Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NIÐURSTÖÐUR úr launakönn- un SFR-stéttarfélags, sem birtar voru í síðasta mánuði, leiddu tvennt mjög athyglisvert í ljós. Í fyrsta lagi kemur fram að konur eru með 15% lægri laun en karlar þegar tillit hefur verið tekið til allra breyta sem geta skekkt sam- anburð. Í öðru lagi sést að launamunur milli ríkisstarfsmanna og starfsmanna á hinum almenna markaði er að meðaltali 20%, rík- isstarfsmönnum í óhag. Umrædd launakönnun sem hér er vitnað í var samstarfsverkefni SFR – stéttarfélags og VR. Það gefur möguleika á að bera saman kjör starfsmanna á hinum al- menna markaði og þeim opinbera. Kynbundinn launamunur Það vekur athygli að launamunur milli kynja er meiri hjá ríkisstarfs- mönnum en á hinum almenna mark- aði. Eins og fyrr segir er hann 15% meðal ríkisstarfsmanna, en 11% meðal starfsmanna á hinum almenna markaði. Verður það að teljast und- arlegt að ríkisstarfsmenn búi við meiri kynbundinn launamun en á al- mennum markaði. Ríkisvaldið kem- ur fram sem einn atvinnurekandi og ætti því að hafa betri yfirsýn yfir launagreiðslur til sinna starfsmanna en gengur og gerist á almennum markaði. Getur ríkinu staðið á sama um að það viðhaldi kerfisbundnum launamun á milli kynja? Og gangi þar með bæði gegn jafnréttislögum og jafnræðisreglu? Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar kemur fram að hún ætlar sér að taka á kynbundnum launamun og endurmeta sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinnbera. Til þeirrar leið- réttingar verður að koma nú þegar. Þetta er ekki mál sem bíða má til næstu kjarasamninga á vori kom- anda enda ekki um kjarasamnings- mál að ræða heldur leiðréttingu. Þaðan af síður þarf að skipa ein- hverjar nefndir til að kanna málið betur. Upplýsingar um launamuninn hafa komið fram í mörgum könn- unum og niðurstaðan er öll á einn veg. Það hefur ekkert upp á sig að skipa fleiri nefndir og hópa. Nú þarf að grípa til aðgerða og það mun kalla á aukna fjár- muni. Um það þarf rík- isstjórnin að taka ákvörðun. Til að leiðrétta þenn- an kynbundna launa- mun hjá SFR-félögum þarf í fyrsta lagi að hækka laun hinna stóru kvennastétta sem vinna við umönn- un fatlaðra og innan sjúkrahúsanna. Hið sama gildir um kvennastéttirnar sem vinna almenn skrifstofustörf innan stórra stofnana, s.s. hjá skatt- stofum, tollstjóraembættum, sýslu- mannsembættum og Trygg- ingastofnun svo einhverjar stofnanir séu nefndar. Í slíkri aðgerð fælist mikilvægur ávinningur fyrir rík- isstjórnina; leiðrétting á launum kvenna og hækkun launa fyrir umönnunarstörf eins og heitið er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Launamunur milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins Launamunur milli starfsmanna ríkisins og starfsmanna á almennum markaði er 18-34% á grunnlaunum og 3-32% á heildarlaunum. Að með- altali er launamunurinn 20%. Þessi launamunur verður ekki réttlættur með því að ríkisstarfsmenn hafi mun betri réttindi heldur en gengur og gerist á almenna markaðinum. Þetta er kerfislæg mismunun sem allir vita að hefur viðgengist lengi. Með launakönnun SFR og VR og sam- anburði sem nú er mögulegur er þessi mismunun staðfest. Það er óverjandi að á vinnumarkaði á Ís- landi skuli það viðgangast að launa- munur milli ríkisstarfsmanna og annarra skuli vera svona mikill. Að hinu má einnig spyrja, hvort ráða- menn hafi einhvern tíma hugað að því hvers vegna það skyldi