Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 17
LANDIÐ
AÐ KAUPA VÍN
ER EKKERT
GRÍN
Haf›u skilríkin me›fer›is.
Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði
þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt
um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.
Reykjanes | Boðið er til menning-
ar- og sögutengdrar gönguferð
sunnudaginn 19. ágúst kl. 11 í boði
Sveitarfélagsins Garðs í samvinnu
við sjf menningarmiðlun og FERL-
IR. Gangan hefst við Hólmsnes-
kirkjugarð í Keflavík og verður
gengið í Sveitarfélagið Garð eftir
Garðstíg sem er gömul þjóðleið um
6,5 km á milli Keflavíkur og Garðs.
„Svæðið býr yfir minjum og
mögnuðum sögum og fróðleik sem
leiðsögumenn Reykjaness munu
miðla á leiðinni. Reynt verður að
gera gönguna bæði skemmtilega og
fræðandi fyrir alla fjölskylduna.
Áætlað er að gangan taki um 3-4
klst. með stoppum. Auðveld leið en
gott er að vera með nesti og í góð-
um skóm. Allir á eigin ábyrgð.
Rútuferð til baka 500 kr.,“ segir í
frétt frá skipuleggjendum göng-
unnar.
Gangan er þriðji hluti af fimm
menningar- og sögutengdum
gönguferðum um hluta af gömlu
þjóðleiðunum á Reykjanesskag-
anum sem farnar verða á tíma-
bilinu frá 6. ágúst til 2. sept. Boðið
er upp á þátttökuseðil þar sem
göngufólk safnar stimplum fyrir
hverja ferð. Þegar búið verður að
fara 3-5 gönguleiðir verður dregið
úr seðlum og einhver heppinn fær
góð gönguverðlaun. Dregið verður
eftir síðustu gönguna. Þátttak-
endur eru beðnir um að muna eftir
að taka þátttökuseðla með í ferðir.
Útivist Göngugarpar á ferð á Reykjanesi. Þar er nú boðið upp á skipulegar
menningar- og sögutengdar ferðir.
Gengið um Garðstíg
næsta sunnudag
Fljótshlíð | Nú hefur Markarfljótið
tekið upp á því að brjóta sér leið
gegnum núverandi veg inn á Þórs-
mörk við svonefnda Lága. Þarna
liggur vegurinn um svonefnt Langa-
nes og liggur niður á aurinn við svo-
nefnda Lága, svo hefur bílvegurinn
alltaf gert.
„Þetta kemur á engan hátt á
óvart enda hefur Fljótið verið að
narta í veginn í a.m.k. ár. Vegslóð-
inn hefur verið færður aðeins ofar í
landið en það er skammgóður verm-
ir. Ef ekkert verður að gert leggst
Fljótið að Lágunum á mjög stuttum
tíma, sérstaklega ef einhverja
vatnavexti gerir, gæti gerst á einni
nóttu,“ segir Árni Alfreðsson. Hann
sendi Morgunblaðinu meðfylgjandi
mynd, sem sýnir vel hvernig staðan
er.
„Það að ryðja veg gegnum Lág-
ana er mjög slæmur kostur. Þeir
eru fallegar hvilftir, vaxnir stórum
víðirunnum. Það er, jú, eðli jökul-
vatna að flæmast sitt á hvað, hlaða
undir sig öðrum megin og leggjast
að hinum megin og svo koll af kolli.
Stór varnargarður við innanvert
Þórólfsfell í Fljótshlíðinni veitir öllu
Fljótinu beint inn að Lágunum. Það
er eins gott að menn villist ekki inn
á fyrrverandi vegstæði. Spurning
hvort mætti verja vegstæðið með
einhverju grjóti án þess að byggja
fáránlega langa og stóra varnar-
garða sem eyðileggja ósnortna land-
ið á þessu svæði. Spennandi að sjá
hvað gerist á næstunni,“ segir Árni.
Ljósmynd/Árni Alfreðsson
Landbrot Fljótið hefur verið að narta í veginn í a.m.k. ár. Vegslóðinn hefur verið færður aðeins ofar í landið.
Ófært inn á Þórsmörk?
Bolungarvík | Bolungarvíkurkaup-
staður og Netheimar ehf. hafa und-
irritað þriðjudaginn þjónustusamn-
ing á sviði tölvu- og upplýsingamála
sveitarfélagsins. Skrifað var undir
samninginn í húsnæði Netheima Að-
alstræti 20 á Ísafirði.
Tæknileg ráðgjöf
Samningurinn er gerður á grund-
velli úttektar og þarfagreiningar á
öllum sviðum upplýsingatæknimála
sveitarfélagsins. Meginþættir samn-
ingsins lúta að tæknilegri ráðgjöf,
umsjón og eftirliti tæknibúnaðar
ásamt vefhýsingu og vefumsjón.
Með samningnum eru upplýsinga-
tæknimál sveitarfélagsins nær alfar-
ið útvistuð frá meginstarfsemi þess.
Netheimar hafa einnig smíðað
nýjan vef fyrir Bolungarvíkurbæ
sem byggir á vefumsjónarkerfi sem
verið hefur í þróun hjá fyrirtækinu
um nokkurt skeið.
Ný heimasíða
Með tilkomu nýrrar heimasíðu og
þeirra breytinga og endurbóta sem
fram munu fara á upplýsingatækni-
umhverfi sveitarfélagsins mun þjón-
usta við íbúa og gesti batna verulega.
Það er að auki markmið þessa samn-
ings að auk bættrar þjónustu og að-
gengis fyrir notendur þá muni einnig
nást fram veruleg fjárhagsleg hag-
ræðing.
„Það er stefna Bolungarvíkur-
kaupstaðar að skipta við fyrirtæki á
svæðinu en þó á samkeppnishæfum
forsendum og er samningurinn við
Netheima dæmi um slíkt,“ segir í
frétt frá Bolungarvíkurbæ.
Netheimar þjónusta
Bolungarvíkurbæ
Patreksfjörður | Um 70 manns voru
við formlega opnun framhalds-
skóladeildar á Patreksfirði á mið-
vikudag. Deildin er undir stjórn
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði. Um tilraunaverkefni
er að ræða til fjögurra ára og þá
fyrir fyrstu tvö árin í framhalds-
skólanámi. Staðsetning skólans
verður í húsnæði Grunnskóla Vest-
urbyggðar á Patreksfirði sem hef-
ur staðið ónotað í tæp tuttugu ár.
Menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, kom til að
undirrita samninga um rekstur
skólans. Auk hennar mætti forseti
Alþingis, Sturla Böðvarsson og
fleiri alþingismenn Norðvest-
urkjördæmis, starfsmenn úr
menntamálaráðuneytinu, kenn-
arar, starfsmenn og skólameistari
FSN auk verkefnisstjóra og verk-
efnisstjórn undirbúnings deild-
arinnar. Samkvæmt Svæðisútvarp-
inu á Ísafirði hafa tuttugu
nemendur sótt um í skólann, þar af
tíu í fullt nám. Talið er að með til-
komu framhaldsskóladeildar í
heimabyggð spara foreldrar sér um
eina miljón króna á ári.
Framhaldsskóladeild
opnuð á Patreksfirði
SUÐURNES