Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Veiðar á þorski úr Norður-Atlantshafi hafa dregistsaman um 3 milljónirtonna á tæpum fjórum áratugum, eða úr 3,9 milljónum tonna árið 1968 í um 840 þúsund tonn árið 2005. Þorskstofninn hefur lengi verið ein helsta auðlind Ís- lendinga enda sá fiskstofn sem hef- ur gefið mest af sér til þjóðarbús- ins. Árið 1981 var þorskafli Íslendinga í hámarki, um 460 þús- und tonn, en á síðustu árum hefur þorskafli minnkað verulega. Fisk- veiðiárið 2007/2008 var aðeins út- hlutað 130 þúsundum tonnum af þorski. Ekki er gert ráð fyrir því að veiðar á þorski muni aukast mikið á allra næstu árum frá því sem nú er. Á sama tíma á sér stað stórfelld uppbygging þorskeldis, sér- staklega í Noregi. Það má því velta þeirri spurningu fyrir sér hvaða áhrif aukið þorskeldi muni hafa á íslenskan sjávarútveg og markaðs- setningu á villtum þorski. Í þessari samantekt verður þó aðeins gerð grein fyrir stöðu þorskeldis í ein- stökum löndum og framtíð- aráformum. Noregur Í Noregi hefur framleiðsla þorsk- seiða aukist mikið, eða úr 1,5 millj- ónum seiða árið 2002 upp í rúmar 11 milljónir seiða árið 2006 (mynd 1). Þar í landi eru um 12 seiðaeld- isstöðvar og stærsta stöðin fram- leiddi um 6 milljónir seiða árið 2006. Þrátt fyrir mikla fram- leiðsluaukningu á síðustu árum hef- ur verið skortur á þorskseiðum sem hamlað hefur uppbyggingu mat- fiskeldis á þorski. Framleiðsla á eldisþorski í Nor- egi hefur einnig aukist mikið á síð- ustu árum eða úr tæpum 200 tonn- um árið 2000 í u.þ.b. 11.000 tonn árið 2006 (mynd 2). Framan af kom aðal framleiðslan úr áframeldi, en þá er villtur fiskur fangaður og fóðraður í ákveðinn tíma fyrir slátrun. Nú er aleldi, þ.e.a.s. eldi frá klaki upp í fisk í markaðsstærð, allsráðandi í norsku þorskeldi. Í Noregi eru miklar væntingar um hraða uppbyggingu í þorskeldi og stór áform eru um þróun eld- isins á næstu árum. Út frá fjölda seiða sem farið hafa í sjókvíar er líklegt að framleiðslan árið 2007 nemi um 15.000 tonnum og rúmum 20.000 tonnum árið 2008. Fyrir nokkrum árum var því spáð að framleiðslan gæti orðið allt að 100.000 tonnum árið 2010. Skiptar skoðanir eru um vöxt þorskeldis í Noregi á næstu árum og eru spár nú um framleiðslu næstu ára hóg- værari. Reynsla fyrri ára sýnir að gæta þurfi varúðar í spám m.a. vegna mikilla affalla í eldinu. Nú er talið líklegast að framleiðslan muni nema um 35.000 tonnum árið 2010. Ísland Hafrannsóknastofnunin hefur verið frumkvöðull í þróun og fram- leiðslu þorskseiða á Íslandi. Á hennar vegum hafa verið framleidd þorskseiði á hverju ári síðan 1994. Árið 2003 var Icecod ehf. stofnað í þeim tilgangi að vinna að kynbótum á þorski. Fram til þessa hefur fram- leiðslan verið lítil eða 100.000- 200.000 seiði á ári. Á Íslandi eru einnig fönguð villt þorskseiði, u.þ.b. 5 g, að hausti, þau alin í strandeldis- stöð fram á vor og þá sett í sjókvíar. Föngun smáseiða til eldis er ein- göngu stunduð á Íslandi. Eldi á villtum seiðum hefur aukist veru- lega og í sjókvíar fóru tæp 500.000 seiði á ári, árin 2005 og 2006. Framleiðsla eða magn eld- isþorsks sem var slátrað á Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum, eða úr um 10 tonnum árið 2000 í um 1.400 tonn árið 2006. Framan af kom framleiðslan eingöngu úr áframeldi en nú á síðustu árum einnig úr aleldi. Það er þó ekki fyrr en árið 2006 sem fyrstu opinberu tölurnar eru birtar um slátrun á þorski úr aleldi sem þá nam um 180 tonnum. Miðað við stöðuna í dag er ekki gert ráð fyrir mikilli fram- leiðsluaukningu á næstu árum og að framleitt magn verði varla kom- ið yfir 5.000 tonn árið 2010. Bretland Á síðustu árum hefur verið sam- felld aukning í framleiðslu þorsk- seiða á Bretlandi og voru framleidd 1,9 milljón seiði árið 2006. Þorsk- eldi í Bretlandi byggist alfarið á aleldi og eru þar nú þrjár seiðaeld- isstöðvar. Framleiðsla hefur verið lítil fram að þessu, mest um 550 tonn árið 2006. Áætlað er að framleiðslan nemi tæpum 3.000 tonnum árið 2007. Þorskeldisfyrirtækið Johnson Seafarms, stærsti framleiðandi eld- isþorsks á Bretlandi, áætlar að framleiða u.