála um að við værum ansi líkir persónuleikar og það gleður mig að líkjast þér. Elsku amma, ég sakna þín sárt og ég vona að þér líði vel með afa Júlla, það gleður hann örugglega mikið að fá þig loks til sín. Hvíldu í friði. Þín Margrét Vala. Elsku amma. Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja þig. Við munum ávallt minnast þín með hlýhug og virðingu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Megi amma Inga hvíla í friði og hafi hún þökk fyrir allt. Páll, Elísabet Inga og Þórhildur Dana. Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir ✝ GuðbjörtLóa Sæ- mundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 7. mars 1987. Hún lést í Reykjavík hinn 4. júní síðastlið- inn. Foreldrar Guðbjartar Lóu eru Sæmundur Kristján Þorvaldsson framkvæmdastjóri frá Læk í Dýra- firði og Auðbjörg Halla Knútsdóttir kennari úr Kópavogi. Guðbjört Lóa var jarðsungin 12. júní 2007. Meira: mbl.is/minningar Sigríður Theodórs- dóttir ✝ SigríðurTheodórs- dóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1921. Hún lést í Reykjavík 13. júní síðast- liðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sveinbjörn Theodór Jakobsson, skipamiðlari í Reykjavík, og Kristín Pálsdóttir. Útför Sigríðar var gerð frá Foss- vogskirkju 25. júní. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.