Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VALBORG Guðlaugsdóttir, leik- skólastjóri á leikskólanum Engjaborg í Grafarvogi, fagnar stuðningi for- eldra leikskólabarna og kröfu þeirra um að launakjör starfsmanna leik- skóla verði bætt. Foreldrar barna í leikskólum í Grafarvogi hafa tekið sig saman og standa að undirskriftalista. Á honum er hvatt er til þess að launa- kjör leikskólakennara verði bætt og að fagfólk starfi með börnum á leik- skólunum. „Ég fagna frumkvæði foreldra og tel nauðsynlegt að þeir myndi þrýsti- hóp sem kallar eftir lausnum til fram- búðar í leikskólamálum borgarinnar,“ segir Valborg. Nauðsynlegt sé að starf leikskólanna verði hafið til vegs og virðingar og það gerist ekki nema með bættum launakjörum starfs- manna. „Einnig verður að auka virð- ingu fólks í þjóðfélaginu fyrir því starfi sem fram fer í leikskólanum þannig að ég held að það sé mjög af hinu góða að foreldrar skuli taka sig saman og sýna stuðning við okkur leikskólafólk og það sem við gerum á leikskólunum.“ „Fólk er í reddingum“ „Fólk er í reddingum, það reynir að bjarga sér,“ segir Eva Jónasdóttir, móðir þriggja ára stúlku á leikskól- anum Brekkuborg í Grafarvogi, en nýlega var foreldrum þar tilkynnt að þeir þyrftu að hafa börnin heima einn dag vikunnar fyrstu tvær vikurnar í október. Fram kom að til lengri tíma væri óvíst hvort skerða þyrfti vistun barnanna á leikskólanum. Eva segir að henni og manni henn- ar takist að bjarga málum fyrir horn. Fólk í kringum hana leiti ýmissa leiða til þess að útvega gæslu fyrir börnin þegar leikskólinn er lokaður. Í einu tilfelli sem hún þekki hafi verið ekið með börn til Keflavíkur þar sem afi þeirra býr. Eva segir ljóst að bæta þurfi kjör leikskólakennara. „Það segir sig sjálft að fólk getur ekki lifað af laun- unum í þessu starfi, þannig að það fer annað, þar sem það fær betri laun,“ segir hún. Eitthvað sé um að leik- skólakennarar hafi flutt sig yfir í einkarekna leikskóla en þar séu laun- in hærri en á borgarreknu leikskól- unum. Hún hafi heyrt á foreldrum að þeim finnist orðið tímabært „að koma fram og tala um þessi mál. Það verð- ur að vekja athygli á þessu til þess að það gerist eitthvað,“ segir hún. „Við ítrekum að mjög mikilvægt er að koma á stöðugleika í starfsmanna- málum leikskóla borgarinnar. Við gagnrýnum að undanfarin haust hafi þurft að redda málum innan margra leikskóla með því að ráða á síðustu stundu of marga ófaglærða og óþjálf- aða til starfa. Við erum að horfast í augu við flótta fjölmargra hæfra leik- skólakennara og leikskólaliða úr leik- skólunum vegna lakra kjara og að- stæðna. Við krefjumst því að borgaryf- irvöld og menntayfirvöld landsins taki höndum saman og vinni að lausn vandans, ekki til eins vetrar, heldur til frambúðar,“ segir á undir- skriftalistanum. Stuðningur foreldra mikilvægur Foreldrar leikskólabarna í Grafarvogi krefjast bættra kjara starfsmanna Morgunblaðið/Kristinn Gaman í leikskólanum Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri á Engjaborg, með krökkum í skólanum. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÆKNILEGA er afar auðvelt að loka fyrir aðgang íslenskra notenda að erlendri fjár- hættustarfsemi á Netinu ef stjórnvöld tækju um það ákvörðun. Nýverið var kynnt reglu- gerð í Bandaríkjunum sem skýrir þær stefnur og starfsreglur sem bankar og fjármálafyr- irtæki þurfa að uppfylla samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári um að bannað sé að stunda fjárhættuspil á Netinu. Í utandagskrárumræðum á Alþingi í janúar sl. tók Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, málið fyrir. Hann sagði að stjórnvöldum bæri að reisa rönd við vaxandi ásókn í fjárhættuspil á Netinu, ekki einvörð- ungu af siðferðilegum ástæðum en einnig laga- legum, þar sem um lögbrot væri að ræða. Í umræðunum kom fram í máli þingmanna að þeir teldu það tæknilega erfitt að koma í veg fyrir þessa starfsemi, enda færi hún fram á Netinu – sem væri án landamæra. Andri Valur Hrólfsson, framkvæmdastjóri alþjóðalausna Valitor, segir málið hins vegar fremur einfalt, þ.e. ef notast væri við sömu að- ferð og Bandaríkjamenn. Öll viðskipti með kreditkorti, hvort sem því er framvísað eða í gegnum Netið, hafa nefnilega fjögurra stafa einkennisnúmer. Einkennisnúmer fjárhættu- starfsemi er t.a.m. 7995 og er ekki gerður greinarmunur á póker og rúllettu eða veð- málum á íþróttakappleiki. Í kerfum bankanna er öllum beiðnum frá slíkri starfsemi á Netinu svo hafnað þegar heimildar er leitað. „Það er alveg sama hvar bandarískur korthafi reynir að fara inn á Netið, viðskiptin eru heim- ildaleituð, fara inn í bandarískan banka og hann segir nei,“ segir Andri. Íslensk fjárhættuspil einnig á Netinu Á Íslandi er hægt að kaupa Lottó og veðja á íþróttaleiki í gegnum vefsíðu Íslenskrar get- spár. Þrátt fyrir að slíkar færslur beri sama kóða og hefðbundin fjárhættuspil segir Ragn- ar Önundarson, framkvæmdastjóri Borgunar, tæknilega mögulegt að útiloka aðeins erlendar færslur vegna fjárhættuspila eða einstök fyr- irtæki. Það væri þá íslenskra stjórnvalda að ákveða hvaða fyrirtæki væri bannað að hafa viðskipti við. Í áðurnefndum umræðum á Alþingi sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að fjár- hættuspil á Netinu væri vandamál sem allar þjóðir glímdu við, hins vegar væri spurning hver ætti að setja reglur um þessi mál. Björn sagði einnig að vel væri fylgst með þessum málum í dómsmálaráðuneytinu. Sendar voru spurningar á tölvupósti til dómsmálaráðherra um ólögleg fjárhættuspil á Netinu, m.a. hvort aðferðir Bandaríkjamanna væru til skoðunar en ekki höfðu borist svör við því í gærkvöldi. Auðvelt að loka á íslenska spilara „ÞETTA eru ánægjulegar fréttir,“ segir Ragna K. Mar- inósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, um þá tillögu félags- málaráðuneytis- ins í fjárlaga- frumvarpi næsta árs að framlög til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna verði aukin um 50 milljónir kr. Ráðherra fól hópi sér- fræðinga innan og utan ráðuneyt- isins að endurskoða lögin og rýmka rétt foreldra til greiðslna. Ragna segir að fulltrúi Umhyggju taki þátt í vinnu við útfærslu breytinganna. Gerir hún sér vonir um að nið- urstaða liggi fljótlega fyrir svo rétt- lætinu verði framfylgt og foreldrar allra langveikra barna sem ekki hafa tök á að afla sér tekna njóti þessa. Gert er ráð fyrir 84,9 milljónum til foreldra langveikra og fatlaðra barna á þessu ári en greiðslurnar hækki í 137,6 milljónir á næsta ári. Fagnar auknum framlögum Ragna K. Marinósdóttir Vinna að réttarbót foreldra langt komin „HVÍLÍKUR dagur, toppnum er náð,“ skrifaði Leifur Örn Svav- arsson, fjallaleið- sögumaður, inn á vefsíðu sína í gær en hann var þá nýkominn af há- tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims. Leifur ætlaði sér að ganga á tind- inn án aukasúrefnis en ekki náðist í hann í gær til að staðfesta hvort það hefði tekist. Hvort sem Leifur notaði aukasúr- efni eða ekki er afrekið