Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 27
HÁSKÓLI Íslands, elsti og
stærsti háskóli landsins, er í rík-
iseigu og innheimtir ekki skólagjöld,
enda hugmyndin sú að allir hafi
jafna möguleika á að sækja við hann
nám.
Auðvitað eru mögu-
leikar fólks aldrei jafn-
ir í raun og veru. Innan
Háskólans eru næstum
því tíu þúsund nem-
endur og það er ekki
einsleitur hópur.
Margir labba beint inn
úr menntaskóla, renn-
blautir bak við eyrun
með vasapening frá
mömmu og pabba.
Sumir stofna fjöl-
skyldu og lesa iðn-
aðarverkfræðina með
bleyjubörn á hand-
leggnum. Aðrir eru að láta gamlan
draum rætast eftir að hafa komið
kynslóð á legg. Flestir geta hlaupið
hugsunarlaust upp stiga skólans en
sumir þurfa hjólastól og alls kyns
aðrar græjur til að takast á við dag-
inn. Margir hafa valið sér námsgrein
vitandi það að menntunin mun ekki
skila þeim neinni virðingarstöðu í
þjóðfélaginu, hvað þá feitum launa-
tékkum. Aðrir geta búist við mis-
munun og fordómum kynferðis síns
vegna.
Undir Stúdentaráði Háskóla Ís-
lands starfar jafnréttisnefnd sem sig
lætur varða hvers kyns jafnrétt-
ismál sem snerta stúdenta. Dagana
2.-5. október mun nefndin taka
höndum saman við al-
þjóðanefnd og fjöl-
skyldunefnd stúd-
entaráðs og halda
þemaviku um þessi
mikilvægu málefni. Þar
verður margt á dag-
skrá:
Nefndirnar hafa
samstarf við kvik-
myndahátíðina RIFF,
sem veitir stúdentum
15% afslátt gegn fram-
vísun stúdentakorts. Á
hátíðinni verða m.a.
sýndar margar myndir
sem tengjast jafnrétt-
ismálum. Ýmis hagsmunafélög inn-
an Háskólans munu kynna starfsemi
sína á þemadögunum – þar má t.d.
nefna félag samkynhneigðra og tví-
kynhneigðra stúdenta og félag stúd-
enta með geðraskanir.
Haldnir verða margvíslegir há-
degisfyrirlestrar. Jafnréttisnefnd
mun leggja sérstaka áherslu á mál-
efni fatlaðra nemenda; annars vegar
mun meistaraneminn Ásdís Jenna
halda fyrirlestur um daglegt líf fjöl-
fatlaðs háskólastúdents, sem hún
þekkir af eigin reynslu, og hins veg-
ar mun Rannveig Traustadóttir,
prófessor í fötlunarfræðum, ræða
aðgengi fatlaðra nemenda við Há-
skólann.
Þemavikunni verður svo slitið
með partíi á miðhæðinni á Barnum
föstudagskvöldið 5. október. Það er
von okkar sem stöndum að þemavik-
unni að sem flestir stúdentar taki
þátt, enda verður eitthvað fyrir alla:
fyrirlestrar og bíó, barnaskemmt-
anir og matargerðarnámskeið, hags-
munabarátta og taumlaust djamm.
Fræðsla og partí handa
háskólastúdentum
Kristín Svava Tómasdóttir
skrifar um þemaviku
Háskóla Íslands
»Dagana 2.-5. októberstanda jafnréttis-,
fjölskyldu- og alþjóða-
nefnd Stúdentaráðs Há-
skóla Íslands fyrir
þemadögunum Þver/
snið þar sem margt er í
boði
Kristín Svava
Tómasdóttir
Höfundur er meðlimur í jafnrétt-
isnefnd stúdentaráðs.
Í TILEFNI af árlegum alþjóða
geðheilbrigðisdegi, 10. október, sem
hefur yfirskriftina: ,,Geðheilbrigði í
breyttum heimi: Áhrif menningar og
margbreytileika“ (Mental Health in a
Changing World: The Impact of Cult-
ure and Diversity) hefur Lýð-
heilsustöð látið þýða Geðorðin 10 á
sex tungumál. Geðorðin eru því nú til
á alls átta tungumálum; pólsku, serb-
nesku, rússnesku, taílensku, albön-
sku, víetnömsku, ensku og svo auðvit-
að íslensku. Við þróun Geðorðanna 10
var leitað í rannsóknir sem tengdust
hamingju, vellíðan og velgengni en
ekki einkennum og sjúkdómsgrein-
ingum.Geðorðin 10 eru einföld ráð en
um leið mikilvægur leið-
arvísir í daglegu lífi. Þau
minna á ábyrgð hvers
og eins á eigin lífi en
einnig samfélagslega
ábyrgð gagnvart öðr-
um. Fyrsta geðorðið
„Hugsaðu jákvætt, það
er léttara“ er því und-
irstaða vellíðunar því án
jákvæðra hugsana er
engin vellíðan og halda
má því fram, að tilfinn-
ingalegt heilbrigði sé
lykillinn að ham-
ingjuríku lífi og vel-
gengni.
