Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Viltu líka leysa okkar samgöngumál, við þurfum ekki öll þyrlur, bara eitt skip.
Það er rétt hjá Kristjáni Möllersamgönguráðherra að skýrsla
Ríkisendurskoðunar um
Grímseyjarferjuna er svört en sú
spurning vaknar, hvort öll sagan sé
sögð.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir und-irbúning og telur hann hafa ver-
ið ófullnægjandi.
Hver ber ábyrgð
á undirbúningi
svona máls? Er
það Vegagerðin
ein? Kemur sam-
gönguráðuneytið
hvergi við sögu?
Ríkisendur-skoðun gagn-
rýnir að nákvæm þarfagreining hafi
ekki farið fram. Fylgdist samgöngu-
ráðuneytið ekkert með því, sem
Vegagerðin var að gera?
Ríkisendurskoðun gagnrýnir los-
arabrag í kostnaðaráætlun. Getur
verið að samgönguráðuneytið hafi
hvergi komið við sögu? Ríkisend-
urskoðun segir að ríkisstjórnin hafi
tekið ákvarðanir á grundvelli upp-
lýsinga, sem fyrir hana voru lagðar.
Hvaða aðili gekk frá þeim upplýs-
ingum í hendur ríkisstjórnar? Var
það ekki samgönguráðuneytið?
Siglingastofnun hefur augljóslegasett fram gagnrýnni skoðun á
þau kaup, sem þarna fóru fram.
Samgönguráðuneytið hlýtur að hafa
vitað af þeirri gagnrýni. Var málið
ekkert skoðað nánar í ljósi þeirra at-
hugasemda?
Er það með öðrum orðum alvegvíst að þeir, sem hina endanlegu
ábyrgð bera, séu Vegagerðin og
Einar Hermannsson, sem voru
hengdir upp í fjölmiðlum í gær?
Það má vel vera að það þurfi aðfara fram stjórnsýsluúttekt á
Vegagerðinni. En er hugsanlegt að
sams konar úttekt þurfi að fara fram
á samgönguráðuneytinu? Hvað seg-
ir Kristján Möller um það?
STAKSTEINAR
Kristján Möller
Öll sagan sögð?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
! !
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
#
#
:
*$;<
!"#
$%
&"#
*!
$$; *!
$%
&
#
%
#
' (#) (
=2
=! =2
=! =2
$'#& * +, (-
>;
?
/
'
'
$(
!"#
&
)
!)
=7
'
&* + '
&
!"#
!-
!).
$( =
'
& / &/
.)
&
)!
$#
!!) 0
&"#
./ (00 (# 1
( (*
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
! 2
2
! ! !
!
! ! !"
"!
2"
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
Guðrún Sæmundsdóttir | 14. ágúst
Styttri opnunartíma
Ástandið í miðborg-
inni hefur stórversnað
eftir að opnunartími
veitngastaðana var
lengdur. Nú er svo
komið að sumir leigu-
bílstjórar eru orðnir
hræddir um líf sitt þegar þeir aka
uppdópuðu og útúrdrukknu fólki.
Þetta ástand er ekki lengur boðlegt
því fólki sem býr í miðbænum. Víða
erlendis er farið þá leið að næt-
urklúbbarnir eru staðsettir langt
frá íbúabyggð[...]
Meira: alit.blog.is
Kolbrún Baldursdóttir | 14. ágúst
Opnunartíminn
Meginlausnin felst í
sýnileika laganna
varða. Nýr lög-
reglustjóri lagði á það
áherslu þegar hann tók
við embætti að auka
bæri sýnileika lög-
reglu. Það virðist ekki hafa orðið.
Þvert á móti hefur það komið fram
að lögreglan röltir helst ekki um bæ-
inn að næturlagi um helgar.
Þeir sem eru mest til trafala eru
ekki börn og unglingar heldur full-
orðið fólk [...]
Meira: kolbrunb.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir | 14. ágúst
Kvenkyns vindstrókar
Ég veit að fellibylir
eru alvarlegt mál.
Velkist ekki í vafa um
það. En af hverju eru
þeir, nær undantekn-
ingarlaust skýrðir
kvenmannsnöfnum?
Eru þetta ekki bölvuð karlrembu-
svín sem eru að kalla þetta eyðing-
arafl eftir konum svona til að ýta
undir mýtuna um að konur séu belj-
andi vargar sem æði um og engu
eiri.
