Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Símsvörun Starfskraftur óskast til starfa við símsvörun á Sendibílastöð í Reykjavík. Ráðningartími er 1. nóvember 2007 - 1. október 2008. Upplögð vinna fyrir þá sem eru í fjarnámi eða öðru slíku. Vinnutími er um 6 tímar á dag og unnið er ein- hverja laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 553-5128 kl. 10-13 virka daga. Raðauglýsingar Félagsstarf Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi verður haldinn miðvikudaginn 31. október 2007 kl. 17.30 í félagsheimili sjálfstæðismanna, Álfabakka 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 1. nóvember 2007 kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Eva VE-51 (skipaskrárnúmer 6707), 50% eignarhl. gþ., þingl. eig. Guð- laugur Valgeirsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi. Foldahraun 39, 218-3446, þingl. eig. Gunnar Jónsson, gerðarbeið- endur Kaupþing banki hf. og Ríkisútvarpið. Heiðarvegur 35, 218-3774, 50% eignarhluti gþ., þingl. eig. Unnur Ragnh. Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf. Heiðarvegur 61, 218-3817, þingl. eig. Jón Eysteinn Ágústsson, gerðar- beiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúðalánasjóður, Trygginga- miðstöðin hf. og Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 66, 218-4428, þingl. eig. Sigríður Kristinsdóttir, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður. Skólavegur 45, 218-4616, þingl. eig. Svitlana Balinska, gerðarbeiðend- ur Íbúðalánasjóður, Tryggingamiðstöðin hf. og Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. október 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á eigninni sjálfri sem hér segir: Markarland 16, Djúpavogi, 217-9481, þingl. eig. Rósa Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., þriðjudaginn 30. október 2007 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 23. október 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Búðareyri 6, Fjarðabyggð, 224-3466, þingl. eig. Hótel 730 ehf., gerðarbeiðandi Fjarðabyggð, mánudaginn 29. október 2007 kl. 14.30. Hafnarbraut 2, Fjarðabyggð, 216-9103, þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Íbúðalánasjóður, mánudaginn 29. október 2007 kl. 10.00. Strandgata 21, Fjarðabyggð, 217-0393, þingl. eig. Andri Fannar Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kaupþing banki hf., mánudaginn 29. október 2007 kl. 13.00. Strandgata 45, Fjarðabyggð, 216-9677, þingl. eig. Dúkás ehf., gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Ræsir hf., Sparisjóður Norðfjarðar og Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, mánudaginn 29. október 2007 kl. 10.30. Strandgata 61, e.h. Fjarðabyggð, 222-4989, þingl. eig. Sölvi Þór Birg- isson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi, þrotabú Sölva Þórs Birgissonar og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 29. október 2007 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 23. október 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 31. október 2007 kl. 14.00: Illugagata 10, 218-4235, þingl. eig. Helga Björk Óskarsdóttir og Páll Viðar Kristinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. október 2007. Til sölu Bókamarkaður og útsala 50% afsláttur Árlegur bókamarkaður okkar stendur yfir í öllum greinum. Tugþúsundir bóka á frábæru verði. útsölunni lýkur nk. föstudag. Bókin hf. Klapparstíg 25-27, Reykjavík, sími 552 1710 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Skipholt 11 - 13 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Skipholti 11 – 13 þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja við núverandi hús og á lóðinni og ofan á það um 3 inndregnar hæðir. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að skilgreindir eru bygg- ingareitir og byggingarheimildir innan þeirra eftir hæðum. Heildarhæð hússins er heimil fimm hæðir, s.s. núverandi hús ásamt þremur hæðum ofan á. Hæðirnar sem byggja má ofan á skulu vera inn- dregnar. Á annarri og þriðju hæð verði heimilt að byggja svalir og/eða sólstofur allt að tvo metra fram fyrir byggingareit og á fjórðu hæð að byggja sól- stofur og skjólþök fram að brún þriðju hæðar Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Stóragerði 42 - 46 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reita 1.806 og 1.807 sem afmarkast af Álmgerði, Háaleitisbraut, Bústaðavegi og Espigerði, vegna lóðanna að Stóra- gerði 42 – 44. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóðinni verði heim- ilt að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með allt að fjórtán íbúðum auk kjallara þar sem efsta hæðin er rishæð eða inndregin þakhæð. Allir hlutar byggingar skulu vera innan byggingareits nema sorpskýli sem má setja utan byggingareits Stóragerðismegin. Gera skal ráð fyrir a.m.k. einu bílastæði neðanjarðar og einu ofanjarðar fyrir hverja íbúð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Lækjarmelur 1 Tillaga að breytingu á skilmálum í deiliskipulagi Esjumela. Tillagan gerir ráð fyrir að sérskilmálar sem giltu fyrir lóðina að Lækjarmel 1 falla niður og almennir skil- málar svæðisins taki gildi í staðinn. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Álfabakki 8 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjóddarinnar vegna lóðarinna að Álfabakka 8 þar sem áður var m.a. gert ráð fyrir félagsmiðstöð. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að lóð og byggingareitur eru stækkaðir til suðurs og austurs og einnig er felld niður kvöð um göngustíg meðfram húshlið mót suðri. Gert er ráð fyrir að bíósalir sem eru í nið- urgröfnum kjallara verði færðir upp og rýmið útbúið fyrir veitingaaðstöðu ásamt keilusal og fleiru. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 24. október 2007 til og með 7. desember 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 7. des- ember 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 24. október 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagslíf I.O.O.F. 9  188102481/2 I.O.O.F. 7.  18810247½  I.* I.O.O.F. 18  18810248  Gk. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hlutastarf Karlmaður óskar eftir ,,svartri vinnu”, er tæknimenntaður á rafeinda- og tölvusviði. Margt annað kemur til greina, hef mjög víðtæka reynslu. Vinnutími samkomulag. Áhugasamir sendið póst til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merkt ,,Hlutastarf - 20815.” GARÐYRKJUFÉLAG Ís- lands og Skógræktarfélag Íslands efna til sameiginlegs fræðslufundar þar sem fjallað verður um: Tré og runna að breyttum veð- urfars- og ræktunarskil- yrðum og kynbætur og framboð á réttu erfðaefni. Fyrirlesarar eru Að- alsteinn Sigurgeirsson skóg- fræðingur – Aðlögun teg- unda að breyttum ræktunarskilyrðum – og Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur – Kynbætur og framboð á réttu erfðaefni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. október í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefst fyrirlesturinn kl. 20. Að- gangseyrir er kr. 500. Garð- yrkjufélag Íslands og Skóg- ræktarfélag Íslands hafa gert með sér samkomulag um að efna til samstarfs með það að markmiði að auka fræðslu, menntun og áhuga á sviði garðyrkju, trjáræktar, skógræktar og umhverfisskipulags og er þessi fræðslufundur fyrsta sameiginlega verkefni félag- anna, segir í fréttatilkynn- ingu frá félögunum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunum www.gardur- inn.is - www.skog.is Fræðslufundur um tré og runna FRÉTTIR Einn læknir og einn tannlæknir Í fyrirsögn fréttar Morg- unblaðsins í gær um meint misferli svæfingalæknis og tannlæknis sagði að lögregla rannsakaði tvo lækna. Þar sem læknir er lögverndað starfsheiti sem tannlæknar falla ekki undir, var fyr- irsögnin röng. Beðist er vel- virðingar á þessum mistök- um. Lessing í Þjóð- arbókhlöðunni Breyting hefur orðið á stað- setningu fyrirlestrar Sigfríðar Gunnlaugsdóttur Að hafa tögl- in og hagldirnar: Doris Less- ing og femínisminn sem fjallað var um í dagbókarviðtali á þriðjudag. Fyrirlesturinn verður ekki fluttur í hátíðarsal HÍ eins og áður var auglýst, heldur í fyrirlestrasal Þjóð- arbókhlöðu kl. 12. LEIÐRÉTT ICELAND Model United Na- tions (IceMUN) mun standa fyrir ráðstefnu dagana 24.– 28. október. Ráðstefnan hefst með opnunarhátíð kl. 13 í dag í Háskóla Íslands. Ráðstefnan er opin öllum háskólanemum hvaðanæva að úr heiminum og er búist við nokkrum erlendum þátt- takendum. IceMUN mun á ráðstefnu sinni, með stuðn- ingi Félags Sameinuðu þjóð- anna og í samstarfi við Há- skóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, setja upp tvö lík- ön eða sviðsetningar af ör- yggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Í fréttatilkynningu segir að umfjöllunarefnin verði annarsvegar Kosovo og hins- vegar deilan um sjávarbotn Norðurheimskautsins. Þátt- takendur fá einstaka innsýn inn í heim alþjóðastjórnmála og eru viðlíka ráðstefnur haldnar reglulega víða um heiminn. Ráðstefnan verður sett á degi Sameinuðu þjóð- anna og verður boðið upp á sérstaka fyrirlestradagskrá við upphaf hennar sem verð- ur opin almenningi. IceMUN ráðstefna AÐALFUNDUR um Kaupmannahafnarsamninginn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík miðvikudag og fimmtudag 24.-25. október. Samningurinn snýr að gagnkvæmu samstarfi Norður- landanna um viðbrögð við meiriháttar mengunaróhöppum á sjó er stafa af olíu og öðrum efnum og vinna að því að vernda tiltekin hafsvæði gegn hugsanlegum mengunaróhöppum. Samningurinn er trygging fyrir því að utanaðkomandi aðstoð berist þegar svo stór mengunaróhöpp verða að einstök ríki geta ekki ráðið við þau upp á eigin spýtur. Samningurinn tek- ur til innsævis, landhelgi, landgrunns og efnahagslögsögu að- ilanna. Á fundinum verður m.a. rakið hvernig staðið var að meng- unarvörnum við strand Wilson Muuga við Hvalsnes í desem- ber sl. og Norðmenn segja frá aðgerðum vegna strands flutn- ingaskipsins Servers í janúar á þessu ári, segir í frétta- tilkynningu. Kaupmannahafnarsamningurinn var staðfestur 1998. Sjá nánar: www.umhverfisraduneyti.is/althjodlegt- samstarf/samningar/nr/120 Norrænt samstarf gegn mengun sjávar NÆSTA rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið nk. fimmtu- dag, 25. október, í húsi Sögufélagsins, Fischer- sundi 3, kl. 20. Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur flytur erindi sem hún nefnir: Íslands- Freyja. Í fréttatilkynningu segir m.a. að í fyrirlestri sínum hyggist Ingunn sýna fram á að norskur uppruni margra landnámsmanna og þeir atburðir sem áttu sér stað í tengslum við kristni- boð á Íslandi og kristnitök- una á Þingvöllum bendi sterklega til þess að átrún- aður á gyðjuna Freyju hafi verið meiri hér á landi en menn hafa til þessa al- mennt talið. Heimasíða félagsins er: www.islensk.fraedi.is. Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.