Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 52 birtinga á fjórum vöktum. „Þetta var hrikaleg veiði. Við feng- um fimmtán á hverri vakt, þær þrjár fyrstu og sjö á síðustu,“ sagði einn veiðimannanna sem blaðamað- ur hitti á leið úr fljótinu. „Þetta var mikið rígvænn fiskur og fjórtán punda þeir stærstu.“ Félagi hans hafði einnig veitt í hollinu á undan; þá komu 33 á land. „Það er búið að vera fínt hjá okk- ur síðustu vikurnar, mikið af fiski,“ sagði Þórarinn Kristinsson í Tungulæk síðasta veiðidaginn en hann var þá nýbúinn að koma bjartri 14 punda hrygnu í klak- kistu. Birtingurinn gekk þá í læk- inn af kappi. LAXVEIÐINNI lauk um helgina en leyft er að veiða í Rangánum til 20. október. Var veiðin í ánum frábær fram á síðasta dag og á drjúgan hlut í því að þetta er þriðja besta laxveiðisumarið á landinu frá upp- hafi talninga. Áætlar Veiðimála- stofnun að veiðin verði alls um 50.000 laxar. Rúmlega 7.500 laxar veiddust í Eystri-Rangá, sem er met í ís- lenskri á, en 6.377 laxar í Ytri- Rangá sem einnig er frábær árang- ur. Jóhannes Hinriksson, veiðivörð- ur við Ytri-Rangá, sagði 30 til 40 laxa hafa verið að veiðast á dag undir þar síðasta og stundum mun betur. „Síðustu dagarnir voru rosa- legir. Einn daginn í vikunni veidd- ust 49 laxar á fjórar stangir.“ Mörg svæðin í Ytri-Rangá gáfu vel af sér í sumar. Veiðisvæðið sem kennt er við Gutlfossbreiðu og er ofan við Árbæjarfoss, gaf yfir 600 laxa á aðeins tvær stangir. Þar var iðulega mok. Hollið fékk 52 sjóbirtinga Sjóbirtingsveiðinni lauk einnig um helgina. Birtingurinn var seinn til í ár en síðustu hollin veiddu víða vel. Þannig fékk eitt af lokaholl- unum í Tungufljóti í Skaftártungu „Hrikaleg veiði – við fengum fimmtán á hverri vakt“ Morgunblaðið/Einar Falur Haustlitaveiði Guðmundur Guðjónsson glímir við átta punda sjóbirting í Geirlandsá á dögunum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ álit lögreglunnar að framboð á e-töflum sé að aukast byggist annars vegar á því gríðarlega magni af e- töflum og e-töfludufti sem var hald- lagt í Pólstjörnumálinu svokallaða á Fáskrúðsfirði og hins vegar á e- töflum sem lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur lagt hald á undan- farna daga og vikur. Bæði þessi at- riði hafa síðan styrkt þann orðróm og þær upplýsingar sem lögreglunni hafa borist um að framboðið hafi aukist. Þetta kom fram í máli Karls Stein- ars Valssonar, yfirmanns fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, á blaðamannafundi sem lögreglan boðaði til í gær. Í Pólstjörnumálinu fundust um 1.800 e-töflur og um 14 kíló af e- töfludufti. Karl Steinar sagði að eftir hefði verið að þrykkja töflur úr duft- inu og að enn væri óljóst hversu margar töflur fengjust með því móti. Það væri þó ljóst að búa mætti til tugþúsundir taflna úr duftinu og smyglararnir augljóslega talið að markaður væri fyrir hendi. Á árunum 1995-1996 var talað um e-töflufaraldur en eftir það dró tíma- bundið úr neyslunni. Að sögn Karls Steinars eru nú teikn á lofti um að neyslan sé að taka annan kipp og ekki væri ástæða til að bíða með við- varanir. „Við teljum að reynslan af e-töflunni sé með þeim hætti að við teljum fulla ástæðu til að vara við neyslu,“ sagði hann. Þá hvatti hann fólk til að hafa samband við lögreglu í gegnum Fíkniefnasímann, 800- 5005, viti það um fíkniefnamál. E-taflan er með hættulegustu fíkniefnum og þótt það sé ekki ýkja algengt getur ein tafla valdið dauða. Matthías Halldórsson landlæknir benti á að fyrir hina sem lifa væru áhrifin hættuleg, t.a.m. fylgdi dep- urð og þunglyndi gjarnan neyslu á e- töflum. Fíkniefnamál styðja upplýsingar um aukið framboð á e-töflum Ljósmynd/Lögreglan Sölumennska E-töflur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á undanfarið hafa einkum verið af þessum tveimur gerðum. Þeir sem gleypa óþverrann komast í lífshættu, fyllast depurð, þunglyndi og kvíða. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu telur vísbendingar um aukið framboð á e-töflum. Markhópurinn er ungt fólk, einkum á aldr- inum 16-20 ára. LÖGREGLUMENN hafa töluverðar áhyggjur af því sem fram fer í svo- nefndum salapartíum sem hafa rutt sér til rúms að undanförnu og líkja þeim við svokölluð „rave“ en það voru samkomur sem voru spyrtar saman við mikla e-töfluneyslu á síðasta ára- tug. Eiður Eiðsson, lögreglufulltrúi í forvarnardeild, sagði að í menntaskól- um væri rætt um að salapartíin hefðu leyst rave-partíin af hólmi og að þeim væri að fjölga. Salapartí nefnist það þegar ung- menni leigja sal, gjarnan með ein- hvern fullorðinn sem lepp og plata leigusalann með því að segja að til standi að fagna afmæli. Síðan sé hald- ið unglingapartí og rukkað inn, oft einungis til að hafa upp í leigu á saln- um. „Síðan er bara skemmt sér á fullu,“ sagði Eiður. Ómögulegt væri að segja til um hvort fíkniefnaneysla væri meiri á slíkum samkomum en öðrum en það væri hins vegar ljóst að markhópur þeirra sem selja e-töflur sækti hin eftirlitslausu salapartí. Fíkniefnaþurrð Erfitt er að segja til um ástæður þess að e-töfluneysla fari vaxandi og það er t.a.m. ekki raunin í Kaup- mannahöfn, að því er Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar- innar, sagði á blaðamannafundinum í gær. Þá sagði hann að framboð á fíkniefnum hefði ekki verið mikið undanfarna mánuði. „Það er búin að vera þurrð á flestum efnum nema kannski marijúana frá því í sumar.“ Salapartí, rave-partí nútímans? Þurrð á flestum fíkni- efnum frá því í sumar MEST af þeim e-töflum sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur lagt hald á undanfarið er af tveimur gerðum. Annars vegar er um að ræða ryðrauðar töflur sem broskall hefur verið þrykktur í. Töflurnar eru illa gerðar, lausar í sér og minna um margt á gostöflur. Hins vegar hefur lögreglan lagt hald á hvítar töflur með merkinu 007 sem er eins og allir vita dulnefni njósnarans James Bond. Karl Steinar Valsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildarinnar, segir að þessar merkingar séu einkum hugsaðar til að auðvelda sölu og setja töfl- urnar í jákvætt ljós. Þær séu ekki boðnar sem e-töflur heldur sé t.d. spurt: „Viltu kaupa bros eða spæjara?“ „Viltu kaupa bros eða spæjara?“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÆKNAMISTÖK á læknastofum utan veggja Landspítalans eru ekki á ábyrgð hans, þótt í hlut eigi læknar sem einnig starfa á spítalanum, að mati Magnúsar Péturssonar, for- stjóra Landspítalans, vegna máls Jens Kjartanssonar, yfirlæknis lýta- lækningadeildar, sem dæmdur var til greiðslu skaðabóta fyrir læknamistök í Héraðsdómi Reykjavíkur í desem- ber síðastliðnum ásamt Valdimar Hansen svæfingarlækni. Málið sner- ist um konu sem fór í brjóstastækk- unaraðgerð en varð fyrir heilsutjóni, m.a. alvarlegum heilaskaða, þegar hjarta hennar stöðvaðist í miðri að- gerð með þeim afleiðingum að súrefn- isflutningur til heila hætti. Héraðs- dómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu verið gerð við svæfingu og endurlífgun og voru konunni dæmdar 23 milljónir krónur í bætur. Forstjóri Landspítalans hefur fengið bréf þar sem þeirri skoðun er lýst að það sé ábyrgð Jens og stjórn- enda spítalans að hann láti af störfum sem yfirlæknir. Dómi unað en sök ekki viðurkennd Málinu var ekki áfrýjað til Hæsta- réttar af hálfu Sjóvár-Almennra sem fór með forræði málsins fyrir dómi sem tryggingafélag Jens. Að sögn Þóru Hallgrímsdóttur, aðallögfræð- ings félagsins, var málið stórt og erf- itt. Ákveðið hafi verið að una dómi héraðsdóms og greiða bæturnar, án þess þó að viðurkennd væri sök Jens og skaðabótaábyrgð hans. Þá mat fé- lagið það svo að erfitt yrði að sækja málið fyrir Hæstarétti, sérstaklega með tilliti til þess að í héraðsdómi voru sérfróðir meðdómsmenn sem tóku afstöðu gegn stefndu. Magnús Pétursson tekur sérstak- lega fram að fyrrnefnt bréf sé ekki undirritað og sé það af þeim sökum vafasamt, en bréfið er undirritað af velunnurum LSH. Telur Magnús þar að auki að læknamistökin séu ekki spítalanum viðkomandi og þau séu ekki á ábyrgð spítalans. Um stöðu læknisins og þá spurn- ingu hvort gott sé fyrir spítalann að vera með lækna sem hafa verið dæmdir fyrir mistök, segir hann spít- alann ekki hafa neinar almennar línur í slíkum málum, þótt hann segist eigi að síður hugsi vegna málsins. „Það hlýtur að rýra mannorð þeirra [lækna], en spítalinn getur ekki dæmt menn á forsendum annarra. Við hljót- um að dæma menn á okkar forsend- um og um það eru dæmi. En ég mun skoða þetta bréf.“ Félag lýtalækna hélt fund í gær þar sem málið kom til umræðu. Nýtur Jens fyllsta traust félagsins sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Staða læknisins óbreytt á LSP Mistökin koma spítalanum ekki við Í HNOTSKURN »Í lýtaaðgerðinni sem gerðvar 2001 í Læknahúsinu hf. í Domus Medica varð konan fyrir alvarlegum súrefnisskorti í svæf- ingu með þeim afleiðingum að hún varð fyrir heilsutjóni. »Heilsutjón konunnar var rak-ið til mistaka við svæfingu hennar og endurlífgun sem fylgdi í kjölfarið. »Sjóvá-Almennar voru meðforræði með málarekstrinum og ákvað að áfrýja ekki til Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.