Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 27
sér að ég hefði þurft að skipta út öllum húsgögnum og ég er bara nokkuð sátt við þá hluti sem ég á og því hefði verið sorglegt að láta þá fara bara fyrir einhverjar tísku- sveiflur. Þess vegna ákvað ég líka að fara dökku leiðina og hún er líka bara meira ég.“ Athygli vekur að sami viður og er í parketinu gengur upp einn vegg eyjunnar í eldhúsinu og er sömuleiðis notaður á milli efri og neðri skápa í innréttingunni og skapar þannig skemmtilega teng- ingu við stofuna. „Þessi hugmynd er komin frá honum Ragga smið,“ segir Elín Guðrún. „Við vorum búin að velta eyjunni heilmikið fyrir okkur. Svo hringdi Raggi í mig einn daginn og sagði: „Ég er búinn að fá hugmynd. Það er svo mikið af afgöngum af park- etinu eigum við ekki að bara að líma það á eyjuna og eins á milli skápanna?“ Þannig að við límdum parketið á. Hann ítrekaði að það væri jú alltaf hægt að taka það af, en ég hugsa að það eigi eftir að verða varanlegt.“ Elín Guðrún gerði fjárhags- áætlun áður en hún hófst handa við framkvæmdirnar og hefur náð að halda sig innan ramma hennar. „Ég á reyndar eftir að tyrfa lóð- ina á bak við hús en jú, fjárhags- áætlunin hefur staðist,“ segir hún og bætir við að hún hafi vissulega haft svolítið fyrir því láta hana standast. Áður en hún hófst handa var hún hins vegar búin að skrifa niður hvað hlutirnir kostuðu, kanna verð og fá tilboð. „Ég get ekki sagt annað en að ég hafi farið vel út úr þessu fjárhags- lega. En það hafa náttúrlega ekki allir jafn góðan aðgang að laghent- um iðnaðarmanni. Við innréttingu íbúðarinnar hef ég þó líka víða leit- ast við að finna ódýrar lausnir þar sem þess er kostur,“ segir Elín Guðrún og bætir við að hún sé bara nokkuð sátt við árangurinn. annaei@mbl.is Flísarnar Elín Guðrún var ákveðin í að setja dökkan náttúrustein á gólfið, enda hafði hana lengi langað í slíkar flísar. Svefnherbergið Dökkur viðurinn gefur því hlýlegt yfirbragð. Baðherbergið Baðkarið er frístandandi og rauðir fæturnir gefa því skemmtilegt og sérstætt yfirbragð. Það hvarf heldur ekki úr huga Elínar Guðrúnar eftir að hún hafði komið auga á það. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 27 Fréttir á SMS             SÖLUSÝNING – VESTURGATA 54 REYKJAVÍK Rúmgóð og björt um það bil 125 fm, þriggja til fjögra herbergja, efri hæð, í þessu trausta steinhúsi í vesturbænum. Húsið stendur á eignalóð. Tvennar svalir. Bílastæði fylgir. Miklir möguleikar. Gengið er inn bakdyramegin. V. 37,4 millj. Sigurður tekur á móti gestum á milli kl. 14:00-15:00. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.