Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 15
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„BARÁTTAN um hráefnið á fisk-
mörkuðunum hefur harðnað upp á
síðkastið, samkeppnin er orðin meiri.
Fleiri vinnslur, sem eiga aflaheimild-
ir, hafa nú komið inn á markaðinn til
að kaupa. Sú breyting hefur reyndar
átt sér stað síðustu fjögur til fimm ár-
in,“ segir Grétar Finnbogason, annar
eigenda Hafgæða, í samtali við Verið.
Hafgæði eru stærsti framleiðandi á
ferskri ýsu frá Íslandi.
„Framboðið í ýsunni hefur reyndar
aukizt eða staðið í stað, en það eru
fleiri um hituna. Framboð á þorski
hefur hins vegar minnkað mikið, sér-
staklega í haust og því eru aðilar, sem
voru að vinna þorsk, nú komnir yfir í
ýsuna. Þar má til dæmis nefna Topp-
fisk, sem er einn stærsti kaupandinn
á fiskmörkuðunum. Verðið hefur svo
hækkað töluvert í kjölfarið. Í ofaná-
lag hefur dollarinn lækkað mikið og
það gerir okkur enn erfiðara fyrir,“
segir Grétar.
Gengið breytir miklu
En hvert fer fiskurinn?
„Við höfum verið með 70% fram-
leiðslunnar fyrir markaðinn í Banda-
ríkjunum en 30% fyrir brezka mark-
aðinn. Áður fyrr var lítið keypt af ýsu
inn á markaðina í Evrópu, en það hef-
ur nú breytzt vegna minnkandi fram-
boðs á þorski. Nú eru menn til dæmis
að flytja ýsuhnakka í stórum stíl til
Frakklands. Það var ekki áður.
Markaðirnir austan hafs og vestan
eru ólíkir. Fyrst vorum við aðallega
að flytja afhreistruð ýsuflök til
Bandaríkjanna, en nú er þetta mest
orðið roð- og beinlaust, en heil flök.
Þessi útflutningur hefur hins vegar
dregizt stórlega saman vegna hins
lága gengis á dollar og aukins fram-
boðs á ýsu við austurströnd Banda-
ríkjanna. Samdrátturinn er gífurleg-
ur enda erum við illa samkeppnisfær-
ir í verði. Það eru rúmlega tveir
dollarar í pundinu núna og það er
mikil breyting á gengi dollars gagn-
vart pundi.
Austurströndin er að segja má eina
markaðssvæðið fyrir ýsuna vestan
hafs. Það var talað um það áður að
ýsa væri bara borðuð á Íslandi, í
Bretlandi og af Bretum búsettum í
Bandaríkjunum. Ýsan þar fer bæði í
verzlanir og veitingahús, en það hef-
ur þó minnkað í verzlanirnar vegna
verðs. Verzlanakeðjurnar voru
stærstu kaupendurnir, en verðið er
að verða of hátt fyrir þær. Við höfum
orðið að hækka verð allverulega inn á
Bandaríkin, og það hefur á móti dreg-
ið úr sölunni. Til að mæta þessu höf-
um við aukið framleiðsluna fyrir
brezka markaðinn þar sem gengi
pundsins er mun hagstæðara. Mér
sýnist að svona verði þetta áfram
meðan dollarinn er svona veikur
gagnvart pundi og evru.
Þá leitar ferski fiskurinn meira inn
á markaðina í Evrópu. Mest af unn-
um flökum og flakastykkjum frá Ís-
landi fer í stórmarkaði þar.“
Hvernig lízt þér á þróunina á þessu
fiskveiðiári eftir niðurskurðinn á
þorskkvótanum?
„Ég held að mestu áhrifin komi
ekki fram fyrr en í vor. Þá er hætta á
að verulega hafi dregið á þorskkvót-
ann og þá verður ekki hægt að veiða
ýsuna vegna meðafla í þorski.
Menn leggja sig auðvitað meira eft-
ir ýsunni núna þannig að þrátt fyrir
erfitt tíðarfar höfum við ekki fundið
fyrir svo miklum samdrætti ennþá.
Spurningin er hvað gerist þegar líður
á árið. Þetta gæti leitt til þess að það
verði mikill hráefnisskortur fyrir
ferskfiskvinnslur næsta sumar, bæði í
þorski og ýsu. Fyrsta val fyrir okkar
viðskiptavini er línuýsa og hana er
erfitt að veiða þannig að lítið af þorski
komi með. Áður var ýsan meðafli með
þorskinum, en nú reyna sjómenn að
snúa þessu við.
