Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 23 ir norðursins og vaxandi umferð í tengslum við þær. Við þurfum að nýta okkur þau tækifæri sem skapast við opnun Norður-Íshafsins í kjöl- far hlýnandi loftslags og nýrrar siglingatækni sem auðveldar siglingar á hafíssvæðum. Þá skiptir miklu að þau ríki sem eiga beinna hags- muna að gæta nái samningum um sjálfbæra nýt- ingu auðlinda og öryggi samgangna á norður- slóðum. Ísland var á meðal brautryðjendaríkja í hafréttarmálum og hefur lagt áherslu á að ná samningum við nágrannaríki um sanngjarna skiptingu hafsvæða á Norður-Atlantshafi. Í þeim anda verður lögð áhersla á að fá viðunandi niðurstöðu í viðræður um yfirráð yfir svonefndu Hatton Rockall-svæði. Nú er ár liðið síðan bandaríska varnarliðið hvarf á brott. Við það urðu ekki einungis breyt- ingar í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar heldur kom upp ný staða varðandi Keflavík- urflugvöll og það landsvæði sem varnarliðið hafði til umráða. Sett var á fót Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar með þátttöku sveitarfélag- anna á Suðurnesjum. Þróunarfélagið hefur unn- ið skipulega að því að koma svæðinu í arðbær borgaraleg not. Hundruð íbúða hafa verið leigð út til námsmanna og margháttuð skólastarfsemi er byrjuð á svæðinu. Þá er unnið að sölu annarra mannvirkja sem nú standa ónotuð. Í ljós hefur komið að áhugi fyrirtækja, t.d. á hátæknisviði, er mikill, m.a. vegna nálægðar við alþjóðaflugvöllinn. Er ljóst að svæðið sem áður var frátekið til varnarþarfa býður upp á stór- fellda vaxtarmöguleika. Í samráði við sveitar- félögin á Suðurnesjum er nú unnið að stefnu- mótun fyrir svæðið í heild þar sem flugvallarstarfsemi verður auðvitað þungamiðj- an. Eftir brottför varnarliðsins hefur utanríkis- ráðuneytið unnið ötullega að yfirtöku Íslands á rekstri íslenska loftvarnakerfisins og tengdri umsýslu á öryggissvæðinu við Keflavíkurflug- völl. Jafnframt er verið að undirbúa færslu á yf- irstjórn almenns reksturs Keflavíkurflugvallar frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis. Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að hrinda af stað heildarstefnumótun á sviði neytendamála. Fyrsta skref þeirrar vinnu er víðtæk úttekt á virkni og viðhorfum neytenda á Íslandi og sam- anburður á stöðu neytendamála hérlendis og er- lendis. Á þeim grunni verður unnið að bættri löggjöf svo Ísland standi jafnfætis löndum þar sem neytendavernd er lengst komin. Viðskipta- ráðherra hefur einnig skipað starfshóp til að gera úttekt á lagaumhverfi viðskipta neytenda og banka, einkum með tilliti til gjaldtöku fjár- málafyrirtækja fyrir þjónustu í starfsemi sinni og rafrænna greiðslukerfa. Hlutdeild fjármálafyrirtækja í landsframleiðslu 10% Í smáu hagkerfi eins og hér á landi þar sem fákeppni ríkir á mörgum mörkuðum er nauðsyn á öflugu samkeppniseftirliti. Á haustþingi hyggst viðskiptaráðherra leggja fram frumvarp sem gerir tillögur að breyttum ákvæðum um samrunaeftirlit og tekur mið af reynslu síðustu ára ásamt þróun Evrópuréttar á þessu sviði. Íslenskur fjármálamarkaður hefur stækkað og eflst verulega á undanförnum árum. Í þjóð- hagslegu samhengi skiptir hann sífellt meira máli. Þannig er áætlað að hlutdeild fjármálafyr- irtækja í landsframleiðslu hafi numið um 10% í lok síðasta árs. Ekkert bendir til annars en að áframhaldandi aukning verði í umsvifum ís- lenskra fjármálaþjónustufyrirtækja, bæði innan lands og utan. Slíkt hefur haft og mun hafa veruleg áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins en gerðar eru miklar og vaxandi kröfur til þess af bæði innlendum og erlendum aðilum. Herra forseti. Gríðarleg tækifæri bíða íslensku þjóðarinnar. Þau felast ekki síst í mannauðnum sem í henni býr og sem verður styrktur enn frekar á næstu árum, m.a. með áherslu á meiri og bætta mennt- un. Þau byggjast á þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður á síðustu árum og ég gerði grein fyrir við upphaf ræðu minnar. Síðast en ekki síst mun samstarf tveggja stærstu stjórn- málaflokka landsins gera mögulegt að hrinda úr vegi hindrunum og leysa úr læðingi krafta sem nýtast munu landi og þjóð til heilla. Ég vænti þess að á Alþingi fari í vetur fram málefnalegar umræður og af þeim leiði góð og vönduð lagasetning til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Góðar stundir.