Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 220. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Réttur dagsins Engjaþykkni “crème de la crème” borið fram með hnetu-, karamellu- og kornkúlu-mélange Nýtt bragð ALLAR STÆRÐIR STÓRLAXAR, VÆNIR SMÁLAXAR OG SVO LÍKA PÍNULITLIR LAXAR >> 6 „HÉLDU AÐ ÉG VÆRI GENGINN AF GÖFLUNUM“ FRÁ JÖRÐINNI FLÝGUR HANN VÉLUNUM >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÁRIÐ 1984 var Reykjavíkurmaraþon hlaupið í fyrsta sinn og var þá með stærstu íþróttaviðburðum á landinu. Knútur Ósk- arsson, upphafsmaður hlaupsins, fékk hug- myndina árið 1983 þar sem hann var stadd- ur í Gautaborg þegar götum var lokað og mikil stemning kviknaði vegna Gautaborg- arhálfmaraþonsins. Við heimkomuna skrif- aði hann bréf til Reykjavíkurborgar þar sem hann kynnti hugmyndina og var Mark- ús Örn Antonsson, þáverandi forseti borg- arstjórnar, svo hrifinn af hugmyndinni að hann mætti á skrifstofu Knúts daginn eftir og tókust þeir í hendur upp á að halda hlaupið að ári. Tveimur tímum síðar mætti Ríkissjónvarpið á staðinn „og þá var ekki aftur snúið,“ segir Knútur. Alls mættu 250 til leiks og 214 luku hlaupi, en sú tala átti eftir að fara ört vaxandi næstu árin. Heildarfjöldinn varð yfir 2.000 manns ár- ið 1991 og þremur árum síðar náði hann há- marki sem ekki var jafnað í rúman áratug, þegar 3.726 manns skráðu sig til hlaups. Að sögn Knúts sveiflaðist þátttakan upp og niður næstu árin þar til 2004 en þá varð sprenging í maraþonáhuga Íslendinga og gesta þeirra og 3.800 hlauparar tóku þátt. Vinsældirnar jukust enn og í fyrra var nýtt met slegið þegar 5.372 tóku þátt, eða 9.667 ef með eru taldir krakkarnir í Latabæjar- hlaupinu, sem þá var haldið samhliða í fyrsta sinn. Fagmennska frá upphafi Knútur segir eina ástæðu þess hve vel hafi gengið að halda lífi í maraþoninu vera þá að það var strax skráð inn í samtökin AIMS – samtök alþjóðlegra maraþona. Í kjölfarið fékkst löggilding á hlaupaleiðina og tekið var upp strangt framkvæmdakerfi. Til að byrja með var boðið upp á heilt og hálft maraþon auk 7 km leiðar fyrir al- menning, þar sem sárafáir maraþonhlaup- arar voru á Íslandi. Knútur segir svo fljótt hafa komið í ljós að bjóða þyrfti enn styttri vegalengdir og var byrjað með 3 km hlaup undir nýyrðinu skemmtiskokk. Knútur seg- ir að gjörbreyting hafi svo orðið með bak- hjörlum eins og Glitni, sem gátu uppfyllt þann draum að gera Reykjavíkurmaraþon að góðgerðarhlaupi. Og á laugardaginn færist hlaupið á enn hærra stig með þátt- töku heimsþekktra hlaupara, t.d. núverandi Ólympíumeistara, Stefano Baldini. | 11 Morgunblaðið/Kristinn Hlaupagarpar Margir taka þátt í Reykja- víkurmaraþoninu á hverju sumri. Maraþon í framþróun Þátttaka í hlaupinu hefur margfaldast frá upphafi Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ eru örfá tilfelli þar sem hafnarvigtarmenn eru einnig í vinnu hjá útgerð eða fiskvinnslu á sama stað. Það eru vissulega óheppileg tengsl. Hins vegar er það mun algengara að löggiltir endurvigtunarmenn séu starfs- menn þeirra fyrirtækja, sem hafa leyfi til endurvigtunar. Það er í raun óhjákvæmilegt fyrst endur- vigtun er leyfð á annað borð,“ segir Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri. Fiskistofa hefur sem kunnugt er kært hafnarvigtarmann og útgerð á Austurlandi fyrir að hafa gefið ranglega upp afla, sem sendur var utan á markað í gámi. Í ljós kom að vigtarmaðurinn var jafnframt starfsmaður útgerðarinnar. Þórður segir að í einstaka til- fellum sé það þannig á smæstu stöðunum að starf vigtarmanns á hafnarvoginni sé ekki fullt starf og því sinni menn öðrum störfum jafnframt. Það