Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigurbjörgSveinsdóttir
fæddist í Leirhöfn á
Melrakkasléttu 28.
janúar 1926. Hún
lést á Landspítala
við Hringbraut 7.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Jósías
Guðjónsson, f. 18.
apríl 1885 og
Guðný Þórð-
ardóttir, f. 22. des-
ember 1899. Systk-
ini hennar voru
Helga Kristrún (lést 7 ára göm-
ul), Sigrún Ólöf, Andri Páll og
Helga Karólína.
Sigurbjörg giftist 10. desember
1948 Baldri Georgs Tackács. Þau
skildu 1972. Þau eignuðust þrjú
börn; Svein Kjartan Baldursson,
kvæntur Auði Vésteinsdóttur,
Rannveigu Kristínu Bald-
ursdóttur, gift Viðari Helgasyni,
þau skildu, og Bald-
ur Georg Bald-
ursson, kvæntur
Maríu Jónsdóttir,
þau skildu, nú
kvæntur Khwanc-
ira Khotsakha.
Barnabörn Sig-
urbjargar eru,
Ágúst Freyr,
Nanna, Sölvi Már,
Heimir Örn, Brynj-
ar og Sandra.
Langömmubörnin
eru, Ísar Dagur,
Edda Eik, Þorgerð-
ur (stjúpbarn), Jón Ívar, Auður
Brynja, Hákon Karl, Guðrún Em-
ilía og Viktoría.
Sambýlismaður Sigurbjargar
var Guðmundur Kristinsson frá
Nýhöfn. Dóttir Guðmundar er
Anna Jóna.
Sigurbjörg verður jarðsungin
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
og hefst athöfnin klukkan 13.
Elskuleg amma okkar er dáin, 81
árs gömul. Amma var kraftmikil og
athafnasöm kona þar sem skop-
skynið var aldrei langt undan. Hún
hafði alltaf svör á reiðum höndum
og gerði góðlátlegt grín að bæði
sjálfri sér og öðrum.
Amma fæddist í Leirhöfn á Mel-
rakkasléttu og bjó þar fyrsta árið.
Eins árs gömul fór hún með for-
eldrum sínum á sleða yfir heiðina til
Raufarhafnar og bjó þar í barnæsku
og á unglingsárum. Sautján ára
gömul hóf hún hárgreiðslunám við
iðnskólann á Siglufirði og þegar
hefðbundnu námi lauk hélt hún í
starfsnám til Kaupmannahafnar og
útskrifaðist þar sem hárgreiðslu-
meistari. Í Kaupmannahöfn kynnt-
ist hún afa sem þreytti þá frumraun
sína sem skemmtikraftur í Tívolí-
inu. Þau felldu hugi saman og þegar
leiðin lá heim til Íslands árið 1948
giftu þau sig. Á Raufarhöfn, árið
1949, fæddist fyrsta barn þeirra,
Sveinn Kjartan. Þau settust að í
Reykjavík þar sem amma opnaði
hárgreiðslustofuna Lótus í porti við
Bókhlöðustíg. Hana seldi hún um
áratug síðar til að geta verið meira
heima við með börnum en annað
barn þeirra, Rannveig Kristín
(mamma okkar) fæddist um það
leyti. Amma sagði þó ekki skilið við
hárgreiðsluna heldur sinnti henni
heima við. Árið 1961 fæddist þriðja
barnið, Baldur Georg. Um svipað
leyti kláraði afi stúdentspróf sitt og
ákvað að hefja störf sem kennari á
Eskifirði og síðar á Akranesi, þar
sem fyrsta barnabarn þeirra, Ágúst
Freyr, fæddist árið 1969. Árið 1970
fluttu þau til Reykjavikur en skildu
árið 1972. 1974 kynnist amma Guð-
mundi sem varð lífsförunautur
hennar þar til hann lést árið 2003.
Með honum flutti hún norður á Mel-
rakkasléttu þar sem hann átti
heima og stundaði grásleppuveiðar.
Þarna var amma aftur komin heim
á æskuslóðir og augljóst að það átti
vel við hana. Á Kópaskeri stofnaði
hún gistiheimili og rak það með
miklum myndarskap. Árið 1996
seldi hún gistiheimilið og keypti
íbúð í Gullsmáranum í Kópavogi og
bjó þar, þar til hún flutti í Víðines
þar sem hún dvaldist síðustu mán-
uði ævi sinnar.
Þegar við systkinin hugsum til
ömmu koma margar hlýjar minn-
ingar upp í hugann. Hún miðlaði af
margvíslegri þekkingu og kenndi
okkur meðal annars að slægja fisk
og tína æðardún. Þá var hún mynd-
arleg húsmóðir, bakaði afbragsgott
rúgbrauð og saumaði og prjónaði af
stakri prýði. Hún lét sjónleysið ekki
stöðva sig síðustu árin og þegar
lykkjufall varð lét hún Guðmund
bjarga málunum og hélt ótrauð
áfram. Nutu afkomendur hennar
góðs af því sem varð til í höndunum
á henni. Hún hafði einnig mikla
ánægju af því að leika tónlist á eigið
rafmagnsorgel sem hún hafði á
heimili sínu og lék á það fram á há-
an aldur þrátt fyrir mikla sjóndepru
síðustu árin. Hún hélt eigið heimili
allt þar til hún þurfti frekari að-
hlynningu síðustu ævimánuðina,
enda undi hún sér vel heima og við
og sagði gjarnan „æi, mér líður allt-
af best heima.“
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.
(Úr Spámanninum)
Ágúst Freyr og Nanna.
Sigurbjörg Sveinsdóttir
✝ Oddný Guðjóns-dóttir fæddist í
Gröf á Grenivík 17.
mars 1919. Hún lést
á FSA þriðjudaginn
31. júlí síðastliðinn.
Hún var elsta dóttir
hjónanna Guðjóns
Ágústssonar útgerð-
armanns í Gröf, f. á
Finnastöðum á
Látraströnd 12.
ágúst 1886, d. 29.
desember 1940 og
Sigríðar Jóhanns-
dóttur húsfreyju, f. í
Grenivíkurkoti á Grenivík 9. júní
1887, d. 24. mars 1973. Systur
Oddnýjar eru Kristrún Aðalbjörg,
f. 29. ágúst 1920, gift Indriða
Kristinssyni frá Höfða í Grýtu-
bakkahreppi, d. í bíl-
slysi 1974, býr í
Hafnarfirði og
Steinunn, f. 18. mars
1924, gift Jóhanni
Adolfi Oddgeirssyni
frá Hlöðum á Greni-
vík, d. 1999, býr á
Grenivík.
Oddný bjó í Gröf á
Grenivík til hausts-
ins 1998 er hún flutti
inn á Grenilund,
dvalarheimili aldr-
aðra á Grenivík. Ári
síðar fékk hún inni á
Seli við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri þar sem hún lést.
Oddný verður jarðsungin frá
Grenivíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Því að hvað er það að deyja annað en að
standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól-
skinið? Og hvað er að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í
mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Úr Spámanninum)
Odda hefur lokið fjallgöngunni og
dansar nú í fyrsta sinn. Loksins fékk
hún hvíld eftir áralanga dvöl í
skugga Alzheimer-sjúkdómsins.
Þrátt fyrir þann sjúkdóm var hugur
hennar alltaf á Grenivík, ekkert
þráði hún heitar en að fá að fara
heim. Nú loksins rætist óskin henn-
ar. Tími Oddu var kominn, orðin 88
ára gömul og löngu södd lífdaga.
Samt finnum við til saknaðar.
Reyndar þegar grannt er skoðað
kemur í ljós að hann hefur dvalið í
hjarta okkur í nokkur ár.
Þegar líf fjarar út, leita minningar
á hugann. Odda að beita, handfljót,
með þeim fljótari á Grenivík og þó
víðar væri leitað. Odda að sinna
aldraðri móður sinni af natni og með
ástúð. Odda í eldhúsinu heima í Gröf
með Stínu, þær að elda eða baka.
Odda að prjóna lopapeysur eða ull-
arsokka. Odda sem ekki fór bæj-
arferð án þess að segja: „Má ekki
bjóða ykkur kaffi á Teríunni?“ Odda
sem var alltaf að gefa.
Svona var líf Oddu, það snerist að
mestu um aðra, það snerist um að
sýna samferðafólki væntumþykju,
ástúð og umhyggju. Hún setti alltaf
velferð annarra framar sinni eigin.
Hafðu þakkir fyrir allt elsku frænka
og hvíldu í friði.
Mæðrum okkar sendum við sam-
úðarkveðjur.
Systrabörn.
Oddný frænka mín frá Gröf er nú
farin á fund feðranna. Hún var
ömmusystir mín en reyndist mér
alltaf sem önnur amma. Hún taldi
það ekki eftir sér að koma til Ak-
ureyrar þegar ég var nýfæddur og
passa mig svo móðir mín gæti lokið
skóla. Hún flutti líka til okkar í Haf-
blik þegar ég var á öðru árinu til að
sjá um mig. Eðlilega man ég ekkert
eftir þeim tíma sökum ungs aldurs
en öll árin sem ég bjó á Grenivík
vissi ég að til Oddu gat ég alltaf leit-
að ef ég þurfti á að halda. Odda var
góð kona sem ég minnist með hlýju.
Hafðu hjartans þakkir fyrir allt
og hvíl í friði.
Amma mín og Rúna, ykkur sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Björgólfur.
Oddný Guðjónsdóttir
✝ Guðný Ragn-heiður Hjart-
ardóttir (Gússý)
fæddist á Geithálsi í
Vestmannaeyjum
10. janúar 1931 og
ólst þar upp. Hún
lést á Borgarspít-
alanum mánudag-
inn 6. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Hjört-
ur Einarsson sjó-
maður og vélamað-
ur og kona hans
Katrín S. Svein-
björnsdóttir. Systkini Guðnýjar,
sem upp komust, voru Gunnþór-
unn Jóhanna, Óskar Sveinbjörn,
Alfreð Hjörtur, Einar og Gísli, öll
látin, og Svanhvít f. 30. apríl 1923,
sem lifir systkini
sín. Tveir drengir
sem létust ungir.
Sonur Guðnýjar
var Ragnar Jak-
obsson f. 6. sept-
ember 1955, d. 16.
janúar 1978.
Sambýlismaður
Guðnýjar var Jón
Ingimundarson.
Guðný fór ung að
vinna á símstöðinni
í Vestmannaeyjum
og eftir að hún
flutti til Reykjavík-
ur vann hún í áratugi við ýmis
störf hjá Pósti og síma.
Guðný verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku Gússý mín, nú er langri og
erfiðri baráttu við veikindi lokið,
síðustu árin voru þér erfið, ekki
síst eftir að Nonni þinn lést. En
minningarnar tekur enginn frá mér
sagðir þú alltaf þegar þú sagðir
mér frá ferðalögum ykkar um land-
ið. Það var nóg fyrir þig að segja,
mikið er gott veður í dag, Nonni
minn, og þá var farið í bíltúr, og
leiðin lá oft í Borgarfjörð og farið í
bústað í Munaðarnesi eða komið í
Bakkakot, og þá var gaman að vera
til. Það var gaman að hlusta á þig
segja frá bernsku þinni í Eyjum,
ömmu og afa sem þú dáðir, stórum
systkinahópi og Grétu vinkonu,
sem var vinkona þín gegnum lífið
og var þér ómetanleg. En lífið var
þér ekki alltaf auðvelt, að vera ein-
stæð móðir á þessum árum var
ekki auðvelt, og þá var gott að eiga
góða að. Svana systir þín og Bolli,
sá góði maður sem þér þótti inni-
lega vænt um, voru þér mikil hjálp.
En drengurinn þinn lést ungur og
þú náðir þér aldrei alveg eftir það.
Ég bið góðan guð að blessa allt
það góða fólk sem tók Gússý með
sér í innkaupaferðir og var henni
innan handar á allan hátt. Ég
þakka þér, Gússý mín, fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig, alltaf
hafðir þú tíma til að hlusta og
hvetja mig áfram. Ég veit að á
himnum hafa verið fagnaðarfundir
þegar þú hittir þá sem þú unnir
mest.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guðs friður veri með þér, elsku
frænka mín.
Katrín Hjartar Júlíusdóttir.
Guðný Ragnheiður
Hjartardóttir (Gússý)
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS SIGURVINSSONAR,
Hátúni 10b,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu, föstudaginn 27. júlí.
Hrefna Hektorsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Haflína Breiðfjörð Sigvaldadóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Þorvaldur Þór Maríuson,
Sigurður Ólafsson, Sólveig Lind Ásgeirsdóttir,
Þór Ólafsson, Stefanía María Jónsdóttir,
Atli Ólafsson,
Elín Ólafsdóttir, Karl Þorsteinsson,
Aðalsteinn Ólafsson,
Berglind Þórunnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar dóttur, móður, tengdamóður,
sambýliskonu, systur og ömmu,
AGNESAR M. JÓNSDÓTTUR,
Fífuhvammi 5,
Kópavogi.
Margrét A. Kristinsdóttir,
Bergþór Bergþórsson, Ágústa Óskarsdóttir,
Jón Ólafur Bergþórsson, Guðný Laxdal Helgadóttir,
Örnólfur Kristinn Bergþórsson, Kristín Birna Sævarsdóttir,
Agnes Björg Bergþórsdóttir,
Sveinjón Jóhannesson,
Gróa Björg Jónsdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir,
Nikulás Kristinn Jónsson
og barnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Eyrargötu 12,
Eyrarbakka,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
að kvöldi mánudagsins 6. ágúst, verður jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 18. ágúst
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð MND félagsins.
Magnús Þórarinsson,
Sigurður G. Sigurjónsson, Eva Andersen,
Guðmundur Magnússon, María E. Bjarnadóttir,
Ingvar Magnússon,
ömmubörn og langömmubörn.
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is