Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU Umræður um stefnuræðu for-sætisráðherra á hinu nýjaþingi í gærkvöldi sýndu að þar eru fyrst og fremst tveir alvöru for- ystumenn og mega ekki færri vera. Annar þeirra er Geir H. Haarde for- sætisráðherra, sem flutti trausta ræðu, sem sýndi yfirburðaþekkingu á stöðu mála í samfélagi okkar og jafn- framt að forysta þjóðarinnar er í öruggum höndum. Hinn er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem hefur augljóslega endurheimt sjálfstraust sitt, sem hann glataði með sýnilegum hætti sl. vor vegna ófara síðustu vikna kosningabaráttunnar og klúðurslegr- ar meðferðar á stöðu flokksins að kosningum loknum. Steingrímur J. Sigfússon tók Sam- fylkinguna til bæna vegna málflutn- ings forystumanna hennar um evruna, krónuna og Seðlabankann, með þeim hætti að lengi verður í minnum haft. Átök á milli Samfylkingar og Vinstri grænna munu augljóslega einkenna þetta þing og raunar allt kjörtímabil- ið, svo fremi ríkisstjórnin sitji til loka þess. Og talsmenn Samfylkingarinnar verða að gera betur en þeir gerðu í gærkvöldi ef þeir ætla að halda sínum hlut gagnvart formanni Vinstri grænna. Yfirlýsingar forsætisráðherra um skattalækkanir á næstu árum, bæði vegna einstaklinga og fyrirtækja, eru mikilvægar. Það er áleitin spurning, hvort ekki er hægt að ganga mun lengra í skattalækkunum en ætla má að ríkisstjórnin stefni að. Að í stað þess að breyta skattakerfinu verði því bylt. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur um skeið kynnt hug- myndir í þá veru, sem full ástæða er til að skoða nánar. Í þessu samhengi eru athyglisverð- ar hugmyndir á ferðinni í Bretlandi hjá hinni nýju forystu Íhaldsflokksins, sem ganga út á það að taka upp víð- tæka græna skatta en lækka tekju- skatta og aðra skatta á móti. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, legg- ur nú mikla áherzlu á að stela öllum helztu málefnum Íhaldsflokksins og þess vegna er orðrómur um það í Bret- landi að ríkisstjórn hans muni leggja fram tillögur um græna skatta og skattalækkun á móti. Það er ástæða til fyrir núverandi ríkisstjórn að kanna rækilega, hvort forsendur séu fyrir því að framkvæma skattabyltingu nú, þegar ríkissjóður stendur svo vel, í stað einfaldrar skattalækkunar. Umræðurnar í gærkvöldi leiddu líka í ljós að Framsóknarflokkurinn er mjög langt frá því að hafa náð áttum eftir að lenda í stjórnarandstöðu. Guðni Ágústsson talaði ekki um grundvallarmál í ræðu sinni í gær- kvöldi. Hann var bara í dægurmálum. Til þess að ná vopnum sínum þarf Framsóknarflokkurinn að einbeita sér að grundvallarmálum. Grétar Mar Jónsson, alþingismaður Frjálslyndra, kom inn á athyglisverða hugmynd í ræðu sinni. Hann spurði hvers vegna enginn ræddi um það að greiða þyrfti sjómönnum bætur vegna niðurskurðar á kvóta. Hér kemur þingmaðurinn að stærra máli en því sem snýr að kvótaniður- skurðinum nú. Morgunblaðið hefur til þessa dags ekki skilið hvers vegna samtök sjómanna gerðu ekki í upphafi kvótakerfisins kröfu um að kvótaút- hlutun skiptist á milli sjómanna og út- gerðarmanna. Það voru engin venjuleg mistök af hálfu forystumanna sjó- manna heldur mistök af slíkri stærð- argráðu að annað eins hefur ekki sést á lýðveldistímanum. Röksemdir útgerð- armanna fyrir því að þeir einir hafi átt að fá kvótann standast ekki eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á. Hugmyndir Grétars Mar um bætur til handa sjómönnum eru í sögulegu samhengi séð alls ekki eins fráleitar og einhverjum kann að sýnast. En það er auðvitað erfitt að taka svona