Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 43
ÞAÐ er hvorki auðvelt né skemmti-
legt að skrifa dóma um plötur eins og
þessa. Þær krefj-
ast mikillar og ná-
kvæmrar hlust-
unar. Tónlistin á
Empire Fall er
ekki beint léleg,
ég myndi frekar
kalla hana furðu-
lega. Stefnan er rokk, eða öllu heldur
átakanleg útgáfa af því sem sumir
myndu kalla þungarokk. Taktarnir
eru oftast nær letilegur grunnur fyrir
alltof dramatískan söng Elízu. Víst
kann hún að syngja, ég hef áður heyrt
hana gera það nokkuð vel. Á Empire
Fall fær kunnátta Elízu þó alls ekki
að njóta sín. Þess í stað liggur rödd
hennar eins og mara á þunglamalegri
tónlist sem skilar litlu til hlustandans.
Ég skil ekki hvenær í upptökuferl-
inu samstarfsfólk Elízu ákvað að gef-
ast upp og ekki veita henni þann
stuðning sem allir tónlistarmenn
verða á fá við vinnslu verka sinna. Í
stað þess að einlægni hennar nái út-
fyrir huga hennar tekur ákaft stefnu-
leysi yfir. Merking orða hennar glat-
ast vegna þess að umgjörðin skapar
svo erfiða stemmningu. Léttleika og
ímynd fyrirhafnarleysis er hvergi að
finna. Þess í stað leiddist mér – oft og
mikið.
Nú er ég ekki ein þeirra sem líkar
illa að heyra fornum tónlistarstefnum
hrúgað saman í nýja mynd. Þvert á
móti. Það er hinsvegar skilyrði að
vinnan gangi upp. Á Empire Fall
tekst ekki að landa þeirri hugmynd
að einlægni Elízu og tónlistin sjálf
renni í heilstæða mynd. Stefnuleysið
er of mikið til þess að tónar plötunnar
njóti sín réttilega. Tilgáta mín er sú
að Elíza sé jafnvel ekki búin að finna
sig innan tónlistarinnar. Lagasmíðar
hennar eru ekki lélegar, mér finnst
þær bara ekki henta þeirri tónlist-
arstefnu sem hún hefur ákveðið að
fylgja. Slíkt ósamræmi verður óhjá-
kvæmilega á kostnað heildarmynd-
arinnar.
Tilfinninga-
þrungið
sálarleysi í
úreltri mynd
TÓNLIST
Elíza – Empire Fall Helga Þórey Jónsdóttir
DAVID Schwimmer er án vafa þekktastur fyrir að leika steingerv-
ingafræðinginn Ross í gamanþáttunum ægivinsælu Friends. Síðan
þeir hurfu af dagskrá hafa sumar stjörnur þáttanna sést reglulega
í bíósölum og á sjónvarpsskjám heimsins en Schwimmer hefur hins
vegar nær alveg horfið.
Og það sést lítið í hann í Run, Fatboy, Run því þar er hann kom-
inn í leikstjórastólinn og stýrir nokkrum af forvitnilegri gam-
anleikurum Breta. Þeirra á meðal eru Simon Pegg, einn handrits-
höfunda og aðalleikenda Shaun of the Dead og Hot Fuzz, auk
Dylans Morans, eiganda bókabúðarinnar frægu í Black Books. Auk
þeirra eru Hank Azaria og Thandie Newton í stórum hlutverkum.
Fituhlunkurinn sem titill myndarinnar vísar til reynir að vinna
aftur hjarta fyrrum unnustu en hún vill ekki taka við honum aftur
vegna þess hversu ístöðulausan hún telur hann og vegna þess að
hann nær aldrei að klára neitt.
Eina leiðin til þess að afsanna þá kenningu og vinna aftur hjarta
stúlkunnar er vitaskuld að hlaupa eins og eitt stykki maraþon-
hlaup.
Steingervingafræð-
ingur gerist leikstjóri
Bara róleg, er ekki hættur ... Leikstjórinn Schwimmer hefur aldrei leikstýrt
bíómynd áður en leikstýrði hins vegar þónokkrum Friends-þáttum.
ÓÚTGEFIN hljóðversupptaka með
þeim kumpánum Mick Jagger og
John Lennon seldist á uppboði um
daginn fyrir fúlgur fjár. Var lagið
tekið upp snemma á áttunda ára-
tugnum, nánar tiltekið á hinu svo-
kallaða „Lost Weekend“-tímabili
Lennons. Lagið verðmæta er blús-
slagarinn „Too Many Cooks“. Syng-
ur Jagger en Lennon stýrir upp-
tökum. Heyrst hafa fullyrðingar
um að bítillinn fitli einnig við gítar
á upptökunni, en mönnum ber ekki
alveg saman um það.
Hljóðskífubraskari nokkur
keypti um árið lagið fyrir slikk, en
datt aldeilis í lukkupottinn á upp-
boðinu um daginn, lagið seldist fyr-
ir 1400 bresk pund.
Upptökuna verður að finna á
væntanlegri safnplötu af sólóferli
Micks Jaggers. Hittarinn „Dancing
in the Street“ frá níunda áratugn-
um, dúett Jaggers og Davids Bow-
ies verður einnig á plötunni, og að
auki annar dúett þar sem kyntröllið
Bono þenur sig. Fyrirhugað er að
safnið komi út í október.
Nýtt lag með
Jagger og
Lennon
Lennon Mick Jagger