Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 19

Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 19 LANDIÐ Morgunhreyfing með Rakel úr söngdúettnum Hara, bingó skoðunarferðir, danskennsla o.m.fl. Dagskrárstjóri er hinn rómaði Gunnar Þorláksson. Verð 29.800 kr. á mann. Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi Morgunverður af hlaðborði Þriggja rétta kvöldverður alla daga Glæsileg og fjölbreytt dagskrá dagskrá Upplýsingar og bókanir í síma 483 4700 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Blönduós | Ekki eru líkur á því að bæjarstjórn Blönduóss verði að þeirri ósk sinni að gengið verði til sameiningar allra sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu í eitt. Sameining er ekki á dagskrá hjá meirihluta hreppsnefndar Húna- vatnshrepps og yfirgnæfandi meirihluti íbúa Skagastrandar hafnaði sameiningu við Blönduós fyrir tveimur árum. Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á aukafundi í fyrrakvöld að segja upp samningum við hin sveitarfélögin um héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu og að stofnuð yrði samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Á þessum sama fundi var leitt til lykta mál sem ágreiningur hefur verið um, bygging sundlaugar. Þá lagði Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri fram bréf um uppsögn sína undir lok fundarins. Jóna Fanney hefur verið bæjarstjóri sl. sex ár og við síðustu kosningar var hún bæjarstjóraefni E-listans sem náði meirihluta. Uppsögn hennar var óvænt. Félagar hennar í meiri- hlutanum munu ekki hafa vitað af henni fyrr en á fundardaginn og fulltrúar minnihlutans ekki fyrr en hún var lögð fram. Uppsögn bæj- arstjórans tengist ekki þeim mál- um sem til umræðu voru á fund- inum, að sögn Valgarðs Hilmarssonar, forseta bæjar- stjórnar, enda kom fram hjá henni að hún væri að hverfa til annarra starfa. Ekki náðist í Jónu Fann- eyju í gær en hún sagði við frétta- vefinn mbl.is eftir fundinn að hún gæti ekki greint frá nýju starfi sínu að svo stöddu. Hún myndi þó sitja í bæjarstjórninni áfram, á meðan hún hefði lögheimili í sveitarfé- laginu. Valgarður Hilmarsson segir að eftir sé að semja um það hvenær Jóna Fanney láti af störfum. Hann segir að fulltrúar meirihlutans hafi ekki náð að hittast til að ræða ráðn- ingu nýs bæjarstjóra. Flókið stjórnkerfi Fjögur sveitarfélög eru nú í Austur-Húnavatnssýslu og mynda með sér héraðsnefnd um fram- kvæmd tiltekinna verkefna. Sveit- arfélögin eru Blönduósbær, Skaga- strönd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð. Húnavatnshreppur varð til með sameiningu fimm sveitahreppa í lok árs 2005. Héraðsnefndin annast rekstur tónlistarskóla, öldrunarmála og skólaþjónustu. Viðræður hafa ver- ið um að fela henni einnig rekstur félagsþjónustu, embættis bygging- arfulltrúa og slökkviliðs og voru komin drög að samningi um það. Bæjarstjórn Blönduóss hafnaði þeim á fundinum í fyrradag og ákvað um leið að segja upp samn- ingum um núverandi verkefni hér- aðsnefndarinnar. Boðið var upp á samninga um stofnun byggðasam- laga um einstök verkefni. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, sem jafnframt er framkvæmdastjóri héraðsnefndar- innar, sagði að stjórnkerfið væri of þungt í vöfum með héraðsnefnd sem millistig. Bæjarstjórnin vildi frekar færa verkefnin til sveitarfé- laganna. En hann lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að sveitarfélög- in ættu að sameinast til að vera betur í stakk búin til að taka þessi verkefni að sér. Sameining nýlega felld Adolf H. Berndsen, oddviti á Skagaströnd og formaður héraðs- nefndarinnar, segir að lengi hafi verið rætt um fyrirkomulag sam- starfs sveitarfélaganna. Byggða- samlög eins og nefnd séu í sam- þykkt bæjarstjórnar Blönduóss séu vissulega einn kosturinn sem til greina komi. Það sé þó aðeins spurning um nafn og fyrirkomulag. Björn Magnússon, oddviti Húna- vatnshrepps, segir að ákvörðun bæjarstjórnar Blönduóss valdi vonbrigðum enda hafi samstarf verið gott í héraðsnefndinni. Sameining sveitarfélaga í Aust- ur-Húnavatnssýslu, utan Húna- vatnshrepps, var felld í atkvæða- greiðslu íbúanna fyrir tveimur árum. Meirihluti var á móti sam- einingu annars staðar en á Blöndu- ósi. Þannig voru yfir 90% þeirra sem þátt tóku á Skagaströnd á móti. Adolf segist aðspurður ekki sjá neinar vísbendingar um stór- fellda viðhorfsbreytingu íbúanna til sameiningar. Björn Magnússon segist ekki sjá tilefni til þess af hálfu Húnavatnshrepps að fara í sameiningarviðræður. Nýlega sé búið að