Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 27 ✝ Reginn Valtýs-son fæddist á Hjaltastað í Norður- Múlasýslu hinn 9. apríl 1936. Hann andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 16. október síðastlið- inn. Foreldar Reg- ins voru Valtýr H. Valtýsson læknir, f. í Volda í Noregi, 16. júní 1902, d. 18. nóv. 1949, og Stein- unn Jóhannesdóttir hjúkrunarkona f. í Skáleyjum í Breiðafirði 30. nóv. 1899, d. 7. ágúst 1985. Systir Regins er Kol- brún Rögn Valtýssdóttir Rode- man, f. 24. ágúst 1939, maki Ro- bert Rodeman, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Sonur hennar er Jón Pétursson f. 22. okt. 1962, kvæntur Kathy Pétursson, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Eiginkona Regins er Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir f. 24. nóv. 1937. Reginn og Svanhildur giftu læknir. Fjölskyldan flutti síðan til Hólmavíkur í Strandasýslu þar sem faðir hans var héraðslæknir til 1947 en síðan á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal í Borgar- firði, til dauða hans 1949. Flutti hann þá til Vestmannaeyja, með móður sinni og systir, og bjó þar einn vetur, en flutti til Reykjavík- ur árið 1950. Gekk þar í Gagn- fræðaskóla og síðar í símvirkja- skóla hjá Pósti og Síma. Reginn starfaði hjá Póst og Síma í 42 ár en hann hóf þar störf sem símvirki 10. desember 1963. Árið 1977 var hann síðan skipaður til að gegna stöðu tæknifulltrúa í skiptiborða- og fjölsímadeild Póst- og síma. 21. sept. 1979 var Reginn skipaður til að gegna stöðu sím- virkjaverkstjóra hjá fjölsímadeild tæknideildar þar til árið 1982 að hann var skipaður til að gegna stöðu deildarstjóra á fjölsímadeild tæknideildar. Reginn hlaut síðan nafnbótina meistari í rafeinda- virkjun árið 1984. Reginn bjó lengst af á Álfhóls- vegi í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Reginn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sig á þrítugsafmælis- degi Regins árið 1966. Börn Svanhild- ar af fyrra hjóna- bandi eru: a) Theo- dóra Sveinbjörns- dóttir f. 25. mars 1955, gift Sigmari Guðbjörnsyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, b) Aðal- heiður Kristín Svan- hildardóttir f. 7. apr- íl 1959, gift Snorra B. Arnarsyni, þau eiga þrjú börn, og c) Tómas Sveinbjörnsson f. 19. júní 1961, kvæntur Guðborgu Kol- beins, þau eiga tvo syni. Börn Regins og Svanhildar eru Valtýr f. 9. júní 1967, kvæntur Ingibjörgu Pétursdóttur, þau eiga tvær dæt- ur, og Kolbeinn f. 12. des. 1968, í sambúð með Ingveldi Margréti Kjartansdóttur, þau eiga þrjú börn. Reginn ólst upp fyrstu árin á Hjaltastað í Norður-Múlasýslu, þar sem faðir hans var héraðs- Við kynnumst í Brú í Hrútafirði sumarið 1965 en þar var ég ráðskona á símstöðinni. Kynni okkar atvikuð- ust þannig að ég hafði nýlega keypt litla kvikmyndavél, 8 mm, og hafði mikinn áhuga á því að taka myndir af ýmsu, enda tæknin nýlunda. Ég var að þvo upp, enda voru uppþvottavél- ar ekki algengar, er mér er litið út um gluggann sem sneri að ánni. Þar var einn af símvirkjunum á kajak, en þeir höfðu þarna aðstöðu í Brú. Ekki þótti mér það merkilegt að hann væri þarna á kajak fyrr en hann fór skyndilega á bólakaf í kalda ána. Um leið kviknaði sú hugmynd hjá mér að mynda hann við að fara í kaf svo og ég hljóp út