mikið. Fjall- ið, sem stendur á landamærum Tíb- ets og Nepals, er 8.201 metri á hæð og á leiðinni upp hreppti leiðangur- inn sem Leifur var í slæmt veður. Á tímabili leit jafnvel út fyrir að hóp- urinn yrði að snúa við og samkvæmt upplýsingum frá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnun ákváðu nokkrir leiðangrar að leggja árar í bát. Ekki þó Leifur og félagar: „Við klifum í gegnum morgunkul og helkaldan vind og náðum upp á hátind Cho Oyu klukkan 08.00 í morgun. Þar nutum við brúnalogns og sólskins,“ skrifaði hann á vefinn. Brúnalogn er það kall- að þegar skjól er á tindum en hvassir vindar í hlíðum. Leifur Örn, sem er einn reyndasti fjallamaður landsins, er fimmti Ís- lendingurinn til að klífa fjallið. Náði tindi Cho Oyu Leifur Örn Svavarsson ♦♦♦ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HALDIÐ var upp á það í gær að 30 ár eru frá því að fyrstu hjúkr- unarfræðingarnir voru brautskráðir frá Háskóla Íslands. Þegar háskóla- námið hófst árið 1973 höfðu fá Evr- ópulönd fært hjúkrunarfræði upp á háskólastig og að sögn Sóleyjar S. Bender, deildarforseta hjúkrunar- deildar, er Ísland enn í fararbroddi í menntamálum hjúkrunarfræðinga. Svo vill reyndar til að Sóley var í hópi 14 fyrstu hjúkrunarfræðing- anna sem útskrifuðust frá HÍ árið 1977. Margar úr hópnum voru við- staddar afmælishátíðina í gær. Kennsla í hjúkrun frá 1931 Fyrsti skólinn sem kenndi hjúkr- un var Hjúkrunarkvennaskólinn sem var stofnaður árið 1931 en árið 1948 var nafninu breytt í Hjúkr- unarskóla Íslands. Kennsla í hjúkr- un á háskólastigi hófst síðan árið 1973 og var það gert að kanadískri og bandarískri fyrirmynd en að sögn Sóleyjar höfðu fá lönd í Evr- ópu ákveðið að færa nám í hjúkrun upp á háskólastig. Hjúkrunarskól- inn var hins vegar starfræktur til ársins 1986 og var þar hægt að ljúka þriggja ára diplómunámi. Háskólanámið hefur frá upphafi tekið fjögur ár og lýkur með BS- prófi. Sjálfstæðari fræðigrein Sóley sagði í gær að mikið hefði breyst með því að gera hjúkrun að háskólagrein. Fram að því hefði verið litið á hjúkrunarkonur sem e.k. aðstoðarmenn lækna sem ætlað var að framfylgja skipunum þeirra. Eftir að hjúkrun varð að háskóla- grein hefði stéttin orðið miklu sjálf- stæðari enda haft allar forsendur til þess. „Þarna varð hjúkrunar- fræði að sjálfstæðari fræðigrein. Þetta þýddi líka það að þeir sem útskrifuðust úr hjúkrunarfræði höfðu sambærilegt nám á við aðrar heilbrigðisstéttir,“ sagði Sóley. Kennsla í háskóla væri ólík námi í öðrum skólum því í háskóla væri byggt á rannsóknum, sjálfstæðri hugsun, frumkvæði og gagnrýni. Áður hefði verið litið á nemendur sem starfskraft en eftir 1973 hefði leiðsögnin orðið markvissari. Þrír heiðraðir Á afmælishátíðinni í gær voru þrír einstaklingar heiðraðir fyrir framlag sitt til þróunar á námi í hjúkrunarfræði: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fyrrverandi náms- brautarstjóri og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jóhann Ax- elsson sem var deildarforseti læknadeildar þegar kennsla í hjúkrunarfræði hófst við HÍ og Marga Thome, fyrsti fastráðni kennarinn við námsbraut í hjúkr- unarfræði. 30 ár frá fyrstu útskrift Fjórtán hjúkrunarfræðingar í fyrsta útskriftarhópnum frá HÍ árið 1977 Morgunblaðið/Golli Hátíð Meðal þeirra sem fluttu erindi á afmælishátíð hjúkrunarfræði- kennslu í gær var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Sóley S. Bender. Á milli þeirra situr Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.