Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 13 ÚR VERINU Vestmannaeyjar | Nú eru hundrað ár frá því elsti hluti Bæjarbryggj- unnar í Vestmannaeyjum var tek- inn í notkun. Bæjarbryggjan er enn til og nýtist meðal annars smábát- um, og Blátindi VE hefur verið ætl- aður staður við norðurenda hennar. Tilkoma bryggjunnar 1907 mark- ar upphaf sögu framkvæmda við Vestmannaeyjahöfn. Af þessu til- efni var haldinn hátíðarfundur í framkvæmda- og hafnarráði Vest- mannaeyjabæjar og í framhaldi af honum var boðið til hófs í Kaffi Kró þar sem mættir voru fulltrúar bæj- arstjórnar, fulltrúar Siglingastofn- unar og aðrir sem tengjast starfi hafnarinnar með einum eða öðrum hætti. Þar fór Arnar Sigurmundsson, formaður framkvæmda- og hafn- arráðs, yfir sögu hafnarinnar. Árið eftir var fyrsti hluti Bæj- arbryggju tekinn í notkun en hún er austanmegin við hús Fiskiðjunnar. Í upphafi náði hún 35 metra út frá Strandvegi sem lá þá aðeins norðar en í dag og var hún þá kölluð Stokk- hellubryggja. Hún var stækkuð 1911 og náði núverandi stærð 1926. Morgunblaðið/Sigurgeir Bryggjuspjall Þessi mynd er tekin á Bæjarbryggjunni í febrúar 1961 í stóra sjómannaverkfallinu sem stóð fram í mars.. Þarna má sjá nokkra þekkta Eyjamenn, f.v. Sævar Benónýsson frá Gröf, Björn Finnbogason, Kirkjulandi, Sigurður Guðnason, Theódór Guðjón Jóhannesson, Friðrik Benónýsson, Þórarinn Sigbjörnsson frá Lundi og aflaklóin Benóný Frið- riksson eða Binni í Gröf sem lengst af var kenndur við Gullborgu VE.. Bæjarbryggja 100 ára Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hafnargerð Bæjarbryggjan eins og hún er í dag. Það fer ekki mikið fyrir henni, en mikilvæg var hún lengst af. ÚTVEGSMENN á Suðurnesjum vilja að mismunun innan sjávarút- vegsins verði hætt. Þeir vilja af- nema veiðileyfagjald, breyta gengi krónunnar. Skerðing á þorskkvóta á félagssvæðinu verður nú 9.000 tonn, þar af 6.000 í Grindavík. Ekkert eitt bæjarfélag verður fyrir eins mikilli skerðingu og Grinda- vík. Í ályktun aðalfundar Útvegs- mannafélags Suðurnesja vegna nið- urskurðar aflamarks í þorski fara útvegsmenn fram á:  að mismunun innan sjávarút- vegsins verði hætt. Línumismunun verði felld niður strax, slæging- arstuðlar leiðréttir og byggðakvóti verði felldur niður í áföngum á þremur árum. Það sem tekið verð- ur af aflamarki vegna aflabrests og vegna byggðakvóta verði tekið af öllum útgerðum með aflahlutdeild. Flestar þessara aðgerða eiga það sammerkt að með þeim er verið að færa veiðiheimildir frá einni sjáv- arbyggð til annarrar, eða jafnvel milli útgerðaraðila innan sömu byggðar.  að stjórnvöld afnemi sérstakar álögur og gjöld sem sjávarútvegs- fyrirtæki þurfa að axla umfram aðra atvinnuvegi í landinu og er þar sérstaklega nefnt hið svokall- aða veiðigjald sem í rauninni er skattur er leggst þyngst á lands- byggðina, en stærstur hluti þeirra fyrirtækja sem eru í sjávarútvegi starfar utan Reykjavíkur.  að gengi íslensku krónunnar verði með þeim hætti að útflutn- ings- og samkeppnisgreinar geti þrifist. Sjávarútvegurinn og annar atvinnurekstur verður að treysta á að gengi krónunnar og vaxtastig verði með öðrum hætti en verið hefur að undanförnu. Hávaxta- stefna Seðlabanka Íslands sem sér- staklega miðar að því að halda gengi krónunnar hærra fær ekki staðist og er stórháskaleg. Lögin um Seðlabankann verður að endur- skoða hið fyrsta. Það er ljóst að öflugasta mótvægisaðgerðin vegna niðurskurðar veiðiheimilda í þorski er að jafnvægi sé í gengisskrán- ingu krónunnar.  Útvegsmannafélag Suðurnesja skorar að lokum á alþingismenn Suðurkjördæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að réttarstaða þeirra útvegsmanna sem taka á sig skerðinguna verði treyst. Ef sjávarútvegur á áfram að vera samkeppnishæfur um fólk og fjármagn við þessar erfiðu að- stæður er forsendan sú að nýting- arrétturinn sé tryggður þegar stofninn styrkist að nýju. Mismunun verði hætt HEILDARSKULDIR í sjávarút- vegi voru áætlaðar 304 milljarðar í júní 2007. Hafa skuldirnar aukizt jafnt og þétt síðustu tíu árin og bilið á milli útflutningsverðmætis og heildarskulda eða skulda að frá- dregnum veltufjármunum hefur farið vaxandi nær allt tímabilið. Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 125 milljarðar króna á síðasta ári og hafði aukizt um tæpa 15 milljarða frá árinu á undan. Útflutningsverðmæti er áætlað svipað á þessu ári og því síðasta en á því næsta má gera ráð fyrir að það falli um 25 milljarða og verði liðlega 100 milljarðar króna. Það sem af er öldinni hefur útflutnings- verðmætið alltaf verið yfir 100 milljarðar króna. 