Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 29
Elsuleg móðursystir okkar Helga
Kristinsdóttir, eða Dedda eins og vin-
ir og ættingjar hennar kölluðu hana,
hefur kvatt þetta líf, hún andaðist
hinn 18. september síðastliðinn. Þeg-
ar ástvinir kveðja fer hugurinn á flug
og minningarnar hrannast upp.
Við systkinin vorum svo heppin að
fá að kynnast henni Deddu því hún
var systir Ástu móður okkar. Dedda
bjó á Öngulsstöðum með einkadóttur
sinni Guðnýju, hjá afa okkar og
ömmu ásamt þremur af systkinum
sínum.
Það voru okkar forréttindi að fá að
koma í sveitina, hitta þetta elskulega
fólk og fá að kynnast störfunum í
sveitinni.
Mynd af Deddu kemur alltaf upp í
hugann þegar hugurinn er látinn
reika til Öngulsstaða, hvort sem við
hugsum um heimilið, fjósið, fjárhúsið
eða hænsnakofann. Það var hún sem
kynnti okkur dýrin í sveitinni, og hún
bar hag allra fyrir brjósti – bæði
menn og málleysingjar fengu sinn
skerf af elsku hennar og umhyggju. Í
minningunni sjáum við sterka konu
sem gekk glöð til sinna verka. Vinnu-
dagurinn var oft langur en þrátt fyrir
það hafði hún alltaf nægan tíma fyrir
okkur börnin.
Þegar við komum í heimsókn að
Öngulsstöðum hafði maður ávallt á
tilfinningunni að verið væri að taka á
móti þjóðhöfðingjum. Þar var manni
tekið opnum örmum og með bros á
vör og kræsingarnar sem á borð voru
bornar voru eins og í fermingar-
veislu.
Þar voru kleinurnar hennar Deddu
í miklu uppáhaldi því þær voru bestar
en einnig bakaði hún heimsins besta
flatbrauð og við fengum ekki bara að
njóta þess sem börn því eftir að við
urðum fullorðin og stofnuðum okkar
eigin heimili fengum við pakka frá
Deddu með flatbrauði og þá var
veisla.
Við gætum skrifað heila bók um
hana Deddu því minningarnar eru
svo margar og yndislegar en við mun-
um geyma þær í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Við biðjum algóðan Guð að blessa
Guðnýju, Gunter og dætur sem og
aðra ástvini, þeirra söknuður er mik-
ill.
Takk fyrir allt, elsku Dedda, við
þökkum Guði fyrir góða frænku.
Hjarta þitt var hlýtt og gott
hugurinn rór og mildur.
Fas þitt allt bara fagran vott
um fórnarlund og skyldur.
(Valgeir Helgason.)
Systkinin úr Sólvöllunum.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 29
✝ Finnbogi MárÓlafsson er
fæddur í Reykjavík
19. desember 1974.
Hann lést 19. sept-
ember sl. í Nott-
ingham, Bretlandi.
Foreldrar hans
eru Ólafur Ísleifs-
son, fæddur 28.8.
1953, og
Sigríður Rósa
Finnbogadóttir,
fædd 2.1. 1954,
maki Völundur
Þorgilsson, fæddur
24.11. 1945.
Systkini: Sigvaldi Búi Þórar-
insson, sammæðra, fæddur 2.8.
1971, maki Sylvía Erna Ó.
Waage, f. 27.2. 1974,
börn þeirra eru a) Sigríður
Birna Sigvaldadóttir, f. 11.6.
1994, b) Bjarni
Ólafur Sigvalda-
son, f. 18.7. 2003.
Alsystkin eru
Ollý Björk Ólafs-
dóttir, f. 25.2. 1978,
hennar dóttir er
Birta Huld Hauks-
dóttir, f. 17.10.
2000. Eydís Björk
Ólafsdóttir, f. 18.4.
1989. Rósa Signý
Ólafsdóttir, sam-
feðra, f. 2.10. 1999.
Finnbogi átti
eina dóttur, Ölmu
Hrund Hafrúnardóttur, f. 6.8.
1997. Barnsmóðir Hafrún Páls-
dóttir, f. 10.9. 1973.
Minningarathöfn um Finn-
boga Má var haldin í Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ 1. október
sl.
„Here’s to weathered eyes wear-
ing gypsy smiles/lovely ladies and
a million miles.“
Finnbogi var stór hluti af ung-
lingsárunum mínum. Hann var á
föstu með bestu vinkonu minni og
ég með besta vini hans. Við fjögur
vorum stórkostlegur hópur. Þetta
var á þessum tíma sem við töldum
okkur vera meistara alheimsins,
gátum allt og kunnum allt, það var
sjálfsagt að við gætum orðið rokk-
stjörnur og milljónamæringar.