með vélina og niður að ánni til að biðja hann sérstaklega um að endurtaka þessa athöfn aftur svo ég næði góðum myndum af atvikinu. Þessu tók hann vel og gerði það ekki einu sinn heldur tvisvar. Þakkaði ég honum því næst fyrir og kláraði upp- þvottinn. Viku seinna kom símvirkinn aftur, vegna bilunar í símstöðinni, og not- aði tækifærið til spyrjast fyrir um hvort búið væri að framkalla film- una, en á þeim tíma þurfti að senda slíkar filmur til Þýskalands til fram- köllunar. Ekki var filman tilbúin, en venja var að það tæki um það bil þrjár vikur að fá þær til baka úr framköllun. Þrátt fyrir þetta kom símvirkinn í hverri viku og spurðist fyrir um filmuna en óvenju mikið af bilunum voru í símstöðinni á þessum tíma. Loksins kom filman og útbjó ég sýningarsal í matsalnum og bauð honum að vera viðstaddan frumsýn- ingu myndarinnar um kvöldið ásamt öllu starfsfólki stöðvarinnar auk þess sem fólk úr sveitinni dreif að því bíó- sýningar voru fátíðar. Fyrst var myndin sýnd af honum hvolfandi í ána, ekki einu sinni heldur tvisvar. Næst á eftir var sýnd mynd með Steina & Olla en síðan í lokin mynd með Chaplin. Myndasýningunni lauk síðan með löngu lófaklappi sýninga- gesta, sem fóru glaðir heim eftir kaffisamsæti. Upp frá þessu tókust kynni okkar Regins og stóðu þau í fjörutíu og eitt ár. Þín elskandi eiginkona Svana. Ég veit ekki hvort hægt er að lýsa honum Regin, honum fósturföður mínum, „pabba“, hann var allt í senn. Mamma heillaðist af honum þrítug- um símvirkja og svo var hann asni klár á kajak. Þegar hann kynnist mömmu vor- um við systkinin þrjú, ég tíu ára, Heiða sex ára og Tommi fjögurra ára. Það var heilmikið að taka þenn- an barnahóp að sér. Fjölskyldan hans, Steinunn móðir hans, sem seinna var aldrei kölluð annað en amma Steinunn og systir hans Kol- brún, hress og hlýleg, tóku okkur opnum örmum eins og hann gerði. Fljótlega bættust gullmolarnir Val- týr og Kolbeinn í hópinn. Þá voru börnin orðin fimm. Þetta var ansi þungt heimili með eina fyrirvinnu en þetta gekk einhvern veginn upp og okkur skorti aldrei neitt. Hann var mjög sparsamur og keypti aldrei neitt nema eiga fyrir því. Lagði mikla áherslu á það við okkur að vera sparsöm og eyða ekki um efni fram. Þetta var gott vega- nesti. Hann hvatti okkur systkinin til að læra og lagði mikla áherslu á það. Hann var vel gefinn, las mikið og var mjög fróður um alla skapaða hluti. Íslensk tunga var alveg heilög hjá honum. Hann leiðrétti mig oft en ég var ekki alltaf ánægð með það, en hann vildi vel. Þjóðfélagsmál og ýmis dagleg mál ræddi hann af miklum eldmóði og ekki var leiðinlegt að vera honum ósammála, þá var hann í ess- inu sínu. Einu sinni átti ég hamstur, stund- um gaf hann honum eldspýtu til að sjá hamsturinn brosa. Svona gat hann verið uppátækjasamur. Þetta vissu ekki allir, bara þeir sem þekktu hann vel. Í raun og veru var hann mikill einfari og þurfti að hvíla sig á fólki. Sjálfum sér nógur. Hann pass- aði barnabörnin oft, en stundum gerðust þau hávaðasöm og þá setti hann iPod í eyrun og lét fara lítið fyr- ir sér. Mig langar að þakka þér fyrir okk- ur, að þú tókst okkur að þér, ólst önn fyrir okkur og gerðir það með mikl- um sóma. Þegar hann hætti að vinna vegna aldurs var sá tími honum erfiður. Mamma var þá að vinna og hann orð- inn veikur. Honum þótti óskaplega vænt um mömmu og mátti aldrei af henni sjá. Hann bar veikindi sín ekki á torg, enginn gerði sér grein fyrir veikindum hans, hvað hann var langt leiddur. Hann dó tuttugu dögum eft- ir að hann var lagður á krabbameins- deild Landspítalans og lést úr krabbameini. Hans er sárt saknað. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Theodóra. Kæri pabbi. Ég man eftir því þegar þú kynntist henni mömmu í Brú í Hrútafirði. Þá var ég 6 ára, Tommi bróðir 4 ára og Thea systir 10 ára. Mikið var okkur systkinunum vel tekið af fjölskyldu þinni. Amma Steinunn, móðir þín, breiddi út faðminn á móti okkur og sagði, „mikið er ég rík að eignast 3 barnabörn“. Þá var ekki síðra að kynnast systur þinni, Kollu, sem mér fannst svo mikð til um. Síðar nokkr- um árum seinna bætast Valtýr og Kolli í systkinahópinn. Þegar ég hugsa til baka þá man ég eftir því hvað þú varst hrikalega stríðinn. Þú tókst upp á ýmsu. Ég sagði við þig að minn tími kæmi. Þegar ég var 13 ára var ég sendill á Alþýðublaðinu og konurnar í auglýs- ingardeildinni hjálpuðu mér að út- búa bréf til þín. Þar stóð að þú og þín fjölskylda væruð valin fjölskylda mánaðarins og ljósmyndari frá Morgunblaðinu kæmi eftir hálfan mánuð. Þarna náði ég þér. Við gátum hlegið að þessu, og mörgu öðru. Mér þótti vænt um stríðnina í þér. Þú varst ekki margmáll, en við systkinin fundum öryggið sem þú veittir fjöl- skyldunni. Þetta fundu börnin mín líka og sakna nú afa síns. Þú varst orðinn mjög veikur og á Landspít- alanum áttum við góða stund saman. Ég er þakklát fyrir það. Við þessi leiðarlok viljum við þakka þér fyrir allt. Hvíldu í friði. Heiða og fjölskylda. Elsku pabbi. Nú skilur leiðir okk- ar að sinni. Ég óska þér farsældar áfram veginn og inn í ljósið sem vísar leið okkar allra. Það er svo óraun- verulegt að sitja hér og skrifa til þín nokkur fátækleg kveðjuorð. Þú hvarfst svo snöggt. Mér varð það ljóst þegar ég sat yfir dánarbeði þín- um og sá líf þitt fjara út hægt og hljótt hversu dauðinn er nálægur og oft miskunnarlaus. Ég sætti mig ekki við hvað hann tók þig snögglega héðan en ég lofa að læra að lifa með því. Hann pabbi var ekki maður margra orða og hafði sjaldan hátt, þótt hann hefði sitt fram á sinn hæg- láta hátt. Undir niðri hafði hann skemmtilegan húmor, þó að það átt- uðu sig kannski ekki allir á því, þar sem hann hafði þykka skel sem hann hleypti ekki hverjum sem er inn fyr- ir. Húmor hans og oft mikil stríðni lýsti sér t.d. þegar mínum mönnum í enska boltanum gekk ekki sem best, þá var hann oft fyrsti maðurinn sem hringdi í mig og sagðir: „Hvað er að frétta af Liverpool?“ En þín stoð og stytta í lífinu, og sú sem hefur alltaf haldið í höndina á þér í 41 ár, er hún mamma, en betri lífsförunaut er ekki hægt að hugsa sér. Mér finnst samt að þú hefðir átt að hlusta betur á hana í þínum erfiðu veikindum. Á dánarbeði þínum átt- um við góða stund saman pabbi, þar sem þú lást á Landspítalanum. Þá hlógum við mikið og gerðum góðlát- legt grín að hinu daglega lífi. Að lokum vil ég þakka starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítala, deild 11 E, fyrir stórkostlega umönnun. Takk fyrir allt pabbi minn. Þinn sonur Valtýr (Valli). Hinsta kveðjan mín til pabba. Þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp ævina mína, með þér við hlið, þá minnist ég þess hve mikilvægur hluti þú varst fyrir mig. Þegar ég var barn og hélt í höndina á þér og fann hvern- ig höndin mín hvarf í þína stóru hendi þá veittir þú mér það öryggi sem ég þarfnaðist. Alla tíð síðan hef- ur þú ætíð verið til staðar fyrir mig og okkur systkinin og auðvitað mömmu. Þessi umhyggja þín skilaði því að bernsku- og uppvaxtarárin mín voru góð og gæfurík. Ég man hve gaman mér þótti, sem lítill snáði, að spyrja þig út í ótrúlegustu hluti og alltaf gafstu þér tíma til að útskýra í smáatriðum svörin og aldrei kom ég að tómum kofanum. Minnisstæðar voru þær ferðir sem ég fékk að fara með þér í vinnuna í stóru tækjasalina hjá símanum og einnig ferðirnar út á land. Alltaf var stutt í glettnina hjá þér og við fjölskyldan áttum ótal skemmtilegar og yndislegar stundir saman. Okkur í fjölskyldunni kom vel saman, alla tíð, og engin mál svo erfið að ekki væri hægt að ræða þau og leysa fljótt. Alltaf varstu bóngóð- ur og aðstoðaðir mig ætíð þegar svo bar við og taldir það aldrei eftir þér. Auðvitað voru mörg atriði sem gátu farið í skapið á þér og þú vildir hafa eftir þínu höfði en aldrei þannig að sárindi hlytust af. Alltof fáir fengu að kynnast þessum góðu hliðum þínum, en þú sóttir lítið í annan félagskap en fjölskylduna sem var þér allt. Nú þegar ég eignaðist sjálfur börn þá sá ég hvernig sagan endurtók sig, en börnin mín hændust strax að afa sínum og hann tók þeim með opnum örmum. Reginn Tumi og Huginn Goði munu sakna afa síns sárt enda voru þeir oft daglegir gestir hjá hon- um. Alltaf var hægt að plata afa í smá búðarferð til að kaupa eitthvert góð- gæti eða gera eitthvað sniðugt. Sól- katla Rögn var líka í uppáhaldi þó svo að hún væri ekki komin á þann aldur að fá að fara með strákunum til afa. Svo dró til tíðinda og þú fórst í þína hinstu för, baráttuför sem var bæði kröpp og óvægin. Ferðina bar nokkuð óvænt að og stóð stutt. Þegar yfir lauk þá stóðum við fjölskyldan, sem síðustu dagana stóðum öll dag- legar og næturlangar vaktir yfir pabba, agndofa yfir þessum missi. Við hefðum svo sannarlega viljað fá að njóta þín mun lengur en erum samt svo þakklát guði fyrir þann tíma sem við áttum með þér í þessu lífi. Guð varðveiti þig um alla eilífð, þinn sonur Kolbeinn. Elsku afi Reginn. Mikið erum við sorgmæddar yfir því að þú sért dáinn en á sama tíma erum við systurnar svo þakklátar fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við kveðjum þig afi með söknuði og eftirsjá og við vonum að þér líði vel á himnum. Við vitum að þú vakir yfir okkur öllum. Elsku afi, við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig og við skulum sjá til þess að hún borgi alla reikninga. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Thelma Lind og Theódóra Steinunn. Það var langt á milli. Við bjuggum sinn á hvorum landsenda. Pabbi hans var héraðslæknir á Austurlandi og sat á Hjaltastað. Móðir hans Steinunn föðursystir mín kom í heimsókn á æskustöðvarnar með drenginn sinn. Áður hafði víst amma okkar beggja kynnt mér þennan frænda minn og spyrt okkur saman með fræðum sínum. Steina frænka, hagyrðingurinn, kvað heima í Skáleyjum: Hann Reginn datt á rassinn sinn. Til Rómaborgar skellurinn. Heyrðist austur að Hjaltastað, þá hugsar hann pabbi: „hvað er að? Er þetta í rumpinum á honum Regin eða hvað?