Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 43
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Sýnd kl. 4, 5:45 og 8 Með íslensku tali
Sýnd kl. 4, 6 og 10 Með ensku tali
SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU
MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
eee
S.V. - MBL.
www.laugarasbio.is
"LÍFLEG SUMARSKEMMTUN"
eee
L.I.B. TOPP5.IS
Miðasala á
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
FRÁ
LEIKSTJÓRA
BRUCE
ALMIGHTY
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
Evan hjálpi okkur
Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10
BRUCE ALMIGHTYFRÁ LEIKSTJÓRA
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
MÖGNUÐ SPENNUMYND
UM KONU SEM MISSIR
EIGINMANN SINN
Í BÍLSLYSI
...EÐA EKKI?
SANDRA BULLOCK
MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI?
“Besta sumarmyndin til þessa”
eeee
S.V. - MBL
T.S.K. – Blaðið
“Pottþéttur
hasar”
“... vandaður sumarsmellur
með hátt skemmtanagildi
fyrir fleiri en hasarunnendur”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eeee
V.J.V. – Topp5.is
eee
F.G.G. – FBL
Yippee Ki Yay Mo....!!
“...besta sumar-
afþreyingin til þessa.”
eee
MBL - SV
“Grípandi atburðarás og
vönduð umgjörð, hentar öllum”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
-bara lúxus
Sími 553 2075
“Besta sumarmyndin til þessa”
eeee
S.V. - MBL
T.S.K. – Blaðið
“Pottþéttur
hasar”
“... vandaður sumarsmellur
með hátt skemmtanagildi
fyrir fleiri en hasarunnendur”
eee
Ó.H.T. - Rás 2
eeee
V.J.V. – Topp5.is
eee
F.G.G. – FBL
Yippee Ki Yay Mo....!!
10
Sýnd kl. 7:30 og 10-POWERSÝNING
Evan Almighty kl. 6 - 8 - 10
Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára
Premonition kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
Fantastic Four 2 kl. 6
STÆRSTA
GRÍNMYND SUMARSINS
STÆRSTA
GRÍNMYND SUMARSINS
“2 vikur á toppnum!”
“2 vikur á toppnum!”
HLJÓMSVEITIN Toto hefur verið starfandi
í þrjátíu ár og á því marga aðdáendur í öllum
aldursflokkum. Á tónleikunum í Laugardals-
höllinni mátti sjá mikla breidd í áhorfenda-
skaranum, allt frá börnum upp í fólk á besta
aldri.
Toto lét aðeins bíða eftir sér en þegar sveit-
in hóf leikinn um klukkan hálfníu gerði hún
það afskaplega vel. Ég hef ekki farið á marga
tónleika sem hljóma jafn vel og þessir gerðu.
Liðsmenn léku ný lög í bland við eldri og
mátti sjá gleði í augum tónleikagesta þegar
þeir léku slagara á borð við „Hold the Line“
og „Rosanna“. Dagskráin var engu að síður
nokkuð gloppótt. Þrátt fyrir að leikin væru
lög sem allir gátu sungið með og haft gaman
af, var mikið um sólótakta gítarleikarans
Steve Lukathers inni á milli. Þessar ser-
imóníur geta verið skemmtilegar fyrir suma
en í þetta sinn drápu þær steminguna á milli
vinsælu laganna. Þetta sást greinilega þar
sem tónleikagestir nýttu sér tímann til þess
að kaupa sér drykki eða fara út til að fá sér
ferskt loft á meðan sveitin lauk sér af í til-
burðum sínum.
Bassaleikari Toto, Mike Porcaro, var fjarri
góðu gamni en í hans stað kom bassahetjan
Leland Sklar sem hefur leikið með tónlistar-
mönnum á borð við Leonard Cohen, Phil Coll-
ins og James Taylor. Sklar stóð sig með prýði
og var skemmtileg viðbót við þessa litríku
sveit.
Söngvarinn Bobby Kimball, sem yfirgaf
Toto árið 1984 vegna persónulegra vanda-
mála, gekk aftur til liðs við sveitina árið 1999
og var því með á tónleikunum. Hann hefur
gríðarlega fallega rödd en syngur þó ekki jafn
vel og hann gerði áður – sem er fullkomlega
eðlilegt þar sem maðurinn er um sextugt. Það
sem mér þótti öllu undarlegra var framkoma
hans á sviðinu. Það er að segja, hann var ekki
alltaf á sviðinu, jafnvel þótt ég vissi að þarna
væri laglína sem honum væri ætluð. Þegar
hann var þar var hann undarlegur og úr
tengslum við hina hljómsveitarmennina og
var stemningin á milli þeirra hálfvandræðaleg
á köflum. Í laginu sem allir höfðu beðið eftir,
„Africa“, söng hann til dæmis ekki textann og
kom aðeins inn á sviðið í viðlaginu og veinaði
það á tryllingslegan hátt. Í miðju lagi fór hann
á hnén á gólfinu fyrir aftan Lukather og Sklar
og það virtist sem þeir væru að reyna að tala
við hann og fá hann aftur á lappir.
Ég veit ekki hvort „persónuleg vandamál“
Kimballs hafa tekið sig upp aftur eða hvort
þetta var hluti af sýningunni. Engu að síður
var þetta furðulegt og vakti hjá mér ýmsar
spurningar.
Mér finnst rétt að ítreka að Toto er mjög
góð tónleikasveit, ein af þeim bestu sem ég
hef séð. Hljóðið gekk fullkomlega upp, lögin
hljómuðu næstum því eins og þau gera á plöt-
unum þeirra og þeir eiga til óþvingaða leik-
gleði. Það voru nokkur lög sem ég saknaði að
heyra, sérstaklega í ljósi þess hve góður flutn-
ingurinn var á þeim sem þeir þó léku. Á heild-
ina litið var þetta samt ekki jafn skemmtilegt
og ég hafði vonað, of mikið var um erfiða kafla
sem ekki þjóna hinum almenna hlustanda.
Miðlungstónleikar hjá frábærri hljómsveit
Morgunblaðið/Sverrir
Bassi „Sklar stóð sig með prýði og var skemmtileg viðbót við þessa litríku sveit.“
TÓNLIST
Laugardalshöll
Þriðjudaginn 10. júlí kl. 20
Toto
Helga Þórey Jónsdóttir