Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 28
✝ Sigríður Ásgeirs-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. apríl
1927. Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans við Hringbraut
2. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Elín Jóhanna
Guðrún Hann-
esdóttir Hafstein
húsfreyja, f. á Ísa-
firði 25.12. 1900, d.
4.9. 1988 og Ásgeir
Þorsteinsson efna-
verkfræðingur, f. í
Reykjavík 7.10. 1898, d. 1.1. 1971.
Systkini Sigríðar eru, Þorsteinn, f.
1929, d. 1931, Ragnheiður Guðrún, f.
1931, gift Guðmundi H. Garðarssyni,
og Þorsteinn Ásgeir, f. 1933, d. 1997,
kvæntur Vilhelmínu Sveinsdóttur.
Hinn 4. desember 1954 giftist Sig-
ríður Hafsteini Baldvinssyni hæsta-
réttarlögmanni, f. 24.4. 1927, d.
23.11. 1988. Foreldrar hans voru
Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 18.10.
1899, d. 22.5. 1950 og Baldvin Hall-
dórsson skipstjóri, f. 16.11. 1889, d.
10.4. 1950. Börn Sigríðar eru: 1) Ás-
geir Hannes Eiríksson, f. 1947,
kvæntur Valgerði Hjartardóttur, f.
Hafsteins starfaði hún á eigin mál-
flutningsstofu til ársins 1997. Hún
var lögfræðingur Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur 1971-1978, lög-
fræðingur Félags einstæðra foreldra
1975-1980 og lögfræðingur Sam-
bands dýraverndunarfélaga Íslands
frá 1973. Á árunum 1972-1982 starf-
aði Sigríður einnig á vettvangi stjórn-
mála. Hún var í stjórn Hvatar félags
sjálfstæðiskvenna 1972-1978, vara-
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 1974-1982, í stjórn Stræt-
isvagna Reykjavíkur 1974-1982, í
Umferðarnefnd Reykjavíkur 1978-
1982 og varamaður í Skipulagsnefnd
Reykjavíkur 1974-1978.
Sigríður vann nærfellt alla sína
starfsævi ötullega að dýravernd-
armálum. Hún var formaður Dýra-
verndunarfélags Reykjavíkur frá
1980-2004, formaður Sambands
Dýraverndunarfélaga Íslands 1996-
2004 og formaður Dýravernd-
arsambands Íslands frá 2004. Hún
var formaður Sjálfseignarfélagsins
Dýraspítali Watsons frá 2000.
Hin seinni ár tók Sigríður virkan
þátt í safnaðarstarfi Hallgrímskirkju
og var í stjórn Kvenfélags Hallgríms-
kirkju frá 2002, einnig var hún í
stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík
2003-2006.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Hallgrímskirkju og hefst athöfnin
klukkan 15.
1952. Faðir Ásgeirs er
Eiríkur Ketilsson, f.
1924, d. 1999. Börn Ás-
geirs og Valgerðar eru
a) Sigríður Elín, f. 1976,
sambýlismaður Haukur
Már Einarsson, f. 1977,
dóttir þeirra er Kol-
brún Tinna, f. 2003, b)
Sigurður Hannes, f.
1982, og c) Sigrún
Helga, f. 1989. 2) Bald-
vin Hafsteinsson, f.
1955. Baldvin var
kvæntur Björgu Vig-
gósdóttur, f. 1952. Börn
þeirra eru a) Helga, f. 1981, b) Hildur,
f. 1983, sambýlismaður Sigmar Freyr
Jónsson, f. 1983, og c) Hafsteinn, f.
1985. 3) Elín Jóhanna Guðrún Haf-
steinsdóttir, f. 1957, gift Hauki G.
Gunnarssyni, f. 1952. Börn þeirra eru:
a) Ingunn Hafdís, f. 1976, gift Þórlindi
Kjartanssyni, f. 1976, og b) Hafsteinn
Gunnar, f. 1989.
Sigríður varð stúdent frá Versl-
unarskóla Íslands 1946. Hún lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1971
og varð héraðsdómslögmaður 1974.
Sigríður starfaði ásamt eiginmanni
sínum Hafsteini á málflutningsstofu
þeirra hjóna frá 1976-1988. Eftir lát
Svo máttvana er ég við móðurlát.
