Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 14

Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 14
14 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „HEILLANDI hverir“ var fyr- irsögn gagnrýnandans Klaus Kalchschmids í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung um Sinfón- íuhljómsveit Íslands, en hann lýkur lofsorði á frammistöðu hljómsveit- arinnar á tónleikum hennar í Þýska- landi á dögunum. Kalchschmid segir hljómsveitina undir stjórn hins „skapheita og hrífandi“ Breta Rum- ons Gamba hafa staðið sig ákaflega vel og lýsir sérstakri ánægju sinni með verk Atla Heimis Sveinssonar, „Icerapp 200“, og sellókonsert Jóns Nordal þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir lék einleik. Verk Jóns Leifs, „Geysir“, eitt fjögurra verka hans sem lýsa nátt- úrufyrirbrigðum, var að mati gagn- rýnandans margslungið, ekki síst þegar undarleg hljóð „gusu“ fram með stuðningi slagverksins. Standandi lófaklapp Kalchschmid telur það aðal hljóm- sveitarinnar hversu sveigjanleg og samstillt hún er, en bæði málm- blástur og flautuleikur, auk strengjanna, afhjúpaði hversu frá- bær og taktvís hljómsveitin er að hans sögn, auk kraftmikils en um leið leikandi hljóms. Í lok umsagn- arinnar kemur í ljós að fögnuður tónleikagesta var slíkur að fólk reis úr sætum á meðan lófatakið dundi í salnum. Heillandi hverir Sinfóníuhljómsveitin fær frábæra umsögn Atli Heimir Sveinsson Bryndís Halla Gylfadóttir LEIKRITIÐ Brim eftir Jón Atla Jónasson verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í Tallinn í Eist- landi 15. mars næstkomandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Jón ratar inn í leikhúsið því um síðustu áramót sýndi leikhópurinn Frú Em- ilía leikritið 100 ára hús á alþjóðlegri leiklistarhátíð sem er haldin árlega þar í borg. Um þessar mundir vinn- ur Jón hins vegar að nýju leikverki fyrir Campx-leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Brim til Eistlands Jón Atli Jónasson PÉTUR Arason, listsafnari og safnstjóri Safns, heldur hádeg- isfyrirlestur í húsnæði mynd- listardeildar Listaháskóla Ís- lands, Laugarnesvegi 91, stofu 024, klukkan 12.30 í dag. Í fyr- irlestrinum mun Pétur segja frá starfi sínu tengdu samtíma- myndlist, fjalla um tengsl sín við listamenn, um alþjóðlega listmarkaðinn og íslenska myndlist, svo og um safn sitt og söfnunaráráttu. Tímasetning á fyrirlestri Pét- urs er ekki tilviljanakennd en eins og mörgum er kunnugt um mun Safn hætta starfsemi nú um ára- mótin, og er óvíst um framtíð þess. Fyrirlestur Myndlistin í mörgum myndum Pétur Arason HLJÓMSVEITIN For a Min- or Reflection gaf á dögunum út sína fyrstu breiðskífu sem nefnist Reistu þig við, sólin er komin á loft … Nú er kominn tími til að halda upp á útgáfuna og blása piltarnir því til útgáfu- tónleika á Organ í Hafn- arstræti á morgun. Húsið verð- ur opnað kl. 20 og hálftíma síðar stígur hljómsveitin Rökk- urró á svið, en hún gaf einnig út sína fyrstu breiðskífu fyrir skömmu. For a Min- or Reflection stígur síðan á svið um 21.30 og flytur plötu sína í heild. Miðasala er við innganginn og miðaverð er 500 krónur. Tónleikar For a Minor Reflect- ion fagnar útgáfu For a Minor Reflection Á MORGUN klukkan 12:05 mun Jón Björnsson sálfræð- ingur ganga með gestum Þjóð- minjasafnsins um hluta grunn- sýningarinnar og um sérsýninguna í Bogasalnum, Á efsta degi – býsönsk dóms- dagsmynd á Hólum. Jón fjallar um hugmyndaheim eða heims- mynd kaþólsku kirkjunnar á ofanverðum miðöldum, meðal annars með hliðsjón af dóms- dagsmyndum. Hann staldrar við nokkur dæmi á safninu sem sýna myndmál þessa heims og vísa til hans. Fólk er hvatt til að fjölmenna á safnið og hlusta á hið áhugaverða erindi Jóns. Leiðsögn Dómsdagsmyndir á miðöldum Þjóðminjasafnið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÚTGÁFA á íslenskri tónlist tekur jafnan kipp á þessum árstíma, og miðast sem fyrr við að vera í samfloti við og samkeppni við bækur í jólasöl- unni. Vertíðin er hafin. Það hlýtur að vera umdeilanlegt hvort þetta árs- tíðarbundna flóð sé tónlistinni fyrir bestu, þar sem augljóst er að hver og ein plata krefst sinnar athygli og margt það sem verðskuldar ef til vill betri gaum en annað kann að verða undir í hamaganginum. Því er þó ekki að neita að mörgum finnst amstrið sem fylgir plötum og bókum á þessum árstíma skapa góða stemn- ingu í skammdeginu. Klassískar plötur eru sem fyrr þó- nokkrar, flestar gefnar út hjá Smekkleysu, Senu og 12 tónum; aðr- ar hjá minni útgáfufyrirtækjum eins og Íslenskri tónverkamiðstöð, Fer- mötu og Pólarfóníu, og enn sem fyrr er nokkuð um að einstaklingar gefi út á eigin vegum. Frumkvöðlarnir áberandi Eins og svo oft áður er söngtónlist mest áberandi þegar rennt er í gegn- um Pötutíðindi. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona átti mjög fína plötu fyrir jól í fyrra, og í ár rær hún á svipuð mið, með Sverri Guðjónsson sem listrænan stjórnanda heild- stæðrar efnisskrár sem þó er blönd- uð. Þær Dísella með Solo Noi, og Arndís Halla Ásgeirsdóttir með Óð, eru á svipuðum slóðum og Björg, með blandað efni, dægurlög, aríur, íslensk sönglög fleira slíkt. Garðar Thór Cortes er einnig með nýja plötu; það er reyndar nokkuð síðan hún kom út sem kunnugt er, og hef- ur hún notið ómældra vinsælda. Það má spyrja hvort tilfelli Garðars Thórs sýni ekki að vel megi gefa út plötur með góðum árangri og vel heppnaðri kynningu á öðrum árs- tíma en fyrir jólin. Aldrei þessu vant er nokkuð um einleiksplötur í jólaútgáfunni og þar meðtalið flestar með frumhljóðrit- anir verka. Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari er ötul við útgáfu, og plata hennar og Richards Simms píanó- leikara Fyrstu íslensku sónöturnar hefur að geyma fiðlusónötur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Nordal, Fjölni Stefánsson og Karl O. Runólfsson. Þessi útgáfa hefur ótví- rætt menningarsögulegt gildi, þar sem verk þessara frumkvöðla heyr- ast ekki oft nú til dags. Vonandi að útgáfa Rutar breyti því. Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari er sömuleiðis á sögulegu nótunum, því hún gefur út verk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, og leikur Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari með henni í einu verkanna. Víóluleik- arinn flinki, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, er með forvitnilega plötu ásamt Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara. Þær flytja verk sem Þórunn pantaði hjá Hafliða Hallgrímssyni. Verkið kallar hann Dagbókarbrot og byggir á hug- hrifum sínum við heimsókn í safn Önnu Frank. Það er viðeigandi að hafa Lachrymae eftir Britten með á plötunni. Þá er Steinunn Birna einn- ig á plötu með Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara. Þeirra samstarf er langt og farsælt. Platan, Myndir á þili, er tileinkuð Jóni Nordal, höf- undi titilverksins, en önnur verk eru eftir Debussy, Schubert og Brahms. Rúnar Óskarsson er með for- vitnilega plötu með íslenskum verk- um fyrir bassaklarinett, en Rúnar hefur lagt kapp á að fá íslensk tón- skáld til að semja verk fyrir sig. Þá er Þorsteinn Gauti Sigurðsson með plötu með öndvegisverkum píanó- tónlistarinnar. Una Sveinbjarn- ardóttir fiðluleikari er enn einn ein- leikarinn í útgáfunni – en meðleikari hennar í verkum eftir Schumann, Jón Nordal, Bach og Brahms er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kórar eiga alltaf sína fulltrúa í jólaplötuflóðinu. Óperukórinn í Reykjavík gefur út Carmina Burana eftir Orff, upptöku frá tónleikum kórsins í vor. Kammerkórinn Carm- ina syngur lögin fornu úr Melódíu: „Nokkra útlenska tóna með íslensk- um skáldskap og mörgum af þeim nytsamlegum til andlegrar skemmt- unar,“ eins og segir á handrits- forsíðu. Flautukonsertar Hauks Haukur Tómasson er það tón- skáld sem sviðsljósið skín skærast á í jólaútgáfunni. Flautukonsertar hans koma út í flutningi Sharon Bezaly og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kammersveitin Ísafold er líka með plötu með verkum Hauks, Schön- bergs, Takemitsus og fleiri. Sinfóní- an er líka í aðalhlutverki á plötunni Lambda, með hljómsveitarverkum Kjartans Ólafssonar, en þar er með- al annars að finna víólukonsert Kjartans í flutningi Helgu Þórarins- dóttur. Sinfóníuhljómsveitin er með fleiri járn í eldinum, því Edda eftir Jón Leifs er loks komin út í flutningi hljómsveitarinnar. Þá hlýtur Roto con moto með Njú- ton-hópnum sem í árdaga kallaði sig Atonal Future að vekja eftirvænt- ingu þeirra sem vilja fylgjast með og vita hvað nýjast er í heimi tónlistar- innar. Og nú eru 26 Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar komin út á plötu sem kallast Íslands minni. Jón- asarlög Atla hafa verið ákaflega vin- sæl í flutningi Fífilbrekkuhópsins og ratað víða, og ekki þarf að taka fram að útgáfan er til heiðurs skáldinu, af- mælisbarni ársins, Jónasi Hall- grímssyni. Margt fleira áhugavert kemur út um þessar mundir, og spennandi að sjá hvernig kaupin æxlast á eyrinni þegar líður nær jólum. Útgáfa á íslenskri klassískri tónlist með svipuðu sniði og undanfarin ár Frumhljóðritanir áberandi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Carmina Burana Upptaka frá tónleikum Óperukórsins er komin út. GUÐNI Emilsson hljómsveitarstjóri býr í Þýskalandi en stjórnar sinfón- íuhljómsveit hinum megin á hnett- inum. „Ég hef unnið síðustu tvö árin í Taílandi en ég bý í Þýskalandi líka, ég flýg bara á milli,“ segir Guðni. Meðal tónleikagesta fyrir rúmri viku var drottning Taílands. Hljómsveitin er önnur tveggja sin- fóníuhljómsveita í Bangkok og var stofnuð fyrir tveimur árum. Guðni er ráðinn til þriggja ára í viðbót en getur vel hugsað sér að vera lengur. „Það er mikill dugnaður í fólkinu og margir efnilegir. Þetta er sá partur af jarð- arkúlunni sem á eftir að láta heyra mikið í sér á tónlistarsviðinu á næstu árum. Það er verið að byggja mikið upp hérna og mikil hreyfing og vöxt- ur. Það var verið að byggja sal fyrir hljómsveitina og 2011 bætist annar við.“ Drottningin var hrifin Vel hefur gengið að fá þekkta ein- leikara og söngvara til þess að starfa með sveitinni. Ítalska söngkonan Lucia Aliberi og lettneski sellóleik- arinn Misha Maisky eru þar á meðal og von er á fiðluleikaranum Maxim Vengerov í janúar. Aliberi söng með sveitinni á tónleikum sem voru sér- staklega sniðnir að smekk taílensku konungshjónanna. „Ég setti upp óp- eruprógramm fyrir þau og Sikrit drottning kom á tónleikana. Kóng- urinn komst ekki því hann var dálítið lasinn. En hún var mjög hrifin og al- veg einstakt að hún skuli hafa kom- ið.“ Guðni segir konungshjónin njóta mikillar hylli og að þau séu bæði mús- íkölsk. „Kóngurinn spilar á saxófón og hún spilar á píanó. Ég hef aldrei komið í konungshöllina en ég veit að það er mikið spilað og sungið þar.“ Ólst upp í tónlistarskóla Faðir Guðna, Emil Adolfsson, rak tónlistarskóla í Reykjavík í 30 ár. „Ég ólst eiginlega upp þar. Ég hef verið svona fjögurra ára þegar þetta byrj- aði allt saman.“ Hann fór til Þýskalands fljótlega uppúr tvítugu til að læra píanóleik og hljómsveitarstjórn og ílentist þar. Hann hefur gegnt starfi stjórnanda hjá kammersveit Tübingen og Sin- fóníuhljómsveit æskunnar á sama stað. Það var í gegnum starf kamm- ersveitarinnar sem honum bauðst staða stjórnanda hjá taílensku sinfón- ínuhljómsveitinni. „Við fórum í tvær stórar tónleikaferðir árin 2000 og 2005 og þá kynntist ég fólki þarna í Bangkok. Þá var verið að stofna hljómsveitina og leita að hljómsveit- arstjóra.“ Guðni hefur ekki ákveðið hvort hann setjist að í Taílandi til fram- búðar enda er hann með mörg járn í eldinum. „Ég er að gera það mikið í Evrópu líka, þannig að maður er ekki alveg farinn. Ég verð þarna í þrjú ár í viðbót en ég veit ekki hvað verður svo.“ Tónelsk drottning á tónleikum hjá Guðna Hásæti Guðni Emilsson og söng- konan Lucia Aliberi léku fyrir drottningu Taílands. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.