Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 33
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin
kl. 9-16.30. Leikfimi kl. 8.30, postulíns-
málun kl. 9 og 13, gönguhópur kl. 11..
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handav.
og smíði/útskurður kl. 9-16.30. Heilsu-
gæsla kl. 10-11.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, handavinna, morgunkaffi/dagblöð,
fótaaðgerð, glerlist/opið verkstæði,
hádegisverður, spiladagur, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand-
mennt opin. Leikfimi kl. 10.
Félag eldri borgara í Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9,
9.45 og 10.30, brids og bútasaums-
hópur í Jónshúsi kl. 13.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist í Gullsmára á mánudögum kl.
20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum
kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Farið verður á málverkasýn-
ingu Eggerts Péturssonar á Kjarvals-
stöðum, 1. nóv. Lagt af stað frá
Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma
586-8014 eftir hádegi.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl.
10. Síðdegisdans undir stjórn Matt-
hildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffi-
veitingar. Söngfélag FEB æfing kl. 17.
Árshátíð FEB 2. nóvember í sal Ferða-
félagsins Mörkinni. Skráning hafin á
skrifstofu FEB s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30, glerlist kl. 9.30 og 13, handa-
vinna kl. 10, félagsvist kl. 13. Viðtals-
tími FEBK kl. 15-16. Bobb kl. 16.30,
línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19,
Sigvaldi kennir. N.k. föstudag kl. 14
verður vetrarfagnaður með fjöl-
breyttri dagskrá og kaffihlaðborði.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9.05, ganga kl. 10, hádeg-
isverður kl. 11.40, postulínsmálning og
kvennabrids kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30. Sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dans í
samstarfi við FÁÍA kl. 10. Frá hádegi
spilasalur opinn. Miðvikud. 31. okt. leik-
húsferð í Þjóðleikhúsið, leikritið
,,Hjónabandsglæpir“, sýning hefst kl.
14. Skrán. á staðnum og s. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9,
aðst. við böðun, bókband. Létt leikfimi
kl. 13.15, framhaldssagan kl. 14 og
kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna, út-
skurður kl. 9, ganga kl. 11, hádeg-
ismatur kl. 12, brids kl. 13, kaffi kl. 15.
Jólapermanent, klipping eða litun hjá.
Hárgreiðslustofan Blær, tímapantanir í
síma 894-6256.
Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9,
handmennt og gler kl. 10, línudand kl.
11, handmennt og gler kl. 13, pílukast kl.
13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, tau-
málun, glermálun o.fl. Jóga kl. 9-12,
Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30,
lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi.
Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Farið verður frá
Hæðagarði 26. okt. kl. 15 að Ostasöl-
unni á Bitruhálsi. Tríó leikur. Breiða-
gerðisskóli fimmtudag hjá Hjördísi
Geirs. kl 13.30. Ævintýri í Iðnó 6. nóv.
World Class o.fl. Vínarhljómleikarnir 5.
jan nk.. s. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, er
Listasmiðjan opin á Korpúlfsstöðum
kl. 13-16. Einnig er keila í Keiluhöllinni
við Öskjuhlíið kl. 10, á morgun.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfræðingur frá heilsugæslunni kl.
10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa
opin kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30,
bingó kl. 15.
Norðurbrún 1 | Smíðastofa og vinnu-
stofa í handmennt opin. Félagsv. kl. 14.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Félagsvist í kvöld í
félagsheimilinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað-
gerðir kl. 9-16, aðstoð v/böðun kl. 9-
12, handavinna kl 9.15-16, sund kl. 10,
hádegisverður kl. 11.45, verslunarferð í
Bónus kl. 12.15, tréskurður kl. 13 og
kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, handavinnustofan opin frá kl. 9,
messa, prestur sr. Birgir Ásgeirsson kl.
10, verslunarferð kl. 12.30, upplestur
kl. 12.30, bókband kl. 13, söngur og
dans við undirleik Vitatorgsbandsins
kl. 14. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Opin handa-
vinnustofa kl. 9-14, gönguferð kl. 14,
boccia kl. 15.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 10-12 ára
börnum kl. 14-15. Starf með 9-12 ára
börnum kl. 15-16.
Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri
safnaðarsal kl. 11.
Bessastaðasókn | Bæna/kyrrð-
arstund í leikskólanum Holtakoti á
Álftanesi kl. 20.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í
Holtakoti kl. 10-12. Opið hús e. borgara
í Litlakoti, spilað, teflt og spjallað, kaffi
og meðlæti. Bænastund í lok dags.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Máls-
verður í safnaðarheimili eftir stundina.
Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-
12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K
og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl.
13-16.30 er starf eldri borgara í kirkj-
unni. Spilað, föndrað og handavinna.
Gestur kemur í heimsókn.
Dómkirkjan | Hádegisbænir alla mið-
vikudaga kl. 12.10-12.30. Hádeg-
isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bæn-
arefnum má koma á framfæri í síma
520-9700 eða með tölvupósti til
domkirkjan@domkirkjan.is.
Glerárkirkja | Kristniboðssamkoma
27. okt. kl. 21, sr. Helgi Hróbjartsson
kristniboði segir frá kristniboðsstarfi
og sýnir myndir. Kaffi og spjall í safn-
aðarsal kirkjunnar.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl.
12, altarisganga og fyrirbænir. Boðið
upp á hádegisverð að lokinni stund-
inni. Prestar safnaðarins annast
stundina. Organisti: Hörður Bragason.
TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í
Rimaskóla. TTT fyrir börn 10-12 ára kl.
17-18 í Korpuskóla.
Grensáskirkja | Samverust. aldraðra
kl. 12, matur og spjall, helgistund kl. 14.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga. Morg-
unverður í safnaðarsal eftir messuna.
Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Hjallakirkja | Kynningarfundur um tólf
spora námskeið í kvöld kl. 20.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæna-
stund kl. 12, máltíð í lok stundarinnar.
Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar
þriðjud. kl. 10, T T T-starf á fimmtudög-
um kl. 18-19, unglingastarf KFUM/
KFUK á fimmtudögum kl. 20-21.30.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut
58-60. Samkoma kl. 20. Ræðumaður
er Helgi Hróbjartsson sem segir einnig
frá ferð sinni til Eþíópíu. Kaffi eftir
samkomuna.
Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð
með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10,
máltíð kl. 12.30 (kr. 300). Opið hús fyr-
ir eldri borgara kl. 13-16, sungið, tekið í
spil, föndur, spjall, kaffisopi.
Laugarneskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin
leggur upp frá kirkjudyrum kl. 10.30.
Létt ganga kl. 14.30. Kirkjuprakkarar
(1.-4. bekkur) kl. 19.30. Ferming-
arfræðsla kl. 20.30, unglingakvöld.
Listamaðurinn Benedikt Gunnarsson
mun heimsækja samveru eldri borg-
ara á morgun, 25. okt kl. 14. Benedikt
er sögumaður og mun hann segja sög-
ur af ferðum sínum og sýna lit-
skyggnur af ævafornum listaverkum
sem fundist hafa frá árdögum menn-
ingarinnar. Eins mun hann sýna mynd-
ir af dýrgripum franskrar og gotneskr-
ar listar sem eru steindir gluggar í
Notre Dame kirkjunni auk fleiri verka.
Kaffiveitinga á eftir. Sr. Bjarni Karlsson
mun stýra samkomunni.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15,
prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson.
Opið hús kl. 15, Guðrún Helgadóttir rit-
höfundur talar um æsku og elli og les
úr verkum sínum. Kaffiveitingar á
Torginu.
Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi
5. Mömmumorgun kl. 10, fræðsla,
spjall og kaffi. Samfélag „Fyrir þá sem
heima sitja“ kl. 14. Biblíufræðsla, Eiður
Einarson kennir. Kaffiveitingar í boði
kirkjunnar.
Vídalínskirkja Garðasókn | Ragnheið-
ur Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari kem-
ur á foreldramorgun og kennir réttu
tökin við ungbarnanudd.
95ára afmæli. Ingibjörg Þor-steinsdóttir, Hrauni, Tálkna-
firði, er níutíu og fimm ára í dag. Hún
mun fagna tímamótunum með ætt-
ingjum og vinum hjá dóttur sinni í
Heiðargerði 1A, Reykjavík, sunnudag-
inn 28. október frá kl. 15.30. Vonumst
til að sjá sem flesta ættingja og vini
Ingu.
Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.)
Tónlist
Draugabarinn | Ljótu Hálfvitarnir spila
27. október kl. 22.30. Forsala verður í
anddyri Nóatúns á Selfossi 27. okt. kl.
14-18 og á netinu. Nánari uppl. á
www.blog.central.is/astrikurpsv og í
síma 848-0963 eftir kl. 17.
Gaukur á Stöng | Davíð Smári ásamt
hljómsveit spila 27. okt. Spilað verður
fram eftir nóttu. Verð kr. 1.000.
Myndlist
Kaffi Milanó | Jón Arnar Sigurjónsson
sýnir 9 olíumyndir. Sýningin stendur til
25. nóvember, opið daglega. Þetta er í
fjórða sinn sem Jón Arnar sýnir á Kaffi
Mílanó. Nánar www.jonarnar.net.
Dans
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið
hús í sal félagsins að Álfabakka 14A,
Rvk. kl 20.30. Gömlu dansarnir.
Uppákomur
ReykjavíkurAkademían | Dagskrá til
heiðurs Jónasi Svafár (1925-2004),
skáldi og myndlistarmanni verður 25.
okt kl. 20, í sal ReykjavíkurAkademí-
unnar, Hringbraut 121, 4. hæð. Aðgang-
ur er ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Orkugarður | Ágústa Loftsdóttir verk-
efnisstjóri hjá Orkustofnun heldur er-
indi kl. 13-14 og fjallar um þær leiðir
sem stjórnvöldum eru færar til að gera
samgöngur á Íslandi vistvænni. Sjón-
um er einkum beint að einkabílnum og
að hugsanlegum endurbótum á skatt-
kerfinu. Sjá nánar á www.os.is
Fréttir og tilkynningar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur |
Matar- og fataúthlutun á mið-
vikudögum kl. 14-17 að Hátúni 12b. Tek-
ið við hreinum fatnaði og öðrum varn-
ingi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími
551-4349, netfang maedur@simnet.is
Rannsóknasetur í barna- og fjöl-
skylduvernd | Margrét María Sigurð-
ardóttir umboðsmaður barna, fjallar
um rétt barna til beggja foreldra. Mál-
stofan er á vegum RBF og fé-
lagsráðgjafarskorar HÍ og fer fram kl.
12-13, í stofu 101 í Odda húsi fé-
lagsvísindadeildar HÍ. Málstofan er öll-
um opin og aðgangur er ókeypis.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.isdagbók
Í dag er miðvikudagur 24. október, 297. dagur ársins 2007
Íseptember var settur á laggirnarungliðahópur Samtakanna ’78 áNorðurlandi. Hópurinn hittisthvert fimmtudagskvöld, kl. 20 til
22 í Rósenborg, félagsmiðstöð fram-
haldsskólanema á Akureyri.
Rakel Snorradóttir er einn af um-
sjónarmönnum hópsins: „Ungliðahóp-
urinn er ágætlega stór hópur ung-
menna af ýmsum tegundum. Til okkar
sækja m.a. margir nemendur bæði úr
VMA og MA,“ segir Rakel. „Við hitt-
umst og spjöllum, um lífið og tilveruna,
samkynhneigð og tvíkynhneigð, en um-
fram allt hittumst við til að hafa gaman
af góðum félagsskap.“
Ungliðahópurinn er opinn öllu ungu
fólki: „Við gerum okkur ýmislegt til
dægrastyttingar, höfum m.a. það sem
af er vetri haldið fyrirlestra, og horft á
bíómyndir sem tengjast samkyn-
hneigð. Um daginn héldum við t.d.
regnbogamessu í samstarfi við Ak-
ureyrarkirkju,“ segir Rakel af fjöl-
breytni starfsins. „Í nóvember förum
við svo af stað með jafningjafræðslu-
verkefni við MA, og á vorönn í VMA og
grunnskólum Akureyrar. Þar mæta
nokkrir meðlimir úr hópnum í lífsleikn-
itíma, og spjalla við nemendur um sam-
og tvíkynhneigð, segja frá eigin upplif-
unum og svara spurningum.“
Allt starf við ungliðahópinn er í full-
um trúnaði: „Við leitumst við að skapa
öruggt og uppbyggjandi umhverfi, þar
sem ungmenni geta fræðst af jafn-
ingjum sínum. Við erum til staðar fyrir
hvern þann sem leitar sér upplýsinga
eða hjálpar,“ segir Rakel, og bætir við
að mikil þörf sé fyrir slíkan vettvang
fyrir sam- og tvíkynhneigð ungmenni á
landsbyggðinni: „Þó svo viðhorf séu al-
mennt jákvæð skortir verulega á sýni-
leika og umfjöllun um samkynhneigð á
landsbyggðinni. Viljum við reyna að
sporna gegn því í gegnum starf félags-
ins.“
Birtar eru tilkynningar frá ungliða-
hópnum á heimasíðu Samtakanna ’78, á
slóðinni www.samtokin78.is. Er vakin á
því athygli að einnig er starfræktur
ungliðahópur í Reykjavík sem hittist
alla sunnudaga.
Fá má nánari upplýsingar um starf
ungliðahópsins á Norðurlandi með
tölvupósti á lumma@simnet.is, eða
með því að senda skilaboð á MSN for-
ritinu á sama netfang.
Æska | Ungliðahópur Samtakanna ’78 á Norðurlandi hittist fimmtudaga
Hýr og kát á Akureyri
Rakel Snorra-
dóttir fæddist 1989
og ólst upp á Seyð-
isfirði. Hún leggur
stund á nám í
hönnun og textíl
við Verkmennta-
skólann á Ak-
ureyri. Rakel hef-
ur unnið ýmis
verslunarstörf og á skíðasvæðinu í
Hlíðarfjalli. Hún hefur verið varafor-
maður Ungliðahóps Samtakanna ’78 á
Akureyri frá stofnun. Foreldrar Rak-
elar eru Snorri Emilsson verkamaður
og Laufey Böðvarsdóttir húsmóðir.
Sörlaskjól
Glæsileg neðri sérhæð ásamt bílskúr
Glæsileg 109 fm neðri sérhæð í góðu steinsteyptu þríbýlishúsi ásamt 25
fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Hæðin er
mikið endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt m.a. gólfefni,
innréttingar og innihurðir og skiptist m.a. í tvær rúmgóðar stofur, tvö
herbergi og vandað eldhús. Svalir til suðvesturs.
Fallegt útsýni til sjávar. Laus
til afh. við kaupsamning.
Verð 49,0 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
FRÉTTIR
NÁMSKEIÐ opið almenningi um of-
fitu með áherslu á helstu meðferð-
arkosti verður haldið á Reykjalundi
föstudaginn 26. október kl. 13–17.
Í fréttatilkynningu segir að nám-
skeiðið sé skipulagt af offitu- og nær-
ingarteymi Reykjalundar í samvinnu
við skurðlækna Landspítala.
Á námskeiðinu verða fyrirlestrar
um helstu heilsufarslegar afleiðingar
offitu og orsakir fyrir henni.
Fjallað verður um atferlismótandi
meðferð og uppbyggingu hennar.
Einnig verður sagt frá lyfjum sem
hjálp í meðferðinni. Loks verður ít-
arlegt erindi um skurðaðgerðir við
offitu. Fyrirlesarar verða læknar,
sálfræðingur, næringarfræðingur og
sjúkraþjálfari.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að skrá sig á netfang: ludvig-
g@reykjalundur.is. Þátttökugjald
er kr. 2.000 sem greiðist við inngang-
inn. Kaffi er innifalið.
Námskeið á Reykja-
lundi um offitu
NÁMSKEIÐ verður haldið í Skálholti um guðfræði fyrir almenning dagana
26.-27. október næstkomandi.
Í fréttatilkynningu segir að ætlunin sé að gefa yfirlit yfir nokkur grunnstef
guðfræðinnar með áherslu á trúarhugtakið, Biblíuna og kristinn mannskiln-
ing. Nú þegar ný biblíuþýðing er komin út á Íslandi er ástæða til að taka inni-
hald hennar til umfjöllunar og velta fyrir sér spurningunni um merkingu
hennar og hlutverk í íslensku samfélagi.
Námskeiðið hefst á föstudegi kl. 18.30 og því lýkur á laugardag kl. 16.30.
Kennarar eru Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og Kristinn Ólason
rektor Skálholtsskóla. Nánari upplýsingar og skráning í síma 486-8870 eða á
netfanginu rektor@skalholt.is.
Námskeið fyrir
almenning í Skálholtsskóla