Ég man aðeins einu sinni eftir
fellibyljaseríu sem hét karlkyns-
nöfnum.
Nú er það Flossie. Svei mér þá ef
það var ekki einu sinni einn sem hét
Jenný og lagði heilan helling í rúst.
Má ekki bara hvorugkynsnefna
þessi fyrirbrigði.
Meira: jenfo.blog.is
Laufey Ólafsdóttir | 14. ágúst 2007
Þegar ég opnaði
frystinn…
...kom veltandi á móti
mér vegavillt mörgæs
með stórt ferðakoff-
ort. Ég leit í efstu hill-
una og þurfti að
beygja mig til að sjá
framhjá massívum ís-
björgum. Á bakvið eitt þeirra hafði
lítil ísbjarnarfjölskylda hreiðrað
um sig og tveir húnar litu á mig
stórum augum. Ég reyndi að draga
út miðskúffuna en hún sat pikkföst.
Ég beygði mig meira og togaði var-
lega í neðstu skuffuna, sem mjak-
aðist aðeins með smákipp. Upp leit
ringlaður mörgæsahópur sem var í
óða önn að koma sér fyrir skammt
frá poka af þorski. Sú vegvillta með
koffortið kjagaði inn í fjöldann.
Mér var nóg boðið.
Ég ákvað að grípa í taumana áð-
ur en ég fyndi rostunga og útilegu-
menn. Ég leitaði að affrystingar-
takkanum og þurfti að bræða mig í
gegnum heila klakahöll til að kom-
ast að honum. Nú hlusta ég á
dripphljóð til morguns og sef ekki
af áhyggjum af að flæða út ná-
grannann á neðri hæðinni. Ég mun
vísa "hústökuliðinu" í húsdýragarð-
inn.
Mig langar í nýjan ísskáp. Er
þetta góð ástæða til þess?
Meira: lauola.blog.is
Ívar Páll Jónsson | 14. ágúst
Fischer
Núna 3. september eru
sjö ár liðin frá því að
skákmeistarinn góð-
kunni Bobby Fischer
synti einn og óstuddur
út í Viðey, þegar hann
missti af ferjunni.
Í tilefni af því verður hið árlega
Fischersund þreytt þennan sama
dag í ár. Lagt verður af stað frá
Klettagörðum kl. 9 um morguninn
og er búist við að síðasti þátttakandi
slefi í land við Viðeyjarstofu 12-14
tímum seinna.
Meira: nosejob.blog.is
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS
FRÉTTIR
LÍKLEGT þykir að hreindýr sem
skotið var fyrir skemmstu í Hamars-
firði hafi verið smitað af berklum.
Lifur dýrsins var mun stærri en
gengur og gerist hjá hreindýrum og
var hún strax send til rannsóknar á
tilraunastöðina að Keldum. Búist var
við niðurstöðum í gær en að sögn
Hjartar Magnasonar héraðsdýra-
læknis tókst ekki að finna sýklana í
smásjá þannig að sýni verður sent í
ræktun, sem tekur lengri tíma.
Fuglasmit líklegast
„Við erum ekki að fullyrða að
þetta séu berklar en það leikur
sterkur grunur á því,“ segir Hjörtur.
Þar sem berklar geta borist frá dýr-
um til manna voru gerðar vissar var-
úðarráðstafanir. Dýrinu var fargað
og hnífar og tól veiðimannanna sem
notuð voru við úrtökuna sótthreins-
uð, ásamt fatnaði þeirra.
Hjörtur telur að um einangrað til-
felli hafi verið að ræða, en ekki far-
aldur, þar sem smitleið milli hrein-
dýra er afar lítil. Í þessu tilfelli er
líklegast að um sé að ræða fuglasmit
og að úrgangur úr berklasmituðum
fugli hafi verið á því svæði þar sem
hreindýrið var á beit.
Hjörtur segir að þó aðeins sé um
grun að ræða sé það nóg til að gera
viðeigandi ráðstafanir. Tvímælalaust
sé um sýkingu af einhverju tagi að
ræða og eigi hann erfitt með að sjá
að hún geti orsakast af öðrum sýkl-
um en berklasýklum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Sýkt Líklegt þykir að hreindýr sem skotið var fyrir skemmstu hafi verið
sýkt af berklum en lifur þess var óvenjustór. Myndin er úr myndasafni.
Sterkur grunur leikur á
berklasmiti í hreindýri