Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is UTANRÍKISRÁÐHERRA Tyrk- lands, Abdullah Gul, tilkynnti í gær að hann hygðist bjóða sig fram í forsetakosningunum í Tyrklandi. Tyrkneska þingið mun kjósa í fyrstu umferð kosninganna næst- komandi mánudag. Framboð Gul hefur vakið mörg- um ugg, því hann er mjög íhalds- samur múslími og hefur það m.a. orðið tilefni til gagnrýni í fjölmiðl- um að kona hans hylur iðulega hár sitt með slæðu við opinber tækifæri, en í Tyrklandi er bannað að bera slæður í opinberum byggingum. Flokkur Guls, stjórnarflokkurinn AKP, á rætur að rekja til íslamista og telja margir að ef flokkurinn sitji í ríkisstjórn og hafi að auki einn af sínum mönnum á forsetastóli muni mörkin á milli mosku og ríkis verða óljósari. Stjórnarandstöðuflokkarn- ir sem og herinn hafa af þessu þungar áhyggjur. Önnur atlaga Gul að stólnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gul býður sig fram til forseta. Í apríl í fyrra var hann útnefndur fulltrúi AKP og varð um það mikill styr. Herinn hótaði að grípa til að- gerða, meira en milljón manns safn- aðist saman á mótmælafundi og að lokum ákváðu stjórnarandstöðu- flokkarnir að sniðganga kosn- inguna, þannig að ekki fékkst næg þátttaka til þess að úrslitin teldust gild. Í maí dró Gul framboð sitt til baka. Á blaðamannafundi í gær sagði Gul að enginn þyrfti að óttast að trúarskoðanir hans myndu birtast í óæskilegum áhrifum á stjórn lands- ins, það yrði raunar meðal hans helstu markmiða að standa vörð um veraldarhyggju. Meðal annarra verkefna sem hann sagðist hafa áhuga á að sinna nefndi hann um- sókn Tyrklands um aðild að Evr- ópusambandinu. Hann ítrekaði að tími hans á forsetastóli yrði tileink- aður öllum Tyrkjum. Hlutverk forseta Tyrklands er að mestu leyti táknrænt, en þó getur það skipt sköpum, því forsetinn hef- ur neitunarvald gagnvart lagafrum- vörpum og skipar í mikilvægar stöður, s.s. stöður dómara og sendi- herra. „Verði Gul kosinn mun stjórn- málalegt jafnvægi í Tyrklandi breytast … Tyrkland mun um- breytast í land með yfirþyrmandi trúarlegar áherslur og mið-austur- lenska sjálfsmynd,“ sagði Deniz Baykal formaður stærsta stjórnar- andstöðuflokksins í gær. Uggur í mörgum Tyrkjum vegna forsetaframboðs AP Sigurviss Gul kemur til höfuðstöðva þjóðernissinnaða flokksins MHP í gær. Flokksforustumenn stjórnarandstöðuflokkanna lofuðu honum að þeir myndu ekki sniðganga kosningarnar eins og þeir gerðu í vor. Hinn umdeildi Abdullah Gul sækist eftir forsetaembætti – aftur Í HNOTSKURN »Abdullah Gul hefur setið áþingi frá 1991, hefur verið utanríkisráðherra síðan 2003 og hefur m.a. farið fyrir Tyrkjum í viðræðum um aðild að Evrópu- sambandinu. »Flokkur Gul vann frækileg-an sigur í þingkosningum í júlí. »Talið er nánast öruggt aðGul vinni kosningarnar. Hann þarf aukinn meirihluta í fyrstu tveimur umferðum kosn- inganna en hreinan meirihluta í þriðju umferðinni. »Gul hefur ásamt flokks-bróður sínum, forsætisráð- herranum Recep Tayyip Erdog- an, freistað þess að bæta samskipti við önnur múslíma- lönd. BENJAMIN Net- anyahu, fyrrver- andi forsætisráð- herra Ísraels, var kjörinn leið- togi Likud- flokksins í gær, samkvæmt fyrstu tölum í gærkvöldi. Netanyahu fékk 75% at- kvæðanna og Moshe Feiglin, hægri- öfgamaður úr röðum landtöku- manna, fékk 20%. Skoðanakannanir benda til þess að Netanyahu njóti mests fylgis í baráttunni um embætti forsætis- ráðherra. Hann hefur sótt inn á miðjuna en fréttaskýrendur sögðu fyrir kosningarnar að fengi Feiglin um 30% fylgi myndi það fæla kjós- endur á miðjunni frá flokknum. Netanyahu kosinn leiðtogi Benjamin Netanyahu SEXTÍU ár eru í dag liðin frá því að Indland öðlaðist sjálfstæði frá Bretum, en í gær fögnuðu Pakistanar sambærilegum áfanga. Myndin að ofan er frá Chennai í Indlandi og sýnir listaverk sem sýnir margar þekktustu sjálfstæðishetjur Indverja. Mikill öryggisviðbúnaður var í landinu í gær, því al-Qaida samtökin og hópar aðskilnaðarsinna höfðu sent yfirvöldum hótanir í tilefni dagsins. Reuters Indverjar fagna sextíu ára sjálfstæði EFTIRLÍKINGU af víkingaskipi frá elleftu öld var siglt til hafnar í Dyflinni í gær eftir 44 daga siglingu frá Hróarskeldu í Danmörku. Allt að 100.000 manns voru við höfnina til að fylgjast með komu skipsins, þeirra