sameina þessa fimm hreppa og frekari sameining sé ekki á dagskrá þar. Samkvæmt þessu er ekki útlit fyrir að sú ósk forseta bæjarstjórn- ar á Blönduósi, að nágrannarnir sjái sig um hönd í þessu máli, ræt- ist. Sameining ekki á dagskrá Blönduós segir upp samstarfi um héraðsnefnd Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Miðstöð Hátt í helmingur íbúa Austur-Húnavatnssýslu, 900 af tæplega 2.000 íbúum, býr á Blönduósi sem er miðstöð héraðsins. Tálknafjörður | Stóra-Laugardalssókn hélt upp á 100 ára afmæli kirkjunnar í Stóra- Laugardal við athöfn síðastliðinn laug- ardag. Í tilefni dagsins predikaði Agnes M. Sig- urðardóttir, prófastur Vestfjarða- umdæmis, og núverandi og fyrrverandi sóknarprestar, núverandi sóknarprestur Sveinn Valgeirsson og Karl V. Matthías- son þjónuðu fyrir altari. Vel var mætt í messuna. Við athöfnina mátti sjá nýja viðhafn- arstóla sem smíðaðir eru af Grétari Árna- syni. Minningarsjóður Jóns Guðmunds- sonar gaf stólanna en hann er mikill velunnari kirkjunnar. Að lokinni messu var boðið uppá veit- ingar, sem kvenfélagið Harpa sá um. Þar þakkaði sóknarprestur Tálkna- fjarðar, Sveinn Valgeirsson, Björgvini Sigurbjörnssyni fyrir störf hans í sam- bandi við að koma kirkjuorgelinu í við- gerð og annast fjáröflun fyrir það. Ísólfur Pálsson smíðaði orgelið á sínum tíma. Sparisjóður Vestfirðinga færði kirkjunni gjafir, fallega ljósmynd af kirkjunni ásamt gjafabréfi að upphæð 100 þúsund krónur. Nýir viðhafnar- stólar á aldaraf- mæli kirkjunnar Messa Fjölmenni var við hátíðarguð- sþjónustu í Stóru-Laugardalskirkju. SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Þetta er alltaf jafn gaman. Menn sem byrja í kórnum hætta ógjarnan. Við erum til dæmis með menn sem hafa starfað með frá upphafi,“ segir Guðjón Sigurbjörns- son, formaður Karlakórs Keflavíkur. Kórinn æfir þessa dagana framlag sitt á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands og heimafólks, sem Tón- listarfélag Reykjanesbæjar stendur fyrir í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því tónlistarkennsla hófst í Reykjanesbæ. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á stórtónleikunum ásamt Karlakór Keflavíkur, lúðrasveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Davíð Ólafssyni söngvara. Stjórnandi er Rumon Gamba. Verk heimamanna eru áberandi á efnisskránni, allt frá útsetningum á nokkrum af frægustu dægurperlum landsins yfir í frum- flutning á þætti úr saxófónkonsert Veigars Margeirssonar. Tónleikarn- ir verða í Íþróttahúsinu við Sunnu- braut nk. föstudag og hefjast klukk- an 19.30. Miðasala er á sinfonia.is. Kór í uppsveiflu „Það er alltaf tilhlökkunarefni og mikið í lagt þegar Sinfóníuhljóm- sveitin kemur hingað suðureftir. Það er ákveðin viðurkenning að vera boð- ið að vera með á tónleikunum,“ sagði Guðlaugur Viktorsson kórstjóri þeg- ar blaðamaður leit við á æfingu. Karlakór Keflavíkur hefur verið í ákveðinni endurnýjun og uppsveiflu. Tónleikar kórsins sl. vor, þegar sungin voru og leikin dægurlög poppara úr Reykjanesbæ vöktu at- hygli og gaf kórnum byr í seglin. Með því að létta dagskrá sína, taka dægurlög í stað hefðbundinna karla- kóralaga, er kórinn að reyna að höfða til breiðari hóps áheyranda og efla kórinn og gera hann áhugaverð- ari fyrir söngfólk, að sögn stjórnand- ans. Hvort tveggja hefur tekist. Þannig segir Páll Hilmarsson kór- félagi að fimm eða sex nýir söng- menn hafi bæst í hópinn í fyrra og nú séu fleiri að bætast við. Karlakórinn kemur víða við í dag- skrá tónleikanna. Hann syngur þrjú lög og syngur auk þess sem óperu- kór með Davíð Ólafssyni einsöngv- ara í tveimur aríum. Um fjörutíu karlakórsfélagar taka þátt. Taka upp plötu Páll segir að mikil verkefni séu framundan í vetur hjá karlakórnum. Verið sé að undirbúa útgáfu á plötu sem verði fylgt eftir með tónleikum í Reykjanesbæ og væntanlega einnig í Reykjavík. Undirbúningur að þess- um verkefnum tekur við að loknum stórtónleikunum á föstudagskvöld. Kórinn syngur vinsæl lög með sinfóníunni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hitað upp Guðlaugur Viktorsson gefur tóninn í upphafi æfingar hjá Karla- kór Keflavíkur. Mikil verkefni eru framundan hjá kórfélögum. Fagna afmæli tónlistarkennslu Í HNOTSKURN »Þekktar dægurperlur eftirGunnar Þórðarson, Jó- hann Helgason og Magnús Kjartansson verða fluttar af sinfóníuhljómsveit og karla- kór á stórtónleikum í Reykja- nesbæ. Lúðrasveit, einsöngv- ari og einleikari koma einnig mikið við sögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.