þ.b. 5.000 tonn árið 2008. Gert er ráð fyrir að fram- leiðslan verði um 11.000 tonn árið 2011. Kanada Framleiðsla þorskseiða hefur aldrei verið mikil í Kanada. Þar eru þrjár seiðaeldisstöðvar og fram- leiðslan undir hálfri milljón seiða. Framan af var eingöngu stundað áframeldi á þroski í Kanada en framleiðslan náði aldrei nema rúm- lega 200 tonnum árið 2002. Síðan hefur dregið úr framleiðslunni en megin skýringin á því eru örðug- leikar við að fá villtan þorsk í eldið. Ennþá er framleiðsla í aleldi mjög lítil, en gera má ráð fyrir aukningu á næstu árum samfara uppbygg- ingu í seiðaeldi. Færeyingar eru nýbyrjaðir með þorskeldi. Seiðaframleiðslan fer fram í rannsóknastöð í eigu fær- eysku landsstjórnarinnar og voru seld um 140.000 þorskseiði til tveggja matfiskeldisstöðva um ára- mótin 2006/2007. Stefnt er að því að framleiða 300.000 þorskseiði ár- ið 2007 og 500.000 árið 2008. Í öðrum löndum eins og Banda- ríkjunum, Írlandi og Danmörku er stundað tilraunareldi í litlum mæli. Framtíðaráform Á næstu árum og áratugum má gera ráð fyrir auknu framboði á eldisþorski og þá fyrst og fremst frá Noregi. Ekki er líklegt að mikil framleiðsluaukning verði í Bret- landi, fyrst og fremst vegna skorts á rými til eldisins miðað við núver- andi eldistækni. Sama gildir einnig um Færeyjar og Írland. Nægilegt rými er til eldisins við austurströnd Kanada en umhverfisaðstæður eru þar erfiðar. Einnig eru aðstæður til þorskeldis erfiðar við Danmörku og Svíþjóð og ekki að vænta þess að þar verði framleitt mikið af eldis- þorski. Í öðrum löndum sunnar í Evrópu er of heitt fyrir þorskeldi. Það er því eingöngu í Noregi sem framleiðsla í þorskeldi gæti numið hundruðum þúsundum tonna. Þar hafa menn mikla trú á þorskeldi og er talið að þegar hafi verið fjárfest í greininni fyrir um 25 milljarða ís- lenskra króna frá árinu 2001 sem að langmestu leyti er fjármagnað með hlutafé. Codfarmers, stærsta þorskeldisfyrirtæki í Noregi, var skráð í Kauphöllinni í Ósló síðla árs 2006. Fyrirtækið hefur nú sótt þangað hlutafé sem svarar til rúm- um þremur milljörðum íslenskra króna. Greinin fær góðan stuðning frá norskum stjórnvöldum og er heildarframlag til rannsókna- og þróunarverkefna í þorskeldi nú áætlað um tveir milljarðar ís- lenskra króna á ári. Miklar væntingar eru um aukið þorskeldi í Noregi á næstu árum. Þar gera menn sér vonir um að þró- unin muni vera svipuð og í laxeldi. Á mynd 3 er sýnd framleiðsla í lax- eldi frá árinu 1975. Þá var fram- leiðslan á laxi tæp 900 tonn en 600 þúsund tonn árið 2005. Til sam- anburðar er höfð framleiðsla í þorskeldi árin 2001-2006 og áætluð framleiðsla árin 2007-2010. Eins og staðan er í dag, er þróunin nú hrað- ari í þorskeldi en var í laxeldinu í kringum 1980. Að því gefnu að hægt verði að byggja upp arðbært þorskeldi á næstu árum eru miklar líkur á því að þróunin muni vera töluvert hraðari en var í laxeldi. Það er m.a. hægt að rökstyðja með: – Í upphafi þorskeldis eru stórir markaðir fyrir þorskafurðir og eft- irspurn er meiri en framboð. Aftur á móti voru mjög litlir markaðir fyrir lax í upphafi laxeldis og því þurfti að leggja mikla vinnu í að byggja upp nýja markaði og ítrek- að þurfti að draga úr framleiðslu til að koma í veg fyrir offramboð. – Sjúkdómar ullu miklu tjóni í laxeldi en það dró verulega úr þeim með tilkomu bóluefna í byrjun tí- unda áratugarins. Í upphafi þorsk- eldis eru sjúkdómar mikið vanda- mál en líklegt er að lausn á þeim muni finnast fyrr m.a. vegna reynslu og þekkingar sem hefur fengist í laxeldi. – Í Noregi hefur sjókvíaeldi verið í þróun í nokkra áratugi samfara uppbyggingu í laxeldi. Mikil þekk- ing og færni hefur því aflast við rekstur sjókvía-eldisstöðva. Sú tækni sem þróuð hefur verið fyrir laxeldi er að mestu leyti hægt að nýta fyrir þorskeldi og skipta út laxi í staðinn fyrir þorsk. Öll um- gjörð fyrir greinina er nú þróaðri en í upphafi laxeldis, öflugar