nú vera að svo erfiðlega gengur að manna láglaunakvennastörfin sem raun ber vitni. Viðbrögð ríkisins Engin formleg viðbrögð hafa kom- ið frá stjórnvöldum við niðurstöðum launakönnunarinnar nema í einu sjónvarpsviðtali. Þar sagði formaður fjárlaganefndar, Gunnar Svav- arsson, að ef leiðrétta ætti laun rík- isstarfsmanna til samræmis við al- menna markaðinn þá þyrfti að hækka skatta. Þessi yfirlýsing verð- ur að teljast nokkuð einkennileg í ljósi þess að sl. laugardag sagði for- sætisráðherra, Geir Haarde, að rík- issjóður stæði svo vel að hann skilaði hagnaði og gæfi tilefni til skatta- lækkana. Kjarni málsins er þó að sjálfsögðu sá að nú er lag að taka á þessum órétti og gera eðlilega leið- réttingu. Peningarnir eru til að sögn forsætisráðherra og leiðréttingar til ríkisstarfsmanna nú koma ekki til með að raska neinu á hinum almenna markaði, eins og leiðarahöfundar Morgunblaðsins hafa oftar en einu sinni bent á. Hér er um svo augljóst réttlætismál að ræða, að í ljósi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar ætti það að vera metnaðarmál stjórnarinnar að leiðrétta þessi mál strax. Óverjandi launamismunun Árni St. Jónsson skrifar um niðurstöður úr launakönn- un SFR-stéttarfélags »… nú er lag að taka áþessum órétti og gera eðlilega leiðrétt- ingu. Árni St. Jónsson Höfundur er formaður SFR – starfs- mannafélags í almannaþjónustu HÖFUNDUR Reykjavíkurbéfs Morgunblaðsins í gær, sunnudag, segir að enn sjáist þess „engin merki …, að Samfylkingin hafi tekið umhverfismálin öðrum tökum í rík- isstjórn heldur en gert var í fyrri ríkisstjórn“. Þetta er mikilvæg ábending hjá Morg- unblaðinu en þá ber að hafa í huga að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, (ef við leyfum okkur að persónugera umhverf- ismálin) er ekki einráð. Hún á við að etja ráð- herra á borð við Árna Mathiesen, sem er gæslumaður Lands- virkjunar í ríkisstjórn Íslands. Ritstjóra Morgunblaðsins ber að minnast þess að samkomulag stjórnarflokkanna um verndun Þjórsárvera strandaði vegna hags- munagæslu Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsvirkjun. Andstaða for- sætis- og fjármálaráðherra við stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum kom í veg fyrir að sam- komulag næðist milli stjórnarflokk- anna. Samfylkingin beygði sig undir vilja Sjálfstæðisflokksins í þeim efn- um. Morgunblaðið réttir svo Þórunni pálmann í hendurnar í dag, mánu- dag þar sem hún segir meðal ann- ars: „Ísland er ríkt land, það hefur getið sér gott orð fyrir að nýta end- urnýjanlega orkugjafa. Menn hafa ákveðna mynd af okkur og það verða allir að axla sína ábyrgð og líka sýna frumkvæði. Ég vil að við gerum það. Þó svo að við búum mjög vel miðað við marga aðra hvað varðar endurnýjanlegar orkulindir er staðreyndin sú að við losum meira en 12 tonn af koldíoxíði á mannsbarn ár hvert og það er mjög hátt.“ Þetta sé nokkuð sem Íslendingar verði spurðir út í í samn- ingaferlinu. „Fátæk ríki, sem eru hugs- anlega að losa miklu minna en við, á hvern einstakling, munu spyrja hvort við ætlum ekki að gera neitt. Það er réttmæt spurning en svo þarf að finna leiðirnar sem henta okkur og leiðirnar sem henta þeim,“ segir hún. Það ferli hefjist á ráðstefnunni í Balí í des- ember, en væntanlega verði um tveggja ára samningaferli að ræða. „Þá kemur í ljós hvað við komum okkur saman um en aðalatriðið er að stjórnvöld um allan heim van- meti ekki vandann og sýni pólitíska ábyrgð,“ segir Þórunn og vísar í þessu sambandi sérstaklega til Bandaríkjanna og Ástralíu.