mál upp aldarfjórðungi seinna. Steingrímur J. Sigfússon vék rétti- lega að því að meginmarkmið kvóta- laganna hefði verið verndun fiskistofn- anna og að þau markmið hefðu ekki náðst. Þetta er alveg rétt hjá Stein- grími. Meginmarkmiðið var ekki að af- henda einstökum útgerðarmönnum milljarða og milljarðatugi. Tilgangur- inn með lögunum var auðvitað sá að finna upp veiðikerfi, sem gæti tryggt verndun fiskistofnanna. Og það er líka rétt hjá Steingrími að úr því að það hefur ekki tekizt eru sterk rök fyrir endurskoðun kerfisins. En að vísu geta talsmenn kerfisins bent á að það er ekki fyrr en nú í fyrsta sinn sem farið er í einu og öllu að ráð- gjöf Hafró og þess vegna ekki endilega víst að kerfið hefði ekki náð tilgangi sínum ef ráðgjöf Hafró hefði verið fylgt, þótt aðrar slæmar aukaverkanir hafi fylgt. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sýndi í umræðunum að hún er einn sterkasti talsmaður geðsjúkra á Al- þingi og sýnir málefnum þeirra bæði áhuga og skilning, sem ekki er algengt. Það er ástæða til að binda miklar vonir við störf Ástu Ragnheiðar að þessum málum á næstu mánuðum og misser- um. Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður Vinstri grænna, sýndi að enn er til fólk á Alþingi, sem stendur ekki á sama um vaxandi misrétti og misskiptingu í samfélaginu. Það er alveg ljóst að í undirdjúpum þjóðarsálarinnar er gerj- un á ferð af þessum sökum, sem getur átt eftir að brjótast upp á yfirborðið með ógnarafli. Og má í því sambandi minna á ummæli og rökstuðning Krist- jáns G. Gunnarssonar, formanns Starfsgreinasambandsins, sem hefur boðað mikla kröfugerð í komandi kjarasamningum með tilvísun til þeirr- ar misskiptingar gæða, sem Álfheiður Ingadóttir ræddi um. Eignarhald á orkulindum og öðrum auðlindum, þar á meðal á vatni, er mál- efni sem er komið á dagskrá. Það er rétt, sem fram kom hjá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í umræðunum í gær- kvöldi að við þurfum að finna leið til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á þess- um auðlindum en jafnframt að tryggja athafnamönnum möguleika á útrás til annarra landa í orkumálum í samstarfi við útlendinga. Það á ekki að vera erf- itt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Geir H. Haarde forsætisráðhera fluttistefnuræðu sína á fundi Alþingis ígærkvöldi. Ræðan fer í heild hér áeftir. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins: „Herra forseti, góðir Íslendingar. Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar hefur nú verið við völd í rúma fjóra mán- uði. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar, sem kynnt var og rædd á vorþingi, segir m.a. að flokkarnir hafi einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Mark- miðin eru verðug en jafnframt raunhæf og er markviss vinna þegar hafin til að ná þeim á kjör- tímabilinu. Flest bendir til að sú þensla sem einkennt hef- ur íslenskt efnahagslíf á síðustu tveimur til þremur árum sé á undanhaldi og að framundan sé tímabil aukins stöðugleika og meira jafnvæg- is í þjóðarbúskapnum. Það er mjög af hinu góða jafnvel þótt það þýði minni hagvöxt um hríð en verið hefur undanfarið. Slík aðlögun endurspeglar sveigjanleika og styrk íslenska hagkerfisins, styrk sem birtist í öflugu atvinnulífi, nægum atvinnutækifærum og vaxandi kaupmætti heimilanna, enda eru lífskjör og almenn lífsgæði hér á landi nú með því sem best gerist í heiminum. Nær daglega berast fréttir af auknum umsvifum íslenskra athafna- manna og fyrirtækja víða um heim og á nokkr- um sviðum eru íslensk