Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 14

Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ENN heldur úrvalsvísitala kaup- hallar OMX á Íslandi áfram að hækka en í gær hækkaði hún um 2,15% og var við lok viðskipta 8.268,58 stig. Fjármálafyrirtækin drógu vagninn og varð hækkun mest á bréfum FL Group, 5,09% en bréf Straums hækkuðu um 3,45%. Mest lækkun varð á bréfum Eimskipa- félagsins, 0,51%. Heildarvelta í kauphöllinni í gær nam 17,8 milljörðum og þar af var velta með hlutabréf fyrir um 12,6 milljarða. Mest velta var með bréf Glitnis, 2,8 milljarðar. Enn hækka hlutabréf ● PROMENS hf., dótturfélag Atorku, hefur keypt framleiðslu- einingu STE Packaging Development á snyrtivöruumbúð- um. Samkvæmt tilkynningu til kauphallar er fyrir- tækið staðsett nærri Barcelona á Spáni. Haft er eftir Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Promens, að yfirtakan falli vel að stefnu félagsins um vöxt og skapi félaginu fótfestu á Spáni. Kaupverðið er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með hand- bæru fé.. Ragnhildur Geirsdóttir Promens í snyrtivörur ● FJÓRIR útgefendur verðbréfa hér á landi brutu gegn reglum kauphallar OMX á Íslandi í september. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu eftirlits- sviðs OMX. Tveir útgefandanna voru ávíttir fyrir brot sín en hinir tveir voru gagnrýndir eins og það heitir í skýrslunni. Ávíturnar voru veittar fyrir að hafa ekki skilað árshlutareikningum, ann- ars vegar, og hins vegar fyrir að hafa áhrif á pantanir þannig að kaupandi og seljandi bréfa voru sami lögaðili. Fjögur reglubrot í september SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er með til rannsóknar hvort brotið hafi verið gegn fyrri skilyrðum eftirlits- ins fyrir samruna FL Group (nú Ice- landair), Bláfugls og Flugflutninga ehf. Eftirlitið hefur nú endurskoðað fyrri ákvörðun frá árinu 2005 þegar sett voru skilyrði í tíu liðum fyrir því að þessi félög fengju að sameinast. Brot á þessum skilyrðum varða stjórnvaldssekt og/eða refsingu. Stofnunin telur að ekkert tilefni sé til að falla frá fyrri ákvörðun, heldur bendi allt til að samkeppni í fragt- flugi hafi minnkað frá því fyrir tveimur árum. Við endurskoðunina kom í ljós að styrkur Icelandair Cargo og Bláfugls hefði aukist frá því að tilkynnt var um samrunann og bæri vott um algjöra yfirburðastöðu á markaðnum. Skilyrðin áttu m.a. að tryggja viðskiptalegt sjálfstæði Blá- fugls og Flugflutninga og að þessi fyrirtæki gætu veitt Icelandair Cargo fulla og óskoraða samkeppni í flugflutningum. Samkvæmt ákvörð- uninni skyldi jafnframt tekið til skoðunar fyrir 1. júlí á þessu ári hvort breyttar aðstæður myndu kalla á endurskoðun á skilyrðunum. Samkeppniseftirlitið hóf því sl. vor skoðun á því hvort þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í ákvörðun samkeppnisráðs hefðu breyst. Í niðurstöðu eftirlitsins nú kemur m.a. fram að fyrirhuguð inn- koma Air Atlanta sem burðugs keppinautar í fragtfluginu hafi ekki gengið eftir en hún hafi verið ein grunnforsenda þess að umræddur samruni var heimilaður. Því sé ekki unnt að fella skilyrðin niður. Skilyrði fyrir samruna í fragtfluginu standa Til rannsóknar hvort brotið hafi verið gegn fyrri ákvörðun háar fjárhæðir við núverandi mark- aðsaðstæður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og þeir Guðni og Ingvar og segir bankann vera í mjög góðri stöðu hvað fjármögnun varðar. „Á síðasta ári fórum við út í ýmis konar aðgerðir til þess að efla fjármögnun bankans, þar af er þekktast innlánaform okkar Icesave í Bretlandi. Þar af leiðandi er lausafjárstaða okkar sterk og við þurfum ekki að leita á markað.“ Sig- urjón segir það engu að síður mjög líklegt að bankinn muni leita á mark- að eftir langtímafjármagni fyrr en síðar. Það sé þó mjög þægileg staða að vera í að þurfa ekki að leita út á markað. Segja engin vand- ræði framundan Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÍSLENSKU viðskiptabankarnir munu ekki lenda í neinum vandræð- um með fjármögnun sína fyrir næsta ár þótt vissulega geti hún orðið dýr- ari. Að sögn Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, hefur aðgengi að fjár- magni á alþjóðlegum fjármagns- mörkuðum opnast á ný en eins og fram hefur komið var nánast ómögu- legt að nálgast fjármagn fyrir aðeins nokkrum vikum síðan. Þá var mikil ólga á mörkuðum í kjölfar þess að markaðurinn með ótrygg veðlán í Bandaríkjunum sprakk en nú hefur öldurnar að miklu leyti lægt. Vissu- lega hefur skuldatryggingarálag á ís- lensku bankana hækkað síðan fjár- málaóróinn hófst en það á við um alla banka, um allan heim. Í Vegvísi Landsbankans í gær kemur þó fram að ITRAXX Financi- als-vísitalan, sem mælir skuldatrygg- ingarálag banka heimsins, hefur far- ið lækkandi að undanförnu og það hefur skuldatryggingarálag Glitnis og Landsbankans einnig gert. At- hygli vekur að álag Kaupþings sé enn eins hátt og raun ber vitni en í Veg- vísi er bent á að Kaupþing hefur ekki gefið út skuldabréf um töluvert langt skeið og því hafi ekki reynt á þau kjör sem bankanum bjóðast. Nægt lausafé Guðni segir Kaupþing eiga nægt lausafé til þess að halda starfseminni úti í eitt ár og það gefi svigrúm til þess að fylgjast með þróuninni og bíða þess að skuldatryggingarálagið muni lækka. „Maður veit ekki hversu lengi þetta ástand varir en fyrr en síðar er ljóst að álagið mun taka að lækka.“ Ingvar H. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, segir að líkt og Kaupþing eigi bank- inn nægt lausafé til þess að halda starfseminni gangandi um langt skeið. „Reynslan frá því í fyrra, þeg- ar íslensku bankarnir gengu í gegn- um mikinn óróa, kemur okkur til góða núna,“ segir hann. Ingvar bend- ir á að nýlegri skuldabréfaútgáfu bankans á Bandaríkjamarkaði hafi verið afar vel tekið og túlkuð sem mikið styrkleikamerki að geta náð í FRJÁLSLEG umgengni við reglur um yfirtökuskyldu kemur aðeins nið- ur á markaðnum og verður til þess að rýra traust á honum og hægja á vexti hans. Þetta kom fram í máli Þorvald- ar Lúðvíks Sigurjónssonar, forstjóra Saga Capital, á málþingi Fjármálaeft- irlitsins um yfirtökur sem fram fór í gær. „Það verður að ganga um þessar reglur á spariskónum. Hingað til hef- ur umgengni um yfirtökumörkin ein- kennst af léttúð, þar sem menn skauta mjög nálægt mörkum, virða að vettugi þau sjónarmið sem liggja að baki yfirtökuskyldunni og skeyta engu um úrskurði yfirtökunefndar,“ sagði Þorvaldur m.a. og nefndi að tvisvar sinnum hefðu markaðsaðilar selt sig niður fyrir yfirtökumörk eftir að yfirtökunefnd úrskurðaði að yfir- tökuskylda væri til staðar. „Þetta lýs- ir nokkru virðingarleysi við reglurnar enda er þarna verið að dansa á lín- unni,“ sagði Þorvaldur. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, var einnig á meðal ræðumanna og benti hann á að markmið reglna um yfirtökuskyldu væri m.a. að veita litlum hluthöfum útgönguleið úr fyr- irtækjum þegar stór aðili væri búinn að ná þar yfirráðum. Hann lauk síðan máli sínu á því að benda á að síðan reglurnar um yfirtökuskyldu tóku gildi hafi íslenskur verðbréfamarkað- ur breyst verulega og orðið bæði afl- meiri og alþjóðlegri. „Þetta er því ágætis tímapunktur til að taka stöð- una og velta fyrir sér reynslunni af núgildandi reglum, hvernig þær eru í samanburði við önnur lönd og hvernig þær hafa þjónað markmiðum sínum um minnihlutavernd, jafnræði hlut- hafa og hindrunarlaus verðbréfavið- skipti,“ sagði Jónas. Virða ber reglur á markaði Morgunblaðið/Frikki Yfirtökur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, ávarpar fundinn í gær. EKKI urðu miklar breytingar á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-iðnaðarvísitalan lækkaði lítillega og því fór ekki svo að nýtt met yrði sett en Nasdaq- vísitalan hækkaði á hinn bóginn lít- illega. Sumir vilja meina að hækkanir undanfarinna daga byggi á vænt- ingum fjárfesta um að Ben Bern- anke og félagar hans í stjórn bandaríska seðlabankans hyggist lækka stýrivexti enn frekar. Ekki er ljóst hvort svo verður enda vilja aðrir meina að hækkun undanfar- inna daga hafi einmitt gert slíka stýrivaxtalækkun óþarfa. Víst er hins vegar að markaðsaðilar munu fylgjast grannt með öllum vísbend- ingum sem Bernanke mun gefa. Litlar breyt- ingar vestra -! 3 &   &  &302 456 7!). 8# 8      #&! !!&%# $&# &"# "&" $%&# !&# $!&## &# &# &## !& #&# & !&% !"&## !#&## &$ &# &" %%&# &# &## "&# $$%&## &# !&#                                    & ' ("  ) *+ % +  ) , -(                             &        &                &      &    & &  . .  .  .   .  . . &  . .  . .   .  . .  .  . & & & . .  .  .   .  . .  &  .  . .   . . & & & . /0 ' ("     &  &   &   & & & 1 )") ' '                             !"# $  $  2"+  3 +-( 45 6  '0 3 +-( 45 78" 45 /9 3 +-( 45 3"   45 5 7 ( 5: )   ;<   3 +-( 45 , -(=)   45 9     45 >+ < / 4+ 45 " - - &6-  / 5 45 *?  45 @- 45 %&" '  45 25< 45 2" "< A" +- AB/ 7 6  / ) 3 +-( 45 /C +? 6  ;< < 3 +-( 45 >  45 DE4  45 * ?)))  "0  45 F-"0  45 ! (  )    G"- ? 2- - G+ 6 3  45  (   45 H>I * H>I + # $! '#&$ '#& J J H>I , - 6I $$#  (#& (&# J J 1+K L+ D  M #  (#&$ '#& J J /*7 12I !## % (#& '#&$ J J H>I . H>I (  "!% # '& '#& J J ● KARIN Forseke, fyrrum forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carne- gie, er væntanleg hingað til lands og mun hún flytja erindi á vegum Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins hinn 19. október. Þar mun hún fjalla um einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Svíþjóð en Forseke hefur einmitt ver- ið aðalsérfræðingur sænskra stjórn- valda varðandi einkavæðingu að undanförnu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ákvað Forseke að segja af sér vegna hneykslismála Carnegie en að sögn Jafets Ólafssonar, formanns Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins breytir það engu um komu hennar til landsins. Forseke til Íslands ♦♦♦ OMX hefur kært sænska fjárfesting- arbankann Carnegie til aganefndar kauphallarinnar í Stokkhólmi og krefst þess að félagið verði sektað verulega. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu olli félagið miklu hneyksli fyrr á þessu ári og hefur það nú ver- ið dæmt fyrir það af sænska fjár- málaeftirlitinu. Sem kauphallaraðili hefur Carnegie einnig brotið af sér, með því að dreifa fölskum upplýs- ingum um afkomu sína í ársuppgjör- unum árin 2005 og 2006 auk fyrsta ársfjórðungsgjörs á þessu ári. Þykir það mjög alvarlegt brot og í versta falli gæti aganefndin látið afskrá fé- lagið. Carnegie aftur kært

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.