Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
BERJASPRETTAN svíkur engan í ár og gildir þá einu hvar á landinu fólk
býr. Það fékk Helgi Már Ingvarsson, 10 mánaða Eskfirðingur, að reyna ný-
lega þegar hann fór í berjamó með mömmu sinni í Hólmahálsi, sunnan
fjarðarins. Helgi Már undi sér vel í mónum með gnægð berja til að gæða
sér á en hirti ekki um að safna berjunum í ílát eins og fullorðna fólkið.
Ungir sem aldnir fara í berjamó
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Tínum berin blá
„ÞAÐ sem skiptir
mestu máli er að
foreldrum ein-
hverfra barna sé
boðið upp á val
fyrir börnin sín,“
segir Þorgerður
Katrín Gunnars-
dóttir mennta-
málaráðherra en í
grein Morgun-
blaðsins á sunnu-
daginn kom fram að innlendir sem
erlendir sérfræðingar telja að stofn-
un skóla fyrir einhverfa einstaklinga
sé nauðsynleg.
„Við verðum að hafa það í huga að
það er stefna okkar að hafa sem flest
börn í almennum grunn- og fram-
haldsskólum en markmiðið með því
er fyrst og fremst að fatlaðir nem-
endur geti umgengist heilbrigða og
þannig stefna menn að því að forðast
alla félagslega einangrun. Á hinn
bóginn verðum við að vera með val-
kosti innan skólakerfisins, hvort sem
er á grunnskóla- eða framhaldsskóla-
stigi, sem þjóna þessum einstakling-
um með það í huga hvaða þarfir þarf
að uppfylla.“
Tilraunir sýni hvað hentar
Þorgerður Katrín segist hafa heyrt
afar ólíkar skoðanir frá foreldrum
einhverfra barna. Sumir hverjir telji
barnið sitt best komið í almennum
skóla en hins vegar séu aðrir sem hafi
mesta trú á árangri í sérskólum. Hún
segir tilraunir vera gerðar þar sem
börn með misjafnar raskanir eru tek-
in úr skólum um tíma en síðan færð
aftur í skólana. Hún telur það vera
eitthvað sem koma skuli en við búum
í litlu landi og ættum að hafa burði,
tæki og tækni til þess að fara út í
ákveðna sérhæfingu. „Bæði sveitar-
félögin og menntamálaráðuneytið
hafa svigrúm og burði til að fara í
ákveðnar tilraunir til þess að sjá hvað
hentar best íslenskum veruleika.“
Hvað varðar þá fullyrðingu sér-
fræðinga að einhverf börn læri ekk-
ert innan almenns skólakerfis segir
Þorgerður Katrín að eftir að stefnan
Skóli án aðgreiningar var mörkuð
hafi ekki verið hoppað inn í algerlega
fullkomið umhverfi. „Ég held að
þetta séu eðlileg skref, að leita þeirra
leiða þannig að barnið fái sem mest
úr sinni skólagöngu, bæði félagslega
og námslega. Við fáum ábendingar
frá foreldrum um að það þurfi að
bjóða upp á fleiri úrræði, sérskóla eða
sérdeildir. Í sjálfu sér skiptir ekki
máli hvort þetta heitir sérdeild eða
sérskóli, bara að við bjóðum þessa
þjónustu.“
Foreldrar
hafi val
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
FRRAMKVÆMDIR við nýja
vatnsverksmiðju á Rifi munu hefj-
ast í næsta mánuði eftir að sam-
komulag náðist milli Snæfellsbæjar
og fyrirtækisins Iceland Glacier
Products ehf. Standa vonir til að
verksmiðjan muni taka til starfa
seinni hluta næsta árs og til að
byrja með skapa 40-50 ný störf.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir samkomulagið
við Iceland Glacier afar jákvætt
fyrir samfélagið, verkefnið komi á
mjög góðum tíma. Fjölbreytni í at-
vinnulífinu verði aukin og grunnur
samfélagsins í Snæfellsbæ styrkt-
ur. Hann segir sveitarfélagið hafa
um nokkurt skeið reynt að fá fyr-
irtæki til að reisa vatnsverksmiðju
og nú hafi það loksins tekist.
