Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 17
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Sagan hefst þar sem tveirleikhópar eru að undirbúaleikatriði í veislu efna-manns nokkurs. Vanda-
málið sem við blasir er að leikhóp-
arnir eru afar ólíkir; annar ætlar að
sýna grískan harmleik um Ariadne á
Naxos, en hinn ærslafullan gleðileik.
Ekki bætir úr skák að gestgjafinn
vill að báðum sýningunum verði lok-
ið á slaginu níu þegar flugeldasýning
á að hefjast. Mikil ringulreið ríkir
baksviðs. Sópransöngkonan sem
syngur hlutverk Ariadne er ekki
mætt til að æfa aríuna sína og tenór-
inn sem syngur hlutverk Bakkusar
kvartar yfir hárkollunni. Þegar tón-
skáldið, höfundur óperunnar um
Ariadne kemur auga á hina fögru
Zerbinettu og spyr hver hún sé er
henni tjáð að hún sé í forsvari fyrir
hópinn sem ætli að sýna gleðileikinn
á eftir óperunni. Ráðsmaðurinn
kemur nú með þau skilaboð að gest-
gjafinn vilji að bæði verkin séu flutt
samtímis og verði lokið á slaginu
klukkan níu. Þegar Zerbinetta heyr-
ir söguþráð óperunnar hæðist hún
að Ariadne fyrir að vilja deyja fyrir
ástina og segir það bestu lausnina á
ástarsorg að fá sér nýjan elskhuga.
Í öðrum þætti óperunnar hefst svo
óperusýningin furðulega. Eftir að
Ariadne hjálpar Þeseifi að drepa
Mínotáros tekur hann hana með sér
frá Krít og skilur hana eftir sofandi
á eynni Naxos. Þegar Ariadne vakn-
ar getur hún ekki hugsað um annað
en svik Þeseifs og óskar þess að
deyja til að binda enda á þjáningar
sínar. Zerbinetta og grínleikararnir
skilja ekki þessa örvæntingu og
Harlekin reynir að kæta hana með
söng um lífsgleðina. Grínleikararnir
reyna enn að kæta hana með söng og
dansi, en án árangurs. Zerbinetta
sendir þá á brott og reynir sjálf að
sannfæra Ariadne með tilkomumikl-
um söng, að til séu aðrir menn en
Þeseifur. Bakkus, sem nýsloppinn er
úr miklum hremmingum, kemur nú
til sögunnar og Ariadne finnur til
ástarþrárinnar á ný, og ástríðan hel-
tekur þau. Zerbinetta er að vonum
kát yfir því að hafa haft rétt fyrir sér
allan tímann.
Prímadonnurnar tvær
Í tveimur aðal kvenhlutverkum í
sýningu Íslensku óperunnar eru
Hanna Dóra Sturludóttir og Arndís
Halla Ásgeirsdóttir. Þær hafa báðar
starfað um langt árabil erlendis.
Leiðir þeirra hafa þó oft og iðulega
legið saman; þær lærðu hjá sama
kennara hér heima, og einnig er-
lendis; hafa starfað við sama óperu-
hús og oft sungið saman á sviði –
bara ekki á Íslandi, nema í eitt sinn
þegar Arndís Halla hljóp í skarðið í
Töfraflautunni þar sem Hanna Dóra
söng einnig, fyrir nokkrum árum.
Arndís Halla hefur reyndar aldrei
sungið hlutverk hjá Íslensku óper-
unni – fyrir utan þau íhlaup.
Í óperu Strauss eru þær hvor um
sig prímadonna síns liðs, Hanna
Dóra er prímadonnan sem syngur
Ariadne, og Arndís Halla er Zerbi-
netta, prímadonna gamanleikhóps-
ins. Jú, þetta er svolítið flókið – því
eins og fyrr segir gerist það í óperu
Strauss að tvö verk eru sett á svið
saman og samtímis.
„Þetta er það sem er spennandi
við óperuna,“ segir Hanna Dóra.
„Maður getur sýnt á sér ýmsar hlið-
ar. Það er gaman að fá að leika svona
prímadonnu sem er svolítið góð með
sig, og fara svo í mikla dramatík á
eftir þegar óperan um Ariadne
hefst. Saga Ariadne er sorgleg, og
hún er orðin hálfvitfirrt, eftir að hafa
verið skilin eftir ein á eyjunni. Hún
bindur ekki neinar vonir við að verða
bjargað, nema með dauðanum. Það
er því ekki mikil gleði í henni. Verkin
tvö sem sett eru upp í óperunni gætu
ekki verið ólíkari og andstæðurnar
eru sterkar. Ariadne er í svo von-
lausri aðstöðu, en svo kemur gleði-
leikurinn stöðugt inn; truflar og
brýtur sorgina upp.“
Andstæðurnar búa í þeim
Arndís Halla segir að Zerbinetta
þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir
því að setja sig í hlutverk og Ariadne
– því Zerbinetta er og verður Zerbi-
netta, hvert sem hlutverkið er sem
hún tekst á hendur. „Hún er vön því
að spinna og henni finnst þetta ekk-
ert mál. Hún mun alltaf fara á kost-
um, því hún er alltaf að leika sjálfa
sig, og getur gert það sem henni
sýnist,“ segir Arndís Halla. „Zerbi-
nettu finnst ástarsorg Ariadne alveg
fáránleg – að minnsta kosti til að
byrja með og skilur ekki þetta
drama og þetta bull. Henni finnst líf-
ið vera leikur. En svo kemur auðvit-
að í ljós að lífið er ekki bara leikur og
undir lokin breytist hún. Þarna er
verið að glíma við tvær tegundir af
ást, í fyrsta lagi þessa líkamlegu –
léttlyndið og leikinn með fullt af
elskhugum, og þar er hún vel heima;
og hins vegar ástina sem Ariadne
upplifir og er bara ein og djúp og
andstæða hennar er dauðinn. Zerbi-
netta verður afbrýðisöm þegar Har-
lekin fer að gefa Ariadne hýrt auga,
þótt hún eigi sjálf í ástarsambandi
við tónskáldið í óperunni. Í lokin átt-
ar hún sig á því að ást er meira en
leikur, og hún verður að horfast í
augu við sínar eigin tilfinningar til
tónskáldsins.“
Hanna Dóra segir að prímadonn-
an sem syngi Ariadne, reyni eins og
hún geti að leiða hjá sér fíflaganginn
í gamanleikhópnum og háðskar at-
hugasemdir Zerbinettu meðan hún
sé að syngja. „Henni tekst það –
nema í eitt skipti. Þá verður trufl-
unin það mikil að prímadonnan stíg-
ur út úr hlutverkinu og missir stjórn
á sér. En það er bara stutt. Hún er
reyndar sú persóna sem best tekst
að halda sér í sínum karakter sem
Ariadne, meðan ósköpin ganga yfir.
En það er ekki gaman fyrir hana að
vera nýbúin að syngja dramatíska
aríu, og vera svo kippt inn í eitthvert
húllumhæ.“
Nálægðin mikil í þrengslunum
Þær Hanna Dóra og Arndís Halla
hafa hvorug sungið þessi hlutverk
áður, en báðar eru hæstánægðar að
hafa fengið þetta tækifæri. Hanna
Dóra segir gaman að geta sungið
hér heima. „Þetta er stór hópur
söngvara. Nálægðin í þrengslunum í
Óperunni gerir þetta skemmtilegt
og við kynnumst betur en fólk gerir í
húsunum úti. En fagmennskan hér
er engu að síður mikil og hár stand-
ard á öllu. Hér er enginn skortur á
frábærum söngvurum og góðu tón-
listarfólki. Svo er líka sérstaklega
gaman að kynna fólki verk sem ekki
hafa verið sýnd hér áður.“
Öfgar
ástarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Ariadne „Maður getur sýnt á sér ýmsar hliðar...“ Hanna Dóra Sturludóttir í titilhlutverkinu.
