Morgunblaðið - 29.09.2007, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SANNGJARNAR GREIÐSLUR
Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra tók mikilvæga ákvörðunmeð því að nýta ákvæði kjara-
samninga um sérstakar álags-
greiðslur til lögreglumanna. Þeir fá
greiddar 30 þúsund krónur á mánuði
fram á haustið 2008, sem augljóslega
er umtalsverð kjarabót og ætti að
auðvelda lögreglunni að halda í
starfsmenn, en nokkuð hefur verið
um uppsagnir hjá lögreglumönnum.
Rökin fyrir því að nýta þetta
ákvæði kjarasamninga eru augljós.
Lögreglumenn liggja undir stór-
auknu álagi í starfi eins og allir vita
og þess vegna sjálfsagt að nýta þetta
ákvæði samninga úr því að það var
fyrir hendi. Þar að auki er ljóst að
ekki skortir peninga til þess að
standa undir þessum álagsgreiðslum.
Nú koma hjúkrunarfræðingar og
benda á, að í þeirra kjarasamningum
sé slíkt ákvæði einnig að finna.
Hjúkrunarfræðingar benda einnig á,
að þeir liggi undir stórauknu álagi í
starfi, og þess vegna sé eðlilegt að
ákvæði í þeirra kjarasamningum sé
einnig nýtt með sama hætti og hjá
lögreglumönnum.
Þetta er rétt.
Það fer ekki á milli mála, að álag á
hjúkrunarfræðinga og raunar fleiri
heilbrigðis- og umönnunarstéttir hef-
ur aukizt mikið á undanförnum miss-
erum. Sú staðreynd ein, að það vant-
ar 100 hjúkrunarfræðinga til starfa á
Landspítala, segir sína sögu.
Í ljósi þessa er erfitt að skilja hvers
vegna fyrirstaða er á því af hálfu op-
inberra aðila að greiða hjúkrunar-
fræðingum álagsgreiðslur með sama
hætti og lögreglumönnum. Það eru
engin rök fyrir því að gera það ekki.
Við þurfum á fólki að halda til þess
að halda uppi lögum og reglu. Það
fólk fáum við ekki til starfa nema með
viðunandi launum. Við þurfum á fólki
að halda til að halda starfsemi spítala,
hjúkrunarheimila og heimila fyrir
aldraða gangandi. Það fólk fáum við
ekki nema gegn viðunandi greiðslu.
Við þurfum á fólki að halda til þess
að sjá um kennslu í leikskólum. Það
fólk fáum við ekki nema gegn viðun-
andi greiðslu.
Í öllum þessum tilvikum verða
skattgreiðendur að horfast í augu við
að það er óhjákvæmilegt og nauðsyn-
legt að bæta kjör þessara stétta.
Oft hefur staðan verið sú, að pen-
ingar til þess að standa undir hærri
launum hafa ekki verið til. Því er ekki
að heilsa nú. Peningarnir eru til.
Stjórnmálamenn þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því að auknar launa-
greiðslur af þessu tagi sprengi upp
launakjör í einkageiranum. Opinberi
geirinn er svo langt á eftir einkageir-
anum, að þar er engu saman að jafna.
Ráðherrarnir þurfa að skoða þessi
mál vel um helgina og fylgja svo í
kjölfar dómsmálaráðherra eftir helgi
og nýta þá möguleika, sem þeir hafa
til þess að laga launakjör í störfum,
þar sem mikilvægt er að halda fólki
eða fá nýtt fólk til starfa.
Hér er um að ræða sanngjarnar
greiðslur.
FRÁLEIT KRAFA
Samtök fiskvinnslustöðva kröfðustþess á aðalfundi samtakanna í
gær, að veiðigjald yrði fellt niður af
öllum fisktegundum en eins og kunn-
ugt er hefur ríkisstjórnin tilkynnt að
hún muni leggja til að veiðigjald verði
fellt niður af þorski næstu tvö fisk-
veiðiár vegna niðurskurðar á þorsk-
kvóta.
Krafa samtakanna er fráleit en
endurspeglar sömu kröfu frá samtök-
um útgerðarmanna, sem ekki kemur
á óvart. Aðild að þessum tveimur
samtökum skarast.
Útgerðarmenn hafa réttlætt út-
hlutun á kvótum til sín en ekki sjó-
manna með því, að þeir, útgerðar-
menn, taki á sig alla þá fjárhagslegu
áhættu, sem fylgi fiskveiðunum.
