Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 41
Al j legt
orgelsumar
Hallgr mskirkju
12. jœl kl. 12.00:
Douglas A Brotchie, orgel
14. jœl kl. 12.00:
Mario Duella, orgel
15. jœl kl. 20.00:
t̋alski organistinn Mario Duelle
leikur verk eftir Buxtehude,
Bach, Mendelssohn, Guilmant
og eftir talska h funda.
w w w.listvinafelag.is
SÝNINGAR Á
SÖGULOFTI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 Uppselt,
14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 Uppselt,
12/8 kl. 15 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti,
18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 15 laus sæti,
19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti,
26/8 kl. 20 laus sæti, 30/8 kl. 20 laus sæti,
31/8 kl. 20 Uppselt, 8/9 kl. 20 laus sæti,
9/9 kl. 20 laus sæti, 14/9 kl. 20 laus sæti,
15/9 kl. 20 laus sæti, 22/9 kl. 20 laus sæti,
23/9 kl. 20 laus sæti, 28/9 kl. 20 laus sæti,
29/9 kl. 20 laus sæti,
Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf
miða með greiðslu viku fyrir sýningu
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
ÍSLAND-AUSTURRÍKI
Fimmtudagur 12. júlí
Kl. 18:00
Erindi í Skálholtsskóla
Klaus Ager: Hugsun og hegðun í evrópskri vídd
Helmut Neumann: Kynning á „Die Leute auf Borg”
Kl. 20:00
Kammertónleikar I
Verk eftir Klaus Ager, Helmut Neumann,
Pál P. Pálsson og Werner Schulze
Graffe strengjakvartettinn, Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópran, Einar Jóhannesson klarinett, Sigurður
Halldórsson selló, Jörg Sondermann orgel
Laugardagur 14. júlí
Kl. 14:00
Erindi í Skálholtsskóla
Helmut Neumann: Menningartengsl Íslands og
Austurríkis á sviði tónlistar
Kl. 15:00
Kammertónleikar II
Verk eftir Huber Pöll, Áskel Másson,
Friedrich Cerha og Hannes Heher
Graffe str.kvartettinn, Einar Jóhannesson klarinett
Ókeypis aðgangur
www.sumartonleikar.is
HIN útvöldu íslensku lög frá níunda
áratugnum eru hreint ótrúlega líf-
seig á íslenska plötulistanum en
þau hafa hreiðrað um sig í efsta
sætinu svo vikum skiptir. Lands-
menn njóta þess greinilega að
sleppa fram af sér beislinu í nostal-
gíukasti og kyrja alla gömlu „eitís“-
slagarana; sést hefur til þeirra
syngjandi uppi á borðum í heima-
húsum, gaulandi inni í bíl á leið til
vinnu og organdi í falsettu skokk-
andi um Skerjafjörðinn. Er það ein-
læg von blaðamanns að slík alþýðu-
sönglist lifi áfram næstu daga,
vikur, mánuði, ár. Og þá má sko ló-
an fara að vara sig!
Annars dregur aldeilis til tíðinda
á listanum að þessu sinni; kassagít-
ar-kumpánarnir KK og Maggi Ei-
ríks taka undir sig gríðarmikið
stökk og svífa hlæjandi í yl og blíðu
annars sætisins. Þar fyrir utan er
býsna tíðindalaust á plötuvígstöðv-
unum þessa dagana. Fólk eyðir
meiri peningum í ískaup en hljóm-
skífufjárfestingar enda keppist sól-
ardísin við að kyssa landsmenn
undurmjúklega á skjannahvítt hör-
undið. Rembingskoss, sólardís!
!
"
# $ $% %&
%'()
*+ , %
'#
%-./)%
!"
#$
%! &'( )(*+
+
*$
,(-- ( ,*
.
/01
#$ 23(
4
5
$* $
213 4
6'+!" %1
," 6$
&(
! "
#$%
& "" '" "
&"
( )$*
+ ,- . /0)
1" 23 4 3 )5
6
4% 7- *-
8"
4*-
9-
+ !