Við upplifðum ótrúleg ævintýri í
þá daga, svo ótrúleg reyndar að ég
finn fyrir efasemdasvip á andliti
fólks þegar ég segi frá þeim. En
þetta gerðist allt og er mér svo
minnisstætt. Við vorum að taka
okkar fyrstu raunverulegu skref út
í lífið og gátum treyst á hina í
hópnum til að aðstoða, hvetja og
styrkja hvert skref. Finnbogi var
sá sem var með stærstu og bestu
hugmyndirnar um framhaldið og
við hin sáum framtíðina sem hann
lýsti í ævintýraljóma. Við áttum af-
skaplega góðar stundir saman og
gátum öll setið fram í morgunsárið
á spjalli um allt og ekkert. Við vin-
konurnar fengum líka nasaþefinn
af því að eiga rokkstjörnur fyrir
kærasta þegar við fórum á tónleika
með hljómsveitinni þeirra. Mikið
vorum við stoltar af því að standa í
salnum og horfa upp til strákanna,
í huga okkar vorum við að horfa á
þá spila fyrir framan 50 þúsund
manns á stærðarinnar tónleika-
svæði. Það sem virðist í dag vera
heil eilífð, voru nokkur yndisleg ár,
en svo kom að því að raunveruleik-
inn ýtti til hliðar stóru draumunum
og við þurftum að takast á við lífið.
Tengslin voru teygð og sambandið
minna. Ég frétti þó alltaf af honum
reglulega í gegnum gamla hópinn,
hann og Justin fluttu út og komu
sér fyrir. Síðast þegar ég sá Finn-
boga þegar hann kom til landsins
hefði ég aldrei þekkt hann, svo
breyttur var hann í útliti frá í
gamla daga, en göngulagið hans
sérstaka gaf til kynna að um engan
annan væri að ræða. Við ræddum
um hversu gaman það væri að hitt-
ast eitthvert kvöldið, bara við fjög-
ur að fara í gegnum gamla tíma og
fá fréttir af hvar við værum stödd í
dag. Hann fór fljótlega aftur út, en
alltaf annað slagið á síðustu árum
hef ég hugsað til þess að í næstu
heimsókn hans hingað heim mynd-
um við gera þetta. Eftir að frétt-
irnar um andlát hans bárust kom-
um við saman eina kvöldstund og
rifjuðum upp þessa gömlu, góðu
daga. Það var afskaplega gott að
geta talað við hin tvö um Finn-
boga, hlegið yfir hlutum sem við
gerðum og grátið yfir því að við
munum aldrei aftur vera órofinn
hópur.
Ég votta hans nánustu alla mína
samúð og kveð draumóramann
mikinn með stórt hjarta.
Elsku vinur, hvíl í friði.
Erna.
Finnbogi Már Ólafsson
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
ANNA LILJA GESTSDÓTTIR
flugfreyja,
Heiðarbakka 1,
Keflavík,
verður jarðsungin í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
4. október kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Ólafs
Sólimanns Lárussonar og barna hans hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum,
sími 421 5331.
Reynir Ólafsson,
Gestur Páll Reynisson, Inga María Vilhjálmsdóttir,
Kristín Guðrún Reynisdóttir, Bjarki Ómarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN HJARTARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugar-
daginn 6. október.
Kristinn Vermundsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Ingibjörg Vermundsdóttir,
Mjöll Vermundsdóttir, Ágúst Atlason,
Drífa Vermundsdóttir, Elías Björn Angantýsson,
Ásmundur Vermundsson, Kristbjörg Magnúsdóttir,
Björk Vermundsdóttir, Eiður Haraldsson,
Jón Vermundsson, Fríða Dóra Júlíusdóttir,
Sunna Vermundsdóttir, Ragnar Ölver Ragnarsson,
Óðinn Vermundsson,
Ottó Helgi Vermundsson, Linda Jónsdóttir,
Jón Marinó Birgisson, Herdís Kjartansdóttir,
Vera Rún Erlingsdóttir, Ásgeir Már Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNLAUGUR ARNÓRSSON,
fyrrverandi aðalendurskoðandi
Seðlabanka Íslands,
Bakkavör 11,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. september.
Útförin fer fram mánudaginn 8. október frá Fossvogskirkju kl 13.00.
Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög.
Sofía Thorarensen,
Eiður Th. Gunnlaugsson,
Örn Gunnlaugsson, Heiðrún Bjarnadóttir,
Sunna Gunnlaugsdóttir, Scott McLemore,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÍVARSDÓTTIR,
Furugerði 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
4. október kl. 13.00.
Sverrir Sighvatsson, Kristín Þórðardóttir,
Haukur Sighvatsson, Valgerður Sigurðardóttir,
Svanlaug Sighvatsdóttir,
Erla Sighvatsdóttir, Sævar Hallgrímsson,
Sigurður Sighvatsson, Þóra Helgadóttir,
Hilmar Sighvatsson, Bryndís Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
ARNA GÍGJA,
er látin.
Davíð Björn Gígja,
Debbie Gígja.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR G. HALLDÓRSSON
rafmagnsverkfræðingur,
áður til heimilis
að Mávanesi 11,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn
4. október kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Magnús Sigurðsson, Kristrún B. Jónsdóttir,
Halldór Sigurðsson, Helga Gunnarsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson,
Svava Sigurðardóttir, Þorsteinn Ragnarsson,
Lilja Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.