“ arinnar er unnið að því að efla nýsköpun og stuðla að bættum hag sprotafyrirtækja. Stefnt er að því að tvöfalda framlög til Vísindasjóðs og Tæknisjóðs á tímabilinu og verða fyrstu skrefin tekin á árinu 2008. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hóf starfsemi 1. ágúst sl. með sameiningu Iðn- tæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins. Áhersla verður lögð á öflugt samstarf Nýsköpunarmiðstöðvar við háskólana í landinu, stoðkerfi atvinnulífsins, frumkvöðla og atvinnulíf um allt land. Fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga á að setja upp orkufreka starfsemi hér á landi og er sá áhugi ekki lengur bundinn við álfyrirtæki. Hann stafar m.a. af því að við getum boðið upp á vist- væna, endurnýjanlega orku á samkeppnishæfu verði. Þetta er ánægjuleg þróun en við þurfum jafnframt að gæta þess að takmörkuðum orku- auðlindum verði ráðstafað af skynsemi og að rúm verði fyrir nýja atvinnustarfsemi til að renna enn frekari stoðum undir hagkerfið. Góð- ar líkur eru á því að erlend fyrirtæki vilji á næstu misserum reisa hér svokallaðar gagna- miðstöðvar eða netþjónabú í kjölfar þess að lagður verður nýr sæstrengur til landsins. Sér- þekking Íslendinga á ýmsum sviðum orkumála er dýrmæt auðlind og ánægjulegt að sjá íslensk orkufyrirtæki hasla sér völl um heim allan. Á vettvangi samgöngumála eru fjölmörg verkefni framundan. Flýta á vegaframkvæmd- um á ellefu stöðum í öllum landshlutum á næstu þremur árum og verða fluttir til verulegir fjár- munir vegna þessa. Þrjú verkefni eru framund- an þar sem einkaframkvæmd er talin álitlegur kostur. Þetta eru tvöföldun Suðurlandsvegar, gerð Sundabrautar og göng undir Vaðlaheiði. Til stendur að stórauka eftirlit, fræðslu og áróður gegn akstri undir áhrifum vímuefna, ofsaakstri og akstri án bílbelta. Jafnframt verð- ur umferðarfræðsla í skólum stóraukin. Á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis hef- ur verið samið um smíði á nýju varðskipi og kaup á nýrri flugvél fyrir landhelgisgæsluna. Auk þess hefur tekist að leigja þyrlur til að tryggja öfluga þyrlustarfsemi á vegum gæsl- unnar en kaup á nýjum þyrlum eru í undirbún- ingi. Lögð verður áhersla á náið samstarf land- helgisgæslunnar við leitar- og björgunar- stofnanir við Norður-Atlantshaf, einkum Dani, sem sinna öryggisgæslu við Færeyjar og Græn- land. Samskipti við bandarísku strandgæsluna hafa vaxið á því ári sem liðið er frá því að samið var um nýtt fyrirkomulag öryggismála við Bandaríkin. Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við brottför varnarliðsins haustið 2006 hyggst dóms- og kirkjumálaráðherra leggja fram frum- vörp til laga um almannavarnir og fleira. Unnið er að því að skipuleggja nýjan löggæslu- og ör- yggismálaskóla með það að markmiði að tryggja sem best að hæft fólk fáist til þessara mikilvægu starfa með menntun í takt við kröfur tímans. Starf í loftslagsmálum eflt Herra forseti. Ný skýrsla vísindanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, sem kynnt var á þessu ári, segir vísindalega vissu um hlýnun loft- hjúps jarðar af mannavöldum hafa aukist. Ís- land er í hópi þeirra ríkja sem vilja hefja nú þeg- ar víðtækar viðræður um nýtt hnattrænt samkomulag sem taki við eftir gildistíma Kýótó- bókunarinnar árið 2012. Ríkisstjórnin hyggst efla starf að loftslagsmálum á næstunni og gera áætlun um hvernig Ísland getur mætt vænt- anlegum framtíðarskuldbindingum á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Í því samhengi má ekki gleyma því að í lausninni á loftslagsvandanum eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun. Íslensk þekking á nýtingu jarðhita og á fleiri sviðum loftslagsvænnar tækni er gulls ígildi í heimi sem enn er að mestu knúinn með kolum og olíu. Þróunarsamvinna