Það er mjög slæmt fyrir markað-
inn, þegar miklar sveiflur eru í fram-
boði og jafnvel líkur á þurrð. Um leið
verður verðið það hátt að það liggur
við að við verðleggjum okkur út af
markaðnum. Þá er hætta á að fisk-
urinn detti út af matseðlinum hjá fólki
og erfitt verði að komast inn aftur án
þess að lækka verðið mikið. Það er
vissulega ástæða til að hafa áhyggjur
af þessu. Ef þorskurinn og ýsan
hverfa af markaðnum geta komið aðr-
ar tegundir inn eða að menn venjist af
því að borða fisk. Hvort tveggja er
jafnslæmt.“
Afnám álagsins slæmt
„Verð á ferskum fiski hefur hækk-
að mjög mikið í Bretlandi síðustu
fjögur árin. Við upplifum það með
þeim aðilum, sem við erum að vinna
með, að verzlunum hefur fjölgað en
salan staðið í stað. Það er vísbending
um að farið sé að hægja á þeirri miklu
söluaukningu sem hefur verið á fersk-
um fiski undanfarin ár. Sjávarútvegs-
ráðherra gerði okkur líka óleik með
því að taka útflutningsálagið af gáma-
fiskinum sem ekki var vigtaður hér á
landi áður en hann var fluttur út. Það
er töluvert flutt út af óunnum fiski í
gámunum og hann er seldur á sömu
mörkuðum í samkeppni við ferskfisk
framleiddan á Íslandi. Íslensk fisk-
vinnsla verður af virðisaukningunni
af þessari framleiðslu ofan á þorsk-
afla niðurskurðinn.“
En hefur ekki verið búið þannig um
hnútana að þið getið boðið í þennan
fisk áður en hann fer utan?
„Það er verið að þróa slíkt sölu-
kerfi. Það heitir Fjölnet og þar býðst
mönnum að setja í sölu fisk sem til
stendur að flytja út í gámum.
Lítil reynsla er komin á þetta enn-
þá en seljandi getur sett og krafist
lágmarksverðs og kvaðir um að allur
farmurinn seljist, þetta getur virkað
sem hindrun fyrir því að ákveðnar
tegundir seljist og þá farmurinn allur.
Við hefðum frekar viljað að allur fisk-
ur sem ætti að flytjast út óunninn
væri vigtaður og boðinn upp á Íslandi
í gegnum íslenzka fiskmarkaði. Það
myndi jafna samkeppnina um þetta
hráefni, því við getum ekki boðið í
hann eftir að hann hefur verið fluttur
út.
Við erum mest að vinna eins og
tveggja daga gamlan fisk og 80% er af
línu. Sumir viðskiptavinir eru með þá
kröfu að fiskurinn sé veiddur á króka,
en við verðum líka að nota ýsu veidda
með öðrum veiðarfærum t.d. snurvoð,
sérstaklega þegar loðnan gengur yfir.
Þá veiðist ýsan illa á línuna.“
Veiðisvæði og veiðarfæri
Hvaða kröfur gera viðskiptavinir
um rekjanleika og umhverfismerk-
ingar?
„Sumir kaupendur fara fram á
rekjanleika og vilja þá vita um veiði-
svæði og veiðarfæri. Þetta á þó
kannski aðallega um veiðisvæði, því
sums staðar er meira af hringormi en
annars staðar og auðvitað vilja menn
forðast orminn. Þeir markaðir sem
borga betur leggja líka meiri áherzlu
á línuveiddan fisk, en við höfum rekið
okkur á það að þegar vantar fisk,
skiptir veiðafærið ekki öllu máli. Hug-
takið umhverfisvænar sjálfbærar
veiðar skiptir máli við markaðsetn-
ingu og verðlagningu. Það virðist
skipta meira máli í Bretlandi en á
meginlandinu. Ég sé ekki að um-
hverfismerkingin margumtalaða
skipti miklu máli. Þessi umræða kem-
ur upp af og til, en hún virðist ekki
rista mjög djúpt. Það væri þá frekar
að Íslendingar sjálfir reyndu að fá sitt
eigið umhverfismerki viðurkennt.
Það hefur tekizt þokkalega að skapa
þá ímynd að hér séu stundaðar sjálf-
bærar og vistvænar veiðar. Sú ímynd
slaknaði reyndar nokkuð þegar
ákveðið var að skera þorskkvótann
niður um 60.000 tonn. Álit Breta á
okkar var að þetta væru sjálfbærar
veiðar og ívilnun fyrir línuveiðar
skipti þá líka máli, það að við íviln-
uðum krókaveiðum.