Þessi röksemd gengur að vísu ekki
upp vegna þess, að sjómenn taka
sjálfir enn meiri áhættu. Þeir hætta
lífi sínu með því að sækja sjóinn. En
það er önnur saga að samtök sjó-
manna reyndust ekki hafa dug til að
fylgja eftir sjálfsagðri kröfu þeirra
um hlutdeild í kvótanum.
Ein af þeim áhættum, sem útgerð-
armenn hafa tekið er að sjálfsögðu
sú, að kvótinn verði skertur. Þá
áhættu hafa þeir verið tilbúnir til að
taka og réttlæta m.a. hinn mikla
hagnað, sem þeir hafa haft af við-
skiptum með kvóta með því að þeir
verði að hafa leyfi til að hagnast
vegna þess, að þeir geti líka tapað.
Nú bregður svo við, að þegar
þorskkvótinn er skertur, áhætta, sem
útgerðarmenn hafa alltaf vitað að
þeir voru að taka, gera þeir kröfur
um bætur. Ríkisstjórnin hefur aug-
ljóslega látið undan slíkum kröfum
með því að fallast á að veiðigjald af
þorski verði fellt niður í tvö ár en það
er ekki nóg fyrir útgerðarmenn. Þeir
vilja fá meiri bætur í því formi að
veiðigjaldið allt verði fellt niður.
Hvar eru nú mennirnir, sem hafa
réttlætt tugmilljarða hagnað af við-
skiptum með kvóta með því að þeir
yrðu að vera undir það búnir að tapa
líka? Hvar eru nú mennirnir, sem
sögðust tilbúnir til að tapa ekki síður
en að græða?
Þessi málflutningur útgerðar-
manna og fiskverkenda gengur ekki
upp. Veiðigjaldið er eðlilegt gjald
fyrir réttinn til þess að nýta sameig-
inlega auðlind þjóðarinnar. Þeir, sem
hafa hagnast um gífurlegar fjárhæðir
á kvótaviðskiptum verða að vera til-
búnir til að tapa stundum líka vegna
kvótaskerðingar. Þeir geta ekki verið
þekktir fyrir að koma nú og segja að
þeir verði að fá bætur þegar þeir
standa frammi fyrir tímabundinni
kvótaskerðingu.
Ríkisstjórnin hefur gengið býsna
langt með því að fella veiðigjaldið af
þorski niður í tvö fiskveiðiár. Nú eru
útgerðarmenn og fiskverkendur að
ganga á lagið.
Þá tilraun þeirra verður að stöðva á
Alþingi.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FJALLAÐ var um uppsagnir fiskvinnslufólks á fundi rík-
isstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í gær. Á fundinum
var m.a. afgreitt frumvarp sem kveður á um tímabundna
niðurfellingu veiðigjalds af þorskveið-
um.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði eftir fundinn að þar hefðu menn
rætt þá stöðu sem birtist í uppsögn-
unum sem greint var frá sl. fimmtudag
en ekki væri hægt að segja að sú staða
kæmi að öllu leyti á óvart.
Varúðarráðstafanir
Geir sagði að fyrirtækin væru að búa
sig undir aflaskerðinguna og komið
hefði fram hjá fiskvinnslufyrirtækjum að ekki væri víst
að allt þetta fólk missti vinnuna heldur væri verið að gera
varúðarráðstafanir.
Tvennt skipti máli í því samhengi: Hvernig staðan yrði
þegar uppsagnarfresturinn rynni út og hvort fólkið gæti
fengið starf í öðrum atvinnugreinum kæmu uppsagnirnar
til framkvæmda.
Geir sagðist telja að fólk hefði mikla möguleika á að fá
aðra vinnu. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru að
hluta hugsaðar til þess að byggja upp aðrar atvinnugrein-
ar og fólk gæti menntað sig til nýrra s
„Það verður að gæta sín á því að
skerðingu heimilda [í þorski] um allt se
útvegi. Það er víða verið að hagræða e
vegna annarra aðstæðna. Það þarf að
þessu ekki saman,“ sagði Geir.
Liðsinna byggðarlögum sem eiga
meira undir sjávarútvegi
Spurður hvort sú gagnrýni sem fram
andi mótvægisaðgerðirnar væri ekki ré
kæmu sjávarútvegsfyrirtækjunum ek
Geir: „Frumvarpið sem við vorum að
um að fella niður veiðigjald vegna þor
milljónum fyrir sjávarútveginn á tveim
ekki hvort menn telja að það skipti en
talan sem verið er að tala um og renn
arfyrirtækjanna.
