Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 29
um mánuði. Eftir því sem aðkoma
hennar að dýraverndarmálum jókst
kynntumst við betur á þeim vett-
vangi, sérstaklega í sambandi við
störf mín á sviði búfjárhalds og bú-
fjárverndar hjá Búnaðarfélagi Ís-
lands, og nú á annan áratug hjá
Bændasamtökum Íslands.
Sigríður þekkti af langri reynslu
hve dýraverndarmál geta verið við-
kvæm og erfið í mörgum tilvikum, og
því kom sér vel fáguð framkoma
hennar, tillitssemi og virðing fyrir
bæði mönnum og dýrum, auk þess að
hafa brennandi áhuga á málefninu.
Hún sýndi gætni og forsjálni, hafði oft
samráð við mig og ýmsa aðra, lærða
og leika, leitaði upplýsinga, spurði
spurninga, sumra áleitinna sem hún
fylgdi vel eftir, veitti embættismönn-
um aðhald, sýndi mikla festu þegar
það átti við, skrifaði málefnaleg og
vönduð bréf og var alltaf vökul og
hugmyndarík. Hún hafði m.a. áhuga á
að beita sér fyrir umræðum um sið-
fræði dýraverndar, efla fræðslu um
dýravernd og stuðla að upplýstri um-
fjöllun um skuggahliðar verksmið-
jubúskapar. Við Sigríður áttum
margt órætt. Hún tók við forystu í ís-
lenskum dýraverndarmálum af Jór-
unni Sörensen, sem um langt skeið
hafði unnið að þeim af miklum dugn-
aði, og gerði Sigríður sitt besta til að
móta dýraverndarstarfið í takt við
þjóðfélagsþróunina, m.a. í sambandi
við umbætur í hérlendri löggjöf um
dýravernd og búfjárhald.
Nú er það ljóst að erfiðara reynist
að fá fólk til að starfa við ýmis fé-
lagsstörf en áður tíðkaðist. Kannski
er hugsjónafólkið færra en fyrr á tím-
um þegar lífsbaráttan var harðari, en
eitt er víst að Sigríður Ásgeirsdóttir
stóð vörðinn vel til æviloka. Hún var
einlægur málsvari þeirra sem minna
máttu sín, þar með dýranna stórra og
smárra, og við sem kynntumst nokk-
uð því ágæta og óeigingjarna starfi,
og lögðum henni stundum lið, minn-
umst hennar með virðingu og þökk
fyrir ánægjulegt samstarf.
Sigríði kveð ég með söknuði og
votta öllum aðstandendum innilega
samúð mína.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Í dag er kvödd kær félagssystir,
Sigríður Ásgeirsdóttir. Ég sem for-
maður Kvenfélags Hallgrímskirkju, á
henni mikið að þakka fyrir þá hjálp
sem hún veitti mér og var mikill heið-
ur að hafa hana í stjórn. Hún var einn-
ig um tíma fulltrúi félagsins í stjórn
Bandalags kvenna í Reykjavík.
Hún unni kirkjunni sinni á Skóla-
vörðuholtinu, kom í messu og eftir
messu í kaffi í safnaðarsalnum. Þar
var skemmtilegur hópur sem settist
við sama borð og ræddi um heimsins
gagn og nauðsynjar. Sárt verður að
sjá stól Sigríðar auðan. Hún var í hópi
messuþjóna sem hver fékk sitt hlut-
verk. Hún kaus að fá að taka á móti
kirkjugestum, sem hún gerði með
bros á vör og afhenti sálmabækur. Í
júní sl. fór hópur úr kirkjunni til Þing-
valla til að vera við bænamessu í Þing-
vallakirkju og var Sigríður með í
þeirri för. Farin var bænaganga eftir
messu en hún treysti sér ekki í hana
heldur beið eftir hópnum við Þingval-
labæinn og virti fyrir sér fegurðina.
Þannig er mynd okkar af henni sem
störfuðum með henni.
Innilegar samúðarkveðjur eru
sendar til fjölskyldu hennar og biðj-
um við guð að blessa ykkur öll. Við
kveðjum Sigríði með versi eftir fyrsta
formann kvenfélagsins, frú Guðrúnu
Jóhannsdóttur frá Brautarholti.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
F.h. Kvenfélags
Hallgrímskirkju,
Ása Guðjónsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 29
Takk fyrir allt ömmudúllan
okkar. Við munum sakna
símtalanna, tölvupóstanna
og heimsóknanna.
Við munum sakna þín.
Knús,
Sigríður Elín, Haukur Már
og Kolbrún Tinna.
HINSTA KVEÐJA
✝ Bára Sævalds-dóttir fæddist í
Sigluvík á Sval-
barðsströnd 7. apríl
1915. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 5.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Báru
voru Sævaldur
Valdimarsson, f. í
Garðsvík 19. maí
1885, d. 6. desem-
ber 1963 og Bernól-
ína Sumarrós Krist-
jánsdóttir, f. á
Meyjarhóli 21. júlí 1886, d. 20.
desember 1967.
Bára giftist 20. maí 1944
Valdimar Kristjánssyni, f.
Hvammi í Höfðahverfi 6. febrúar
1917, d. 16. janúar
1985. Sonur þeirra
er Sævaldur Valdi-
marsson, f. 6. febr-
úar 1947, búsettur í
Noregi. Fyrri kona
Sævaldar er Guð-
rún Sigríður Al-
freðsdóttir, þau
eignuðust þrjú
börn. Þau skildu.
Seinni kona hans er
Vigdís Halldórs-
dóttir.
Fyrir átti Bára
soninn Smára
Fanndal Einarsson, f. 14. janúar
1940.
Útför Báru verður gerð frá
Svalbarðskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Í örfáum orðum viljum við minn-
ast ástkærrar móður, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu, sem við
kveðjum í dag. Þegar samveru-
stundir hafa verið eins margar og
góðar og raun ber vitni er svo
margs að minnast að erfitt er að
velja úr það sem lýsir þessari ynd-
islegu konu best.
Glaðlyndari, jákvæðari og um-
burðarlyndari manneskju er ekki
hægt að hugsa sér. Aldrei hall-
mælti hún nokkrum manni, fann
alltaf eitthvað gott og fallegt í fari
náungans. Þetta einstaka skapferli
hefur án efa hjálpað henni í geng-
um árin, því á langir ævi hefur lífið
oft á tíðum farið hana hrjúfum
höndum. Aldrei heyrðist hún
kvarta, alltaf sátt við lífið og til-
veruna og hlakkaði til að takast á
við nýjan dag. Það er með þakk-
læti og söknuði sem við kveðjum í
dag.
Blessuð sé minning Báru frá
Sigluvík.
Sævaldur, Vigdís, barnabörn
og fjölskyldur
Okkur langar að minnast hér
Báru „ömmu,“ eins og við köll-
uðum hana alltaf, frá Sigluvík.
Það var alltaf fastur liður í bæj-
arferðum okkar systra frá Áshóli
að koma við í Sigluvík hjá þér og
Valda afa.
Við gátum alltaf gengið að því
vísu að til væru nýbakaðar lummur
með sultu og flatbrauðið þitt fræga
sveik ekki. Það er okkur líka mjög
minnisstætt þegar við komum að
leika við frænkur okkar Báru og
Steinu og Stebba frænda og báðum
þig að búa til handa okkur þína
gómsætu heimagerðu karamellu.
Þú varst fljót að taka fram pott-
inn og gera karmellu handa börn-
unum þínum.
Það var alveg sama hvenær við
komum til ykkar Valda afa, það
var alltaf vel tekið á móti okkur,
þú varst afar hlý og hjartagóð
kona og hafðir mjög gaman af því
að spauga svolítið alveg fram á síð-
asta dag. Eftir að afi féll frá komst
þú mikið í Áshól og varst í viku-
tíma eða lengur, sérstaklega á
haustin, þá voru líka annatímar í
kartöfluupptekt og virkilega gott
að fá góða konu í uppvaskið og
matargerðina og þá voru alltaf
bakaðar lummur. Þú varst mikil
handavinnukona, heklaðir af mik-
illi snilld, og eru hanskarnir þínir á
höndum margra sem við þekkjum.
Við eigum líka allar flosaðar mynd-
ir „Drottinn blessi heimilið“ eftir
þig uppi á vegg. Þú varst einkar
handlagin og getum við talið upp
ótal hluti sem við eigum eftir þig,
amma. Handgerðar körfur unnar
úr jólakortum, klemmupokana,
dúkana, ullarsokkana alla sem hafa
haldið góðum hita á okkur og þá
sérstaklega á pabba okkar á köld-
um vetrardögum, og kann hann
þér óendanlegar þakkir fyrir, og
margt fleira sem þú gerðir. Það
var alltaf gaman að taka upp jóla-
pakkanna frá þér og sjá hvað þú
hafðir föndrað þetta árið.
Þú gafst þér alltaf tíma fyrir
okkur og er Ásdísi það mjög minn-
isstætt hvað þú varst dugleg að
spila við hana, það kom fyrir að
kvöldið entist ykkur ekki svo það
varð að hætta í miðju spili og taka
þráðinn upp aftur að morgni.
Það kom fyrir að þú komst og
hélst jólin í Áshóli okkur til mikilla
ánægju og oft komst þú og áttir
með okkur góðar stundir á gaml-
árskvöld og þá varst þú alltaf
tilbúin í grín og glens með okkur
en síðustu ár hefur verið mikið fjör
eftir að við systur vorum komnar
með fjölskyldur og allir komu sam-
an í Áshóli.
Þú varst ótrúlega skýr fram á
síðasta dag og spurðir alltaf frétta
af okkur og börnum okkar, og það
var nú bara á 90 ára afmæli þínu
sem við bökuðum kökur og náðum
í þig og fórum með þig til Siggu
ömmu og afa og áttum skemmti-
legar og góðar stundir með þér.
Elsku amma, við þökkum þér
kærlega fyrir samveruna, minning
þín lifir í hjörtum okkar allra.
Mamma og pabbi þakka þér allar
góðar stundir og samfylgdina í líf-
inu.
Guð blessi minningu þína.
Þínar
Sigríður Valdís, Anna Bára,
Berglind og Ásdís Hanna,
Áshóli
Bára Sævaldsdóttir
✝
Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma,
INGA S. JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Miklubraut 84,
sem lést miðvikudaginn 8. ágúst á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu, föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Inga og Íris Reynisdætur,
Jóhannes Reynisson
Maryna Lytvyn,
Malena og Elísa Þórisdætur.
✝
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, mágur, fyrrum
eiginmaður og tengdasonur,
Birgir Árni Þorvaldsson,
sem lést, þriðjudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 20. ágúst kl. 13:30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð SÁÁ.
Logi Birgisson,
Kjartan Birgisson,
Viktoría Sól Birgisdóttir,
Benjamín Árni Birgisson,
Óðinn Guðmannsson,
Þorvaldur Signar Aðalsteinsson, Aðalheiður Ingólfsdóttir,
Ingólfur Örn Eggertsson, Krístín Örlygsdóttir,
Þorvaldur Þorvaldsson, Erna Jónsdóttir,
Andrea Margrét Þorvaldsdóttir
Sigrún Rósa Kjartansdóttir
Kjartan Tryggvason, Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
NÖNNU RENATE MÖLLER
frá Helgafelli,
Mosfellsbæ.
Íris Jónsdóttir, Kristján Þór Valdimarsson,
Erna Jónsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson,
Auður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BERGA G. ÓLAFSDÓTTIR
frá Kiðafelli í Kjós,
sem lést mánudaginn 13. ágúst, verður jarðsungin
frá Langholtskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00.
Ólafur Ingi Rósmundsson, Karítas Haraldsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Birgitta Rósmundsdóttir, Sigtryggur B. Hreinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts,
SESSELJU HRANNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
iðnhönnuðar,
Frostaskjóli 39,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 9. júlí.
Foreldrar og systkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
séra SIGURÐUR HAUKUR GUÐJÓNSSON,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut,
mánudaginn 13. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Sigríður Gunnlaugsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og
langafi,
ÞÓRARINN SÍMONARSON,
Þórsmörk,
Garðabæ,
lést mánudaginn 13. ágúst á heimili sínu.
Ingunn Ingvadóttir,
Bryndís Þórarinsdóttir,
Baldvin Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.