Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 20
Undirbúningur Óli fær hjálp með hausinn á meðan Andri býr sig undir að leika hlutverk Þorgeirsbola. Fiskabúrsskoðun Þær Gabríela, Yrma og Ásta Glódís skoða hér vatnadýrin af miklum áhuga. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nei við höfum aldrei séð draug enda eru þeirekki til nema í Draugalandi. Það eru bara tilsvona mórar og skottur og það er allt í lagi,“segja krakkarnir sem leika í leikritinu Amma og draugarnir í leikskólanum sínum Krakkakoti á Álfta- nesi. Leikritið unnu þau eftir gamalli þulu um ömmu sem leggur sig en að henni sækja hinar ýmsu kynjaverur. Á sviðið stíga þau í gervi rólega afans og yfirveguðu ömm- unnar, skottu sem gnístir tönnum, móra sem ofan sitt höf- uð af hálsinum tekur, Gláms sem ekki er með kurteislegt augnaráð og Þorgeirsbola sem er æstur í skapi og öskrar hátt. Og undir syngur kórinn þuluna góðu. Það er heilmikil spenna í loftinu því krakkarnir úr sex ára bekknum í grunnskólanum ætla að koma og sjá þessa fimmtu sýningu, en þau voru í leikskólanum í fyrra og hitta því góða vini. Stemningin er góð og gamli tíminn svífur yfir vötnum, á sviðinu er meðal annars heybaggi og uppstoppuð tófa. En það er líka uppstoppaður svanur í þessum skóla, svan- ur sem flaug á vír og lét þannig lífið. Sveitarfélagið borgaði uppstoppunina og færði síðan Krakkakoti þenna stóra og tignarlega fugl að gjöf og nú er hann orðinn tákn þessa skóla sem leggur mikið upp úr því að kenna börnunum um allt sem viðkemur náttúrunni. Þar er meira að segja dýra- hald. Nokkrar kanínur eru í fallegum kofa úti í garði og kanínuungarnir Perla og Slaufa þiggja knús frá börnunum. Kennt að bera virðingu fyrir náttúrunni Í Krakkakoti eiga líka heima naggrísir, froskar og páfa- gaukar. Börnin sjá um að gefa dýrunum að éta og passa upp á að þeim líði alltaf vel. Einnig er stórt fiskabúr inni með ýmsum skepnum sjávarins. Eitt sinn voru líka hænur í Krakkakoti en það er liðin tíð. Í Krakkakoti er reynt að nýta náttúruna sem best og allt sem hún gefur og krökkunum er kennt að bera virðingu fyr- ir náttúrunni og öllum lifandi dýrum sem og mannfólkinu og sjálfum sér. Þau taka þátt í að flokka rusl, pappír, járn, raf- hlöður, kertaafganga og fleira. Og þau endurnýta líka um- búðir úr eldhúsinu í myndsköpun. Grænfáninn blaktir við hún og nú er verið að huga að því að gera enn betur í um- hverfismálunum, til dæmis með því að spara vatn og raf- magn. Morgunblaðið/Frikki Móri Óli fór á kostum þegar hann gekk inn á sviðið í hlutverki Móra og svipti af sér hausnum. Kórinn tók undir. Kanínugleði Guðný knúsar kanínuna Perlu en Gabríela er með matinn tilbúinn fyrir þennan loðna félaga. Móri og aðrar kynjaverur fara á stjá |miðvikudagur|24. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf beindist að ökumönn- unum. Úrslitin réðust af því hver væri fljót- astur að taka bensín. Þetta er vitaskuld hár- rétt og mikið óréttlæti að mennirnir á bens- índælunni skuli ekki njóta sannmælis þótt þeir beri af í íþrótt sinni. x x x Íþróttir eru vinsæltumræðuefni, hvort heldur sem er á vinnu- stöðum eða í fjöl- skylduboðum, og oft vaknar spurningin um það hvernig venjulegir menn myndu standa sig í viðureign við goðumlíkar íþróttastjörnur. „Andy Roddick vann mig með steik- arpönnu“ nefnist ný bók eftir Todd Gallagher sem komin er út á ensku. Gallagher fékk þekkta íþrótta- menn til leiks, en reyndi að finna leiðir til að gera viðureign við þá spennandi. Hugmyndina fékk hann við lestur smásögu eftir Kurt Vonnegut um framtíð- arstjórn, sem leggur ýmsar byrð- ar á borgarana svo allir verði jafn- ir. Tennisleikarinn Roddick féllst á að vera með og var því velt upp hvort hann ætti að spila í blýstíg- vélum til að þyngja hann eða með sterk gleraugu til að hann sæi ekki boltann. Úr varð hins vegar að hann léki með steikarpönnu. Í bókinni kemur síðan í ljós hvort titill bókarinnar er sannleikanum samkvæmur. x x x Gallagher fékk einnig sprett-hlauparann Maurice Greene, sem eitt sinn var fljótasti maður heims og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum, til að keppa við ritstjórann sinn, hvítan silakepp. Til að jafna leikinn fóru þeir á al- þjóðaflugvöllinn í Los Angeles klukkan eitt um nótt þegar fáir voru á ferli. Ritstjórinn fékk að hlaupa á skriðteppi, en Greene á kyrrstæðu gólfi. Að auki fékk rit- stjórinn 31 m forskot og það dugði honum til naums sigurs. Mikið írafár varum helgina þegar úrslitakapp- aksturinn í form- úlu-1 fór fram. Finnanum Kimi Rä- ikkönen tókst að hrifsa heimsmeist- aratitilinn úr klóm unga ofurhugans Lewis Hamiltons á síðustu stundu. Margir horfðu á formúlu-kappakstur í fyrsta skipti um helgina. Meðal þeirra var einn fé- lagi Víkverja, sem átti erfitt með að skilja hvers vegna öll athyglin     Víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Kórinn Krakkarnir í kórnum biðu þolinmóð eftir leikurunum.                            AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.