Fólki af erlendum uppruna, sem
kýs að setjast að á Íslandi, hefur
fjölgað hratt á undanförnum árum.
Þekkt er að mikil streita og vanlíðan
getur verið því samfara að flytjast bú-
ferlum í umhverfi sem hefur fram-
andi menningarleg viðmið og/eða
tungumál og mörgum getur reynst
erfitt að finna áhrifaríkar leiðir til að
takast á við andlega vanlíðan, erf-
iðleika og vonbrigði. Í sumum löndum
eru auk þess ríkjandi miklir fordómar
í garð andlegrar vanlíðunar og geð-
sjúkdóma og fólk segir ekki frá slíkri
vanlíðan af ótta við útskúfun og
stimplun samfélagsins.
Markmið Lýðheilsustöðvar er
fyrst og fremst að efla geðheilbrigð-
isvitund allra landsmanna með því að
þekking á geðorðunum verði almenn
og að fólk nýti efnið sér til geðheilsu-
eflingar. Stefnt er að því að með auk-
inni þekkingu á geðheilbrigði, og
þeirri staðreynd að geðheilsa er hluti
af almennu heilsufari,
muni draga úr nei-
kvæðu viðhorfi til
þeirra sem eiga við
andlega vanlíðan eða
geðröskun að stríða og
að það dragi úr for-
dómum.
Geðorðin á öllum
tungumálun er hægt að
nálgast á heimasíðu
Lýðheilsustöðvar
(www.lydheilsustod.is)
undir Geðrækt og
prenta þau beint af síð-
unni eftir þörfum.
Geðrækt fyrir 6 – 7 ára börn
Lýðheilsustöð stendur fyrir því að
innleiða lífsleikninámsefnið Vinir Zip-
pýs í grunnskóla landsins. Um er að
ræða forvarnarverkefni á sviði geð-
ræktar fyrir 6 til 7 ára börn sem
kennt hefur verið með góðum árangri
víða um heim og í mismunandi menn-
ingarumhverfi.
Mikil áhersla er lögð á aðkomu for-
eldra að þessu verkefni og liður þar í
er að allir foreldrar barna sem læra
um Vini Zippýs fá kynningarbækling
um námsefnið, áður en börnin hefja
námið. Þessi bæklingur verður einnig
þýddur á sömu tungumál og Geðorðin
10 – og eins og þau er bæklinginn að
finna á heimasíðunni www.lyd-
heilsustod.is-geðrækt.
Fræðsla um
geðheilbrigði á
átta tungumálum
Guðrún Guðmundsdóttir
skrifar í tilefni af Alþjóða
geðheilbrigðisdeginum
Guðrún
Guðmundsdóttir
» Geðorðin 10 eru einföld ráð en um
leið mikilvægur leið-
arvísir í daglegu lífi.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
MS, verkefnisstjóri
Geðræktar hjá Lýðheilsustöð.
Laugavegur 62
Mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð með sérbílastæði
Opið hús í dag frá kl. 18-20.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herb. 108 fm íbúð á 2. hæð í góðu
steinhúsi í miðborginni. Íbúðin skiptist í hol með 2 fataherb./
skápum, rúmgóða stofu, eldhús/borðstofu með nýlegri sprautu-
lakkaðri innréttingu og nýlegum vönduðum tækjum, nýlega
endurnýjað baðherbergi og 2 rúmgóð herbergi. Skjólgóðar svalir til
suðurs út af hjónaherbergi. Lofthæð í íbúðinni er 2,8 metrar.
Hljóðeinangrandi gler í íbúðinni. Sérbílastæði á baklóð.
Verð 36,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, miðvikudag, frá kl. 18-20.
Gengið inn Vitastígsmegin.
Verið velkomin.
m
b
l 9
17
78
0