á meðal borgarstjóri Dyfl- innar, Paddy Bourke, og menningarráðherra Danmerkur, Brian Mikkelsen. Skipið er stærsta langskip heims, nær 30 metra langt og 3,8 metra breitt. Því var siglt frá Hróars- keldu 1. júlí, um Norðursjó, til norðurhluta Skot- lands og meðfram vesturströnd Skotlands til Ír- lands. Alls var leiðin um 900 sjómílur, eða 1.700 kílómetrar. Í áhöfn skipsins voru 65 manns frá mörgum löndum, 45 karlmenn og 20 konur á aldrinum 16 til 64 ára. Hraði skipsins var mestur um 10 hnút- ar, eða tíu sjómílur (1.852 m) á klukkustund. Þótt skipið væri ekki með neina vél notaði áhöfnin ratsjá, gervihnattadisk og siglingatæki ólíkt vík- ingunum. Bátur fylgdi skipinu til að aðstoða það í neyðartilvikum. Einn skipverjanna, Henrik Kastoft, sagði í bloggi sínu á Netinu að báturinn hefði þurft að hafa langskipið í togi hluta leiðarinnar um Norð- ursjó vegna óhagstæðs veðurs og logns. Langskipið er eftirlíking skips sem var smíðað í grennd við Dyflinni árið 1042. Því var siglt til Hró- arskeldu rúmum tveimur áratugum síðar og sökkt í Hróarskeldufirði. Frá föstudeginum kemur verður skipið til sýnis á vegum þjóðminjasafns Írlands þangað til skip- inu verður siglt aftur til Danmerkur næsta sumar. Stærsta langskipinu siglt til Dyflinnar Reuters Sigling Langskipið á leið til hafnar í Dyflinni. Chicago. AP. | Fjölmiðlakóngurinn Conrad Black var fyrr í sumar sak- felldur fyrir fjársvik, en hann, ásamt nokkrum sam- starfsmönnum sínum, var talinn hafa komið hönd- um yfir fé, sem tilheyrði fyrir- tæki hans, með vafasömum við- skiptagjörning- um. Black bíður enn dóms. Nú hafa saksóknarar lagt fram frekari gögn í málinu þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi tapað 32 milljónum dala í vasa Black og er lagt til að hann skuli, ásamt tveimur stjórnendum í Hollinghurst-sam- steypunni, endurgreiða tæpar 17 milljónir dala. Að auki kunna þeir að vera dæmdir til sektargreiðslna. Ber að end- urgreiða fé Conrad Black DÝRAGARÐURINN í Kaíró á við húsnæðisvandamál að stríða í kjöl- far þess að tollverðir standa nú í auknum mæli ferðamenn að dýra- smygli. Mörg hundruð krókódíls- ungar hafa verið gerð upptækir og búa nú þröngt í dýragarðinum og líst starfsmönnum ekki á blikuna, því viðbúið er að ungviðið vaxi. Ragy Toma, talsmaður egypskra stjórnvalda, sagðist telja að krókó- dílarnir hefðu átt að hafna í tjörn- um prinsa við Persaflóann, en við- skipti með Nílarkrókódíla munu vera mjög blómleg þar um slóðir. Kvikur smygl- varningur TEXASBÚI nokkur hefur ákært blómasala fyrir að hafa eyðilegt hjónaband sitt og krefst milljón dala í bætur. Málinu var þannig háttað að mað- urinn sendi hjákonu sinni í mesta sakleysi rósavönd, en reiknaði ekki með því að blómasalinn myndi senda honum auglýsingu heim til hans þar sem honum voru þökkuð viðskiptin sem voru fyrir rúmar sex þúsund krónur. Eiginkonan hringdi í blómasalann og spurði hverju þetta sætti. Hún fékk upp gefið heimilisfangið sem blómin voru send á og fyrir hana voru lesin skilaboðin sem stóðu á kortinu: „Ég vildi bara segja þér að ég elska þig og þú ert mér allt.“ Eig- inkona hefur farið fram á skilnað. Blómasalinn neitar ábyrgð. Í leit að blóraböggli ♦♦♦ Í LOS Angeles hefur maður, sem var að sniglast í kringum barna- heimili, vopnaður myndavél, verið handtekinn. Maðurinn hefur haldið úti opinskárri bloggsíðu sem ný- lega var lokað þar sem hann fjallaði um hneigðir sínar til ungra barna. Hann birti þar myndir sem hann hefur tekið af börnum á opinberum stöðum. Hann heldur því fram að hann myndi aldrei snerta börn og að vefsíðan sé meðferðarúrræði. Dómari hafði skipað honum að halda sig alltaf í a.m.k. 9 metra fjarlægð frá börnum. Refsað fyrir hugsanaglæpi ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjunum hefur skikkað fimm fjölmiðlamenn til þess að gefa upp nöfn heimildar- manna sinna, sem gáfu þeim upplýs- ingar um vísindamann sem lá undir grun lögreglu vegna miltisbrands- árásanna árið 2001. Blaðamennirnir unnu hjá Washington Post, USA Today og CBS-fréttastofunni. Vís- indamaðurinn, Steven J. Hatfill, var ákærandinn í málinu og hafði farið fram á að enn fleiri blaðmenn yrðu skyldaðir til að leysa frá skjóðunni. Skulu svíkja heimildarmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.