“ Þessi skilningur umhverf- isráðherra eru mikilsverð nýmæli á stjórnarheimilinu. Þó nefnir hún ekki að þegar Fjarðaál hefur fram- leiðslu á næsta ári mun losun á hvert mannsbarn hér á landi úr aukast úr 12 tonnum í 17. Allir vita að svo mikil losun mun engan veg- inn standast kröfur um sjálfbæra þróun. Sú spurning sem Morgunblaðið mætti velta fyrir sér er hvort samn- ingsaðilar Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur í nefnd fjögurra ráðherra um hver skuli vera samningsmark- mið Íslands á næsta fundi Lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Balí, deili þessu sjónarmiði um- hverfisráðherra; sjónarmið sem svo sannarlega er ein meginforsenda Loftslagssamningsins og þeirrar bókunar við hann sem kennd er við Kyoto. Fyrir utan Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra eru þeir Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ásamt Þórunni í nefndinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn enga loftslagsstefnu til að státa af og umhverfisráðherra fær litlu þok- að nema að það breytist. Eflaust veit ritstjóri Morgunblaðsins af þessum vandkvæðum Flokksins; að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í lofts- lagsmálum er ekki minni en ann- arra flokka. Um Reykjavíkurbréf 30. september Árni Finnsson gerir athugasemdir við Reykjavíkurbréf »Eflaust veit ritstjóriMorgunblaðsins af þessum vandkvæðum Flokksins; að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í loftslagsmálum er ekki minni en annarra flokka. Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. ÞAÐ er gamall ávani undirrit- aðs að byrja lestur Morgunblaðs- ins á ritstjórnarskrifum þess. Löngum var það notaleg lesning. Út af þessu hefir þó brugðið hin síðari árin. Um þverbak keyrði miðvikudaginn 26. september sl. Leiðarinn segir umbúðalaust, að liðin sé sú tíð, að Íslendingum haldist uppi að sitja sjálfir að auð- lindum sínum. Ef þeir skilji sinn vitjunartíma þurfi þeir að galopna fyrir auðjöfrum veraldar aðgang að fjöreggjum landsins, orkulind- um í jörðu og á, auðæfum hafs – að neyzluvatni ógleymdu. Ekki munu gírugir kaupendur láta á sér standa: Unilever til sjós og Alcoa til lands, svo nærtæk dæmi séu tekin. Mun hvorugur enda þurfa að grafa djúpt eftir kaupeyri fyrir gögnum og gæðum þessa útnára. Höfuðröksemd leiðarahöfundar fyrir útsölu á Íslands gæðum er sú, að ella teppist aðgangur lands- manna að orkulindum annarra landa. Með leyfi að spyrja: Að hvaða orkulindum erlendis beinist áhugi íslenzkra fjárfesta? Hvar? Og hversvegna? Ber nauðsyn til að opna upp á gátt aðgang útlend- inga að íslenzkum fiskimiðum, þótt örfá fyrirtæki íslenzk hafi fjárfest í útvegi og fiskvinnslu á öðrum löndum, og án allra skil- yrða af hálfu þarlendra? Útrás íslenzkra fyrirtækja til beizlunar jarðorku hlýtur að byggjast á þekkingu þeirra, og óþarft að borga á sig með aðgangi erlendra auðjöfra að íslenzkri gufuorku. Enda eru röksemdir blaðsins aðeins yfirvarp. Það er verið að reyna að skjóta skildi fyrir til hvers refarnir eru skornir. Það er nefnilega einkavæðing þessara auðlinda, sem að baki býr. Einkavinirnir, sem auðg- uðust um tugi milljarða á einka- væðingu fyrrverandi rík- isstjórnar, beina nú peningaspjótum sínum að inn- lendum orkugeira. Eins og nú standa sakir langsamlega gróða- vænlegasta þætti íslenzkra auð- linda. Og nú á að einkavæða undir yfirskini einhverskonar alheims- kröfu um aðgang að auðlindum okkar, en selja síðan Finni Ing- ólfssyni og co „til rimelige priser.“ Þegar lesendur Morgunblaðs- ins hafa áttað sig á að málatilbún- aðurinn er runninn undan rifjum rummunganna úr bankavinavæð- ingunni þurfa þeir ekki að sökum að spyrja. Ef gripdeildarmenn einkavinavæðingarinnar ná að sölsa undir sig orkulindir Íslands, hefir þjóðin lent á glapstigum meiri en dæmi eru til um, og munu jafnvel reynast hálli en rán fiskimiðanna. Ef íslenzk þjóð ratar í þær ótrúlegu ógöngur að hún leyfi að auðlindir hennar verði einka- væddar, hvort heldur til handa innlendum eða erlendum auðjöfr- um, verður hún í háska stödd rúin bjargráðum. Sverrir Hermannsson Á glapstigum Höfundur er fv. alþingismaður. ÞVÍLÍKT blessað sumar hérna á suðvesturlandinu í þetta sinn. Ég man ekki eftir, á minni löngu ævi, svona mörgum sólskins- dögum samfleytt. Ég var svo hrifin og þakklát, að það komst ekkert að hjá mér en að njóta þeirra til hins ítrasta. Svo mörg sumrin hefur maður lifað sem bókstaflega liðu hjá án þess að sólin gæti kíkt niður úr skýjaflókunum nema stutta stund í einu. Mér dettur í hug sagan um litla dreng- inn sem kom með foreldrum sínum frá Svíþjóð í heimsókn til afa og ömmu á Ís- landi fyrir nokkrum árum. Þau voru búin að vera í 3 vikur þeg- ar hann spurði mömmu sína, með tárin í augunum, mamma hvar er sól- in? Á svona sólarlitlu landi eins og okkar eru sólskinsdagarnir svo verðmætir að allt annað verður að víkja til að geta notið þeirra, allt sem getur beðið gráu dagana. Nú fer að hausta og eftir sólríkt sumar erum við tilbúin til að tak- ast á við verkefni sem voru í bið- stöðu, t.d. bloggið. Kæru landar, enn tek ég til við að vekja athygli ykkar á hvað það er heimskulegt og kostnaðarsamt að stunda rán- yrkjubúskap með lausagöngu bú- fjár á okkar viðkvæma gróð- urlendi, algerlega að óþörfu. Landgræðslan eltir uppi skemmd- irnar og eyðir stórum hluta af því fé (okkar fé) sem henni er út- hlutað til landgræðslu, í girðingar vegna bitvargsins sem eltir uppi allan nýgræðing. Í stað þess að vinna að því í sam- vinnu við bændur að minnka kjötframleiðsl- una sem er stór fjár- baggi á ríkissjóði að ekki sé talað um gróð- urskemmdirnar, fær Framsóknarflokkurinn því framgengt rétt fyrir kosningarnar, áður en þeir misstu völdin, að sauð- fjárbændur fengju greitt úr ríkissjóði 16.000.000.000 næstu átta árin í auka sposlu, til að styrkja framleiðslu sem er þegar of mikil. Hvern- ig geta menn sam- viskulaust keypt at- kvæði sín svona dýru verði á meðan ekki eru til peningar í ótal brýn verkefni, t.d heil- brigðismál, aðhlynn- ingu geðfatlaðra ung- linga og fleira. Er okkur sama í hvað skattpeningarnir okk- ar fara? Kæru landsmenn, látið í ykkur heyra um þessi mál, það má ekki dragast lengur að koma á nútíma búskap- arlagi á þessu landi. Umhverfissinnar og gróðurvís- indamenn frá öðrum löndum eru smám saman að komast að því hvernig við förum með landið, þó við þykjumst vera til fyrirmyndar og það verður okkur til skammar. Þvílíkt blessað sumar Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um náttúruvernd Herdís Þorvaldsdóttir »… enn tek égtil við að vekja athygli ykkar á hvað það er heimsku- legt og kostn- aðarsamt að stunda rán- yrkjubúskap með lausagöngu búfjár … Höfundur er leikkona og fv. formaður Lífs og lands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.