Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er haust hér austur á landi og skóg- ar svæðisins hafa skartað sínu fegursta. Allt litróf gróðursins hefur glatt okk- ur síðustu daga en nú falla laufblöðin til jarðar og hverfa inn í hringrás ei- lífðarinnar. Þannig er það líka með minn elskulega frænda Ásmund Björnsson sem í dag er til moldar bor- inn. Hann gladdi okkur öll sem hann þekktu og litaði tilveruna með sinni glöðu og léttu lund. Hann hafði ein- stakt lag á að gera allt umhverfi sitt skemmtilegt og ljúft hvar sem hann fór. Það eru ótal minningabrot sem streyma fram við þessa kveðjustund og öll eru þau ljúf og skemmtileg. Meðal minna skemmtilegustu æsku- minninga eru þegar Ási og fjölskylda komu austur á Eskifjörð, þar sem æskustöðvar hans voru. Það var sannkölluð hátíð þegar hann kom keyrandi austur og ekki skemmdu Ingibjörg og krakkarnir stemn- inguna. Ásmundur flutti snemma frá Eskifirði og giftist suður í Sandgerði þar sem hann bjó öll sín ár. Alltaf þeg- ar við áttum leið suður var farið suður með sjó að heimsækja Ása. Hann var alltaf tilbúinn að ferðast með okkur fram og aftur um Suðurnesin og sýna okkur það markverðasta á svæðinu. En allt er í heiminum hverfult nema fjöllin og landið sem eru óhögguð þó að við mennirnir hverfum á braut, en fjölskylda og vinir verða að láta sér nægja góðar og ljúfar minningarnar sem Ási skildi eftir í huga okkar. Ég vil þakka þessum góða og hlýja frænda mínum samfylgdina og allar samverustundirnar og samtölin á liðnum árum. Þegar ég hugsa til þín finnst mér vera sumar á ný. Sendi Ingibjörgu, börnum og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari stundu. Genginn er góður drengur sem öllum vildi vel og setti skemmtilegan svip á samfélag sitt. Far þú í friði, frændi, þú átt góða heimkomu, þín frænka Edda Kr. Björnsdóttir á Miðhúsum. Það er ákaflega sjaldgæft að á vegi manns verði fólk sem virðist á ein- hvern hátt gott í gegn. En það gerist nú samt einstaka sinnum. Ási, frændi minn, var þannig manneskja. Ég held ekki að á neinn sé hallað þótt ég segi að hann sé einhver allra besti maður sem ég hef nokkurn tíma hitt. Þótt ég hafi þekkt hann í meira en 40 ár þá sá ég hann aldrei skipta skapi, heyrði hann aldrei hallmæla nokkurri mann- eskju eða segja styggðaryrði við nokkurn mann. Það er því ekki að undra að hann hafi verið í uppáhaldi hjá mér frá fyrstu tíð. Hvernig á að lýsa honum: Ljós yf- irlitum, brosmildur, blíður en jafn- framt sterkur og traustvekjandi. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og gjafmildur með afbrigðum. Það lýsir honum kannski einna best Ásmundur Björnsson ✝ ÁsmundurBjörnsson fædd- ist á Eskifirði 27. júlí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 10. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Safnaðarheim- ilinu í Sandgerði 19. október. að auglýsingar um girnileg vörutilboð voru fyrir honum tæki- færi til að kaupa gjafir handa öðru fólki enda fóru ekki margir tóm- hentir af fundi við hann. Hann hafði svo sannarlega að leiðar- ljósi í lífinu að sælla er að gefa en þiggja. Þau hjón, hann og Imba, hafa alltaf verið með afbrigðum gest- risið fólk og gestir iðu- lega leystir út með gjöfum hjá þeim. Ég var sjálf svo lán- söm að dvelja sumarlangt á heimili þeirra þegar ég var 16 ára gömul í vægast sagt höfðinglegu yfirlæti. Alla daga, öllum stundum mætti mér aldr- ei neitt nema vinsemd og hlýja og það í garð mislynds tánings sem hafði langt í frá sama jafnaðargeð og þau hjón. Ég mun sakna þessa ljúfa frænda míns sárt og lengi því jafnvel þótt fundir okkar hafi ekki verið nægilega margir í seinni tíð þá var í hvert skipti eins og við hefðum hist síðast í gær. Ég verð líka ævinlega þakklát fyrir það að hafa kynnst honum og Imbu konunni hans. Ási gerði okkur sem hann umgekkst að betri manneskjum og þess vegna munum við ekki gleyma honum. Sorg okkar í dag mun þegar fram líða stundir