Lóð undir verksmiðjuna er tilbú-
in og að sögn Kristins verður strax í
næsta mánuði byrjað að leggja nýja
vatnslögn að fyrirhugaðri vatns-
verksmiðju. Hann segir það ljóst að
framkvæmdin muni hafa mikil
margfeldisáhrif fyrir sveitarfélagið,
ekki eingöngu með auknum
útsvarstekjum heldur einnig með
margs konar þjónustu við fyrirtæk-
ið og starfsmenn þess. Um aðkomu
Snæfellsbæjar að öðru leyti en að
útvega verksmiðjunni vatn og að-
stöðu, segir Kristinn að sveitarfé-
lagið muni eignast 1,24% hlut í Ice-
land Glacier.
Vatni pakkað á Rifi
♦♦♦
ENN er biðstaða í skipulagsmálum
Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna
áætlana Landsvirkjunar um Holta-
og Hvammsvirkjun í neðri hluta
Þjórsár. Fjögur sveitarfélög þurfa
að breyta skipulagi sínu til að virkj-
unin geti orðið að veruleika. Sveit-
arstjórn Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps hefur tekið þá afstöðu að
skipulaginu verði ekki breytt fyrr en
Landsvirkjun hafi samið við þá land-
eigendur sem myndu missa land
undir lón virkjunarinnar.
Fundað var í hreppsnefnd Skeiða-
og Gnúpverjahrepps í gær og farið
yfir stöðu mála. Sigurður Jónsson
sveitarstjóri segir að enn sé beðið
eftir svörum frá Landsvirkjun en
þangað til verði farið yfir athuga-
semdir sem borist hafi. Umhverfis-
nefnd og iðnaðarnefnd Alþingis
munu á föstudaginn eiga fundi á
svæðinu með sveitarstjórnarmönn-
um, fulltrúum Landsvirkjunar og
andstæðingum virkjunarinnar.
Biðstaða við
neðri Þjórsá
ALLT hefur gengið að óskum á
landvarnaræfingunni Norðurvíkingi
2007 hingað til að sögn Friðþórs Ey-
dal, fulltrúa flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli. Allar tímaáætl-
anir höfðu staðist þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann seinnipart-
inn í gær. Þá voru loftbardaga-
æfingar bandarískra F-15 og
norskra F-16 orrustuþotna enn í
gangi.
Fyrri hluta dags var flogið á öllum
flugvélum æfingarinnar í einu. Rat-
sjáreftirlitsflugvél (AWACS) frá
NATO stjórnaði aðgerðum í lofti, en
hún er mönnuð alþjóðlegri áhöfn frá
ríkjum beggja vegna Atlantshafsins.
Ratsjármiðstöð íslenska loftvarn-
arkerfisins þjónaði sem umsjón-
armiðstöð með æfingunni, en þaðan
fengu flugáhafnirnar fyrirskipanir
og upplýsingar. Norsk flugvél af
Orion-gerð lék óþekkta flugvél sem
fór inn á loftvarnarsvæði Íslands en
tvær F-15 þotur leituðu hana uppi
og báru kennsl á hana. Með í för
voru tvær KC-135 eldsneytisbirgða-
flugvélar sem æfðu eldsneytisgjöf á
flugi.
Þá voru sérsveitarmenn við æf-
ingar í Hvalfirði í gær og verða
áfram við æfingar í dag og á morgun
á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar.
Æfing þeirra gekk að sögn vel.
Varnir í lofti og á landi æfðar
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Bensínþamb F-15 orrustuþota tekur eldsneyti frá KC-135 eldsneytisbirgðavél á æfingunni í gær.
Norðmenn í hlut-
verki óvinarins
Lítil æfing fyrir stóra heri
VEFVARP mbl.is