277 milljarðar í árslok 2006 Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva, Arnars Sigur- mundssonar, á aðalfundi samtak- anna. Í júní á þessu ári er áætlað að heildarskuldir sjávarútvegsins hafi numið rúmlega 304 milljörðum króna, en þær voru áætlaðar 277 milljarðar í árslok 2006. Um áætl- aðar brúttóskuldir að ræða og veltufjármunir hafa þá ekki verið dregnir frá. „Ef við drögum áætl- aða veltufjármuni frá og fáum út nettóskuldir þá er heildarfjárhæð- in áætluð 259 milljarðar í júní 2007. Nokkrir óvissuþættir fylgja gjarnan þessum útreikningum en úrtakið sem lagt er til grundvallar og áætluð samsetning nær til fyr- irtækja sem bera 75-80% af skuld- um sjávarútvegsins. Á bak við þessar skuldir standa gríðarlegar eignir í fiskiskipum, veiðiheimild- um, fasteignum, tækjum og búnaði auk mikillar þekkingar og mann- auðs í sjávarútvegi,“ sagði Arnar í skýrslunni. Af 304 milljarða brúttóskuldum sjávarútvegsins í lok júní á þessu ári er áætlað að rúmlega 217 millj- arðar eða tæplega 72% hafi verið í erlendum gjaldmiðlum, en 87 millj- arðar eða rúmlega 27% í íslenzkum krónum. Af innlendum skuldum sjávarútvegsins er áætlað að 22 milljarðar séu við lánastofnanir. Af heildarskuldum er áætlað að um 18% hafi verið í evrum, 14% í Bandaríkjadollurum, 7% í japönsk- um yenum, 16% í svissneskum frönkum, 10% í brezkum pundum, og um 6% í öðrum gjaldmiðlum. Heildarskuldir í íslenzkum krónum eru taldar rúmlega 28%. „Það er forvitnilegt að skoða skiptingu útflutningsverðmætis sjávarafurða eftir helztu gjaldmiðl- um á síðasta ári. Af heildarverð- mæti voru 42% í evrum, næst kem- ur brezka pundið með 27%, síðan bandaríkjadollar með 20%, jap- anska yenið með 5%, einnig norska krónan með 5% og 1% í öðrum gjaldmiðlum. Vaxtaberandi erlend- ar skuldir sjávarútvegsins voru tæplega tvöfaldar útflutnings- tekjur sjávarafurða og verður ekki annað sagt að töluvert samræmi sé þarna á milli að frátöldum lánum í lágvaxtamyntum,“ sagði Arnar. Skuldir sjávarútvegs- ins aukast jafnt og þétt                                                        !"  # $#% Í HNOTSKURN »Útflutningsverðmæti sjáv-arafurða var 125 millj- arðar króna á síðasta ári og hafði aukizt um tæpa 15 millj- arða frá árinu á undan »Í júní á þessu ári er áætlaðað heildarskuldir sjáv- arútvegsins hafi numið rúm- lega 304 milljörðum króna, en þær voru áætlaðar 277 millj- arðar í árslok 2006 »Af heildarskuldum eráætlað að um 18% hafi ver- ið í evrum, 14% í Bandaríkja- dollurum, 7% í japönskum yenum, 16% í svissneskum frönkum, 10% í brezkum pundum, og um 6% í öðrum gjaldmiðlum Skuldirnar hafa aukizt um nærri 200 milljarða króna á síðustu 10 árum                           !""!         #!    !"    !#      #!    !!#$   !#%  $#    $!   ##!  % !"&    !!   !$#  '    !$#   !#"$  (!"       $  ) #!       #  *    %"   "!%   +    !   % $, !"       #  -     & ""   & !  /01 2    "#$%   "   ÚTVEGSMENN á Vestfjörðum leggja áherslu á að hvalveiðum í at- vinnuskyni verði haldið áfram. Jafn- framt vilja þeir að auðlindagjald í sjávarútvegi verði þegar fellt niður. Þetta kemur fram í ályktun aðal- fundar Útvegsmannafélags Vest- fjarða. Þar segir ennfremur: „Stærð helstu hvalastofna við Ísland er nú í sögulegu hámarki, en talið er að fjöldi hvala sé nú vel yfir 300.000 dýr. Áætlað er að þær 12 tegundir hvala sem halda reglulega til hér við land éti um 6 milljónir tonna af fæðu á ári hverju. Af þessum 6 milljónum tonna eru rúmlega 2 milljónir tonna fiskur. Þetta er mun meira en allur íslenski fiskveiðiflotinn ber að landi. Hrefnan er atkvæðamesti afræn- inginn bæði hvað varðar heildar- magn (2 millj. tonna) og fiskát (1 millj. tonna). Talið er að hvalir éti á aðra milljón tonna af loðnu á ári og bráðabirgðaniðurstöður úr fyrri helmingi rannsókna Hafrannsókna- stofnunarinnar benda til þess að hlutdeild þorsks í fæðu hrefnu sé umtalsvert meiri en gert var ráð fyr- ir í eldri útreikningum. Frumathug- anir benda til að hvalastofnar geti haft veruleg áhrif á langtímaafrakst- ur þorskstofnsins. Þannig gæti af- rakstur þorskstofnsins í framtíðinni orðið allt að 20% minni en ella ef hvalastofnarnir nytu algerrar frið- unar samanborið við að þeir væru nýttir á sjálfbæran hátt og haldið í 70% af hámarksstærð.“ Aðalfundurinn leggur til að auð- lindagjald sem lagt er á sjávarútveg einan atvinnugreina verði fellt strax niður. „Þannig er stuðlað að því að sjávarútvegurinn njóti jafnræðis á við aðrar atvinnugreinar í landinu.“ Hvalveiðum verði haldið áfram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.