Morgunblaðið - 12.07.2007, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Starfsfólk óskast
frá 1.ágúst 2007
Við hjá versluninni Du Pareil Au Méme
leitum að framtíðarstarfsmönnum í 100% starf
og hlutastarf. Um er að ræða almenn
afgreiðslustörf og önnur hefðbundin verslunar-
störf. Þjónustulund, metnaður og gott viðmót
er skilyrði. Æskilegur aldur er 30 ára og eldri.
Áhugasamir sendi inn umsókn á
dpam@simnet.is fyrir 18. júlí.
Forstöðuþroskaþjálfi
Forstöðuþroskaþjálfi/forstöðumaður
óskast á skammtímavistun Hólabergi,
Reykjavík.
Öflugt þróunarstarf fer fram á SSR og
forstöðuþroskaþjálfar/forstöðumenn gegna
þar lykilhlutverki. Staðan veitist frá 1. október
eða eftir samkomulagi.
Í starfinu felst meðal annars:
Fagleg ábyrgð á þjónustu við íbúa.
Samskipti við fjölskyldur þeirra.
Starfsmannahald.
Rekstrarábyrgð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Próf í þroskaþjálfun.
Reynsla af vinnu með fötluðum
einstaklingum.
Hæfni í samskiptum og samstarfi.
Stjórnunarreynsla.
Reynsla af starfsmannahaldi.
Þekking og yfirsýn varðandi málefni fatlaðra.
Nánari upplýsingar veita Sólveig Steinsson,
sími 533 1388, solveig@ssr.is og Guðný Anna
Arnþórsdóttir, sími 533 1388, gudnya@ssr.is.
Launakjör eru samkvæmt samningum
fjármálaráðherra og Þ.Í.
Skriflegar umsóknir ásamt lífsferilskrá berist
fyrir 22. júlí 2007 til Guðnýjar Önnu
Arnþórsdóttur starfsmannastjóra, Síðumúla 39,
108 Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofunni og á netinu, www.ssr.is.
Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun.
Forstöðuþroskaþjálfi
Forstöðuþroskaþjálfi/forstöðumaður
óskast á sambýli við Sólheima,
Reykjavík.
Öflugt þróunarstarf fer fram á SSR og
forstöðuþroskaþjálfar/forstöðumenn gegna
þar lykilhlutverki.
Í starfinu felst meðal annars:
Fagleg ábyrgð á þjónustu við íbúa.
Samskipti við fjölskyldur þeirra.
Starfsmannahald.
Rekstrarábyrgð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Próf í þroskaþjálfun.
Reynsla af vinnu með fötluðum
einstaklingum.
Hæfni í samskiptum og samstarfi.
Stjórnunarreynsla.
Reynsla af starfsmannahaldi.
Þekking og yfirsýn varðandi málefni fatlaðra.
Nánari upplýsingar veita Hróðný Garðarsdóttir,
sími 533 1388, hrodny@ssr.is og Guðný Anna
Arnþórsdóttir, sími 533 1388, gudnya@ssr.is.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf
sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt samningum
fjármálaráðherra og Þ.Í.
Skriflegar umsóknir ásamt lífsferilskrá berist
fyrir 22. júlí 2007 til Guðnýjar Önnu Arnþórs-
dóttur starfsmannastjóra, Síðumúla 39,
108 Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofunni og á netinu, www.ssr.is.
Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Tilkynningar
Snæfellsbær
Auglýsing um skipulag -
Snæfellsbær
1. Óveruleg breyting á aðalskipulagi
Snæfellsbæjar 1995-2015
Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 21. gr. skipulags-
og byggingarlaga er hér með auglýst eftir
athugasemdum við óverulega breytingu á
aðalskipulagi Snæfellsbæjar.
Aðalskipulagi Snæfellsbæjar er breytt þannig
að 5.000 fermetra svæði vestan Hellisbrautar
sem skilgreint er að hluta til sem íbúasvæði og
að hluta til sem verslunar- og þjónustusvæði
breytist í blandaða notkun íbúðasvæðis og
verslunar- og þjónustusvæðis fyrir allan skipu-
lagsreitinn.
2. Nýtt deiliskipulag vegna Hellisbrautar
á Hellissandi, Snæfellsbæ
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með
auglýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipu-
lag Hellisbrautar á Hellissandi, Snæfellsbæ.
Á Hellissandi er gert ráð fyrir uppbyggingu á
þremur sjávarlóðum við Hellisbraut. Lóðirnar
eru um 600–700 fm og á lóðunum má reisa allt
að 240 fm hús á einni hæð.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ,
frá 12. júlí 2007 til 9. ágúst 2007. Athuga-
semdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar
og berast á skrifstofu Snæfellsbæjar eigi síðar
en 23. ágúst. Þeir sem ekki gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkir
tillögunni.
Skipulags- og byggingar-
fulltrúi Snæfellsbæjar.
Félagslíf
Fimmtudagurinn 12. júlí
Samkoma í Háborg,
Stangarhyl 3A, kl. 20.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Vörður Traustaon.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Uppboð
Uppboð á hesti í óskilum fer fram að Kiðafelli í Kjósarhreppi,
föstudaginn 20. júlí kl. 14:00.
Hesturinn er ómerktur, taminn og rauðskjóttur – blesóttur.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
11. júlí 2007.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Breiðavík 17, íbúð 0201
Opið hús í dag frá kl. 18-20
Erum með í einkasölu glæsilega 3ja
herb.mjög rúmgóða 109,2 fm íbúð
með sérinngangi á annari hæð í
mjög góðu húsi. Tvö rúmgóð herb.
Fallegt eldhús og bað. Rúmgóðar
stofur. Góðar hornsvalir. Frábær
staðsetning Verð 26,3 m.
Sími 588 4477
Opið hús í dag fimmtudaginn 12.júlí frá kl. 18-20
Valgeir og Kristín taka á móti áhugasömum.
VERNDARVÆTTIRNAR eru ný-
stofnaður samstarfsvettvangur fé-
laga í Amnesty International og
Samtökunum ’78 um aðgerðir í
málefnum er varða mannréttindi
samkynhneigðra, tvíkynhneigðra
og „transgender“ fólks.
Í fréttatilkynningu segir að að
undanförnu hafi mikið borið á um-
ræðu um ofbeldi í garð STT-fólks á
Íslandi.
„Víða um heim eiga þessir hópar
undir högg að sækja. Má þar nefna
mismunun af ýmsu tagi, ofbeldi og
jafnvel hatursmorð. Svo rammt
kveður að misréttinu að í mörgum
tilfellum eru það jafnvel stjórnvöld
hinna ýmsu ríkja sem standa beint
eða óbeint fyrir meiriháttar mann-
réttindabrotum, þar á meðal fang-
elsunum, ofbeldi, pyndingum og
jafnvel aftökum.
Víða eru ákvæði í landslögum
sem gera STT-einstaklinga að
glæpamönnum fyrir það eitt að
vera samkynhneigðir, tvíkyn-
hneigðir eða transgender.“
Alþjóðlegt samhengi
Þar segir ennfremur: „Þess
vegna leggja Verndarvættirnar að-
aláherslu á aðgerðir í alþjóðlegu
samhengi til að sporna við því að
STT-fólk þurfi að þola mannrétt-
indabrot og refsingar vegna stöðu
sinnar. Í því augnamiði mun hóp-
urinn fylgjast með mannréttinda-
brotum og beita sér, bæði í eigin
nafni sem og þeirra samtaka sem
að baki standa, þegar við á. Hóp-
urinn mun einnig brýna og hvetja
íslensk stjórnvöld til aðgerða á al-
þjóðavettvangi,“ segir í tilkynn-
ingu.
Þessa dagana undirbýr hópurinn
þátttöku í Hinsegin dögum í sumar
og aðgerðir í Gleðigöngunni.
Þar mun hópurinn vekja athygli
á þeim mannréttindabrotum sem
STT-fólk sætir í heiminum í dag.
Hópurinn mun þar jafnframt veita
gestum og gangandi tækifæri á að
grípa til aðgerða í málum STT-
fólks um heim allan.
Verndarvættir berjast gegn
brotum á mannréttindum
FRÉTTIR
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111