er vaxandi þáttur í íslenskri utanríkisstefnu og er nú stærsti einstaki út- gjaldaliður utanríkisráðuneytisins. Með auknum framlögum og virkari þátttöku í málaflokknum á alþjóðavísu vinnur Ísland markvisst að því að uppfylla skyldur sínar í samfélagi þjóðanna. Í því ljósi fer nú fram innan utanríkisráðuneyt- isins endurskipulagning á fyrirkomulagi og framkvæmd opinberrar þróunarsamvinnu með það að leiðarljósi að styrkja markvissa stefnu- mótun og gera framkvæmdina skilvirkari ásamt því að efla eftirlit og mat á árangri hennar. Huga þarf að vaxandi mikilvægi norðurslóða í utanríkismálum samfara aukinni sókn í auðlind- ustu og vald til að hrinda verkefnum í fram- kvæmd. Heildstæður grundvöllur menntunar Herra forseti. Menntamálaráðherra leggur á þessu þingi fram frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og til lögverndunar á starfs- heitum kennara og skólastjórnenda. Er þetta í fyrsta skipti sem lögð eru fram frumvörp um þessi þrjú skólastig samtímis en með þeim er mótaður heildstæður grundvöllur fyrir menntun barna og ungmenna frá upphafi skólagöngu til loka framhaldsskóla. Verkefni á sviði menntamála eru óþrjótandi og á meðal þeirra sem nú er unnið að er að stuðla að aukinni þátttöku nemenda af erlendum uppruna í skólakerfinu. Jafnframt hefur stuðn- ingur við íslenskukennslu fyrir fullorðna útlend- inga verið stóraukinn. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að kraftmikið atvinnulíf muni einkennast í sívax- andi mæli af þekkingarsköpun og útrás og að virkja eigi kraftinn í menningarlífi þjóðarinnar. Menning okkar byggist ekki síst á bókmenntum. Bókakaupstefnan í Frankfurt er langmikilvæg- asti vettvangur rithöfunda til að koma verkum sínum á framfæri erlendis og hefur Ísland form- lega óskað eftir því að vera heiðursgestur henn- ar árið 2011. Stjórnvöld eru sannfærð um að á þessu sviði sé mikilvægur markaður sem geti aukið ferðamannastraum til landsins og útflutn- ingstekjur okkar verulega og ekki síður aukið hróður Íslendinga enn frekar sem bókmennta- þjóðar. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- til þess að þeir búi við sambærileg kjör og að- búnað og íslensk starfssystkini þeirra. Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða. Hér hefur á undanförnum áratugum verið byggt upp heilbrigðiskerfi sem stenst samanburð við það besta í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Á kjörtímabilinu verður ann- ars vegar lögð áhersla á að efla enn frekar þessa þjónustu en hins vegar, og ekki síður, unnið að því langtímamarkmiði að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar og draga úr líkum á sjúkdómum. Al- mennt verður áhersla lögð á að bjóða aukinn fjölbreytileika í vali á heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum. Þannig verði tryggt að sem best og best þjónusta fáist fyrir það fjármagn sem til þessara mála er varið. Markmiðið er að tryggja bestu og skilvirkustu þjónustu í þágu einstaklinga, óháð efnahag og búsetu. Þessar áherslur munu taka til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Má hér nefna að- gerðir til að opna lyfjamarkaðinn á Íslandi í þeim tilgangi að efla samkeppni og ná þannig fram auknu framboði og lægri lyfjakostnaði og lyfjaverði. Í stjórnarsáttmálanum er lögð stóraukin áhersla á forvarnir á öllum sviðum. Við höfum sett okkur það markmið að stuðla að heilbrigð- ari lífsháttum og bæta þannig hag og heilsu allra Íslendinga. Breytingar á skipulagi málefna aldraðra hafa verið boðaðar með það að markmiði að auka og bæta þjónustu við þennan hóp en jafnframt að stuðla að sjálfstæði aldraðra og þátttöku þeirra í samfélaginu. Stefnt er að einfaldri og skýrri stjórnsýslu þar sem saman fari ábyrgð á þjón- a á Alþingi í gærkvöldi nir, umbætur og heil- sta á heimsmælikvarða Morgunblaðið/Golli Jafnvægi og stöðugleiki Flest bendir til þess að þenslan sé á undanhaldi og framundan tímabil aukins stöðugleika og meira jafnvægis í þjóðarbúskapnum, sagði Geir H. Haarde á Alþingi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.