eftir Richard Strauss
Texti: Hugo von Hofmannsthal
Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky
Aðstoðarhljómsveitarstjóri: Daníel
Bjarnason
Leikstjóri: Andreas Franz
Leikmyndahönnuður: Axel Hallkell
Jóhannesson
Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir
og Margrét Einarsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Konsertmeistari: Sigrún Eðvalds-
dóttir
Söngvarar: Hanna Dóra Sturludótt-
ir, Kolbeinn Ketilsson, Arndís Halla
Ásgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson, Hlöð-
ver Sigurðsson, Davíð Ólafsson, Þor-
steinn Helgi Árbjörnsson, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, Bergþór Páls-
son, Bragi Bergþórsson, Ásgeir Páll
Ásgeirsson, Þorvaldur Þorvaldsson,
Jón Leifsson, Hrafnhildur Björns-
dóttir, Anna Margrét Óskarsdóttir
og Hallveig Rúnarsdóttir
Leikhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson
Ariadne á Naxos
Annað kvöld frumsýnir Íslenska óperan Ariadne
á Naxos eftir Richard Strauss. Þar segir frá því
þegar tveir leikhópar, gamanleikflokkur og
óperuflokkur, eru settir í þá ómögulegu aðstöðu
að þurfa að sýna sýningar sínar báðar samtímis.
Zerbinetta „Hún fer alltaf á kostum...“ Arndís Halla Ásgeirsdóttir.
LEIKKONURNAR Elfa Ósk Ósk-
arsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir
og Kristbjörg Kjeld hlutu viður-
kenningar úr Minningarsjóði frú
Stefaníu Guðmundsdóttur við athöfn
í Iðnó á mánudagskvöld. Saga sjóðs-
ins er löng og á rætur sínar að rekja
til sumarsins 1938 þegar hjónin
Anna Borg og Poul Reumert komu
hingað frá Danmörku í boði Nor-
ræna félagsins og tóku þátt í fjöl-
mörgum leiksýningum í Iðnó.
Áður en þau sneru heim á leið
lögðu þau öll laun sín inn á spari-
sjóðsbók, sem merkt var Minning-
arsjóður Frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur, en frú Stefanía var móðir
Önnu Borg.
Næsta ár skall heimstyrjöldin á
þannig að lítið gerðist í málefnum
sjóðsins, en þegar henni lauk kom
fljótt í ljós að þau höfðu engu gleymt
hvað varðaði sjóðinn og að þau höfðu
enn þá hugsjón að stofna sjóð, sem
hefði það að markmiði að gefa hæfi-
leikaríkum íslenskum leikurum
kleift að kynnast erlendri leiklist.
Þegar Anna Borg fórst í hörmu-
legu flugslysi á leið til Íslands árið
1963 ákvað Poul Reumert að öll rit-
laun hans, bæði í Danmörku og á Ís-
landi, fyrir bók hans um Önnu Borg
skyldu renna í Minningarsjóð Frú
Stefaníu Guðmundsdóttur.
Þar með komst skriður á málið og
sjóðurinn var formlega stofnaður ár-
ið 1965.
Frú Stefanía var fædd árið 1876
og lést aðeins 49 ára gömul árið 1926
og er talin hafa verið einn stórbrotn-
asti sviðslistamaður þjóðarinnar á
fyrri hluta síðustu aldar. Þorsteinn
Erlingsson skáld sagði um frú Stef-
aníu: „Leiklistin á Íslandi er land-
nám Stefaníu“.
Þrjár leikkonur fá viðurkenningu
Í landnámi frú Stefaníu
Morgunblaðið/Eggert
Leikkonurnar Elfa Ósk Óskarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Krist-
björg Kjeld hlutu viðurkenningu úr sjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur.