Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 6
FRÉTT Morgunblaðsins, sem vísað er til í yfirlýsingu Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar og Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns REI, er rétt en ekki röng eins og hald- ið er fram í yfirlýsingunni, þótt viðbót- arupplýsingar um efni samnings Bjarna Ármannssonar við Reykjavík Energy Invest hafi ekki birtzt í þeirri frétt heldur í Morgunblaðinu í dag. Þetta staðfesta þeir félagar raunar, þegar þeir segja í yfirlýsingu sinni: „Einungis ef forsendubrestur verð- ur í samstarfinu af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur getur Bjarni Ármanns- son átt þess kost að selja OR sinn hlut á kaupverði með verðbótum.“ Frétt Morgunblaðsins var byggð á nafnlausum heimildum vegna þess, að ómögulegt reyndist í fyrrakvöld að fá staðfestingu undir nafni á kjarna samningsins. Hinar nafnlausu heim- ildir Morgunblaðsins eru hins vegar svo góðar að þær geta ekki betri verið. Aths. ritstj.: 6 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á hverri tíð er mikið í húfi um það, að til sé fólk, sem hefur heill og manndóm til þess að sjá í gegnum mistur og moldviðri samtíma síns, láta ekki blekkjast af glossa- gangi ofláta og dægurgosa né neinn sírenusöng seiða sig í andlegt dauðadá. Þeir menn, karlar og konur, sem standa vörð í nepju og þoku eða þreyta róður í barningi, eru að vinna afrek, þótt enginn taki eftir því, síst þeir sjálfir. Þau vinna ekki í því skyni að afla sér frægðar, sem halda uppi merkjum göfugs málstaðar og lífsbrýnna sanninda í byrleysi eða mótblæstri. En þau eru það hljóða, hógværa súrdeig, sem vinnur gegn rotnun, visnun, sýkingu, dauða. Og blekkt samtíð og óþekkt framtíð hlýtur ómælda blessun af þeim. Íslenskur nútími býr að dýrum arfi. Þar er ekki aðeins veigurinn í sérlegri þjóðmenningu Íslendinga, heldur einnig þau mannfélagsverðmæti, sem heimurinn á dýrmætust, en eiga hvarvetna í vök að verjast og víða eru þau lítt þekkt eða viðurkennd í verki. Það hafa Vesturlönd sér helst til ágætis, að þau búa að áhrifum þeirrar kristni, sem þau hafa játað um aldir. Þau hafa vissulega gengið í berhögg við þá betri vit- und, sem trú þeirra vakti og glæddi. En allt um það eru þau æðstu gildi, sem prýða vest- ræna hugsun og menningu og ein eru þess eðlis, að öll- um jarðarbúum er ábati eða nauðsyn að tileinka sér þau, ávöxtur af starfi þeirrar kirkju, sem sá heiminn í ljósi Krists, lagði mat hans á manninn, gerði kröfu hans til þess, að hvert mannsbarn væri metið og meðhöndlað sem Guðs barn. Ekkert í þessum heimi er óhult fyrir smitun frá sýktu umhverfi né blekktum hvötum mannlegs eðlis. Ekki kirkjan fremur en annað né kristnir einstaklingar. En samt var og er kirkjan farvegur fyrir frjóvökva frá tærustu, heilnæmustu og auðugustu uppsprettum, sem mannsandinn hefur kynnst. Það er leyndarmál þeirra manna, sem heimurinn á mest að þakka, að þeim þótti vænt um mennina. Þeir sáu betur en aðrir sjónskekkjur, villur, blekk- ingar, þung og hörð sjálfskaparvíti. Og víttu afglöp og smánarlega ómennsku hvers kyns. En þótti vænt um mennina þrátt fyrir afglöpin. Og þeirra vegna. Hér er Jesús Kristur frummynd og fyrirmynd. Ég kenni í brjósti um mannfjöldann, segir hann – um mennina eins og þeir eru, hrjáðir, tvístraðir, eins og sú hjörð, sem er viðskila við hirði sinn og eiganda, blindir af blindum leiddir, sárir og sjúkir, vegavilltir útlagar, sem hafa gleymt, hvar þeir eiga heima, sjálfum sér gáta. Samt börn eins og sama föður, hver einn og allir jafnt. Þess föður, sem elskar þennan heim eins og hann er. Elskar hann svo, að hann þjáist með honum og fyrir hann, tekur á sjálfan sig þrautir hans, leggur allt á sig til þess að bjarga honum, finna villtan og týndan, gefa blindum sýn, dauðvona líf. Í augum Jesú – og hann sér með augum þess Guðs allra heima, sem hann opinberar – er hver vesalingur, hvert frávillt, flekkað, blindað, örvona mannsbarn, þess virði, að hann leggi líf sitt að veði fyrir það. Því hann lifir í hverju hjarta, í öllu holdi. Hann, sem „varð hold á jörð og býr með oss“. Hvar sem mennskan mann ber fyrir augu, hvernig sem hann er staddur eða á sig kominn, þar er Jesús fyr- ir augum. Það segir hann. Og bætir við, að allt, sem vér gjörum öðrum, sé hon- um gjört. Aldrei var bjartara ljósi brugðið upp og varpað á manninn og mannlífið. Og hvergi er að finna öflugri hvata og styrk til góðs en í fordæmi hans og áhrifum. Nútíðin hefur síst efni á að gleyma því. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (25) Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra OR, og Bjarna Ár- mannssyni, stjórnarformanni REI: „Fullyrðing Morgunblaðsins í dag um að í samningi Orkuveitu Reykja- víkur við Bjarna Ármannsson, vegna aðkomu hans að Reykjavik Energy Invest, felist „að hann gæti selt 500 milljóna króna hlut sinn, sem hann keypti upphaflega í REI á genginu 1,278, aftur á sama verði ef hann kysi að hverfa frá félaginu“, er röng. Í áðurnefndum hluthafasamningi Orkuveitunnar og Bjarna Ármanns- sonar eru lagðar forsendur samstarfs þessara aðila. Þær varða stjórnarfor- mennsku Bjarna í félaginu, inntöku nýrra hluthafa og breytingar á sam- þykktum þess. Einungis ef forsendu- brestur verður í samstarfinu af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur getur Bjarni Ármannsson átt þess kost að selja OR sinn hlut á kaupverði með verðbótum. Þessi skuldbinding fellur sjálfkrafa niður við áformaða skráningu REI á markað. Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur í gær var tekin fyrir beiðni stýrihóps Reykjavíkurborgar um að- gang að gögnum vegna REI-mála. Ákvað stjórn OR að verða við beiðn- inni og var samningur OR við Bjarna eitt þeirra gagna sem starfsmanni stýrihópsins voru látin í té í morgun.“ FYRSTI stjórn- arfundur nýrrar stjórnar Orku- veitu Reykjavík- ur fór fram á mánudag. Þar var m.a. sam- þykkt að veita nýstofnuðum stýrihópi undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur öll umbeðin gögn frá Orkuveitunni vegna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy, en einnig að stjórn OR muni fara yfir samruna félaganna. Stjórn OR hafði að vísu hist fyr- ir helgi á kynningarfundi þar sem Bjarni Ármannsson, stjórnarfor- maður REI, fór yfir málið frá ýms- um hliðum. Júlíus Vífill Ingvars- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórn OR, sagði kynningu Bjarna gagnlega og þar hefðu komið fram upplýsingar sem hefðu átt að koma fram í kynningu fyrir borgar- fulltrúum 2. október sl. Hins vegar sagði Júlíus að fátt nýtt hefði komið fram, enda fjölmiðlaumfjöll- un um málið nánast verið tæm- andi. Ekkert verði undanskilið Júlíus Vífill lagði fram tillögu fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðis- flokks á fundinum á mánudag, þess efnis að stjórn OR ætti sjálf að óska eftir gögnum og hafa frumkvæði að því að afla gagna vegna samruna REI og GGE, og fara yfir málið frá sjónarhorni stjórnarinnar. Í þeirri samantekt eigi ekkert að vera undanskilið en jafnframt fylgja ferill málsins í tímaröð, listi yfir þá utanaðkom- andi ráðgjafa sem komu að málinu ásamt gögnum frá þeim. „Það gerði ég með tilliti til þeirrar skyldu sem hvílir á stjórnarmönn- um, þ.e. að fara yfir reksturinn og gæta að hann sé í fullkomnu lagi. Mér þykir það mjög skynsamlegt og er mjög ánægður með að stjórnin öll skuli hafa ákveðið að fara ofan í þetta mál,“ segir Júlíus. Júlíus Vífill Ingvarsson. Fagnar að stjórn OR fer ofan í málið DAGUR B. Eggertsson borgar- stjóri var spurður hvort aðrir, sem stendur til boða að kaupa hluti í REI, njóti sömu skilmála og Bjarni Ármannsson. Dagur kvaðst ekki ætla að tjá sig um REI-málið né einstaka þætti þess meðan starfs- hópur ynni að rannsókn málsins. „Engar fréttir að hafa frá mér,“ sagði Dagur. Hann sagði mikilvægt að starf starfshópsins fengi þann frið sem það þyrfti. Tjáir sig ekki um REI ÞAÐ er fráleit túlkun á samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá í gær að stjórn fyrirtækisins hyggist hefja sjálfstæða rannsókn á málefnum Reykjavík Energy In- vest, svo sem haft var eftir einum stjórnarmanna í kvöldfréttum út- varps,“ segir í yfirlýsingu frá Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnar- formanni Orkuveitu Reykjavíkur. „Stjórnin fól forstjóra fyrirtæk- isins að útvega gögn varðandi REI í þeim tilgangi að stjórnarmenn, sem flestir hafa nýtekið sæti í stjórninni, gætu kynnt sér málið og forsögu þess frá fyrstu hendi. Þá fái stjórn OR yfirsýn yfir þau gögn, sem stjórnin samþykkti að afhent yrðu starfshópi Reykjavík- urborgar um málefni REI. Það má öllum stjórnarmönnum vera ljóst að ekki er um að ræða að stjórnin ráðist í sjálfstæða rannsókn á mál- inu, enda væru slík vinnubrögð alls ekki í takti við það, að fulltrúar allra flokka í borgar- stjórn Reykja- víkur – í meirihluta sem minnihluta – eiga aðild að starfshópnum. Könnun á málefnum tengdum sam- runa REI og Geysis Green Energy fer fram á vettvangi starfshóps Reykjavíkurborgar og er í fullu samráði og í góðu samstarfi við stjórn fyrirtækisins,“ segir í yfir- lýsingu Bryndísar. „Fráleit túlkun“ Yfirlýsing stjórnarformanns OR Bryndís Hlöðversdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í SAMNINGI milli Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarna Ármanns- sonar, stjórnarformanns Reykja- vik Energy Invest, er kveðið á um forsendur fyrir samstarfinu og bresti þær, mun Orkuveitan kaupa af Bjarna hlut hans í REI á kaup- verði með verðbótum. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Bjarni hefði tryggingu fyrir því að tapa ekki hlut sínum í REI, kysi hann að hverfa frá fé- laginu. Hvorki Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, né Bjarni vildu tjá sig um samninginn sem sagður er trún- aðarmál. Fyrir hádegið í gær barst hins vegar yfirlýsing frá sömu mönn- um – og lesa má í heild sinni hér á öðrum stað á síðunni – þar sem segir að frétt Morgunblaðsins sé röng og að for- sendubrestur milli aðila þurfi að koma til. „Það varðar m.a. stjórn- arformennsku Bjarna í félaginu,“ sagði Hjörleifur Kvaran í samtali við Morgunblaðið. „Ef Orkuveitan vill ekki hafa Bjarna lengur sem stjórnarformann REI, ef nýir hlut- hafar eru teknir inn í félagið í and- stöðu við Bjarna eða breytingar gerðar á samþykktum félagsins í andstöðu við Bjarna, þá getur hann ákveðið að hætta. Eingöngu í þessum tilvikum.“ Eðlileg ákvæði í samningi Ef til andstöðu Bjarna kemur vegna framangreindra mála eða Orkuveitan vill losna við hann úr stóli stjórnarformanns, mun Orku- veitan kaupa hlut hans á fyrra verði, framreiknað með vísitölu. Hjörleifur sagði ennfremur að við Bjarna hefði verið samið um að hann tæki að sér formennsku til ársins 2010. Ef Orkuveitunni snýst hins vegar hugur á tíma- bilinu er eðlilegt að Bjarni fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. „Það er ósk- að eftir því að hann starfi við félagið í tiltekinn tíma og þá er ósköp eðlilegt að sett séu inn ákvæði ef við viljum ekki hafa hann lengur með. Þetta er því að- allega ef við hættum að vinna með Bjarna, þá getur hann farið út á þessum kjörum. En ef hann ákveður sjálfur að fara hefur hann ekki sama rétt.“ Morgunblaðið/ÞÖK Hjörleifur Kvaran Eðlilegt í vissum tilvikum Forsendubrest þarf til að Bjarni Ármannsson geti selt hlut sinn í REI á sömu kjörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.