Morgunblaðið - 15.08.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 41
ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR
FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
49.000
GESTIR
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 9 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6:40 LEYFÐ
THE TRANSFORMERS kl. 9 B.i. 10 ára
THE SIMPSONS kl. 7 LEYFÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HLJÓÐ OG MYND
WWW.SAMBIO.IS
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
RUSH HOUR kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE TRANSFORMERS kl. 9 B.i. 10 ára
/ SELFOSSI SÍMI: 482 3007
eee
F.G.G. - FBL
V.I.J. – Blaðið
ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR
HEFDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM
að vera öðruvísi. Þau lentu í flest-
um þeim hörmungum sem Indiru
Ghandhi datt í hug að leiða yfir
þjóð sína og sökum hæfileika sinna
eru þau ofsótt og yfirbuguð.
Sá grunur læðist að manni að öllþjóðfélög á öllum tímum hafi
átt sín Miðnæturbörn en ávallt bar-
ið þau niður þannig að þau skæru
sig örugglega ekki úr mannmergð-
inni. Og hvergi er mannmergðin
meiri og örlögum mannanna hætt-
ara við að týnast í mannhafið jafn-
óðum. „Dauði eins manns er harm-
leikur, dauði milljóna er tölfræði,“
mælti Jósef Stalín og um leið og
auðveldast er að tengja þessa
kaldranalegu orð við millj-
arðaþjóðirnar tvær þá er bók Rus-
hdie í raun ástríðufullt og reitt
svar við þessum orðum:
„Hver og hvað er ég? Svar mitt:
Ég er heildarsumman af öllu sem
gerðist á undan mér, á öllu sem ég
hef séð verið séð gert, af öllu sem
mér hefur verið gert. Ég er hver
sá hvert það sem varð fyrir tilvist-
aráhrifum af tilvist minni. Ég er
allt sem gerist eftir að ég er farinn
sem hefði ekki gerst hefði ég ekki
komið. Ekki er ég heldur neitt sér-
stakur að þessu leyti; hvert „ég“,
hver og einn af þeim rúmlega sex
hundruð milljónum sem við erum
núna, hefur að geyma álíka gnótt.
Ég endurtek í síðasta sinn: til að
skilja mig verðið þið að kyngja
heilum heimi.“
Og lesandinn fær svo sannarlega
að kyngja heilum heimi. Með öllum
þeim meltingartruflunum, nið-
urgangi og hitasótt sem slíku ofáti
fylgir. Og svima – það að lesa Rus-
hdie minnir oft helst á stjórnlausa
rússíbanareið um indverskt þjóð-
félag og stéttaskiptinguna, trúar-
bragðadeilurnar og öngþveitið sem
einkennir það, hann fer alltaf
lengra og lengra og textinn verður
sífellt brjálæðislegri og sífellt
hlaðnari; af persónum, vísunum,
upplýsingum, tilfinningum, húmor
og dramatík. Hann fer aldrei út af
sporinu en eftir á hlýtur lesandinn
að hugleiða hvar hann fór út af
sporinu. Þegar fjöldamorð í Írak
eru orðin tölfræði og hung-
ursneiðar eru afgreiddar með söfn-
unarbaukum er líklega kominn
tími til þess að gleypa fleiri heima.
Þessi aldarfjórðungsgamla bók
Rushdie er vegleg afmælisterta
fyrir sextugt Indland, maður hefur
gott af því að fá sér bita, fyrir öll
miðnæturbörn veraldarinnar.
» Öll þjóðfélög á öllumtímum hafi átt sín
Miðnæturbörn en ávallt
barið þau niður svo þau
skæru sig örugglega
ekki úr …
asgeirhi@mbl.is
FRUMSÝNING»
ÞEIR félagar Jackie Chan og
Chris Tucker eru mættir í þriðja
skiptið í hlutverkum félaganna og
lögreglumannanna Lees og Car-
ters í gamanmyndinni Rush Hour
3. Eins og í fyrri myndunum
tveimur eiga þeir í höggi við ófor-
skammaða glæpamenn og annan
óþjóðalýð sem svífst einskis.
Nú þurfa þeir að eltast við kín-
versk glæpasamtök sem teygja
anga sína um allan heim og nær
eltingarleikurinn hámarki í borg
ástarinnar, París, með óborg-
anlegum afleiðingum. Líkt og
venjulega hefur Lee það hlutverk
að slá frá sér með ýmsum hætti á
meðan Carter hefur munninn fyrir
neðan nefið.
Með hlutverk vonda karlsins fer
enginn annar en sænski stórleik-
arinn Max von Sydow auk þess
sem leikstjórinn og Óskars-
verðlaunahafinn Roman Polanski
fer með lítið hlutverk í myndinni.
Leikstjóri er Brett Ratner, sá
hinn sami og hélt í stjórnartaum-
ana í fyrri myndunum tveimur.
Þess má loks geta að myndin fór
beint á topp bandaríska kvik-
myndalistans fyrstu frumsýning-
arhelgina, en hún hefur hins vegar
fengið nokkuð misjöfn viðbrögð
gagnrýnenda.
Rush Hour 3 er sýnd í Laug-
arásbíói, Smárabíói, Háskólabíói,
Borgarbíói Akureyri og Sambíó-
unum Keflavík.
Ennþá meiri háannatími
Fjör Það gengur á ýmsu hjá þeim Carter og Lee.
Erlendir dómar:
Metacritic: 44/100
The Hollywood Reporter: 50/100
Variety: 50/100
The New York Times: 30/100
Imdb.com: 74/100