víkja fyrir þeim góðu minningum sem við eigum um hann. Hann snerti líf okkar og auðgaði, því gleymum við aldrei. Elsku Imba, Nonni, Stína, Ragn- heiður og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls góðs manns. Minning hans lif- ir áfram í hjarta okkar allra. Kveðja, Helena frænka. Kær vinur er nú kvaddur hinstu kveðju. Einhvern veginn er það svo að minningar frá æskudögum mínum koma fyrst upp í hugann þegar ég minnist Ása. Hann var giftur móður- systur minni, henni Imbu frænku. Þau voru einstaklega samrýnd hjón, gestrisin og vildu öllum gott gera. Í raun finnst mér hálferfitt að nefna Ása öðruvísi en að nefna Imbu um leið, svo samrýnd hafa þau verið á lífs- ins göngu. Ási var mjög hlýr í viðmóti, glað- sinna og gjafmildur. Fyrstu kynni mín af Ása eru þegar ég var um 4 ára gömul. Þau voru þá nýtrúlofuð og hamingjusöm. Þau byrjuðu að búa í Hvammi í Sandgerði og þar fæddist einkasonurinn hann Nonni. Ég naut þess heiðurs að fá að passa hann, eða mér var allavega talin trú um að ég væri ómissandi í þetta mikilvæga hlutverk, bara 5 ára þá. Þannig var það einmitt með þau Imbu og Ása að þau efldu hjá fólki sjálfstraust með því að treysta, hrósa og sýna fólki áhuga. Það var oft margt um mann- inn og glatt á hjalla í Hvammi. Ætt- ingjar og vinir Ása, frá Eskifirði, fóru á vertíð í Sandgerði og héldu sumir þeirra til hjá þeim. Árið 1954 fluttu þau í hús sitt á Vallargötu 7 í Sandgerði og hafa búið þar alla tíð af miklum myndarskap. Þar hefur alltaf ríkt þessi skemmti- legi heimilisbragur, glaðværð og gestrisni. Þegar ég var barn og unglingur buðu Ási og Imba mér oft með í ferða- lög, m.a. á Selfoss eða í Reykjadal til þeirra Sigrúnar og Þóru móðursystra minna. Hún er líka skemmtileg minn- ingin um Þingvallaferðina sem þau buðu mér stelpuskottinu í, ég var víst svo óskaplega lofthrædd. Var auðvit- að bara vön yndislegu landslaginu á Suðurnesjunum. Á sumum myndum frá þessu ferðalagi hvíli ég í fangi Ása og held traustataki um hálsinn á hon- um. Þar fann ég mig örugga. Stundum bauð Ási mér ásamt Nonna með í Keflavíkurferð á vöru- bílnum og þá var gjarnan komið við í bakaríi og boðið upp á vínarbrauð. Þetta voru miklir lystitúrar. Eftir- minnilegasta ferðalag með þeim Ása og Imbu er þegar þau buðu mér til Reykjavíkur að sjá Sirkus Zoo, ég var þá 5 ára. Þarna léku listir sínar fílar og fleiri framandi dýr. Þetta var æv- intýri sem aldrei gleymist. 1956 fæddist eldri prinsessan þeirra hún Stína. Mikið var ég stolt yfir að fá að ganga með hana um göt- urnar í Silver Cross-barnavagninum. Þegar yngri prinsessan þeirra fædd- ist gengum við Imba samferða með barnavagn, hún með Ragnheiði og ég með Svein. Það var ómetanlegt að eiga þau að sem vini og nágranna, jafnt í gleði sem sorg. Mikill sam- gangur var alltaf á milli þeirra heim- ilis og míns æskuheimilis á Skeiðflöt og tvíburasysturnar mamma og Imba mjög nánar. Milli Svenna sonar míns og Ása ríkti alltaf náið samband. Þá vináttu veit ég að sonur minn mat mikils og saknar nú vinar í stað. Mín börn nutu reyndar öll vináttu hans og hlýju. Ási var einstakur fjölskyldufaðir og er aðdáunarvert hversu mikil sam- heldni ríkir í fjölskyldu hans. Við Skúli og fjölskylda þökkum okkar hjartfólgna vini umhyggjuna og góða samfylgd. Elsku Imba mín, Nonni, Stína, Ragnheiður og fjölskyldur, Guð styrki ykkur á sorgarstundu. Bjarnveig. Ási hennar Imbu frænku er látinn. Ási minn, það var erfitt að trúa því þegar Nonni sonur þinn hringdi í mig á miðvikudaginn og tjáði mér að þú hefðir látist um morg- uninn mér fannst einhvern veginn eins og þú yrðir alltaf hér. Mig langar að rifja upp nokkrar minningar um þig, gamli vinur. Vall- argata 7, kl. er 13, árið er 1971. Lítill pjakkur stendur á stéttinni og hringir bjöllunni og spyr er Vagnheiður heima, átti að vera Ragnheiður frænka, þú klappar mér á kollinn og Imba spyr, hver er þetta? Þú segir hátt og skýrt, þetta