fyrirtæki komin í hóp öfl- ugustu og stærstu fyrirtækja í heimi. Þetta leiðir hugann að því hversu mikilvægt er að skapa íslenskum fyrirtækjum þannig grundvöll að þau sjái sér hag í að vera með höf- uðstöðvar á Íslandi. Hagstætt skattalegt um- hverfi, sem og almennt rekstrarlegt umhverfi, vegur þungt í því samhengi. En við þurfum að halda vöku okkar því að samkeppni um öfl- ugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina fer sí- fellt harðnandi. Þetta gerir kröfu um að íslensk stjórnvöld leiti stöðugt leiða til að styrkja rekstrarumhverfi atvinnulífsins og bæta afkomu launafólks. Með þessi sjónarmið í huga stefnir ríkis- stjórnin að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar, auk þess sem unnið verður að endurskoðun á skattkerfi og almannatrygging- um til að bæta hag lágtekjufólks og millitekju- fólks. Sömuleiðis er stefnt að frekari lækkun skatta á fyrirtæki. Traust afkoma ríkissjóðs er forsenda fyrir frekari skattalækkunum. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir veru- legum afgangi á ríkissjóði, ekki aðeins á næsta ári heldur einnig næstu fjögur ár. Þetta er mikil breyting frá fyrri spám sem fólu í sér töluverðan halla á ríkissjóði næstu ár. Ég tel að þessi nýja staða skapi svigrúm til frekari skattalækkana á einstaklinga jafnt sem fyrirtæki á næstu árum jafnhliða því sem ráðist verður í margháttaðar umbætur í velferðarkerfi og innviðum sam- félagsins. Niðurskurður þorskaflaheimilda Herra forseti. Ríkisstjórnin hefur ekki setið auðum höndum í sumar. Með fyrstu stóru málunum var ákvörð- un sjávarútvegsráðherra með fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar um niðurskurð þorskafla- heimilda að ráðleggingu Hafrannsóknastofnun- ar um þriðjung frá síðasta fiskveiðiári. Þessi að- gerð er af færustu sérfræðingum landsins talin nauðsynleg til að byggja megi upp þorskstofn- inn til framtíðar. Afar mikilvægt er í þessu sam- bandi að tryggt sé að þeir aðilar sem nú verða að taka á sig kvótaskerðingu njóti þeirra aukningar sem vonandi verður í þorskkvóta innan fárra ára. Þótt aflasamdrátturinn hafi tiltölulega lítil áhrif á hagkerfið í heild – og mun minni en verið hefði fyrir fáum árum – mun ákvörðunin óhjá- kvæmilega leiða til verulegs tekjutaps í mörgum sjávarbyggðum, jafnt hjá útgerðarfélögum, sjó- mönnum, landverkafólki og sveitarfélögum. Rík- isstjórnin ákvað því að grípa til sérstakra mót- vægisaðgerða til að draga úr þeim áhrifum. Aðgerðirnar fela m.a. í sér að um það bil 6,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum til fjölmargra nýrra verkefna sem ætlað er að styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir atvinnumissi, koma til móts við fyrirtæki í sjáv- t b v H u þ o a þ þ þ m f m v f þ b þ g þ f l á s a Í v b s s s arútvegi og styðja sveitarfélögin vegna tekju- samdráttar. Þar til viðbótar verður framkvæmd- um fyrir ríflega 4 milljarða króna flýtt og verða þær unnar á næstu þremur árum. Enginn heldur því fram að þessar aðgerðir komi nákvæmlega í stað 60 þúsund tonna þorsk- afla. En ásamt þeim sveigjanleika sem banka- kerfið býður nú upp á og meira svigrúmi Byggðastofnunar til lánveitinga gera þær hlut- aðeigandi aðilum betur kleift að þreyja þorrann þar til aflaheimildir aukast á ný. Samskiptin gerð skilvirkari Virðulegi forseti. Eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar er að gera samskipti almennings og stjórnvalda greiðari og skilvirkari. Einn þáttur í því er að fækka ráðuneytum og endurskipuleggja verka- skiptingu þeirra. Þannig verður Hagstofa Ís- lands gerð að stofnun undir forsætisráðuneyti í stað þess að hafa stöðu ráðuneytis og matvæl- aráðuneytin verða sameinuð í nýtt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Sú sameining mun auka samhæfingu og bæta eftirlit á öllum stig- um matvælaframleiðslu en einnig efla sam- keppnisstöðu og orðspor íslenskrar matvæla- framleiðslu á mörkuðum. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið að stokka upp fyrirkomulag heilbrigðis- og trygg- ingakerfisins og gera það auðskiljanlegra og að- gengilegra almenningi. Það verður m.a. gert með því að samhæfa og gera skilvirkara hlut- verk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim sem hana veita. Verkefnum Tryggingastofnunar ríkisins verður skipt upp og sjúkratryggingar betur afmarkaðar innan heil- brigðisráðuneytis en lífeyristryggingar og fé- lagslegar bætur færðar til félagsmálaráðu- neytis. Einnig munu ýmis önnur málefni og stofnanir flytjast á milli ráðuneyta við þessa endurskipu- lagningu. Á næstu dögum mun ég leggja fram svokallað bandormsfrumvarp um þessi atriði en einnig koma fram önnur frumvörp þar sem lagð- ar verða til nauðsynlegar breytingar á sérlögum sem leiða af þessum ráðstöfunum. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi um næstu ára- mót. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að móta nýja stefnu um upplýsingasamfélagið þar sem lögð verður áhersla á að nútímavæða stjórnsýsluna, auka skilvirkni hennar og einfalda samskipti milli almennings og stjórnvalda. Þá hafa öll ráðuneyti farið yfir málaflokka sína undanfarna mánuði og leitað leiða til að ná sömu mark- miðum. Treystir ríkisstjórnin á að Alþingi taki hugmyndunum vel og samþykki lagabreytingar þar sem þeirra er þörf vegna þessara umbóta. Útkoman verður vonandi einfaldara Ísland fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Uppbygging í þágu barna og ungmenna Herra forseti. Ég mun nú gera grein fyrir helstu verkefnum einstakra ráðuneyta eins og þau hafa verið ákveðin á næstu misserum í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hér er að- eins rúm til að tæpa á litlum hluta þeirra, því þau eru að sjálfsögðu margfalt fleiri en hér er hægt að greina frá og endurspeglast umfang þeirra m.a. í yfirliti um þau þingmál sem fyr- irhugað er að leggja fyrir Alþingi á næstu vikum og mánuðum. Ríkisstjórnin er sammála um að uppbygging í þágu barna og ungmenna fái sérstakan forgang á næstu árum. Þegar hefur verið samþykkt hér á Alþingi ítarleg aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna. Uppbygging Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins og barna- og unglingageð- deildar Landspítalans og önnur verkefni eru þegar hafin í samræmi við áætlunina. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkistjórn- arinnar er einnig hafin markviss vinna í samráði við aðila vinnumarkaðarins, bæði á einkamark- aði og hjá hinu opinbera, til þess að leiðrétta kynbundinn launamun. Þá er endurskoðun lög- gjafar á sviði húsnæðismála hafin með aðkomu hagsmunaaðila og sérfræðinga. Einkum verður horft á aðstæður þeirra sem eignast húsnæði í fyrsta sinn og þeirra sem við bág kjör búa. Á vettvangi félagsmálaráðuneytisins er jafn- framt í fyrsta sinn unnið að framkvæmdaáætlun í innflytjendamálum. Hlúð verður sérstaklega að fjölskyldum og börnum innflytjenda og mannréttindi þeirra tryggð. Framlag innflytj- enda á vinnumarkaði er mikilvægt og sjá verður Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína Skattalækkan brigðisþjónus J a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.