rann- sóknastofnanir, stjórnsýsla, heil- brigðiseftirlit og fjöldi fyrirtækja sem sér um að þjónusta greinina. Íslendingar hafa fylgst með þró- un laxeldis hjá nágrannalöndum á undanförnum áratugum og undrast velgengni þeirra á sama tíma og lít- ið hefur gengið að byggja upp sam- bærilegt eldi hér á landi. Á Íslandi eru erfiðar umhverfisaðstæður og hafa tjón í eldinu verið tíð, sér- staklega á fyrstu áratugum sjókvía- eldis. Miklir erfiðleikar hafa verið í greininni og mikill fjöldi þeirra fyr- irtækja sem hafa hafið rekstur hafa hætt eftir tiltölulega skamman tíma. Það má því velta þeirri spurn- ingu fyrir sér hvað hafi breyst og hvort sjókvíaeldi geti í raun og veru orðið samkeppnishæft við sjó- kvíaeldi annarra landa í Norður- Atlantshafi. Á síðustu árum hafa nokkrar mikilvægar forsendur breyst. Þær eru: – Eldi á þorski er hafið og er teg- undin betur löguð að umhverfis- aðstæðum á Íslandi en laxinn sem var ráðandi tegund í sjókvíaeldi. – Þekking á umhverfisaðstæðum hefur aukist mikið með rekstri sjó- kvíaeldisstöðva allt í kringum land- ið á undanförnum áratugum. – Mikil þróun hefur átt sér stað á búnaði til sjókvíaeldis. Hann er nú mun sterkari og betur lagaður að aðstæðum hér á landi en áður var. – Veðurfar virðist vera að hlýna og spáð er hlýnun á næstu áratug- um. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin leiða þróun þorskeldis á Íslandi og líta á eldið sem tilraunaverkefni til þekkingaröflunar og til að meta arðsemi þess. Það er ljóst að þegar eingöngu er skoðað matfiskeldi á þorski er samkeppnisstaða okkar lakari en t.d. Norðmanna. Á það hefur verið bent að þegar arðsemi þorskeldis er metið, þarf einnig að meta samlegðaráhrif veiða, eldis, vinnslu og markaðssetningu þorsk- afurða. Í þeirri heildarmynd gæti þorskeldi verið áhugavert fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Þó að þorskeldi eitt og sér sé ekki alltaf arðbært getur það verið hag- kvæmt, þar sem það getur styrkt aðra þætti í rekstri fyrirtækisins. Tilraunaeldi á næstu árum mun væntanlega svara spurningunni um, hvort þorskeldi á Íslandi verði samkeppnishæft við þorskeldi í ná- grannalöndunum. Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi Til að kanna möguleika Íslend- inga í þorskeldi hefur meðal annars verið komið á fót verkefninu „Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi“. Markmið verkefnisins er að: – Gefa yfirlit yfir stöðu og fram- tíðaráform þorskeldis á Íslandi og í samkeppnislöndum. – Meta samkeppnishæfni þorsk- eldis á Íslandi. – Endurskoða fyrri stefnumótun í mikilvægum rannsókna- og þróun- arverkefnum. – Greina frá öðrum mikilvægum verkefnum til að tryggja framgang þorskeldis á Íslandi. Haldin verður ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 29. og 30. nóvember. Á ráðstefnunni verður gefið yfirlit yfir stöðu þorskeldis bæði hér á landi og hjá samkeppn- islöndum, kynnt helstu rannsókna- verkefni og jafnframt komið með tillögur um mikilvæg verkefni til að tryggja framgang þorskeldis á Ís- landi. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna er að finna á slóðinni: www.fiskeldi.is. Norðmenn gera ráð fyrir nýju ævintýri Gert er ráð fyrir auknu framboði af eldisþorski á næstu árum og áratugum og þá fyrst og fremst frá Noregi. Þótt þorskeldi eitt og sér sé ekki alltaf hagkvæmt hér á landi gæti það verið áhugavert fyrir íslensku sjávarútvegsfyrirtækin. Það getur styrkt aðra þætti í rekstri fyrirtækisins. Kemur þetta fram í samantekt Valdimars Inga Gunnarssonar hjá Fiskeldishópi AVS og Guðbergs Rúnarssonar hjá Landssambandi fiskeldisstöðva sem gerð er í tilefni af ráðstefnu um þorskeldi sem haldin verður í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Þorskeldi Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með þorskeldi við Ísland, meðal annars að fóðra þorskinn í fjörðum og háfa hann síðan til slátrunar.                              !" "                                            ! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.