er Sveinn Steinar. Það varstu vanur að kalla mig og þannig var fyrsta minningin mín um þig. Þú varst alltaf svo góður við mig og sýndir öllu því sem ég var að gera svo mikinn áhuga. Ferðirnar með þér á vörubílnum, sem þú ókst fyrir Miðnes í Sandgerði, voru ógleymanlegar, hvort sem farið var í útskipun í Keflavík, eða ferð í bæinn. Þú þekktir alla og allir þekktu þig og þú gast reddað öllu. Samskipti þín við vinnufélagana Magga og Einar fundust mér aðdáun- arverð, þú áttir enga óvini. Í þessum ferðum okkar fékk maður alltaf gott að borða, en kannski svolít- ið óhollt, en það var í lagi, maður mátti leyfa sér það með þér. Ég man eftir frönsku kartöflunum og kokkt- eilsósunni á Hafnargötunni, þú lést setja sítrónusafa í sósuna, það var gott fannst mér, þú kenndir mér að nota sykur á hafragrautinn og svo margt fleira. Í seinni tíð, þegar ég byrjaði með mitt fyrirtæki, hringdir þú oft í mig og spurðir frétta og er mér þar minn- isstætt samtalið þegar ég var að koma frá Grundartanga á dráttarbíl með stóran vélavagn og gröfu í vit- lausu veðri og fljúgandi hálku. Þú kvaddir með orðunum Sveinn Stein- ar, þú ferð varlega, elsku drengurinn minn! Þannig hugsaðir þú alltaf til manns. Ég á tvo uppáhaldsmenn í mínu lífi, Sæbjörn frænda og þig, Ási, þið áttuð flottustu græjurnar sem gutti eins og ég var hrifinn af, mamma átti svart- hvítt sjónvarp og man ég vel eftir því þegar þú keyptir fyrsta litasjónvarpið þitt, það var með fjarstýringu og þú gast fryst myndina og stöðvað út- sendinguna. Þetta gat enginn nema Ásmundur Björnsson, það er klárt mál. Alltaf þegar ég kom á Vallargötuna vildir þú gefa manni eitthvað; penna, vettlinga eða vinnuföt. Ég sakna þín mikið, Ási minn og að heyra ekki í þér, en ég veit að þú verð- ur áfram með mér. Elsku Imba, Nonni, Stína, Ragn- heiður og fjölskyldur, ykkar missir er mikill og bið ég guð að styrkja ykkur í sorginni. Hvíldu í friði, kæri vinur. Sveinn Steinar Guðsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Ás- mund Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, JÓNS GUNNLAUGSSONAR frá Gjábakka, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Systkinin frá Gjábakka. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, bróður og mágs, MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Sunnubraut 23, Búðardal. Guð blessi ykkur öll. Kristín Inga Kristjánsdóttir, Kristján Jónsson, Jófríður Ragnarsdóttir, Gunnar A. Jónsson, Sigurrós Sigurðardóttir, Steinar Jónsson, Gerður Gunnarsdóttir, Rögnvaldur Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Svanhildur Kristjánsdóttir, og fjölskyldur. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Móðurbróðir okkar, SÖREN EINARSSON, sjómaður á Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 22. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Oddný Njálsdóttir, Einar Njálsson, Bjarney S. Njálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur maðurinn minn og faðir okkar, BERNARD JOHN SCUDDER, sem lést mánudaginn 15. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. október kl. 15. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Hrafnhildur Ýr og Eyrún Hanna Bernharðsdætur. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, JENNÝ INGIMUNDARDÓTTIR, Heiðargerði 54, Reykjavík, sem lést á Landspítala, Landakoti 15. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Þórisdóttir, Rolf Larsen, Jens Þórisson, Stefán Geir Þórisson, Snædís Anna Hafsteinsdóttir, Haraldur Þórisson. ✝ BRAGI SKARPHÉÐINSSON járnsmiður, Akureyri, lést laugardaginn 20. október. Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 26. október kl. 10.30. Jarðsett verður í Lögmannshlíðarkirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Esther Britta Vagnsdóttir, Egill Héðinn Bragason, Skúli Þór Bragason, Snorri Ragnar Bragason, Þráinn Skarphéðinsson, Ómar Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.