Gagnrýnin sem hefur komið fram
irnar, frá hagfræðingum og jafnvel ú
hefur verið sú að þær hafi verið of mik
ið, og séu hugsanlega óþarfar vegna
leysið er lítið í landinu. Þá þarf að hug
aðgerðir eru hugsaðar þannig að þær g
ið til aðstoðar þeim byggðarlögum sem
Uppsagnir Starfsfólki Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn var tilkynnt um uppsagnir 59 starfsmanna sl. f
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt að
þegar afli eykst á nýjan leik Sjávarútvegsráðherra h
Geir H. Haarde
Eiga möguleika á
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ARNAR Sigurmundsson, formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva, telur að fullum
störfum í fiskvinnslu muni fækka um 600 á
næstu sex til 12 mánuðum. Þessi skerðing
bitnar ekki síst á erlendum starfsmönnum
og þá einna helst Pólverjum. Vinnu-
málastofnun lítur á landið sem eitt atvinnu-
svæði og með það í huga sé næga atvinnu
að fá en hugsanlega þurfi fólk að flytja sig
um set til að fá vinnu. Barbara Gunn-
laugsson, formaður Félags Pólverja á Vest-
fjörðum, bendir á, að það að missa vinnuna
komi sér alltaf illa en leggur áherslu á að
mikilvægt sé að reyna að leysa málin í
heimabyggð viðkomandi og ekki eigi að
þvinga fólk til að flytja á annað svæði.
Mótvægisaðgerðir
Um 4.500 full störf eru í fiskvinnslu hér-
lendis. Í árslok 2005 unnu 1.220 erlendir
starfsmenn í fiskvinnslunni en Vinnu-
málastofnun áætlar að þeir séu nú um
1.800. Í árslok 2006 störfuðu um 6.000 Pól-
verjar hérlendis en síðan hefur erlendum
starfsmönnum fjölgað úr rúmlega 17.000 í
um 22.000 og þar af um 3.000 Pólverja.
Á fimmtudag var tæplega 100 manns
sagt upp störfum hjá tveimur fisk-
vinnslustöðvum og þar af um 50 erlendum
starfsmönnum. Arnar Sigurmundsson seg-
ir að þetta sé aðeins byrjunin á miklum
uppsögnum í greininni á næstu mánuðum
en telur að þær bitni ekkert frekar á er-
lendum starfsmönnum en Íslendingum.
Auk þess bendi margt til að ástandið verði
ekki betra í hópi sjómanna, því gera megi
því skóna að veiðiheimildir verði samein-
aðar og skipum lagt vegna skerðingar á
þorskkvóta.
Framtíð þeirra sem sagt er upp fer eftir
ástandinu á vinnumarkaðnum. Ljóst er að
sveitarfé
vegna sk
byggðun
irspurn
ekkert í
að fólk l
Virki mó
ekki nóg
og í flest
isins. Að
irnar snú
félögunu
áfram.
Að sög
una á þe
mun ský
ist við m
uppsagn
sumarle
itt sé við
við ríkjandi aðstæður fækkar starfs-
mönnum, jafnt útlendingum sem Íslend-
ingum, í fiskvinnslu. Arnar bendir á að fyr-
irtækin séu ekki að leika sér að þessu og
stjórnvöld hafi lagt sitt af mörkum til að
koma til móts við þau með því að heimila
endurgreiðslu á fleiri hráefnislausum dög-
um á næsta ári en í ár. Þannig væri hægt
að halda fólki lengur á launaskrá og fyrir
það bæri að þakka. Þetta væri ákveðin
mótvægisaðgerð sem skapaði ekki peninga
fyrir fiskvinnsluna og í raun yki útgjöldin
því fyrirtækin borguðu hluta, en þetta væri
starfsmannavæn aðgerð. Fyrir nokkrum
árum hefði hvert fyrirtæki fengið allt að 60
hráefnislausa daga endurgreidda en þeim
hefði síðan verið fækkað í 45 og nú yrðu
þeir aftur 60 á næsta ári.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa-
firði og formaður Sambands íslenskra
Ekki þvinga fólk til
Fjöldi Um 1.800 erlendir starfsmenn vinna í fiskvinnslu
hópi tæplega 1.000 Pólverja í fiskvinnslunni og starfar í