Lífsglatt fólk þarf ekki löng eftir-
mæli og sjálfstætt fólk skrifar sín eig-
in eftirmæli jafnóðum.
Eigi að síður er það skelfileg lífs-
reynsla að horfa ráðalaus á móður
sína engjast á dánarbeði.
Svar lífsins við harminum hlýtur
því að vera fólgið í gleðinni.
Móðurástin er gróandi mannkyns-
ins og móðirin kletturinn í hafinu – og
lítill mömmustrákur þakkar fyrir sex-
tíu ára umhyggju og ást.
Ásgeir Hannes.
Elsku amma.
Síðustu daga hafa komið upp í hug-
ann margar góðar minningar um
stundir sem við höfum átt saman. Það
er ómetanlegt að hafa fengið að vera
svona mikið hjá þér þegar ég var lítil,
hvort sem var að gista um helgar eða
að fá að koma í franskbrauð með sultu
og kakómalt eftir skóla.
Ég lærði hjá þér í stofunni, við spil-
uðum rommý, horfðum á Dallas og
lásum Fríðu Fjörkálf. Þú teiknaðir
fyrir mig dúkkulísur og prjónaðir
töskur fyrir Barbie-dúkkurnar mínar.
En þó að ég eltist þá varstu dugleg að
fylgjast með öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur. Ég mun sakna símtal-
anna þinna til mín í vinnuna þegar þú
hringdir í mig undir því yfirskini að
spyrja mig um eitthvað en raunveru-
lega vildum við bara spjalla. Það var
alltaf svo gott að heyra í þér og mér
þótti svo vænt um að þú hringdir.
Elsku amma, þú varst svo dugleg
að fylgjast með öllu sem við barna-
börnin tókum okkur fyrir hendur og
það var svo gott að tala við þig. Þú
skildir allt svo vel og varst svo vel inni
í öllu sem maður talaði um við þig.
Það var eins og þú værir alltaf svo
ung.
Það var gott að alast upp með þig
hjá sér, því í þínum augum gerði mað-
ur aldrei neitt rangt. Þú varst stór-
kostleg kona. Það eru ekki margar
ömmur sem halda úti heimasíðu og
vita meira um Internetið en barna-
barnið. Dýrin voru heppin að eiga þig
að sem málsvara sinn. Fyrir litla
stúlku og unga konu er ómetanlegt að
hafa fengið að hafa fyrirmynd eins og
þig í sínu nánasta umhverfi. Þú sýndir
mér að allt er hægt ef viljinn er fyrir
hendi. Mér er það mikils virði að þú
tókst þátt í brúðkaupi og brúðkaups-
undirbúningi okkar Þórlinds nú fyrr á
árinu.
Elsku amma, þú verður alltaf hluti
af mér og margt í umhverfinu sem
minnir á þig í daglegum störfum. Þú
ert örugglega búin að því en knúsaðu
afa frá mér.
Þín,
Inga Dís.
Enn fækkar í hópnum sem útskrif-
aðist úr fjórða bekk Verzlunarskólans
árið 1944 skömmu fyrir stofnun lýð-
veldis á Íslandi. Kær bekkjarsystir,
Sigríður Ásgeirsdóttir, héraðsdóms-
lögmaður, lézt 2. ágúst sl. og var okkur
öllum harmdauði.
Árið 1945 hafði Verzlunarskólinn
fengið heimild til að útskrifa stúdenta
og var Sigríður ein af fimmtán bekkj-
arsystkinum sem fóru í lærdómsdeild-
ina og útskrifuðust sem stúdentar
sumarið 1946. Hún var ein af þremur
fyrstu kvenstúdentum sem luku stúd-
entsprófi frá skólanum. Hún fagnaði
því sextíu ára stúdentsafmæli árið
2006 ásamt okkur hinum sem enn
lifðu.
Sigríður var einstaklega vönduð og
góð kona, bráðgáfuð og gekk vel í
námi. Hún hafði fastmótaðar skoðanir
og var órög við að gera athugasemdir í
ræðu og riti ef henni mislíkaði. Dýra-
vernd var henni einkar hugleikin og
mikið baráttumál alla tíð.
