Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 25 UMRÆÐAN Í UPPHAFI haustþings lagði ég sem viðskiptaráðherra fyrir Al- þingi frumvarp til laga um fyrn- ingu kröfuréttinda. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lagaákvæðum um fyrningu kröfurétt- inda, en þau eru nú í lögum nr. 14 frá árinu 1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Reglur um fyrningu eru ein tegund rétt- arreglna sem mæla fyrir um lagaleg áhrif aðgerðaleysis. Það sem almennt býr að baki fyrningarregl- unum er það að tryggja að endi verði bundinn á skuldbindingar sem stofnað hefur verið til. Nú er sá tími áratugur en frumvarpið gerir ráð fyrir því að hann verði styttur í fjögur ár. En í því felst mikil réttarvernd fyrir neytendur í land- inu. Litlar breytingar í 100 ár Á lögunum hafa litlar breytingar verið gerðar á þeirri rúmu öld sem liðin er frá gildistöku þeirra og því löngu tímabært að færa lögin til sanngjarnara horfs og nútímans. Ákvæði gildandi laga miðast því um margt við horfna viðskipta- háttu og orðalag þeirra er flókið og torskilið og oft á tíðum í litlu samræmi við nútímann. Þá vantar í lögin reglur um ýmis atriði sem æskilegt verður að telj- ast að mælt sé fyrir um í settum lögum. Með hliðsjón af því miðar frumvarpið að því að einfalda upp- byggingu frumvarpsins og gera það eins gagnsætt og kostur er. Réttarreglur norrænna ríkja á sviði fyrningar eru ólíkar og hafa tilraunir til lagasamræmingar á sviðinu ekki tekist. Í Danmörku var lengi byggt á fyrningarreglum Dönsku laga Kristjáns konungs V. frá 1683, gr. 5-14-4, og auk þess lögum frá 1908 um vissar tegundir krafna, en í júní sl. voru sett þar ný fyrningarlög sem taka gildi 1. janúar 2008. Lög nr. 14/1905 voru byggð á drögum til nýrra fyrningarlaga fyrir Danmörku og Noreg. Þau drög urðu hins vegar aðeins að lögum í Noregi, og hafa Norðmenn því búið við svipaða fyrningar- löggjöf og hér gildir. Endi bundinn á skuldbindingar Einsog áður sagði eru reglur um fyrn- ingu ein tegund rétt- arreglna sem mæla fyrir um laga- leg áhrif aðgerðaleysis. Það sem almennt býr að baki fyrningarregl- unum er það að tryggja að endi verði bundinn á skuldbindingar sem stofnað hefur verið til. Gild- issvið frumvarpsins takmarkast að meginstefnu til við kröfuréttindi. Í því felst að við úrlausn um hvort tiltekin réttindi eru undirorpin fyrningu verður að líta til al- mennra lagasjónarmiða um hvort réttindin séu kröfuréttareðlis. Að mestu má segja að frum- varpið sé lögfesting á því sem talið hefur verið gildandi réttur. Þó er þar að finna nokkur nýmæli. Helstu nýmæli frumvarpsins eru í fyrsta lagi að lagt er til að almenn- ur fyrningarfrestur kröfuréttinda verði fjögur ár. Meginregla gild- andi fyrningarlaga er aftur á móti sú að kröfur fyrnist á tíu árum. Í öðru lagi er lagt til í frumvarp- inu að ábyrgðarskuldbindingar fyrnist eftir sömu reglum og krafa á hendur aðalskuldara og eru regl- urnar einfaldaðar nokkuð frá því sem nú er. Í þriðja lagi er í frum- varpinu nýtt ákvæði um fyrningu flestra skaðabótakrafna utan samninga og skaðabótakrafna vegna líkamstjóns. Lagt er til að skaðabótakröfur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgur er fyrir því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Þó er gert ráð fyrir að krafan fyrnist þó alltaf í síðasta lagi tuttugu árum eftir að tjónsatburði lauk með til- teknum undantekningum þó varð- andi líkamstjón. Undantekningarnar varða í fyrsta lagi þau tilvik þegar tjónið sem um ræðir hefur orðið í at- vinnustarfsemi eða starfsemi sem jafna má við hana. Í öðru lagi gild- ir tuttugu ára fyrningarreglan ekki á meðan tjónþoli er undir 18 ára aldri. Auk þess er gert ráð fyrir fleiri úrræðum til að slíta fyrningu en er samkvæmt gildandi lögum. Þannig er lagt til að unnt verði að slíta fyrningu með því að leggja mál fyrir stjórnvald, sem hefur úr- skurðarvald um málið, sem og kærunefndir. Eins og samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að unnt sé að semja um lengri eða skemmri fyrningarfresti en lögin mæla fyrir um. Loks er í frum- varpinu lagt til að settar verði al- mennar reglur um upphaf fyrning- arfrests og afnumdar sérreglur um það efni. Frumvarp til laga um fyrningu kröfuréttinda Björgvin G. Sigurðsson skrifar um frumvarp til laga um fyrningu kröfuréttinda » Það sem almennt býrað baki fyrningar- reglunum er það að tryggja að endi verði bundinn á skuldbind- ingar sem stofnað hefur verið til. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er viðskiptaráðherra. HEIMURINN er að breytast Sameinuðu þjóðunum í vil eftir því sem sífellt fleira fólk og rík- isstjórnir gera sér ljóst að leið fjöl- þjóða samskipta er eina greiða leið- in í innbyrðis tengdum, hnatt- væddum heimi. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og það er ekki raunhæfur kostur að vera einn á ferð. Kröf- urnar til samtaka okk- ar aukast dag frá degi hvort heldur sem er þegar um er að ræða frið og öryggi, þróun eða mannréttindi. Ég er staðráðinn í því að tryggja að við náum árangri í brýn- ustu málum sem koma til okkar kasta, skref fyrir skref og bæta of- an á það sem áunnist hefur í samstarfi við aðildarríkin og borg- aralegt samfélag. Í þessu skyni þarf að efla Sameinuðu þjóð- irnar til þess að þær geti unnið af fullum krafti að því að hindra átök, koma á friði, miðla málum, sinna frið- argæslu og uppbyggingu að átökum loknum. Og þetta krefst þess að við blásum nýju lífi í viðleitni okkar í af- vopnunarmálum og takmörkunum á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Við þurfum á sama tíma að tvíefla viðleitni okkar til að ná Þúsaldar- markmiðunum um þróun, sér- staklega í Afríku. Ég mun reyna að efla pólitískan vilja og minna leið- toga á skuldbindingar þeirra um þróunaraðstoð, viðskipti og eftirgjöf skulda. Og ég mun halda áfram að gera mitt ýtrasta til að örva aðgerðir á hnattræna vísu gegn loftslags- breytingum. Samein- uðu þjóðirnar eru heppilegur vettvangur til að ná fram samstöðu í þessu aðkallandi vandamáli eins og við sáum á leiðtogafund- inum í tengslum við Allsherjarþingið fyrir mánuði. Hinir fjöl- mörgu leiðtogar sem sóttu fundinn sendu skýr skilaboð til samn- ingaviðræðnanna sem hefjast í desember á Bali undir merkjum Rammasamnings Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál: það er ekki lengur hægt að láta sem ekkert sé og iðnríki og þróunarríki verða að taka höndum saman til að tryggja ár- angur. Það er okkur öllum í hag að vernda loftslagið í þágu núlifandi og komandi kyn- slóða. Öryggi og þróun eru tvær stoðir starfsemi Sameinuðu þjóðanna og sú þriðja er mannréttindi. Ég mun vinna með aðildarríkjunum og borg- aralegu samfélagi að því að hrinda hugmyndinni um Skylduna til að vernda í framkvæmd til að tryggja að gripið verði til aðgerða tímanlega þegar hætta er á þjóðarmorði, þjóð- ernishreinsunum eða glæpum gegn mannkyninu. Loksins verður okkar að takast að umbreyta Sameinuðu þjóðunum sjálfum. Við verðum að aðlagast til að mæta nýjum kröfum og tryggja að við uppfyllum fyllstu kröfur um siðgæði, heiðarleika og reiknings- skil í því skyni að sýna að við séum fyllilega ábyrg gagnvart öllum að- ildarríkjum og þjóðum heimsins. Framtíðin mun dæma okkar af verkum okkar í dag – af árangri okkar. Við skulum ítreka heit okkar um að ná þessum markmiðum í dag, á degi Sameinuðu þjóðanna. Á degi Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon skrifar í tilefni af alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon »Hnattrænvandamál kalla á hnatt- rænar lausnir og það er ekki raunhæfur kost- ur að vera einn á ferð. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. EKKI linnir þeim ógnum sem af áfengi og öðrum vímuefnum stafa. Fleiri vinir okkar og samferðamenn lenda í þessu geigvæn- lega flóði og liggja flat- ir fyrir Bakkusi. Neysla áfengis eykst með hverju ári. Eftir því sem lífsgæðin aukast þá vex drykkj- an. Í efstu bekkjum grunnskóla hefur notk- un áfengis aukist sam- kvæmt árlegum könn- unum og íþróttahreyf- ingin á í vök að verjast. Sárast er þegar mis- notkun áfengis er orðin svo alvarleg að menn svipta sig lífi, sjá ekki fram á neina björgun. Þrátt fyrir augljósar staðreyndir flýtur þjóðin að feigðarósi í þessum efnum. Það er því grafalvarlegt mál þegar þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar sjá engin önnur úrræði en að auka áfengissölu eftir megni með því að leyfa sölu áfengis í öllum matvöru- verslunum. Rökin eru þau að með því að færa sölu áfengis nær fólkinu þá lærist þjóðinni betur að umgangast það. Þetta er aðeins ein rökleysan og firran til viðbótar á sama tíma og flestum hugsandi mönnum blöskra afleiðingar áfengisneyslunnar og gera sér grein fyrir að áfengið er ísmeygilegasta vímuefnið. Að hleypa léttvínssölu inn í matvörubúðirnar er ekki fyrsta „forvörnin“ sem þing- menn hafa lagt til og fengið sam- þykkta. Búið er að koma á áfengisút- sölum út um allt land og veita nánast allri veitingaþjónustunni leyfi til vín- veitinga til að bjarga rekstrinum. Hafa ekki háværar raddir heyrst síðustu árin um að gefa fíkniefni sem flokkast undir eiturlyf nánast alveg frjáls? Í mínum uppvexti voru framámenn íþróttamála samstiga um að íþróttir og áfengi ættu enga samleið. Kjörorðið var „Heil- brigð sál í hraustum lík- ama“. Þetta heilræði virðist ósýnilegt á vett- vangi íþróttafélaga og hópsálin fagnar afrek- um í hópíþróttum oft og veglega með flæðandi áfengi og þá fjölgar í hópi ólánsmanna auk- innar áfengisnotkunar. Forvarnir hefjast heima fyrir. Foreldrar sem núna ala upp komandi kynslóðir verða að taka þátt í barátt- unni gegn áfengisvá af fullri ábyrgð. Þeir eiga ekki að hræðast börnin sín heldur sýna þeim ótakmarkaða ást og umhyggju. Boð og bönn verða að vera raunsæ og skýr. Þeim verður að fylgja siðferði og manndómur. Kannski skortir okkur tíma. Tímann sem kemur ekki þegar við ætlumst til að börnin okkar standi á eigin fótum. Eflum siðferði og manndóm Árni Helgason skrifar um áfengismál Árni Helgason » Forvarnirhefjast heima fyrir. Höfundur er fyrrverandi símstöðvarstjóri. Jafnréttisnefnd Kópavogs heldur málþing um konur í sveitarstjórnum: Ég þori, get og vil! fimmtudaginn 25. október kl. 17-19 Staðsetning: Gerðarsafn, neðri hæð Dagskrá: 1) Setning: Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs 2) „Ég get gert allt sem karlmenn geta gert – og flest betur!“ Um Huldu Jakobsdóttur: Hulda Dóra Styrmisdóttir 3) „Vona að þær sýni í verkinu vit sitt og framkvæmdasemi.“ Af konum og verkum þeirra í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi: Auður Styrkársdóttir 4) „Hverju veltir lítil þúfa?“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 5) Pallborð: Núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarkonur • Hansína Ásta Björgvinsdóttir, Framsóknarflokki • Karen Jónsdóttir, frjálslynd og óháð • Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingunni • Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði Þingstjórn: Una María Óskarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Pallborðsstjórn: Arna Schram, fréttastjóri Viðskiptablaðsins Léttar veitingar að þingi loknu Tilefni: Hálf öld er liðin frá því að fyrsta konan á Íslandi varð bæjarstjóri, Hulda Jakobsdóttir í Kópavogi, 1957-1962. M bl 9 26 73 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.