Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 2
ÚRKOMA hefur verið óvenju mikil það sem af er októ- ber, að sögn Veðurstofunnar. Aðeins einu sinni áður hefur úrkoma fyrstu 23 daga mánaðarins mælst meiri í Reykjavík en það var 1936. Samanlögð úrkoma í sept- ember og það sem af er október er orðin tæpir 300 mm í Reykjavík. Mikilli úrkomu er spáð næstu daga. Úrkoman að nálgast met Morgunblaðið/RAX 2 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞAÐ hefur eng- in kúvending orð- ið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráð- herra þegar hann var spurður hvort afstaða stjórn- valda hefði breyst til innflutnings mjólkurkúa af er- lendu kyni. „Það eina sem gerst hefur er að Landssamband kúabænda hefur kynnt skýrslu sem það lét vinna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í henni er dregið fram að það gæti lækkað kostnað við mjólkurfram- leiðslu að taka upp annað kúakyn. Ég hef einfaldlega sagt að þetta sé mál af því tagi sem þurfi umræðu við. Það eru fleiri hliðar sem þarf að skoða. Mér finnst ekki að menn eigi að hrapa að einhverri niðurstöðu áð- ur en sú umræða fer fram. Mér finnst að bændur eigi rétt á að geta rætt þessi mál út frá sínum forsend- um,“ sagði Einar. Hann sagði ekki tímabært fyrir sig að tjá sig um hvenær komi að því að taka afstöðu til þessa máls. Hann minnti á að á sínum tíma hefði farið fram atkvæðagreiðsla meðal bænda um hvort taka ætti upp nýtt kúakyn. Þar var því hafnað með miklum meirihluta og málið lagt til hliðar. Skýrsla starfshóps um nýtt kúa- kyn, sem nú er rædd meðal bænda, segir að ávinningur bænda af því að skipta um kúakyn geti verið 800- 1.250 milljónir á ári. | Miðopna „Engin kúvending“ Landbúnaðarráðherra telur þörf á meiri umræðu um innflutning nýs mjólkurkúakyns áður en ákvörðun er tekin Í HNOTSKURN »Niðurstöður benda til þessað sænskar rauðar og hvítar kýr yrðu hagkvæm- astar. »Auknar afurðir, minni veik-indi kúa og minni vinna við mjaltir skila meiri arði. »Skýrslan er nú rædd áfundum Landssambands kúabænda víða um landið. Einar K. Guðfinnsson Morgunblaðið/RAX Kýr Ný skýrsla bendir til verulegs ávinnings af því að skipta um kúakyn. GEIR H. Haarde forsætisráðherra heldur í opinbera heimsókn til Ítalíu á morgun, fimmtudaginn 25. októ- ber. Þar mun hann samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins eiga fund með Romano Prodi, forsætisráð- herra landsins, þar sem þeir munu meðal annars ræða samskipti land- anna, viðskipti og ýmis önnur al- þjóðamál. Forsætisráðherra, ásamt eigin- konu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur og fylgdarliði, munu ganga á fund Benedikt XVI páfa fyrir hádegi á föstudag. Að því búnu mun forsætisráð- herra ávarpa fund ítalsk-íslenska verslunarráðsins ásamt Emmu Bon- ino, utanríkisviðskiptaráðherra Ítal- íu. Forsætisráðherra mun einnig nota tækifærið til þess að kynna sér starfsemi FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Heimsókn Geirs H. Haarde for- sætisráðherra til Ítalíu mun standa fram til sunnudags en þá mun hann halda til Noregs á þing Norður- landaráðs. Forsætisráðherra fer á fund páfa Heldur í heimsókn til Ítalíu á morgun Benedict páfi XVI Geir H. Haarde ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra og Purnomo Yusgian- toro, ráðherra orku- og námumála í Indónesíu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitavinnslu. Í samstarfinu mun m.a. felast þjálfun, rann- sóknir, hagkvæmniathuganir og samvinna um boranir vegna jarð- hitanýtingar. Í ferðinni er m.a. rætt um samvinnu milli jarðhita- deildar indónesíska orkufyrirtæk- isins Pertamina og Reykjavík Energy Invest, að því er segir í fréttatilkynningu frá REI. Í gær átti Össur einnig fundi með Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, og orkumála- ráðherra, iðnaðarráðherra og ráð- herra sjávarútvegsmála í landinu. Össur sagði í samtali við mbl.is að Indónesar hefðu einnig áhuga á samstarfi við Íslendinga um ál- framleiðslu og þróun fiskveiða ut- an grunnsævis. Samstarf um þjálfun, rann- sóknir og boranir í Indónesíu Ljósmynd/REI Samstarf Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Purnomo Yusgian- toro, ráðherra orku- og námumála í Indónesíu, undirrituðu yfirlýsinguna. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HALDA þarf hluthafafundi um sam- runa Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest, að minnsta kosti í öðru félaginu, ef ekki báðum. Þegar tvö félög, hlutafélög eða einka- hlutafélög, renna saman er í skilningi laga um einkahlutafélög litið á annað félagið sem yfirtökufélag og hitt sem hið yfirtekna félag og segja lögmenn, sem Morgunblaðið hefur rætt við, að í yfirteknu félagi þurfi hluthafafundur að taka afstöðu til yfirtökunnar, nema félagið sé að öllu leyti í eigu eins aðila. Séu eigendur fleiri en einn verði að halda hluthafafund sem taki ákvörð- un um samrunann. Skiptir máli hvort litið er á REI sem yfirtökufélag Í yfirtökufélagi getur stjórn félags- ins hins vegar tekið ákvörðunina án þess að leggja þurfi hana fyrir hlut- hafa, að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Þurfi til dæmis að gera breytingar á samþykktum félagsins í kjölfar samrunans, þá þarf til þeirra breytinga samþykki hluthafafundar. Sé, í tilfelli REI og Geysis Green, litið á REI sem yfirtökufélagið er því mögulegt að ekki þurfi að leggja sam- runann fyrir hluthafafund REI en að sama skapi þyrftu hluthafar Geysis Green að greiða um hann atkvæði. Þó ber að athuga að í lögum um einka- hlutafélög er gert ráð fyrir því að hluthafar sem eigi 25% eða meira í yf- irtökufélaginu geti krafist þess að samruninn verði lagður fyrir hlut- hafafund til staðfestingar eða synjun- ar. Þetta þýðir að sé áhugi á því innan Orkuveitunnar þá getur hún krafist þess að fram fari hluthafafundur um samrunann innan REI, en þar sem stjórn OR hefur þegar samþykkt samrunann fyrir sitt leyti, þá má velta því fyrir sér hve líklegt það er. Eins og áður segir er hér gengið út frá því að REI sé yfirtökufélagið. Lög um hlutafélög annars vegar og einkahlutafélög hins vegar, sem fjalla um samruna, eru um margt mjög lík. Hvað varðar samruna einkahluta- félaga er meginmunurinn áðurnefnd regla sem kveður á um að 25% hluta- fjár þurfi til að krefjast hluthafafund- ar í yfirtökufélagi um samruna en í hlutafélögum nægir 5% hlutur. OR gæti krafist hluthafafundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.