Eins og oft vill verða tvístraðist
hópurinn að námi loknu og sambönd
rofnuðu en okkur bekkjarfélögunum
bar gæfu til að endurnýja gömul kynni
og síðustu tíu árin hittumst við mán-
aðarlega yfir vetrarmánuðina, auk
þess sem sum okkar stunduðu qi gong
hjá Gunnari Eyjólfssyni bekkjarbróð-
ur okkar og var Sigríður þar á meðal.
Að leiðarlokum kveðjum við kæra
bekkjarsystur með virðingu og þökk
og sendum börnum hennar, barna-
börnum og öðrum aðstandendum ein-
lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Sigríðar Ásgeirsdóttur.
F.h. bekkjarsystkina,
Guðni Hannesson.
Mér var brugðið þegar ég frétti að
Sigríður Ásgeirsdóttir væri látin því
að við höfðum rætt saman skömmu áð-
ur og var hún þá glöð og reif.
Fundum okkar bar fyrst saman fyr-
ir um 30 árum þegar hún var lögfræð-
ingur Sambands dýraverndarfélaga
Íslands, vegna Sauðfjárverndarinnar,
minningarsjóðs í vörslu samtakanna
sem stofnað var til á 8. áratug liðinnar
aldar með höfðinglegri gjöf Jóns Kon-
ráðssonar á Selfossi. Sem stjórnar-
maður átti ég alltaf gott samstarf við
Sigríði er ætíð gekk vel frá árlegum
reikningsskilum, nú síðast fyrir rúm-
Sigríður Ásgeirsdóttir
28 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir,
amma, systir og mágkona,
SIGRÚN BÁRÐARDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnu-
daginn 12. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björgvin Þorleifsson,
Bárður Sigurðsson,
Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsdóttir,
Bernharð Máni Snædal, Óðinn Rafn Jónsson Snædal,
Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF SVEINBJÖRG ÖRNÓLFSDÓTTIR
frá Austari-Hóli í Fljótum,
sem lést mánudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin
laugardaginn 18. ágúst.
Minningarathöfn hefst í Siglufjarðarkirkju kl. 14.
Jarðsett verður á Barði í Fljótum.
Ásmundur Frímannsson,
Frímann Ásmundsson, Aud Hole Ásmundsson,
Þórir Jón Ásmundsson, Margrét Hjaltadóttir,
Þórey Ásmundsdóttir, Hörður Jósefsson,
Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, Kristinn Jóhannesson,
Þórhallur Ásmundsson, Halla Kjartansdóttir,
Örnólfur Ásmundsson, Ásdís Magnúsdóttir,
Kristinn Brynjar Ásmundsson, Sigrún Ósk Snorradóttir,
Jóesep Smári Ásmundsson, Rebekka Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON
útvarpsmaður,
Birkigrund 39,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 14. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Margrét Oddsdóttir,
Sigurður Árni Jónsson,
Oddur Björn Jónsson,
Þorgrímur Darri Jónsson,
Sigríður Jónsdóttir, Hallsteinn Magnússon
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, afi og
langafi,
ERLENDUR STEFÁNSSON,
Vallargötu 6,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja,
sunnudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá
Aðventkirkjunni í Eyjum, föstudaginn 17. ágúst,
kl. 16.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans eru beðnir
að láta líknarfélög njóta þess. Við minnum á minningarsjóð sonar hans,
Stefáns Erlendssonar, til styrktar ÍBV. Reikningsnúmerið er: 1167 05 445.
Kennitala: 590886-1659.
Guðfinna K. Ólafsdóttir,
Ólafur Erlendsson, Gunnhildur Kjartansdóttir,
Kjartan Erlendsson, Rikke Kiil Erlendsson,
Sigrún Ósk Ingadóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Ingi S. Ingason, Katrín Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
DANÍEL G. EINARSSON,
Sundlaugavegi 18,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala, mánudaginn 13. ágúst.
Eva Þórsdóttir,
Sigurberg Hraunar Daníelsson,
Kristinn V. Daníelsson, Unnur Garðarsdóttir,
Sigríður I. Daníelsdóttir, Þórður R. Guðmundsson,
Þór Ingi Daníelsson, Anneli Planman,
Einar Daníelsson, Kristjana Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef
útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna skila-
frests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar