Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TORFUSAMTÖKIN efna til fundar,
í Iðnó næstkomandi laugardag kl.
14.00, um framtíð miðbæjarins und-
ir yfirskriftinni 101 tækifæri – gildi
og hlutverk byggingararfsins í upp-
byggingu Laugavegar og Kvos-
arinnar? Meðal frummælanda eru
Eva María Jónsdóttir, dag-
skrárgerðarkona, Guja Dögg
Hauksdóttir forstöðumaður, Mar-
grét Harðardóttir og Steve Chris-
ter arkitektar og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson hagfræðingur og
fréttamaður.
101 tækifæri
ÞING Starfs-
greinasambands
Íslands, á Hótel
Loftleiðum, verð-
ur sett kl. 16:00 í
dag, miðvikudag.
Kristján G.
Gunnarsson, for-
maður SGS setur
þingið með ræðu,
en ávörp við
setninguna flytja
þau Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, og Johnny
Hagen, fyrrum formaður norska og
norræna matvælasambandsins.
Málstofa verður á fimmtudag um
hlutverk verkalýðshreyfingar á
tímum hnattvæðingar atvinnulífs.
Þing SGS verð-
ur sett í dag
Kristján G.
Gunnarsson
GIGTARFÓLK mun fimmtudaginn
4. október ganga með fjölskyldum
sínum og vinum frá Lækjartorgi
upp á Skólavörðuholt undir kjör-
orðinu „Gigtin gefur“. Gangan er
til að vekja athygli á því m.a. að
börn og ungt fólk er með gigt-
arsjúkdóma, að það eru margir sem
eiga við gigtarsjúkdóma að stríða
og yngri en flestir halda, að
snemmgreining gigtarsjúkdóma
skiptir öllu máli, að aðgengilegt
heilbrigðiskerfi er nauðsyn.
Gangan hefst á Lækjartorgi og
safnast þar um kl. 17. Gengið verð-
ur upp Bankastræti og Skólavörðu-
stíg en göngulok verða á Skóla-
vörðuholti. Göngufólki er boðið að
hlusta á stutt orgelverk í Hall-
grímskirkju að göngu lokinni. Mælt
er með því að þeir sem erfiðast eiga
með gang komi inn í gönguna við
Bergstaðastræti.
Gigtarganga
SLÖKKVILIÐIN um allt land eru að
hefja samstarf við leikskólana á
starfssvæðum sínum um átak í eld-
varnaeftirliti og fræðslu til að auka
öryggi á leikskólunum og heimilum
barnanna. Verkefnið er unnið í sam-
vinnu við Eignarhaldsfélagið Bruna-
bótafélag Íslands sem leggur
slökkviliðunum til fjölbreytt og
vandað efni til fræðslu og eftirlits,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Sérstakir aðstoðarmenn
slökkviliðanna eru slökkviálfarnir
Logi og Glóð sem eru jafnframt
helsta auðkenni verkefnisins.
Átakið er stærsta einstaka for-
varnaverkefni slökkviliðanna til
þessa. Tilefni þess að ráðist var í
þetta verkefni er meðal annars
könnun sem sýndi að eldvörnum
heimilanna er verulega áfátt, ekki
síst á heimilum ungs fólks.
Brunavarnir
á leikskólum
Eftir Silju Björk Huldudóttur og
Guðna Einarsson
Við erum þakklát fyrir stuðn-inginn því án hans hefðumvið ekki getað farið þessaferð,“ segir Beverly Daley,
félagsráðgjafi hjá Barnaspítalanum í
Los Angeles, sem stödd er hér á
landi ásamt þremur öðrum starfs-
mönnum spítalans, listakennara frá
Fischer gallerí
hjá Háskólanum í
Suður-Kaliforníu
og tíu langveikum
bandarískum
unglingum sem
fengu draum sinn
uppfylltan fyrir
tilverknað Vildar-
barna sem
styrkja menn-
ingaferð þeirra til
Evrópu.
Að láta draum-
inn rætast
„Þetta er í
fyrsta sinn sem
við bjóðum er-
lendum hóp í
draumaferð
sína,“ segir
Gunnar Már Sig-
urfinnsson, fram-
kvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Icelandair og
stjórnarmaður í Vildarbörnum. „Það
er afskaplega gaman að geta hjálpað
þeim að láta drauminn verða að
veruleika. Það er náttúrlega bæði
mikil fyrirhöfn að fara með svona
hóp og dýrt ferðalag.“
Ungmennin, sem eru á aldrinum
15-19 ára, glíma öll við langvinna
sjúkdóma á borð við meðfædda
hjartagalla, hvítblæði, nýrnaveiki,
rauða úlfa og liðagigt. Að sögn Daley
er þetta þroskandi ferðalag fyrir
ungmennin, enda sé þetta í fyrsta
sinn sem þau ferðast án foreldra
sinna og það krefjist mikils trausts,
því þau beri t.d. sjálf ábyrgð á lyfja-
gjöf sinni. Aðspurð segir Daley
krakkana ekki hafa þekkt hvert ann-
að áður en þau fóru í ferðina, en hafa
náð afskaplega vel saman og sýnt
hvert öðru mikla umbyggju og hlýju.
Þróa vináttubönd
á jafnréttisgrundvelli
„Eitt þeirra markmiða sem lagt er
upp með í þessari ferð er að ung-
mennin verði sjálfstæðari og skilji að
þrátt fyrir að sjúkdómar þeirra feli í
sér ákveðnar hindranir þá geta þau
samt notið þeirrar upplifunar að
ferðast. Með þessu viljum við hvetja
þau til þess að hugsa út fyrir tak-
markanir og hindranir,“ segir Daley
og tekur fram að annað markmið
ferðarinnar sé að stuðla að samskipt-
um unglinganna við jafnaldra sína.
Segir hún langveik börn oft upplifa
sig sem fremur einangruð og því sé
mikilvægt að þau fái tækifæri til að
þróa vináttubönd á jafnréttisgrund-
velli.
Fram úr björtustu vonum
Spurð um ferðalagið sjálft segir
Daley þau hafa flogið frá Los Angel-
es til Parísar þar sem þau dvöldu í
fimm daga í því skyni að skoða lista-
söfn og heimsækja m.a. Euro Disn-
eyland. Á heimleið sinni til Banda-
ríkjanna hefur hópurinn þriggja
daga viðdvöl á Íslandi. Þau fóru í
dagsferð að skoða Gullfoss og Geysi
á mánudaginn var, skoðunarferð í
gær um Reykjavík og heimsóttu m.a.
Listasafn Reykjavíkur.
Beverly Daley sagði ferðina hafa
farið langt fram úr hennar björtustu
vonum. Hún sagði hópinn hafa feng-
ið framúrskarandi góðar viðtökur.
„Þetta hefur verið svo áhugavert og
fræðandi frá upphafi til enda. Ynd-
islegt. Náttúrufegurð landsins er
eitthvað sem við eigum eftir að tala
um lengi. Þrátt fyrir rigninguna höf-
um við notið hverrar mínútu,“ sagði
Daley.
Í dag fara Vildarbörnin í hestaferð
með Íshestum og loks í Bláa lónið áð-
ur en leiðin liggur aftur heim til
Bandaríkjanna.
Langveik, bandarísk Vildarbörn komu við á Íslandi í menningarferð til Evrópu
Nutu hverrar mínútu –
þrátt fyrir rigninguna
Morgunblaðið/RAX
Menningarferð Vildarbörnin kunnu vel að meta myndir Erros.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vinabönd Bandarísku unglingarnir sögðust hafa tengst traustum böndum
í Evrópuferðinni. Einn unglinganna var fjarverandi er myndin var tekin.
Beverly
Daley
Gunnar Már
Sigurfinnsson
„ÞETTA er búið að vera frábær ferð,“ sögðu
Samantha Hernandez og Maria Arias þegar þær
settust niður með blaðamanni. Samantha Hern-
andez sem er 16 ára þjáist af liðagigt og tekur
fram að hún þurfi ávallt að passa upp á að sér
verði ekki of kalt. Maria Arias sem er 15 ára er
nýrnaveik og fór fyrir stuttu í nýrnaígræðslu og
þarf því að gæta þess að hún fái ávallt nógan
vökva með reglulegu millibili. „Flugferðirnar
hafa verið mjög langar, en það er svo sannarlega
þess virði,“ sagði Arias. Aðspurðar segjast þær
hvorug hafa heimsótt Evrópu áður og Hern-
andez tók fram að hún hafi aldrei yfirgefið
Bandaríkin áður. Þær hafi heldur aldrei ferðast
án foreldra sinna áður.
Þær létu vel af hópnum og sögðu vináttutengsl
hafa myndast. „Við þekktumst ekkert áður en
við lögðum upp í ferðina, en erum nú þegar búin
að skiptast á netföngum og munum örugglega
halda tengslum eftir að heim kemur,“ sagði
Samantha Hernandez og tók fram að í sumum
tilfellum hefðu þau komist að því að þau búa ör-
stutt hvert frá öðru heima í Los Angeles.
„Það er gott að hitta aðra krakka sem eru í
sömu sporum og maður sjálfur og þurfa að glíma
við langvinna sjúkdóma, stundum jafnvel ná-
kvæmlega sama sjúkdóminn og maður sjálfur.
Það er svo gott að vita að maður er ekki einn í
heiminum, ekki sá eini sem er að takast á við
langvinn veikindi,“ sagði Arias.
Spurðar hvernig það hafi lagst í þær að koma
til Íslands sögðu þær það hafa verið afar spenn-
andi. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland áður og
hafði því ekki hugmynd um hvar í heiminum
þetta land væri. Ég þurfti því að fletta því upp á
landakorti,“ sagði Samantha Hernandez og
bætti við að hún hlakkaði til að fara í hestaferð
og kynnast bæði landi og þjóð.
„Ég heyrði fyrst um Ísland í kennslutíma í 8.
bekk og fannst þetta spennandi land. Ég var því
himinlifandi þegar ég frétti að við myndum
koma við hér,“ sagði Maria Arias.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gaman Samantha Hernandez og Maria Arias.
Gott að hitta aðra krakka í sömu sporum
„Ferðin hefur verið stórkostleg.
Mér finnst landið mjög fallegt. Það
hefur rignt, en er samt fallegt. Við
höfum farið í ferðir og þetta er
mjög ólíkt öllu heima. Þetta hefur
allt verið mikil lífsreynsla og ég
elska það. Ég er mjög glöð yfir að
vera hér,“ sagði Sakay Sanchez, 15
ára stúlka í hópi Vildarbarna frá
Kaliforníu.
Sakay hafði veitt eftirtekt
myndastyttum sem prýða borg og
bæi. Hún sagði að sér þætti mikið
varið í að geta virt fyrir sér lista-
verk þó maður væri að ferðast í bíl.
Þá þótti henni athyglisverð til-
hugsun að vera stödd á eyju sem er
umlukin hafinu. En landsmenn
vöktu líka athygli hennar. „Hér eru
allir brosandi og það kann ég vel að
meta.“
Sakay þekkti nokkuð til Íslands
áður en hún kom. Það þakkar hún
aðdáun sinni á söngkonunni Björk
Guðmundsdóttur.
Morgunblaðið/RAX
Fallegt á Íslandi Sakay Sanchez.
„Hér eru allir
brosandi“
TENGLAR
..............................................
www.vildarborn.is
Fyrsti hópur er-
lendra Vildarbarna
sem kemur hingað
„Ísland er fallegt – útsýnið
og öll litadýrðin í náttúrunni!
Þetta er virkilega fallegt,“
sagði Dayton Stewart, 15 ára
piltur frá Kaliforníu.
Hann kvaðst hafa skoðað
tvær Íslandsbækur áður en
hann kom hingað. „Landið er
alveg jafn fallegt og í bók-
unum,“ sagði Dayton. Hann
sagðist hafa sannarlega not-
ið ferðalagsins og dval-
arinnar hér á landi.
Morgunblaðið/RAX
Litadýrð Dayton Stewart.
„Virkilega fallegt“