Morgunblaðið - 12.07.2007, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Kauptu bíómiðann á netinu
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
SANDRA BULLOCK
MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI?
“Besta sumarmyndin til þessa”
eeee
S.V. - MBL
T.S.K. – Blaðið
“Pottþéttur
hasar”
“... vandaður sumarsmellur
með hátt skemmtanagildi
fyrir fleiri en hasarunnendur”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eeee
V.J.V. – Topp5.is
eee
F.G.G. – FBL
Evan hjálpi okkur
FRÁ LEIKSTJÓRA
BRUCE
ALMIGHTY
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR
EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI ... EÐA EKKI?
JEFF
DANIELSJOSEPH
GORDON
LEVITT
MATTHEW
GOODE
ISLA
FISHER
The Lookout kl. 5.50 - 8 - 10.10
Die Hard 4.0 kl. 5.30 - 8 - 10.40 B.i. 14 ára
Premonition kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára
Fantastic Four 2 kl. 6 - 10.45
Die Hard 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára
Fantastic Four 2 kl. 3
Evan Almighty kl. 6 - 8 - 10
Die Hard 4.0 kl. 8 - 10.20 B.i. 14 ára
Premonition kl. 6 SÍÐASTA SÝNING B.i. 12 ára
Harry Potter 5 kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i 10 ára
Harry Potter 5 kl. 3 - 6 - 9 LÚXUS B.i 10 ára
Evan Almighty kl. 4 - 6 - 8 - 10
Yippee Ki Yay Mo....!!
EIN ÓVÆNTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS
Þegar ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera…
hvernig veistu hverjum er hægt að treysta?
STÆRSTA
GRÍNMYND SUMARSINS
“...besta sumarafþreyingin til þessa.”
eee
MBL - SV
“Grípandi atburðarás og
vönduð umgjörð, hentar öllum”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
"Ekki aðeins besta Potter-myndin til þessa,
heldur bara stórkostleg fantasía
útá alla kanta. Ég stórefa að jafnvel
hörðustu aðdáendur verði fyrir
vonbrigðum!"
eeee
Tommi - kvikmyndir.is
“2 vikur á toppnum!”
Þótt varla sé hægt að hugsasér betri leið til að eyðakvöldstund en að fara á tón-
leika, þá getur veðrið eins og það
hefur verið á suðvesturhorninu
undanfarið sett strik í reikninginn.
Í slíku blíðviðri getur alveg eins
dottið í mann að fórna tónleikum
fyrir kvöldstund með tebolla og
bók úti undir beru lofti. Það kom
því nokkuð á óvart að sjá hversu
margir höfðu stungið sér ofan í
kjallarann á Domo í fyrrakvöld til
að hlusta á hljómsveitina Andro-
medu4 þrátt fyrir heiðríkjuna sem
réði ríkjum úti fyrir.
Þegar hljómsveitin hóf að spila
var þó ljóst að þar ríkti ekki síður
heiðríkja og að ekki var hægt að
vera á betri stað í tilverunni. Tón-
listin var ekki einungis skemmti-
leg, fjölbreytt og fjörleg – eins og
Andromedu4 er von og vísa – held-
ur flutt af einstöku listfengi.
Fremst í flokki félaga sinna,
þeirra Evan Harlan, Andrew Stern
og Andy Blickenderfer, fór Íma
Þöll Jónsdóttir fiðluleikari. Hún
hefur sérhæft sig í flutningi tón-
listar af þessu tagi – einskonar
heimsbræðingi með ólíkindaleg-
asta ívafi. Hún fór undurfallega
með það sem hún spilaði hvort
heldur sem það bar keim af djassi,
tangótónlist, „klezmer“ – eða jafn-
vel indverskri tónlistarsögu. Henni
tókst meira að segja að syngja ís-
lenskra þjóðvísur „í indverskum
stíl“ þannig að ég hefði getað svar-
ið fyrir að hafa heyrt þær með
þeim hætti áður.
Staðreyndin er sú að það er ekkiauðvelt að spila hvaða tónlist
sem er á fiðlu, þannig að það
hljómi sannfærandi, nema maður
eigi rætur í þeim jarðvegi sem hún
er sprottin úr. Við þekkjum jú öll
hversu góðir írskir fiðlarar geta
verið og vitum líka að í Búlgaríu
fæðast börnin ekki með silfurskeið
í munni heldur fiðlu undir vanga.
Sígaunatónlist á borð við þá sem
Robi Lakatos spilar er auðvitað
undraverð hvað spilafærni varðar;
flæðir yfir mann eins og holskeflan
sem sígaunarnir notuðu – eftir því
sem sagan segir – til að trylla
kristið fólk og steypa því í glötun. Í
þjóðsögu frá Austur-Evrópu segir
til að mynda frá því er ungur fiðlu-
leikari selur skrattanum það sem
honum er kærast til að öðlast færni
á fiðluna sína. Skrattinn tekur fjöl-
skylduna hans; móður, föður og tvo
bræður, þræðir hár þeirra í snigil
fiðlunnar, tærnar í strengjahald-
arann og strekkir síðan þar til þau
eru orðin að strengjum. Það sem
fiðluleikarinn lék síðan á fiðluna
upp frá því var öllum öðrum hljóð-
um æðra – hann spilaði á strengi
tilfinninganna í bókstaflegri merk-
ingu; hljóðin spruttu úr því sem
honum var kærast en hafði misst.
Flestir klassískt menntaðir fiðlu-leikarar ná aldrei þessu flæði
(hver man ekki eftir plötunni þar
sem Stephan Grappelli og Jehudi
Menuhin, sá annars frábæri klass-
íski spilari, leiddu saman hesta
sína) þessum litbrigðaríka „söng“,
þeirri beitingu bogans sem þarf til
að hljóðið myndist „rétt“ – og þar
fram eftir götunum. Allt þetta
gerði Íma Þöll áreynslulaust.
Hún hefur brotið af sér viðjar
klassískrar þjálfunar (sem ég, án
þess að vita nokkuð um það,
ímynda mér að tilheyri íslenskum
tónlistarskólum) og tekist á við
tónlistarferil á forsendum annars-
konar þjálfunar – sem þjónar ann-
arskonar tónlist. Þetta er dálítið
sérstakt og alveg ótrúlega gaman
fyrir tónlistarlífið hér á landi að
hafa þarna eignast algjörlega ný-
stárlegan hauk í horni heimsbræð-
ingsins vandmeðfarna.
Haukur í horni
heimsbræðingsins
» Staðreyndin er sú aðþað er ekki auðvelt
að spila hvaða tónlist
sem er á fiðlu, þannig að
það hljómi sannfærandi,
nema maður eigi rætur í
þeim jarðvegi sem hún
er sprottin úr. Við
þekkjum jú öll hversu
góðir írskir fiðlarar geta
verið og vitum líka að í
Búlgaríu fæðast börnin
ekki með silfurskeið í
munni heldur fiðlu undir
vanga. Andromeda4 Þegar hljómsveitin lék í kjallara Dómó í fyrrakvöld var kjall-arinn allra staða vænstur, að mati greinarhöfundar.
fbi@mbl.is
AF LISTUM
Fríða Björk Ingvarsdóttir