Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í Aþenu fornu var lýðræði. Eða svo var það kallað.
Frjálsir borgarar áttu atkvæði um almenn mál. En
sá réttur náði aðeins til karlmanna, konur höfðu
hvorki þann rétt né annan. Og auðvitað var hin
fjölmenna stétt þræla og ambátta réttindalaus.
Það var sem sé lítill minnihluti fólks, sem hafði
málfrelsi og atkvæðisrétt á mannfundum.
En þeir, sem nutu þeirra réttinda, sem þetta
„lýðræði“ veitti, og vildu nýta sér þau, sjálfum sér
eða skoðunum sínum til framdráttar, kepptu hart
um fylgi og atkvæði. Þau átök fóru fram á mál-
þingum, á torgfundum. Og þar léku orðkappar list-
ir sínar.
Auk þess var þeim, sem áttu sök að sækja eða
kæru að svara fyrir dómstóli, mikil nauðsyn að
geta flutt eða látið flytja mál sitt þar.
Atvinnumenn í mælskulist voru fúsir til liðveislu
og margir vel færir um að vinna glæsta sigra,
bæði á kosningafundum og fyrir dómstólum, án til-
lits til réttra raka og málavaxta.
Faidros í samnefndu riti Platóns segist hafa
komist að því, að sá sem ætli sér að stunda ræðu-
mennsku þurfi alls ekki að kynna sér né taka tillit
til staðreynda, hann eigi aðeins að komast á snoðir
um, hvaða skoðun hafi mest fylgi. Það varði
minnstu, hvað er gott og satt í raun, hitt öllu, hvað
flestum finnst um það. Listin sé ekki sú að segja
satt, heldur að afla sér fylgis.
Það sýndi sig í Aþenu á frægðartíma hennar, að
lýðræði verður valt og feyskið, ef menn missa
tiltrú til þeirra, sem tala mest. Ef mönnum finnst
þeir ljúga of hratt til þess að nokkur geti haft við
að trúa.
Blöð voru ekki til þá né annað þess kyns, sem
nú kallast fjölmiðlar.
En lygar og blekkingar, rógburður og óhróður,
sóðatal og þvættingur gat verið útgengilegur sölu-
varningur allt um það. Og séðir menn voru fund-
vísir á féþúfur þá sem nú.
Það gat gerst í þá daga, að menn gæfust upp á
illvígu orðaskaki þeirra, sem kepptu um völd.
Og ekki síður á málæði þeirra, sem leituðu sér
hylli og tekna með æsilegum hrópum um hneyksl-
ismál og sperrtum atlögum að heilbrigðum tilfinn-
ingum fyrir velsæmi.
Líka var það til, að menn sæjust ekki fyrir í því
að skara að sínum hagsmunaglóðum, jafnvel þótt
logarnir færu að leika um stoðir þjóðfélagsins.
Vonblekktir menn urðu auðveld bráð þeim, sem í
skjóli lýðfrelsis stefndu til einræðis og harð-
stjórnar.
Hliðstæðar sögur hafa gerst víðar.
Sigurbjörn Einarsson
Hvað viltu, veröld? (4)
SJÖTTI fundur mannréttindaráðs
Sameinuðu þjóðanna sem lauk í
Genf 28. september sl. samþykkti
tillögu 53 ríkja, Ísland þar með tal-
ið, um að halda sérstakan fund
mannréttindaráðsins vegna ástands
mannréttindamála í Burma. Fund-
urinn var haldinn í Genf í gær og
flutti Kristinn F. Árnason fasta-
fulltrúi Íslands hjá alþjóðastofn-
unum í Genf yfirlýsingu fyrir hönd
stjórnvalda.
Yfirlýsingin felur í sér fordæm-
ingu á ofbeldisverkum þeim sem
viðgengist hafa við að bæla niður
friðsamleg mótmæli í Burma, þ.m.t.
barsmíðar, morð og óréttmætar
fangelsanir. Stjórnvöld í Burma eru
hvött til að tryggja virðingu fyrir
grundvallarmannréttindum og að
aflétta öllum hömlum á friðsam-
legri pólitískri starfsemi. Þess er
krafist að stjórnvöld í Burma leysi
úr haldi án tafar þá einstaklinga
sem teknir hafa verið til fanga,
þ.m.t. Aung San Suu Kyi, að rann-
sökuð verði morð og ofbeldisverk
sem hafa viðgengist og að þeir
verði dregnir til ábyrgðar sem
gerst hafa sekir um mannréttinda-
brot, segir í fréttatilkynningu.
Fordæma
morð og
ofbeldisbrot
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnar-
fundi í gær frumvarp til breytinga
á vatnalögum. Í frumvarpinu er
lagt til að gildistöku vatnalaga
verði frestað til 1. nóvember 2008.
Í tilkynningu frá iðnaðarráðu-
neytinu segir að í umræðum um
frumvarpið á síðasta þingi hafi
komið upp efnislegur ágreiningur
um það. Komist var að samkomu-
lagi sem fól í sér að gildistöku lag-
anna var frestað til 1. nóvember
2007 og að skipuð yrði nefnd full-
trúa allra þingflokka auk eins full-
trúa sem tilnefndur skyldi af um-
hverfisráðherra og formanns sem
skipaður skyldi án tilnefningar.
Hlutverk nefndarinnar var að taka
til skoðunar samræmi laganna við
önnur þau lagaákvæði íslensks rétt-
ar sem vatn og vatnsréttindi varða.
Tekið er fram í tilkynningunni að
í ljósi þess að nefndin var aldrei
skipuð þá sé lagt til að gildistöku
laganna verði frestað til 1. nóvem-
ber 2008, svo færi gefist á að láta
fara fram þá vinnu sem nefndinni
var ætlað að sinna.
Frestun
vatnalaga
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
TEKIÐ verður af fullri hörku á fyr-
irtækjum sem brjóta gegn reglum
um skráningu og kjör erlendra
starfsmanna hér á landi, að því er Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra sagði í gær þegar kynnt var
nýtt átak á vegum Vinnumálastofn-
unar í samvinnu við félagsmálaráðu-
neytið og Alþýðusamband Íslands.
„Átakið sem við köllum Allt í ljós
mun ná til 1.700 aðila sem talið er að
séu ekki skráðir rétt inn í landið,“
sagði Jóhanna. Vitað væri hvar þess-
ir einstaklingar ynnu. „Viðfangsefn-
ið á næstu tveimur mánuðum verður
að fara inn í þessi fyrirtæki og kalla
fram skráningar ef því hefur ekki
verið fylgt eftir,“ sagði Jóhanna.
Verulegur árangur frá því
tilkynnt var um átakið
Um þrjár vikur eru frá því að boð-
að var að gera skyldi átak í þessum
málum og sagði ráðherra að á þeim
tíma hefði náðst verulegur árangur.
Skráningar vegna útlendinga í
vinnu hefðu verið um 400-500 á mán-
uði frá janúar og fram í ágúst. Að
meðaltali hefði verið tilkynnt um á
bilinu 100-200 manns á mánuði
vegna vinnuskipta. „En núna í sept-
ember sjáum við verulega breytingu.
Í stað 400-500 sem skráðu sig mán-
aðarlega eru um 1.200 skráningar
komnar frá því að átakið var boðað,“
sagði Jóhanna. Skráningar vegna
vinnuskipta hafi í september verið á
bilinu 400-500.
Jóhanna sagði að fjölgað yrði
verulega í eftirliti með skráningu er-
lendra starfsmanna hjá Vinnumála-
stofnun. Hingað til hefðu tveir sinnt
þessu starfi en nú yrðu 6 manns í
fullu starfi að sinna því, ásamt 4-6 í
hlutastarfi. Að tveimur mánuðum
liðnum yrði árangurinn metinn og
„ef ástæða er talin til að halda áfram
munum við að sjálfsögðu gera það“.
Hún benti á að þegar fyrirtæki
brytu á erlendu starfsfólki hefði það
með einum eða öðrum hætti á starfs-
mönnum, hefði verkalýðshreyfingin
gagnrýnt eftirlitsstofnanir sem
hefðu átt að sinna þessum verkefn-
um. Í byrjun hefðu allir verið óund-
irbúnir en nú væri ekki lengur hægt
að kenna því um. Sagðist hann von-
ast til þess að með verkefninu nú
yrðu ákveðin þáttaskil. „ASÍ og að-
ildarsamtök þess munu leggja sitt af
mörkum til þess að þetta átak takist
og skili verulegum árangri.“
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, sagði stofnunina
orðna betur í stakk búna en áður til
að ná utan um viðfangsefnið enda
hefði framsækin löggjöf tekið gildi.
Hann sagði að í fyrradag hefði stofn-
unin sent út bréf til 1.600 fyrirtækja
og lögaðila í landinu þar sem vakin
hefði verið athygli á eftirlitsátakinu.
Vinnumálastofnun muni nýta sér
skrifstofur sínar vítt og breitt um
1.700 erlendir starfsmenn
ekki verið rétt skráðir
Morgunblaðið/Frikki
Átak Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, hafa tekið höndum saman varðandi skráning erlends vinnuafls hér á landi.
Í HNOTSKURN
»Markmið átaksins er aðganga m.a. úr skugga um að
starfsemi erlendra fyrirtækja
hér sé í samræmi við íslensk lög
og kjarasamninga.
»Að íslenskir atvinnurek-endur tilkynni ráðningu er-
lendra starfsmanna frá 8 af hin-
um 10 nýju EES-ríkjum.
áhrif á innlendan vinnumarkað „sem
við erum að reyna að verja. Það hef-
ur kostað áratugabaráttu að ná kjör-
um og aðbúnaði fyrir verkafólk“.