8 " %
:)$
;
< =*> ?"*
0
#
*1
"
( 2
$3
%
$3
&45
6%))
-./)
-./)
%
43
$%4.'(
',789':; 7++8/9 :+ ;+
;< 2
&
#$
.0$*" '<3*
,-+0"'1
; ='*+ &>
49+ 7+
/"33
?"+
"
+ )'+3
,*+3<
(
((
@A""
,!
%++ @:
B+: 7"*(
6+ 2
/A*"
@ A B" &0
0 !
&"
C"" "D
"- =
8-* *,B
40 ;= E=
F % "
5 *- 3 %
E" G"- 9"? H = 1 1"I
F*D" ,
C-,0
$D
' G"- J"B
4% ! "-*K
"
J" & 4"
0 F C=
J= J
" 25 *3 =)!
"
<=<
(,>
3$ ?
"
@
*
"
%%
"
A%
B
@
"
+ %
C
"
Svífandi Maggi,
fljúgandi KK
Stuð Við ættum kannski að hug-
leiða að breyta nafni okkar ástkæru
fósturjarðar í „Diskóland“.
TILFINNINGAÞRUNGIÐ lag frá
Fergie og félögum í Black Eyed
Peas ryðst í fyrsta sæti íslenska
lagalistans. Poppdívan baunar útúr
sér hjartnæmum yfirlýsingum um
ástarsorg og óseðjandi þrár, en
hlustandinn fær það á tilfinninguna
að þessar ólgandi kenndir geti ekki
annað en ruðst fram á varir söng-
konunnar er barki hennar þenst í
óhjákvæmilegum og hádramatísk-
um söng. Stórkostlegt lag sem
nefnist „Big Girls Don’t Cry“ og
hugnast Íslendingum greinilega
vel. Þeir eru enda í ástargírnum um
þessar mundir, lag Páls Óskars,
„Allt fyrir ástina,“ helst í öðru sæt-
inu.
Íslenskir nýliðar á listanum eru
kjarnakvendin hressu í Dúkkulís-
unum. Þær syngja lagið „Hvað á að
gefa konum?“ en strax á hæla
þeirra fylgir önnur hress og
skemmtileg sveit, Sniglabandið.
Þeir útlista fyrir hlustendum hvað
kaupstaðurinn Selfoss er.
Ellismellurinn að þessu sinni er
svo lagið „Freight Train“ í flutningi
trúbadoranna Péturs Ben, Ólafar
Arnalds og Lay Low.
Svarteygðar
matbaunir vinsælastar
F
yrir tæpu ári vildi As-
hley Cole yfirgefa upp-
eldisfélag sitt Arsenal
og annars staðar í
Lundúnaborg vildi
William Gallas losna frá millj-
ónaliðinu Chelsea. Á endanum
skiptu félögin á leikmönnunum
tveimur en sárin voru þó ekki gró-
in. Fyrrum félagar Gallas hjá
Chelsea sökuðu hann um að hafa
hótað að skora sjálfsmark ef hann
þyrfti að spila fyrir þá aftur og
stuðningsmenn Arsenal hafa aldrei
kallað Cole annað en Cashley eftir
þetta sökum meintrar pen-
ingagræðgi.
Fréttir af þessu voru í hámæli í
fyrra þegar Heiðar Sumarliðason
sat ritlistarkúrs í Listaháskólanum,
en þar nemur hann „fræði og fram-
kvæmd“ í leiklistardeildinni. Rit-
höfundurinn Sjón faldi nemendum
það verkefni að vinna með ein-
hverja framhaldsfrétt og gera að
leikþætti. Það varð kveikjan að
stuttu leikverki sem nú er orðið að
lengra verki, Heteróhetjur: Með
fullri virðingu fyrir Ashley Cole.
Ashley Cole, Rimbaud boltans?