“ Við slógumst eftir þörfum víst og fór þá jafnan annar að grenja, ég. Hann var eldri, stærri og harð- skeyttari. Þó var ein eftirminnileg undantekning: Hópinnileikur. Hann vildi ekki vera með en veltist í gólfinu og var í fýlu. Vafalaust legið þá undir umvöndunar- og fortölu-skothríð. Ég hefi víst viljað árétta þá pólitík og tróð hann undir fótum. Og undur skeði. Hann tók ekki á móti en fór að grenja. Að ég skuli muna þennan at- burð hlýtur að stafa af því að ég hafði fyllst stolti yfir unnu afreki. Trúlega hafa heimsóknir þeirra orðið tíðari, e.t.v. árlegar, eftir að þau fluttu til Hólmavíkur. Mér þótti víst talsvert til um þennan frænda, kaldan karl og ófyrirleitinn. Við vor- um að sigla bátum á Löngutjörn. Hann stóð í stígvélunum sínum í tjörninni og settist á hækjur svo rassinn lafði niður í vatnið. Ég, góða barnið, taminn við að bleyta mig ekki eða óþrífa, benti honum á þetta. Hann lét sér fátt um finnast. Hann var harður vitur að bölvi, sagði sögur af liðsdrætti og flokkaskærum á Hólmavík. Ég var bljúgur, gat þó þrætt, en jafnan með kökkinn í háls- inum. Á fermingaraldri missti hann föður sinn og var eftir það þrjú sum- ur vinnumaður foreldra minna. Á þessum unglingsárum, þegar bernskuleikirnir voru að mestu að baki en skyldur starfsins teknar við, hélst máski valdajafnvægi hörku og klökkva óbreytt. Og þó. Skapgerð- armunur birtist kannski í öðrum myndum. Við smíðuðum okkur sinn bátinn hvor úr fjöl og kappsigldum þeim er byr gaf á tjörnum. Sparaði hvorugur ádeiluna ef keppnisheiðar- leik var misboðið. Um eitt vorum við þó samstiga. Það mátti endalaust reyna að betrumbæta bátana svo betur gengi næst og var mikill metn- aður um búnað allan. En hann, tveim árum nær fullorð- ins aldri en ég, missti dag einn áhug- ann. Tók sér öxi í hönd og mölvaði skip sitt mélinu smærra hlæjandi og flissandi, háðsglósum ausandi. Sjald- an varð ég jafn hissa. Ég var fjarri því að vera horfinn frá þróun hins fullkomna farkosts. En samkeppnin var að baki. Skip mitt varð niðurníðslunni að bráð. Við reyndum með okkur í rími og stuðl- um. Veitti þar báðum miður að ég held. Orðbragðið var voðalegt og ekki eftir hafandi. Þessar æskuminningar eru það, sem ég vildi sagt hafa um Regin Val- týsson. Þó miklu fyllri mættu vera. Á fullorðinsárum strjáluðust fundir. Ég kom að vísu oft gestur á hlýlegt heimili Steinu frænku minnar meðan það var. Eftir að við vorum báðir orðnir fjölskyldumenn kom ég einu sinni í kvöldboð með fjölskyldu mína á heimili hans. Mörgum árum seinna komu hann og hans ágæta kona Svanhildur Ásgeirsdóttir heim til mín og stoppuðu dagstund, við minn- ingar og gamalkunnugt umhverfi. Minningin er notaleg. Fjölskyldu Regins sendi ég kveðju mína og bið henni farsældar. Jóhannes Geir Gíslason. Reginn Valtýsson LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Okkar ástkæri SIGURDÓR JÓHANNSSON, rafvirkjameistari, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 22. október. Sigríður Eyjólfsdóttir, Sigrún Sigurdórsdóttir, Bragi Þór Sigurdórsson, Jóhann Sigurdórsson, Hlynur Sigurdórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.