Morgunblaðið - 29.09.2007, Page 22

Morgunblaðið - 29.09.2007, Page 22
|laugardagur|29. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Elín Guðrún Jóhannsdóttir hef- ur komið sér vel fyrir í húsi sem hún keypti tilbúið undir tréverk og kom sjálf í stand. »26 innlit A lskegg er allsráðandi en yfirvaraskeggið heldur áfram að vera akkeri andlitsins,“ segir Villi brosandi á meðan hann snyrtir sítt og mikið skegg við- skiptavinar. „Yfirvaraskeggið stend- ur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er eitt og sér eða hluti af alskegginu. Sá stíll sem við köllum stundum „dough- nut“ eða geithafursskegg er alveg úti í kuldanum og sömu sögu er að segja um hökutoppa og allt partaskegg. Nú er meira um hið hefðbundna skegg eða svokallað herramannaskegg. Málið er að vera með flott skegg eða hreinlega ekkert skegg – það er eng- inn millivegur í dag. Bartarnir eru að byrja að detta út og eru ekki eins vin- sælir og þeir voru áður. Ef menn vilja hins vegar endilega halda börtunum þá eiga þeir að vera þykkir og ekki of vel snyrtir. Það hljómar kannski hálffurðulega en illa hirt skegg er tískan núna. Þú kemst að vísu upp með að vera eingöngu með yfirvaraskegg en það má ekki vera of vel snyrt og skorið og það verður að vera svolítið mikið í því – annars áttu á hættu að líta út eins og Gillette-maðurinn! Það gæti hugs- anlega verið töff eftir ár eða svo en akkúrat núna er „scruffy“ útlitið aðal- málið. Ég hef enn ekki fundið nægi- lega gott íslenskt orð sem lýsir þessu útliti eins vel og fyrrnefnt enskt orð. Við erum að tala um „ég -er-blankur- tónlistarmaður“ ímyndina. Metrómaðurinn með silkimjúku vangana er algjörlega úti.“ – Þarf að hafa mikið fyrir því að safna skeggi og snyrta það? „Nei, í rauninni er það lítið mál, það þarf bara að leyfa því að vaxa. Það þykir ekki lengur flott að vera ofursnyrtilegur „metrómaður“ eins og t.d. David Beckham heldur miklu heldur andstæða hans; svolítið villt skegg og karlmennska.“ Tarfurinn með heykvíslina Ungi maðurinn sem situr í stólnum hjá Villa og er að láta snyrta skegg sitt heitir Smári Jósepsson en geng- ur undir nafninu Tarfurinn. Hann er sagður státa af einhverju þekktasta skeggi landsins og mætir mánaðar- lega til þess að láta snyrta það, örlít- ið. Hann vinnur hjá útvarpsstöðinni Reykjavík FM en það kemur ekki á óvart að það mun vera rokkstöð. Það er engu líkara en einn meðlimur hljómsveitarinnar ZZ Top sitji þarna í góðum gír inni á Rauðhettu. Eða hryðjuverkamaður í yfirhalningu. – En af hverju skyldi síða skeggið hans kvíslast í tvennt eftir miðju? „Ég er með það sem kallast tjúgu- skegg sem er nefnt svo eftir sérstakri heykvísl. Maður sér fljótlega eftir að skeggið tekur að vaxa hvort það kvíslast svona.“ – Hvað finnst stelpunum um svona skegg? „Það er nú það skemmtilega við þetta að þær neyðast til að falla fyrir persónuleikanum. Allavega er það ekki útlitið,“ segir Tarfurinn hugs- andi og strýkur yfir skegg sitt. „Mað- ur er nú yfirleitt hvattur af þeim til að raka sig.“ Nú lifnar yfir honum og hann segir kankvíslega: „En þetta útlit á líka sinn markhóp … það er nokkuð stór hópur af stelpum sem finnst skegg fallegt. Kannski tengja þær svona skegg við leður og svipur, hver veit?“ Flottustu skeggin? Villi segir að vanmetnasta yfir- varaskegg allra tíma hafi verið það sem Michael Jordan körfuboltakappi skartaði: „Svo var Freddy Mercury vit- anlega með eitt flottasta yfirvara- skegg allra tíma. Af ungum og upp- rennandi, skeggjuðum mönnum sem eru að slá í gegn núna má t.d. nefna nýsjálenska trúbadorinn Brett Mic- hels en hann er alltaf mjög „,scruffy“. Stefán Önundarson á auglýsingastof- unni Vatikaninu er líka alltaf með skrýtin og skemmtileg skegg, enda með þétt alvöruskegg. Hann er einn af áberandi skeggmönnum þjóð- félagsins. Baltasar Kormákur er með náttúrulegt skegg sem virðist lítið haft fyrir og fer honum vel.“ Dr. Christian Schoen, forstöðu- maður CIA (The Center for Icelandic Art), byrjaði að safna skeggi ekki alls fyrir löngu. Hann kveðst einu sinni áður hafa verið með skegg en í mjög skamman tíma. En af hverju skyldi hann vera að safna núna? „Ég gæti auðvitað sagt að lista- maðurinn Steingrímur Eyfjörð hafi haft þessi áhrif á mig en við áttum nána samvinnu í kringum Tvíæring- inn í Feneyjum í sumar. Sannleik- urinn er hins vegar sá að skeggið er meira afleiðing leti í sumarfríinu mínu en nokkurs annars. Í sumarfríinu upplifir maður allt í einu ákveðið frelsi sem fær útrás í því að sitja órakaður við morgun- verðarborðið. Eftir nokkra daga tók ég að skynja fyrstu merkin um Rób- inson Krúsó „effektinn“. Svo það er m.a. ástæða útkomunnar. Og ég reyni að halda því stuttu.“ – Hirðir þú skeggið sjálfur eða ferðu í skeggsnyrtingu? „Jesús, nei! Enginn snertir skeggið mitt!“ – Hvernig er að vera allt í einu með skegg? Er það einhver sérstök til- finning? „Nei, því miður. En ég á von á breytingunni miklu á hverjum degi.“ Metrómaðurinn með silkimjúku vangana er úti Morgunblaðið/G.Rúnar Tarfurinn snyrtur Alskegg er hátíska hjá karlmönnum í dag að sögn Vilbergs Hafsteins Jónssonar sem hér snyrtir skegg Smára Jósepssonar. Yngvi Þorsteinsson Segir konur taka skeggi betur og betur. Christian Schoen Róbinson Krúsó „effektinn“ í sumarfríinu. Baltasar Kormákur Er með nátt- úrulegt skegg. Árni Þórarinsson Alskeggið stend- ur fyrir sínu. Vilberg Hafsteinn Jónsson hárgreiðslumeistari er eigandi Rauðhettu og úlfsins í Tryggvagötu. Um þessar mundir státar Villi af myndarlegri mottu en hann segir að alskegg sé hátískan hjá karlmönnum í dag. Hrund Hauksdóttir leit inn á stofuna í Tryggvagötu og fylgdist m.a. með skeggsnyrtingu Tarfsins sem mun vera reglulegur viðburður. Hilmir Snær Guðnason Er búinn að vera lengi með skegg. Bjarni Lárus Hall Söngvari Jeff Who er með á nótunum. Rómantískar pífur, siffon og litagleði einkenndi sumartísk- una sem kynnt var í Mílanó í vikunni. »24 tíska

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.