sé því mjög mikil- vægt að vigtarmenn geri greinar- mun á því fyrir hvern þeir séu að vinna hverju sinni. Það sé ótvírætt að þeir séu í vinnu hjá sveitarfé- laginu þegar þeir eru að vigta fisk. Annað með endurvigtun Við endurvigtun horfi nokkuð öðruvísi við. Hún verði að vera framkvæmd af löggiltum vigtar- manni eins og reyndar eigi líka við um vigtarmenn á hafnarvogunum. Í langflestum tilvikum séu endur- vigtunarmenn starfsmenn viðkom- andi fiskverkanda. Þegar menn fái löggildingu sé þeim uppálagt hverjar skyldur þeirra eru og þær séu miklar. Þeir eigi auðvitað að starfa sjálfstætt og óháðir sínum vinnuveitanda. „Það má segja að þetta sé óheppilegt, en það er jafnframt óleysanlegt á annan hátt, þar sem endurvigtunarleyfi felur í sér að fiskur er vigtaður á ný í viðkom- andi fiskverkunarhúsi eftir vigtun á hafnarvog, til að finna út hve mikill ís sé í hverju kari og hin rétta vigt fisksins komi fram. Menn kæra sig ekki um að kaupa mikið af ís á verði fisksins. Það er svo ekki öðrum til að dreifa til að borga endurvigtunarmanni laun en fiskverkandanum sjálfum,“ segir Þórður. Eftirlitsmaður á staðnum Þórður segir enn fremur að í til- fellinu fyrir austan hafi upplýsing- ar frá veiðieftirlitsmanni einnig leitt til þess að í ljós hafi komið að þorskur hafi verið látinn heita hlýri. Útgerðarmönnum beri að senda áætlun um það sem fari í gáma til útflutnings. Í þessu tilfelli hafi eftirlitsmaður verið á staðnum og engan hlýra séð í afla bátsins. Engu að síður hafi slíku verið hald- ið fram í áætlun útgerðarmannsins. Það hafi svo endanlega komið í ljós við eftirlit ytra að enginn hlýri hafi verið í gámnum. Endurvigtun í höndum starfsmanna útgerða  Einnig dæmi um að hafnarvigtarmenn starfi fyrir útgerð eða fiskvinnslu Í HNOTSKURN »Í örfáum tilfellum eruhafnarvigtarmenn einnig í vinnu hjá útgerð eða fisk- vinnslu á sama stað. » Í langflestum tilvikumeru endurvigtunarmenn starfsmenn viðkomandi fisk- verkanda. »Fiskistofa hefur lagtfram kæru á hendur hafnarvigtarmanni og út- gerðarfyrirtæki á Austur- landi fyrir meint brot á reglum um vigtun sjáv- arafla. Bagdad. AFP, AP. | Að minnsta kosti 175 manns biðu bana og um 200 særðust þegar fjórir bílar hlaðnir sprengiefnum voru sprengdir í loft upp í árásum sem beindust að fornum trú- flokki, Yazidi, í norðvesturhluta Íraks. Eru þetta mannskæðustu árásirnar í landinu frá 23. nóv- ember sl. þegar 215 manns létu lífið í fimm bílsprengjuárásum í hverfi sjíta í Bagdad. Um 30 íbúðir eyðilögðust í árásunum í gær. Yfirvöld töldu að hreyfingin al-Qaeda í Írak hefði staðið fyrir árásunum. Um hálf milljón manna er í Yazidi-trúflokknum og fólkið tal- ar flest kúrdíska mállýsku. Fylg- ismenn Yazidi trúa á Guð og virða spámenn Biblíunnar og Kóransins, einkum Abraham, en dýrka þó aðallega erkiengil sem kristnir menn og múslímar telja vera Lúsífer eða Satan. Margir hafa því litið á Yazidi-menn sem djöfladýrkendur. Minnst 175 manns lágu í valnum í Írak SÍFELLT fjölgar þeim ferða- mönnum sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum. Mörgum Íslendingum þætti ef- laust ákjósanlegra að sigla með suðrænum ströndum eyja í Kar- íbahafinu en að sigla um Norður- Atlantshafið, meðfram eyjum eins og Íslandi, Jan Mayen og Sval- barða. Engu að síður virðist ótrú- legur fjöldi fólks koma hingað í leit að lundum, lopapeysum og öðru sem merkilegt þykir við landið. Ósagt skal látið hvort þessir skipsfarþegar höfðu fyllt ferðatöskur sínar af minjagripum en ljóst er þó að flestir hafa ef- laust fundið eitthvað við sitt hæfi. Morgunblaðið/Frikki Sigla af landi brott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.