Umræðan var okkur í hag og menn
fyrirgáfu okkur jafnvel hvalveiðarn-
ar. En svo kom þorskskerðingin og þá
vöknuðu ýmsar spurningar. En á
heildina litið hefur íslenzkur sjávar-
útvegur á sér gott orð. Því mætti fara
þá leið að auka ívilnun fyrir umhverf-
isvænar veiðar meira en nú er gert.
Það væri jákvætt fyrir okkur til að
geta fengið hærra verð í framtíðinni.“
Engir teljandi keppinautar
Hverjir eru helztu keppinautarnir
á erlendu mörkuðunum?
„Samkeppnin vestan hafs felst í
lágu verði á fiski sem veiddur er við
austurströnd Bandaríkjanna og
háum kostnaði við að fljúga fiski
þangað. Í Bretlandi sjáum við um að
skaffa ýsu í verzlunarkeðju sem heitir
Waitrose. Viðskiptin við hana fara
fram í gegnum útflutningsfyrirtækið
Danica og Sealord í Bretlandi sér um
dreifingu.
Við höfum ekki fundið fyrir sam-
keppni frá Noregi en trúlega finna
þeir sem sinna lágvöruverðsverzlun-
um frekar fyrir slíkri samkeppni.
Norðmönnum hefur enn ekki tekizt
eins vel upp í gæðum eins og Íslend-
ingum. Það virðist vera erfiðara að
kom fiskinum frá Norður-Noregi og
einnig hamlar skipulagið á veiðum
Norðmanna viðskiptum sem byggjast
á að skaffa ferskan fisk allt árið. Þeir
taka megnið af sínum fiski á vertíð og
þess á milli er ekkert að hafa frá þeim.
Bretunum hefur því hugnazt betur að
eiga viðskipti við Íslendinga, því við
höfum getað boðið þeim fisk flesta
daga ársins. Stöðugleiki í afhendingu
ræður þarna úrslitum.“
Fiskmarkaðirnir mikilvægir
„Fiskmarkaðirnir ráða þarna úr-
slitum. Fiskmarkaðirnir með starfs-
stöðvar hringinn í kring um landið
hafa náð að jafna framboð og þar með
áreiðanleika í afhendingu. Með til-
komu þeirra gátu menn farið að róa
allan ársins hring og fá gott verð fyrir
fiskinn allt árið. Nú er alltaf bæði
framboð og eftirspurn eftir fiski og
þetta hefur líka jafnað út fiskverð.
Það er orðið hvað hæst á sumrin, öf-
ugt við það sem áður var. Með því að
bjóða upp á fiskinn allt árið hafa
menn getað byggt upp þann áreiðan-
leika, sem þarf til að komast inn í
verzlanakeðjur sem eru tilbúnar til að
greiða hátt verð og jafna afsetningu.
Það hefur svo leitt til þess að ís-
lenzkir sjómenn fá jafnan mjög hátt
verð fyrir fiskinn á fiskmörkuðunum.
Við erum að fá eitt hæsta verðið á
mörkuðunum ytra enda veitir ekki af,
því það kostar 140 krónur á hvert kíló
að flytja fisk með flugi til Bretlands
og 150 krónur til Bandaríkjanna,“
segir Grétar Finnbogason.
Vinnslan Guðmundur Birgisson er eigandi Hafgæða ásamt Grétari. Hér
tekur hann til hendinni í vinnslunni.
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
Ýsan Fiskurinn flýgur út. Grétar Finnbogason með kassa af ýsuflökum til-
búna til útflutnings
Baráttan um hráefnið harðnar
Hafgæði eru stærsti framleiðandi lands-
ins á ferskri ýsu á erlenda markaði
Í HNOTSKURN
»Hafgæði byrjuðu á innan-landsmarkaði 1990 og fóru
svo að flaka í flug 1993 og
hafa verið í því síðan. Fiskinn
flytur fyrirtækið út til Banda-
ríkjanna og Bretlands.
»Fyrirtækið vinnur aðeinsýsu og allt unnið ferskt,
ekkert í frost. Framleitt var úr
3.500 tonnum af heilli ýsu í
fyrra.
»Ýsan er svo til öll keypt áinnlendum fiskmörkuðum,
en smávegis í föstum við-
skiptum. Verðið er hátt.
Stórar dælur - Litlar dælur
Góðar dælur - Öruggar dælur
Úrval af dælum
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf