Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VERKFRÆÐISTOFAN Vista hefur undan- farnar tvær þakkargjörðarhátíðir unnið að veð- ureftirliti í einni vinsælustu skrúðgöngu vest- anhafs, sem hlykkjast um stræti New York-borgar þann dag. Að sögn Andrésar Þór- arinssonar, framkvæmdastjóra Vista, hefur verkefnið verið unnið í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Pinnacle Wireless, en veðureftirlitið er sett upp til að tryggja öryggi vegfarenda. Macy’s-stórverslunin hefur frá árinu 1924 stað- ið fyrir skrúðgöngum á þakkargjörðardaginn í helstu stórborgum Bandaríkjanna. Stærsta gangan er í New York. Taka tugþús- undir þátt í henni og skrautbúnar sveitir ganga fylktu liði allt frá 77. stræti niður Broadway og að 34. stræti. „Í göngunni vekja mesta athygli risastórir uppblásnir belgir í líki frægra per- sóna, þar liðast um ævintýraheimur sem hrífur áhorfendur, en belgirnir hafa stækkað með hverju ári. Fyrir nokkrum árum losnaði einn belgurinn og línurnar flæktust í staur. Eitthvað hrundi neðan úr staurnum og vegfarandi varð fyrir meiðslum,“ segir Andrés. Eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að fylgjast með vindáttum á ákveðnum hornum sem gangan fer um svo hægt sé að draga inn belgina þegar að þeim er komið. Fengu tveggja vikna fyrirvara Verkefnið féll Vista í skaut í fyrra með tveggja vikna fyrirvara en stofan er vel þekkt meðal þeirra sem fást við umhverfismælingar. Andrés segir að vel hafi gengið að vinna að verkefninu. Það fólst í að settar voru upp sjálf- virkar veðurstöðvar á helstu götuhornum þar sem búast mátti við þvervindi. Alls voru sjö slíkar stöðvar settar upp síðla árs 2006 af fyr- irtækinu Pinnacle Wireless. Voru tækin for- rituð hér heima af Vista. „Þetta er heilmikið fyrirtæki, en með hverjum belg er áhöfn, einn lögreglumaður, göngustjóri og fólk sem heldur í línur. Á hornunum er maður með fartölvur sem tengdur er við veðurstöð. Veðurstöðvarnar eru á farsímum með ip-tölum. Á skrifstofu okk- ar náum við í gögnin og birtum þau á vefsíðu í rauntíma sem göngustjórnin, lögreglan, verk- stjórar og yfirmenn hjá Macy’s geta fylgst með,“ segir Andrés. Þakkargjörðardagurinn var í Bandaríkjunum á fimmtudag, en hann er jafnan haldinn hátíð- legur fjórða fimmtudag hvers nóvembermán- aðar. Andrés segir allt hafa gengið að óskum með veðureftirlitið í New York-borg þennan dag. Reyndar hafi komið smáskrekkur í marga þegar netsamband milli Íslands og umheimsins datt niður skamma stund daginn fyrir göng- una, en það lagaðist í tæka tíð. Íslensk verkfræðistofa sá um veðureftirlitið Reuters Þakkargjörð Frá skrúðgöngu Macy’s í ár. SIGURÐUR Pétur Björnsson, Silli, var borinn til grafar á Húsavík á laugardag. Kistuberar voru Sigurður Pét- ur Harðarson, Helga Þuríður Árnadóttir, Sigurður Árnason, Sigurður Pétur Snorrason, Jóhanna María Einarsdóttir og Þorgrímur Aðalgeirsson. Hinn látni hafði sjálfur skipulagt útför sína í þaula. Hann hafði ákveðið hvaða sálmar skyldu sungnir og hvaða bænir skyldu lesnar og meðal annars látið gera nýja útsetningu af Skín við sólu Skagafjörður sem flutt var við athöfnina. Morgunblaðið/Hafþór Útför Sigurðar Péturs Björnssonar NÝSKRÁNINGAR í Fríkirkjuna í Reykjavík verða líklega yfir 400 á þessu ári og stefnir í metskráningu að sögn séra Hjartar Magna Jó- hannssonar fríkirkjuprests. Hann segir skráningum hafa fjölgað jafnt og þétt síðasta áratuginn en að bilið í ár verði meira en venjulega. Helstu orsökina telur séra Hjört- ur nýafstaðið kirkjuþing Þjóðkirkj- unnar, þar sem ákveðið var að halda í hefðbundinn skilning á hjónaband- inu sem sáttmála karls og konu. Samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra og aðstandendur sæki í aukn- um mæli í söfnuð Fríkirkjunnar í Reykjavík og vel yfir hundrað ný- skráningar hafi borist kirkjunni af þeirri ástæðu einni. Fríkirkjan er andsnúin skilningi þjóðkirkjunnar á hjónabandinu og hefur lagt áherslu á hjónabandið sem kærleikssáttmála þar sem kyn skiptir ekki máli. Um 400 nýir í Frí- kirkjuna Samkynhneigðir skrá sig í auknum mæli VARÐSKIP Landhelgisgæslu Ís- lands var notað til að draga drag- nótarbátinn Jón á Hofi til hafnar á laugardag. Snemma á laugardags- morgun kallaði áhöfnin á Jóni eftir aðstoð en báturinn var vélarvana um 25 sjómílur NV af Garðskaga. Varðskip var sent á staðinn og var taug komið í bátinn upp úr klukkan ellefu. Ferðin heim gekk svo vel, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Ellefu manns voru um borð í Jóni á Hofi. Dró vélarvana bát til hafnar Ljósmynd/LHG Taugin í Jón á Hofi var vélarvana. TÆKNILEGA mögulegt er að lenda bæði farþega- og fraktflug- vélum á óbreyttum Ísafjarð- arflugvelli, að mati Hauks Vagns- sonar framkvæmdastjóra úr Bolungarvík. Haukur hefur að und- anförnu kannað möguleika milli- landaflugs til Ísafjarðar en hann segir það há Vestfjörðum mikið að hafa ekki millilandaflugvöll. Ýmis tæknileg mál koma þó í veg fyrir flugið enn um sinn, en t.a.m. þyrfti að gera breytingar á flugstöð og tækjakosti. Haukur hefur rætt við ýmsa aðila um aðkomu að verk- efninu og fengið jákvæð viðbrögð. Millilandaflug til Ísafjarðar? FLUGVÉL í eigu JetX, sem var á leið til Íslands með tæplega 200 farþega frá Kúbu á vegum Heims- ferða, átti að lenda í Keflavík kl. sex í morgun að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða. Vélin var kyrrsett í Halifax í Kanada aðfaranótt laugardags vegna dældar sem fannst á aftur- hluta hennar. Stigabíll hafði rekist utan í skrokk vélarinnar á Kúbu, en skemmdir reyndust ekki alvar- legar. Nokkurn tíma tók að gera við vélina svo áhöfnin þurfti að hvílast og voru því farþegar og áhöfn flutt á hótel í Halifax til gist- ingar. Kyrrsett vél á heimleið MBL.IS verður frá og með deginum í dag með léttara yfirbragði og fleiri þjónustuþáttum fyrir þá 130 þúsund notendur sem heimsækja vefinn dag hvern. Nýtt útlit sem blasir við þeim hefur það að markmiði að gera hann þægilegri aflestrar og auðvelda að- gang að því efni sem þar er að finna. Sjónvarpsfréttatímar á mbl.is Breytingarnar sem nú hafa verið gerðar á vefnum eru unnar af starfs- mönnum netdeildar mbl.is í samvinnu við erlenda og innlenda sérfræðinga. Auk þessara breytinga á framsetn- ingu bætist við ný þjónusta, útsend- ingar á sjónvarpsfréttatíma á mbl.is. Meginbreytingar á útliti og fram- setningu eru eftirfarandi: Fyrir ofan haus allra vefhluta á mbl.is er nú leitarbox þar sem hægt er að leita á Google, Emblu og í síma- skrá, en einnig er hægt að leita í frétt- um sem birst hafa á mbl.is. Í sömu línu eru einnig tenglar á RSS-þjón- ustu og hlaðvarp og hægt er að minnka og stækka letur og breidd vefsíðunnar. Efst til hægri á forsíðu mbl.is er nýr rammi með sjónvarpsefni mbl.is, innlendum og erlendum myndskeið- um, og þar birtist sjónvarpsfréttatími hvers dags, en einnig er ýmislegt ann- að sjónvarpsmyndefni aðgengilegt. Sjónvarpsfréttatíminn kemur nýr inn rétt fyrir hádegi á hverjum degi, milli 11:30 og 12:00, og verður síðan upp- færður eftir því sem nýjar fréttir eru unnar. Fyrir neðan sjónvarpsrammann efst til hægri er liðurinn „Helstu fréttir“, en þar verður að finna hverju sinni þær fréttir sem hæst ber á þeim tíma sem vefurinn er opnaður. Þetta gefur notendum færi á að sjá í sjón- hendingu hvað efst er á baugi. Efst til vinstri á mbl.is eru nú tenglar á þjónustu- og leitarvefi mbl.is. Þar er því að finna tengil á fasteignavef mbl.is, smáauglýsinga- vef, atvinnuvef, bílavef, leitarvélina Emblu og á greina- og myndasafn Morgunblaðsins. Einnig er þar tengill á Sviðsljósið. Þægilegra viðmót og ný þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.