Þótt leikritið sé lauslega byggt á
raunverulegum persónum og at-
burðum þá er það samt að lang-
mestu leyti skáldskapur þar sem
fjallað er um samband þeirra As-
hley Cole og Williams Gallas. Þeg-
ar Heiðar er spurður hvort þetta
samband sé byggt á langlífum slúð-
ursögum í Bretlandi um meinta
samkynhneigð Cole þá lætur hann
duga að fullyrða að „ef sýningin
yrði sett upp á Bretlandseyjum
þyrfti ég sennilega að ráða mér
mjög góðan lögmann,“ en bætir svo
við: „Þetta er nútímauppfærsla á
sögunni af Rimbaud og Verlaine.“
Leikritið hefst á skemmtistað í
London og dularfull ung barmey er
sögumaður okkar. Hún leiðir okkur
inn á VIP-svæði staðarins og í kjöl-
farið hittum við ekki bara Gallas og
Cole heldur einnig liðsfélaga þeirra
á borð við Frank Lampard,
Thierry Henry, Claude Makelele
og Sol Campbell auk þjálfarans
Jose Mourinho. Þá reka líka inn
nefið stjörnur á borð við Girls Alo-
ud, Robbie Williams, Pete Doherty
og Kate Moss – sem sagt flestir
helstu góðkunningjar götublaðsins
The Sun. Heiðar játar því að leik-
ritið sé gagnrýni á þann heim,
„þessa yfirgengilegu paparazzi-
menningu sem er í gangi og frægð-
ardýrkunina“. En eru þau ekki að
taka þátt í henni um leið?
„Jú, við erum alls ekki yfir þetta
hafin. Við fylgjumst öll með þessu
en samt kemur þetta augnablik þar
sem maður hugsar: Er ekki komið
nóg? Þetta fólk fær aldrei frið.“
Fölir íslenskir blökkumenn
En hvernig gekk að leysa það
vandamál að fá íslenska leikara
sem voru nógu dökkir í hlutverk
blökkumannanna Cole, Gallas og
félaga? „Það var ekki leyst. Leik-
ararnir eru ekki beint að leika Cole
og Gallas. Þeir byggðu karakterana
á þeim en þetta er algjör skáld-
skapur. Byggt í kringum eitthvað
sem gerðist en ekki síður það sem
ég ímynda mér að hafi getað
gerst.“
En vissulega vekja hvítir menn
að leika svarta ákveðnar spurn-
ingar. „Leikritið fjallar mikið um
fordóma og baráttu fólks fyrir að
vera það sjálft, óháð litarafti eða
kynhneigð. Þetta er ástarsaga en
það skiptir engu máli að þeir séu
karlmenn. Þetta er bara saga um
fólk og tilfinningar, en samt ógeðs-
lega fyndin,“ fullyrðir leikstjórinn
áður en hann er krafinn svara við
því hvort þeir geti eitthvað í fót-
bolta. Hilmar Guðjónsson (sem
leikur Gallas) er ansi góður að sögn
leikstjórans Heiðars sem sjálfur
hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍR
og Stjörnunni. Ashley Cole sviðsins
er svo Hilmir Jensson sem getur
víst ekki neitt í fótbolta. „Hann er
hins vegar fyrrverandi Norð-
urlandameistari í dansi,“ bætir
Heiðar við – og hvað er betri und-
irbúningur fyrir leiftursókn upp
kantinn?
Sýningin er opnunarsýning Art
Fart-leiklistarhátíðarinnar og er
frumsýnd 7. ágúst. Hátíðin stendur
í tvær vikur og aðeins verður hægt
að berja sýninguna augum þessar
tvær vikur.
Ástir samlyndra varnarmanna
Í HNOTSKURN
»Fyrsti enski knattspyrnu-maðurinn til þess að koma út
úr skápnum var Justin Fashanu
árið 1990. Fáeinum dögum síðar
hafði bróðir hans, John Fashanu,
sem einnig var þekktur knatt-
spyrnumaður, afneitað honum
opinberlega og það sama gerði
fyrrum þjálfari hans, goðsögnin
Brian Clough. Árið 1998 framdi
leikmaðurinn svo sjálfsmorð.
»Um 2.500 knattspyrnumenná Englandi hafa fótbolta að
atvinnu. Enginn þeirra hefur
gengist við því að vera samkyn-
hneigður og fullyrða þeir sem
hafa rannsakað málið að margir
þeirra hafi fengið hjálp frá um-
boðsmönnum og félögum við að
finna sér sýndarkærustur.
Morgunblaðið/Sverrir
Einvígi Ashley Cole (Hilmir Jensson) og William Gallas (Hilmar Guð-
jónsson) fara í skallaeinvígi undir vökulu auga Heiðars leikstjóra.