Jóhanna sagði að átakið myndi ná
um allt land en sérstök áhersla yrði á
fyrirtæki í byggingariðnaði á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hún benti ennfremur á að mikil-
vægt væri að eftirlitsstofnanir hins
opinbera á borð við skattayfirvöld,
ríkislögreglustjóra, Þjóðskrá, Út-
lendingaeftirlitið, Tryggingastofnun
og dómsmálaráðuneytið ynnu vel
saman ef hlutirnir ættu að vera í lagi.
Eftirlitsstofnanir
gagnrýndar
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði á fundinum að eftir að þau
vandamál hefðu komið upp á síðustu
misserum og árum að fyrirtæki
hefðu orðið uppvís að því að svindla
landið, sem eru átta talsins, auk
starfsfólks á skrifstofunni í Reykja-
vík.
Gissur sagði að með átakinu væri
einnig reynt að höfða til almennings.
„Við erum búin að opna upplýsinga-
gátt bæði með netfangi og upplýs-
ingasíðu,“ sagði hann. Vinnumála-
stofnun vilji gjarnan fá upphring-
ingar, upplýsingar og ábendingar frá
almenningi.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað karlmann af ákæru
fyrir að hafa með ofbeldi nauðgað 17
ára gamalli stúlku á heimili hennar í
Mosfellsbæ í nóvember á síðasta ári
og notfært sér að stúlkan gat ekki
spornað við kynmökunum í upphafi
vegna ölvunar og svefndrunga. Taldi
dómurinn að svo mikill vafi léki á því
að maðurinn hefði framið þau brot
sem honum voru gefin að sök í
ákæru að óhjákvæmilegt væri annað
en að sýkna hann.
Óháð þessum málsúrslitum telur
dómurinn þá staðreynd óhaggaða að
ákærði hafi lagst nakinn upp í rúm til
stúlkunnar umræddan morgun. Sé
engum vafa undirorpið að því fylgi
mikið áfall að vakna við slíkar kring-
umstæður, sem feli í sér alvarlegt rof
á friðhelgi stúlkunnar. Eftir standi,
að ákærði sæti ekki ákæru fyrir við-
líka háttsemi, þótt sönnuð teldist og
verði því ekki gerð refsing því til
samræmis.
Ákærði var gestkomandi í partíi
sem stúlkan hélt ásamt systur sinni á
heimili þeirra á laugardagskvöldi
seint í nóvember 2006. Foreldrar
stúlknanna voru að heiman. Ákærði
varð ofurölvi í partíinu og bar við yf-
irheyrslur að hann myndi sökum
drykkju ekki eftir sér fyrr en hann
vaknaði nakinn í rúmi stúlkunnar.
Tveimur dögum eftir atburðina, að
kvöldi mánudags, hittust ákærði,
stúlkan og systir hennar. Þær sóttu
hann á bensínstöð í Breiðholti og óku
með hann að bílaplani við Smára-
torg, þar sem bróðir stúlknanna
beið. Sá gekk í skrokk á ákærða. Áð-
ur en leiðir skildu var rætt um að
ákærði myndi greiða stúlkunni 500
þúsund kr. bætur.
Óskýrleiki í vitnisburði
Í dómnum kemur fram að við
sönnunarmat í kynferðisbrotamál-
um, þar sem sök sé neitað, sé mik-
ilvægt að huga að fyrstu frásögn ætl-
aðs brotaþola og ástandi hans eftir
ætlaðan atburð. Dómurinn kemst að
fyrrgreindri niðurstöðu m.a. með
hliðsjón af óskýrleika í vitnisburði
stúlkunnar fyrir dómi um mikilvæg-
ar staðreyndir málsins, því að hún
hafi ekki ávallt verið sannsögul eða
áreiðanleg í frásögn sinni um önnur
atriði, því að framburður ákærða
hafi ávallt reynst stöðugur og trú-
verðugur svo langt sem hann hafi
náð. Dómurinn telur það renna stoð-
um undir frásögn ákærða að komið
hafi verið að honum sofandi í hnipri í
rúmi stúlkunnar örskömmu eftir
ætluð kynferðisbrot. Loks telur
dómurinn að minningarbrot eða
hugarórar, sem ákærði greindi frá
fyrir dómi, ekki styðja sekt ákærða
svo óyggjandi sé. Fjölskipaður hér-
aðsdómur, skipaður héraðsdómur-
unum Jónasi Jóhannssyni, Hervöru
Þorvaldsdóttur og Jóni Finnbjörns-
syni, kvað upp dóminn.
Sýknaður
af nauðgun
ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um
ölvun, slasaðist nokkuð þegar bíll-
inn sem hann ók fór út af veginum
um Ísafjarðardjúp, nánar tiltekið
við Skálavík síðdegis í gær.
Maðurinn sem er um fertugt fékk
áverka á höfuð og var fluttur á
sjúkrahús á Ísafirði. Tveir farþegar
voru í bílnum en þeir sluppu með
skrámur.
Þegar tilkynning barst um slysið
var þyrla Landhelgisgæslunnar
sett í viðbragðsstöðu en ekki reynd-
ist þörf á henni.
Ökumaðurinn talinn ölvaður
♦♦♦