Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 25 -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Við erum fædd til þess að hreyfaokkur,“ segir dr. phil DieterBreithecker, sem var hér á landi fyrir nokkru á vegum Pennans, og eins og til þess að leggja áherslu á orð sín ruggar hann sér í skólastóln- um sem hann átti þátt í að þróa. „Ég er vinnuvistfræðingur og í forsæti þýskrar stofnunar, Die Bundes- arbeitsgemeinschaft für Haltungs- und Bewegungsförderung, sem vinn- ur fyrir þýsk heilbrigðisyfirvöld að bættri heilsu yngri kynslóðanna, sem á um leið að koma í veg fyrir fjöl- marga sjúkdóma sem eru afleiðingar af lífstíl nútímans. Mataræði skiptir auðvitað miklu máli en við beinum at- hyglinni að mikilvægi almennrar hreyfingar í þessu samhengi, ekki íþrótta í sjálfu sér.“ Dr. Breithecher segir vinnuvist- fræðina unga fræðigrein sem skoði m.a. vinnuaðstæður og áhrif þeirra á heilsufar og vellíðan starfsfólks sem við þær starfar. „Atriði eins og lýsing, loftræsting og hljóðbærni skipta t.d. miklu máli og auðvitað húsgögn. Það er ekki aðeins mikilvægt að þau sé hægt að laga að líkamsstærð hvers og eins og hlutföllum heldur verður líka að vera hægt að hreyfa sig á þeim.“ Og nú byrjar dr. Breitheker að rugga sér á stólnum. „Stóll á ekki að vera stjarfur,“ heldur hann áfram en á slíkan er hvorki hægt að beygja fram né velta frá hægri né vinstri. „Það getur enginn setið klukkutím- um saman hreyfingarlaus í stól, hvorki í kennslustofu né í fyrirlestr- arsal. Ekki einu sinni í hálftíma. Það er manneskjunni eiginlegt að hreyfa sig. Þess vegna hef ég oft svo gaman af því að horfa yfir sali eða stofur þar sem fólk þarf að sitja á stólum eða bekkjum tímunum saman. Áður en langt um líður eru allir farnir að hreyfa sig en við hönnun stólanna er bara ekki gert ráð fyrir því. Það er frekar að þeir dragi úr hreyfingum,“ segir vistfræðingurinn sem mælir með hreyfingunni, snýr sér í hring á stólnum sem hann situr á áður en hann vippar sér úr honum, snýr hon- um á hvolf og hoppar upp á hann. Þar stendur hann á öðrum fæti. „Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna,“ segir hann og hlær. Juðað fram og aftur Dr. Breithecker var ráðgjafi við hönnun stólsins en hönnuður hans er hinn danski Verner Panton og er bú- inn að hugsa fyrir öllu. „Þessir stólar eru upphaflega hannaðir fyrir skóla. Í Þýskalandi eins og annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum hefur þróunin verið sú að skóladagurinn er að lengjast og frístundir utan skól- anna að minnka. Þetta er líka þróunin á Íslandi. Örar þjóðfélagsbreytingar og lengri skóladagur hefur kallað á breytt vinnuskipulag innan skólanna sem og breyttar áherslur í nám- skrám. Það er því mikilvægt að al- menn hreyfing aukist innan skólanna, og ekki bara í skipulögðum kennslu- stundum í íþróttum. Það er mikilvægt að skólarnir skapi vinnuaðstæður sem byggjast á hreyfanleika, eins og vinnustöðvum þar sem nemendur geta setið, staðið eða tyllt sér á háan stól. Vinnuaðstæðurnar þurfa að vera heilsusamlegar og stuðla að vellíðan. Það, að sitja við skólaborð, í fleiri klukkutíma er það ekki. Oft predikar skólinn: ,,sittu kyrr“, en það er bara hægt að gera þær kröfur í ákveðinn tíma. Börn þarfnast hreyfingarinnar, líka þegar þau sitja. Þau þurfa að rugga sér á stólunum, rúlla þeim í hringi, juða þeim fram og aftur o.s.frv. Það er fullkomlega eðlilegt og gott fyrir líkamann. Kyrrsetan hefur slæm áhrif, ekki bara líkamlega held- ur líka andlega. En stólarnir þurfa að vera byggðir til þess, ekki síst vegna öryggisþátta.“ Dr. Breithecker gerir að sérstöku umtalsefni náttúruna sem er nánast við hvern skóla landsins. „Þið eigið yndislega náttúru og ættuð að nýta hana í kennslu. Þetta er einstakt.“ Morgunblaðið/Ómar Hreyfing Þýski vinnuvistfræðingurinn Dieter Breithecker segir að við séum fædd til að hreyfa okkur. Velt og vaggað af heilsufars- ástæðum! „Hættu að rugga þér á stólnum“ er oft sagt við börn en ekkert er þeim þó eðlilegra eins og reyndar fullorðnu fólki. Dr. phil. Dieter Breithecker, einn helsti vinnuvist- fræðingur Þýskalands, sagði Unni H. Jóhannsdóttur að það mætti jafnvel standa uppi á stólum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.