Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 25

Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 25
ÉG hef í tveimur greinum hér í Morgunblaðinu fjallað um fyrirhug- aðan SPRON-sjóð sem ætlað er að fjárfesta í menningar- og mann- úðarmálum. Í umfjöllun minni hefi ég sérstaklega leitað upplýsinga í Bretlandi um hvernig slíkir sjóðir eru reknir. Í þriðju og síðustu grein minni velti ég fyrir mér hver þau verkefni eru hér sem sjóðurinn gæti helst látið sig varða. Í Bretlandi hafa rannsóknir sýnt að sjálfstæðir sjóðir, af því tagi sem SPRON- sjóðurinn verður, fjár- festa fyrst og fremst á sex afmörkuðum svið- um:  Félagslegu starfi með aðaláherslu á heilbrigðismál, menntun og þarfir þeirra sem á einhvern hátt hafa farið halloka í samfélaginu.  Menningu þar sem varðveisla menningararfsins er fyrirferð- armikil en nú með aukinni áherslu á eflingu lista og skapandi atvinnugreina.  Vísindum þar sem fjárfesting í rannsóknum er langstærsti hlut- inn.  Náttúruvernd þar sem lögð er áhersla á sjálfbæra þróun og al- þjóðlegar skuldbindingar í nátt- úruverndarmálum.  Mannúðarstarfi en til þess mála- flokks telja Bretar m.a. baráttuna gegn fátækt í heiminum, ham- farahjálp og stríðið gegn út- breiðslu alnæmis.  Nærumhverfi þar sem endurreisn borgarhverfa er fyrirferðarmikil. Flestir geta verið sammála um að á Íslandi megi finna dæmi um verðug verkefni á þeim sviðum sem ofan greinir sem og á ýmsum öðrum svið- um. Það skiptir öllu máli þegar nýtt fjármagn ætlað til menningar og mannúðar kemur inn á markaðinn að rík hugsun sé lögð í hvernig er best að verja því fé og þá sérstaklega, hvernig tryggja megi að það skili sem mestum áhrifum í þágu sam- félagsins. Í fyrstu grein minni færði ég rök fyrir því að sjóðurinn ætti að láta sig varða það sem mest brennur á í samfélag- inu hverju sinni og virka sem hvati fyrir breytingar. Með stofn- un SPRON-sjóðsins kemur nýtt fjármagn inn á markað sem hing- að til sem hér eftir mun njóta stuðnings rík- isvalds og sveitarfélaga sem og vera í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga um margvísleg verðug samfélagsverk- efni. SPRON-sjóðurinn er algjör við- bót við það sem fyrir er og á ekki að koma í stað ríkisframlaga eða ann- arrar fjármögnunar. Slíkur stórsjóður, sem er engum háður, getur orðið sjálfstæð rödd í samfélaginu sem með gjörðum sín- um getur gert hið óhugsandi hugs- anlegt. En lykilatriði er að sjóðurinn mun ekki og getur ekki starfað einn að slíkum stórverkefnum. Samstarf og samtal við stjórnvöld, fé- lagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga skiptir höfuðmáli. Verði slík framtíðarsýn mótuð til handa sjóðnum og stjórnvöld, ríki og sveitarfélög sem og félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir taka þeirri nálgun fagnandi eru möguleikarnir óendanlega margir. Sem dæmi, er hugsanlegt að sjóðurinn geti  hrint í framkvæmd átaki í sam- vinnu við stjórnvöld sem útrýmir launamisrétti?  komið að gjörbyltingu fangels- ismála á Íslandi sem leiddi til þess að Ísland yrði fyrirmyndarland hvað varðar aðbúnað fanga?  fjárfest í gjörbreyttri almennri listmenntun barna á grunn- skólastigi?  staðið að eflingu rannsókna í byggingalist og skipulagsmálum og um leið stuðlað að aukinni vit- und almennings um mikilvægi vandaðrar vinnu á þeim sviðum?  lagt því lið að innflytjendur eigi auðveldara en nú með að aðlagast íslensku samfélagi?  orðið drifkraftur í því að íslensk hönnun verði veigamikill þáttur í útflutningi Íslendinga? Nú þegar unnið er að stofnun sjóðsins er mikilvægt að fari fram lif- andi, kröftug og opin umræða um hlutverk hans og hverju hann gæti áorkað til framtíðar. Slíkur sam- félagssjóður með fjárfestingargetu upp á allt að einn milljarð króna mun hafa burði til að ráðast í verkefni í samvinnu við aðra sem gætu leitt til verulegra framfara í samfélaginu. Finni sjóðurinn málstað sinn, eru honum allir vegir færir. Hvar liggja tækifærin? Ása Richardsdóttir lýkur hér umfjöllun sinni um nýjan sjóð SPRON » Það skiptir öllu máliþegar nýtt fjármagn ætlað til menningar og mannúðar kemur inn á markaðinn að rík hugs- un sé lögð í hvernig er best að verja því fé. Ása Richardsdóttir Höfundur starfar í listum og er viðskiptavinur SPRON. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 25 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög góð íbúð í mikið endurnýjuðu húsi alls 122,6 fm - 5 herb. íbúð á þessum vinsæla stað við Framnesveg. Möguleiki á 4. svefnh. Húsið er staðsett vestan við Hringbraut, al- veg við Lágholtsveg. Mjög eftirsóknaverð staðsetning. Verð 30,9 millj. Sölufulltrúi Akkurat Ásdís 898-3474 tekur vel á móti þér. OPIÐ HÚS Í DAG miðvikudag milli klukkan 17 og 18. Framnesvegur 65, íbúð 201. 101 RVK. Hafsteinn Sigurbjörnsson | 15. ágúst Vistvænar veiðar eru það sem koma skal Í SÍÐUSTU grein minni benti ég á eyðileggingarmátt togveiðifæra en nú vil ég benda á hve þjóð- hagslega óhagkvæm þau eru. Togveiðiskip eyða þrisvar til fjórum sinnum meiri orku (ol- íu) á hvert aflað fiski- tonn en skip með önnur veiðarfæri, t.d. línuveiðiskip. Stofnkostnaður við kaup á skipi og veiðarfærum fyrir togveiðar er margfaldur mið- að við stofnkostnað til skips og veiðarfæra á t.d. línu- og netaveið- um. Þarna á ég við, ef frjáls sókn beggja aðilanna í auðlindina væri til staðar. Meira: hafsteinnsigurbjornsson.blog.is MEÐ þessum línum eru fyrrver- andi samgönguráðherra svo og yf- irmaður launadeildar fjármálaráðu- neytisins ákærðir fyrir ólöglega úttekt á peningum af bankareikn- ingum í eigu einstaklings. Rík- issaksóknari ákærður fyrir yf- irhylmingu á lögbrotum áðurnefndra ráðamanna í rík- ismálum, sem er alvarlegt brot samkvæmt ákvæðum hegningalaga. Málavextir eru þeir að ólöglega var tekið fé út af bankareikningi hjá innlánsstofnun árið 2002, skráðum á nafn undirritaðs. Teknar voru út 110.690,- kr. Hinn 1. október 2004 voru á ólög- legan hátt teknar út kr. 956.763 af öðrum bankareikningi hjá annarri innlánsstofnun af sama aðila eða Launadeild fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt lög- regluskýrslu kemur fram viðurkenning á því að umræddir fjármunir hafi verið teknir út af ofan- greindum reikn- ingum af starfs- manni stofnunarinnar en því hnýtt aftan við að fyrirmælin hafi kom- ið úr Samgöngu- ráðuneytinu. Þrátt fyrir að áð- urnefndir þjófnaðir hafi verið kærðir til Ríkissaksóknara árið 2004 hefur af hálfu þess embættis ekki verið tekið á málinu og lögbrjótar í op- inberum embættum hafa ekki þurft að standa ábyrgir gerða sinna. Ef landsmenn geta ekki verið öruggir með að inn- lánsreikningar í bönkum og spari- sjóðum séu lokaðir fyrir ólögmætum úttektum á vegum hins opinbera og að Ríkissaksókn- ari hylmi síðan yfir glæpina er kom- inn tími til að hreinsa til hjá hinu opinbera. Góðir landsmenn, látið ykkur ekki bregða þótt fréttir birtist um alvarlegar ásakanir á hendur und- irrituðum á næstu vikum eða mán- uðum eftir að hinir opinberu söku- dólgar hafa náð að planta einhverju saknæmu er undirrituðum verður eignað. Framkoma þessara lög- brjóta undanfarin ár hefur verið þess eðlis að undirritaður býst við öllu af þessum lögbrjótum. Á hitt ber einnig að líta að hugsanlegt er að þessir aðilar hugsi sér að þegja í hel þessar ásak- anir af ótta við að fleira komi upp sem sverti mannorð þeirra. Verði undirritaður ekki ákærður fyrir gróf- ar ásakanir á hendur ráðherra fyrrverandi og öðrum opinberum starfsmönnum er komið hafa að þessum málum er það viðurkenning á hinu glæpsamlega at- hæfi er viðgengst í skjóli ríkisvaldsins. Því stend- ur það sem fram hefur komið áður að smá- hnuplarar lenda bak við rimlana í gistihúsi rík- isins en stórlögbrjótar fá virðulegri embætti til að geta haldið áfram sínu ólöglega athæfi. Verði engin viðbrögð af hálfu ákærðra eða op- inberra aðila við þessum frýjunum sem opinber- aðar eru með þessum línum er ástandið í þjóð- félaginu orðið það rotið að fnyk- urinn sem kallaður var peningalykt á árum áður verður sem ilmvatns- lykt í nösum fólks á móti þeirri ólykt er af þessu máli stafar. Samgönguráðherra stundar ólög- legar athafnir við að taka fé út af bankareikningum einstaklinga í skjóli embættis með aðstoð fjár- málaráðuneytis og undirstofnana þess sem aftur njóta verndar þess embættis sem á að stuðla að því að farið sé að lögum í landinu, þ.e. embætti Ríkissaksóknara. Ég ákæri Kristján Guðmundsson skrifar um úttekt opinberra aðila af bankareikningum í hans eigu Kristján Guðmundsson » Þrátt fyrirað áður- nefndir þjófn- aðir hafi verið kærðir til Rík- issaksóknara árið 2004 hefur af hálfu þess embættis ekki verið tekið á málinu … Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. FYRSTA skóflustunga að nýju menningarhúsi á Dalvík var tekin við hátíðlega athöfn síðastliðinn föstudag. Það gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennt- málaráðherra. Við það tækifæri talaði hún meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og hrósaði Sparisjóði Svarfdæla, sem vert var, fyrir þá ákvörðun að gefa fólkinu í Dalvík- urbyggð menningar- hús. Í máli hennar kom fram hve mik- ilvægt samstarf op- inberra aðila og at- vinnulífsins gæti verið, ekki síst á menningarsviðinu og hún fagnaði því að það færi vaxandi. Undir þetta vil ég taka. Að frumkvæði fyr- irtækjanna Fyrsta skóflu- stunga að menningar- húsinu okkar fór fram daginn sem íbúar í Dalvíkurbyggð bjóða í fiskisúpu á heimilum sínum. Daginn eftir var svo Fiskidagurinn mikli haldinn í sjö- unda sinn. Ég nefni þetta í þessu samhengi vegna þess að Fiskidagurinn mikli er gott dæmi um samstarf ein- staklinga, félagasamtaka, sveitar- félags og síðast en ekki síst at- vinnufyrirtækjanna í sveitarfélaginu og þeirra sem eiga við okkur mest viðskipti. Það voru forsvarsmenn fyrirtækja sem fóru fyrst af stað með Fiskidaginn mikla, þeir skipa framkvæmda- stjórn dagsins og það eru atvinnu- fyrirtækin sem fjármagna daginn að mestu og flest það sem í kring- um hann gerist. Það tókst strax að hrífa fólkið í byggðarlaginu með, sem og félagasamtök, og svo kemur sveitarfélagið eðlilega að ýmsum þáttum. Hátíð og menning Það kostar töluvert að bjóða öll- um þeim fjölda, sem sækir Dalvík heim í kringum Fiskidaginn mikla, til veislu og skemmti- dagskrár á sviði. Skemmtidagskrá er reyndar mun víðar um svæðið. Í tengslum við fiskidaginn í ár var börnum t.d. boðið upp á þrjár vandaðar leik- sýningar; brúðuleik- inn Pétur og úlfinn, Dýrin í Hálsaskógi og svo var Brúðubíllinn með þrjár sýningar; allt í boði fyrirtækja sem standa á bak við Fiskidaginn mikla. Dagurinn dregur líka að sér listamenn sem opna sýningar, halda tónleika eða fremja sviðslist af einhverju tagi. Svo má áfram telja. Samandregið má segja að Fiski- dagurinn mikli sé prýðisgott dæmi um það hverju það getur skilað þegar fyr- irtækin sýna frum- kvæði og samfélags- lega ábyrgð og taka höndum saman við íbúa og sveitarfélag um hátíðahöld sem verða tilefni margs konar menningar- viðburða og eru menningarviðburður í sjálfu sér. Það er mikil lyfti- stöng fyrir sveitarfélagið Dalvík- urbyggð að Sparisjóður Svarfdæla gefur íbúunum menningarhús. Sparisjóðurinn hefur um árabil verið helsti styrktaraðili íþrótta- starfs og menningarviðburða í sveitarfélaginu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir sveitarfélagið að atvinnulífið skuli standa svo myndarlega að hátíðahöldum og menningarviðburðum sem Fiski- dagurinn mikli ber vott um. Allt er þetta skýr og jákvæður vitn- isburður um framsýni, stórhug og samfélagslega ábyrgð fyrirtækj- anna. Um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Svanfríður Jónasdóttir skrifar um Fiskidaginn og nýtt menn- ingarhús » Saman-dregið má segja að Fiski- dagurinn mikli sé prýðisgott dæmi um það hverju það get- ur skilað þegar fyrirtækin sýna frumkvæði og samfélagslega ábyrgð Svanfríður Jónasdóttir Höfundur er bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.