Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Norðlingaholt | „Vatnið er frekar hreint,“ segir Andri Fannar Árna- son, nemandi í 6. bekk í Norðlinga- skóla, um rannsókn, sem hann og bekkjarfélagar hans gerðu á vatni við svonefndan Björnslund skammt frá skólanum í vikubyrjun. Nemendur í sex grunnskólum landsins taka um þessar mundir þátt í alþjóðlegu verkefni sem felst í því að mæla gæði vatnsins í ná- grenninu. Uppleyst súrefni, sýru- stig, grugg og hitastig er mælt en allir þessir þættir segja til um heil- næmi vatnsins fyrir lífríkið og er verkefninu ætlað að efla vitund um mikilvægi góðrar umgengni við vatnið, hvað mengar það og hvernig draga má úr mengun vatns. Skól- arnir taka þátt í verkefninu í sam- starfi við Samorku og vatnsveit- urnar á hverjum stað og með þátttöku sinni vilja fyrirtækin vekja athygli á heilnæmi íslenska vatns- ins og virkja rannsóknaráhuga ís- lenskra skólabarna. Aukinn skilningur Einar Jónsson, kennari í Norð- lingaskóla, segir að verkefnið hafi farið vel af stað. Nemendur hafi skoðað uppsafnað rigningarvatn, yf- irborðsvatn á Breiðholtsbraut og tjarnarvatn. Nemendur hafi fyrst æft sig með kranavatn og séu mjög spenntir fyrir verkefninu, ekki síst þar sem niðurstöðurnar verði birtar á vefnum. Hann segir auðvelt að tengja verkefnið við til dæmis mat- væli og þannig gagnist það vel. Eins sé bekkurinn með í gangi þemaverkefni um pólana og verk- efnin tengist ágætlega. Andri Fannar segir að mjög gaman sé að taka þátt í svona verkefni. „Það er skemmtilegast að mæla vatnið og gera tilraunirnar,“ segir hann og bætir við að skilningurinn á við- fangefninu hafi aukist til muna. Í fyrra var vatn mælt á 3.900 stöðum í 39 ríkjum og er gert ráð fyrir meiri þátttöku í ár en mæl- ingar fara fram 18. september til 18. október. Hérlendis taka þátt í verkefninu nemendur í 6. og 7. bekk Melaskóla og Norðlingaskóla í Reykjavík, Klébergsskóla á Kjal- arnesi, Hofsstaðaskóla í Garðabæ, Varmárskóla í Mosfellsbæ og Fella- skóla í Fellabæ. Samorka og vatnsveitan á við- komandi stað leggja til mælisettin og fulltrúi vatnsveitunnar fræðir þátttakendur um vatnsveituna á staðnum og mikilvægi þess að ganga vel um vatnið. OR kostar ís- lenska vefsíðu fyrir verkefnið (www.vatnid.is). Sérstakt eyðublað er notað til að færa inn niðurstöð- urnar og þær verða sendar til Sam- orku sem síðan setur þær inn á al- þjóðlega vefsíðu verkefnisins. „Vatnið er frekar hreint“ Morgunblaðið/RAX Rigningin er góð 15 krakkar eru í 6. bekk í Norðlingaskóla og hér taka Einar Jónsson kennari og nemendur hans vatnssýni úr tjörninni við Björnslund, skammt frá skólanum. Í HNOTSKURN » Alþjóðlega vatnsverk-efnið World Water Moni- toring Day hóf göngu sína í Bandaríkjunum 2002. » Í fyrra var verkefnið unn-ið í 39 löndum og voru mælingar framkvæmdar á 3.900 stöðum. » Verkefninu var hleypt afstokkunum hérlendis í september og taka um 300 krakkar þátt í því. Nemendur í sex grunnskólum taka þátt í alþjóðlegu verkefni Þingholtin | Norræna félagið í Reykjavík hefur gefið út vegvísi um hverfið í Skólavörðuholti sunnan Skólavörðustígs, sem í bæklingnum er nefnt Goðahverfi vegna tengsla götunafna við goðafræðina og nöfn goða og híbýla þeirra eins og þau birtast í Eddu Snorra Sturlusonar. Hverfið afmarkast af Skólavörðu- stíg, Bergstaðastræti og Barónsstíg. Tilefni útgáfu bæklingsins er 85 ára afmæli félagsins og norrænt höf- uðborgamót Norðurlanda 2007 sem félagið stóð nýverið fyrir. „Þetta er bæklingur sem skýrir hvers vegna þessi nöfn hafa verið valin í þessu hverfi og síðan er hver gata tekin fyrir sig og sagt frá því goði sem hún er kennd við,“ segir Þorvaldur. Í bæklingnum kemur m.a. fram að fyrstu goðanöfnin séu frá árinu 1906, Óðinsgata og Óðinstorg, en þau síðustu hafi verið gefin árið 1929. Milli þessara ára hafi hverfið að verulegu leyti byggst upp og því verið að fullu lokið á kreppuárunum. Bæklingurinn kemur, að sögn Þorvalds, út í um 15 þúsund eintök- um á bæði íslensku, dönsku og ensku. Að sögn Þorvalds er bækling- urinn gefinn út í samvinnu við Höf- uðborgarstofu, sem annast mun dreifingu bæklingsins til erlendra ferðamanna. „Bæklingurinn er ætl- aður öllum sem hafa áhuga á borg- inni,“ segir Þorvaldur. Segir hann að síðar í vetur sé stefnt að útgáfu sams konar bæklings um söguhverf- ið norðan Skólavörðustígs þar sem götur bera nöfn sögupersóna Íslend- ingasagnanna. Goðahverf- ið í máli og myndum TENGLAR .............................................. norden.is FORSVARSMENN útgerðar- félagsins Brims segja stöðugan áróður formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar meiri ógn við byggð- ina og fólkið í vinnslunni en nokk- uð annað. Brim leggi sig í fram- króka við að skapa arðbæran rekstur, enda sé það ekki hlutverk útgerðarinnar að leysa byggða- vandann. Brim lítur á Ísland sem eitt at- vinnusvæði, segir í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins, „í kjölfar endurtekinna hrópa um starfsemi Brims á Akureyri,“ eins og það er orðað en Konráð Al- freðsson, formaður SE, hefur gagnrýnt Brim að undanförnu í staðarblaðinu Vikudegi, m.a. ítrek- að þá skoðun sína að Guðmundur Kristjánsson hafi keypt ÚA í þeim tilgangi að fara með það í burtu. „Skip í eigu Brims höfðu landað um land allt áður en ÚA kom inn í fyrirtækið. Sjómenn Brims koma alls staðar að af landinu og kvóta- skipulag Brims lýtur landslögum eins og aðrar útgerðir. Kvótinn og tengsl hans við byggðirnar hefur breyst og er hann yfirleitt skráður þar sem útgerðinni er stjórnað,“ segir í yfirlýsingunni. „Brim hf. hefur lagt sig í fram- króka við að sinna því hlutverki sem útgerðarmönnum níunda ára- tugar síðustu aldar var á hendur lagt ... að skapa arðbæran rekstur í atvinnugrein sem stóð höllum fæti. Þetta stangast á við þá kröfu að útgerðin eigi að leysa byggða- vandann og það er brýnt að menn endurskoði þá afstöðu og opni aug- un fyrir þeirri staðreynd að útgerð Íslendinga getur ekki varið rétt sinn eða tilveru með öðru en því að standa undir sér og skapa arð eins og hver annar rekstur. Raunar má líta svo á að ný hugsun muni á endanum skila meiri arði til byggðanna og styðja við nýsköpun og úrræði í atvinnumálum landsins frekar en barlómurinn sem heyrist hæstur og á rætur í heimsmynd sem er sífellt að breytast.“ Forsvarsmenn Brims segja að nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu á þorskkvóta breyti öllum áherslum í sjávarútvegi og valdi því að stærð og styrkur byggðanna um land allt raskist. Fiskvinnsla Brims á Akureyri verði fyrir áhrifum af því eins og aðrar, en bent er á að heildarfram- leiðsla landvinnslunnar á Akureyri hafi verið nær sú sama frá 1998 til 2006, með óverulegum frávikum. Síðar segir: „Í þau fjögur ár sem liðin eru frá því þeir Snæfellingar sem keyptu ÚA hafa rekið ein- inguna á Akureyri, hefur örðugast reynst að hafa sæmilegan vinnu- frið til starfans. Stöðugur áróður formanns Sjómannafélags Eyja- fjarðar er þegar hingað er komið, meiri ógn við byggðina og fólkið í vinnslunni en nokkuð annað og hörmulegt að fjölmiðlar taki undir og ali á þeim ímyndaða kvíðboga sem slíkur málflutningur óneitan- lega hefur í för með sér. Við hljót- um að velta vöngum yfir því hvað heimamönnum gengur til með þessum upphrópunum, við höfum skilning á viðhorfum eldri kynslóð- arinnar um heimastað kvótans en eigum illmögulegt með að skilja hvers vegna slík óvissa er sköpuð fólkinu í fyrirtækinu. Í þau ár sem Brim hefur starfað og á þeim stöðvum sem Brim hefur verið, hefur hvergi neitt þessu líkt sést eða heyrst og reikna má með því að hér sé um einsdæmi að ræða. Samskipti við önnur sjómanna- félög eru undantekningalaust fag- leg og í samræmi við heilbrigðar starfsreglur sem settar eru milli útgerðar og sjómannafélaga.“ Áróður formanns SE meiri ógn við byggðirnar og fólkið en nokkuð annað Útgerðin á að skila arði en ekki leysa byggðavandann Morgunblaðið/Kristján Deilur Forystumenn samtaka sjómanna hindra löndun úr einu skipa Brims haustið 2004 vegna deilu félagsins og Sjómannasambandsins. Í HNOTSKURN »Þegar Brim keypti ÚA fyr-ir fjórum árum störfuðu 55 sjómenn hjá Brimi en 140 hjá ÚA. Í dag starfa 170 sjómenn hjá Brimi. »Árið 2001 var unnið úr8.600 tonnum af fiski hjá Brimi á Akureyri. 2006 var unnið úr 9.000 t og fyrstu átta mánuði þessa árs er búið að vinna úr tæpum 6000 t í land- vinnslunni á Akureyri. »Þegar Brim keypti ÚA áttiÚA 5% af þorskkvótanum sem gaf 9.000 tonn af þorski. Í dag gefa þessi 5% 5.100 tonn af þorski. ÞEKKTUR sérfræðingur á sviði alþjóða- samskipta og öryggismála norðursvæða, dr. Lassi Heininen, talar um alþjóðastjórn- mál, efnahagsþróun og bráðnandi norð- urslóðir á Félagsvísindatorgi HA í stofu L201 á Sólborg kl. 12 í dag. Lassi Heininen á Félagsvísindatorgi BALDUR Guðnason og fjölskylda hans hafa ákveðið að gefa knatt- spyrnudeild Þórs 5 milljónir króna til þess að stofna knatt- spyrnuakademíu Íþróttafélagsins Þórs. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins og að með framlaginu vilji hann sýna þakklæti fé- laginu, sem ól hann upp sem íþróttamann. Baldur, sem er forstjóri Eimskips, lék knattspyrnu hjá Þór frá barnsaldri og m.a. 3 ár í efstu deild með félaginu. „Hjarta mitt hefur ávallt slegið með Íþróttafélaginu Þór og á því hefur og mun engin breyting verða,“ segir Baldur. Pen- ingagjöfina segir hann þó fyrst og síðast gefna til minningar um föður sinn Guðna Jónsson og föðurbróður, Þórarin. Guðni lék um árabil knattspyrnu með Þór og ÍBA og hann lék með landsliði Íslands. Guðni lést langt um aldur fram árið 1997, aðeins 54 ára. Þórarinn Jónsson lést af slysförum í hörmulegu bílslysi við Sporhamra undir Óshlíð árið 1951 er Þórsfélagar voru í íþróttaferð um Vestfirði. Þórarinn var ein- ungis 20 ára þegar hann lést. Nú verður hafist handa við stofnun knattspyrnuakademíu Þórs „sem og að fá enn fleiri til þess að leggja til peninga sem hlutafé vegna stofnunar akademíunnar,“ segir á heimasíðu félagsins. Gaf Þór fimm milljónir í knatt- spyrnuakademíu Baldur Guðnason AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.