Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR á áttræðisaldri ligg- ur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa misst bifreið sína út í Höfða- brekkutjarnir, austan við Vík í Mýr- dal, í gærmorgun. Maðurinn sat fast- ur í bíl sínum í a.m.k. klukkustund og náði vatnshæðin upp að herðum hans þegar björgunarsveit kom að. Maðurinn var á leið frá Höfn í Hornafirði áleiðis til Reykjavíkur þegar slysið varð. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli liggja tildrög ekki fyrir en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni sem fór við það út af þjóðveginum og ofan í lónið. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni á Hvolsvelli um atburðinn rétt fyrir klukkan hálftíu í gærmorgun og var þegar í stað kallað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar í Vík. Ekki var fyllilega ljóst að einhver væri í bílnum fyrr en björgunarsveit- armenn reru á gúmbát að honum. Sáu þeir þá aðeins höfuð mannsins standa upp úr vatninu. Hann var með skerta meðvitund. Brutu rúðuna með ár Björgunarsveitarmenn brutu hlið- arrúðu bifreiðarinar með ár til að ná manninum út. Var hann þá orðinn af- skaplega kaldur og að sögn lögreglu hefur það orðið honum til happs að komast í aftursæti bifreiðarinnar, en þá var bílinn nánast kominn á kaf. Ekið var með manninn í sjúkra- bifreið til Hvolsvallar þar sem hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslu Íslands rétt fyrir hádegið. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli segir manninn hafa fengið mikið högg, bæði þegar bifreiðin fór út í lónið og einnig þegar öryggis- púðar sprungu út. Eftir því sem hann kemst næst var maðurinn í rúma klukkustund í ísköldu vatninu en sjónarvottur sem Morgunblaðið ræddi við telur það hins vegar hafa verið lengur. Varðstjórinn hrósar jafnframt við- brögðum björgunarsveitar en björg- unin gekk vel í alla staði og tók ekki nema örfáar mínútur, þ.e. eftir að björgunarsveitarmenn komu á vett- vang. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er maðurinn hjartasjúkling- ur og tiltölulega nýkominn úr að- gerð. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans og segir læknir á deildinni að ofkæling hafi verið mikil en ástandið sé stöðugt. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Í kafi Bifreiðin var því sem næst komin á kaf þegar björgunarsveitarmenn bar að. Manninum hafði tekist að klifra yfir í aftursæti bifreiðarinnar og stóð höfuðið eitt upp úr. Ekki er ljóst hvernig slysið bar að og er það í rannsókn. Í HNOTSKURN »Lögreglu barst tilkynningum bifreið úti í Höfðabrekku- tjörnum um klukkan hálftíu í gærmorgun. »Þegar róið var að bátnumkom í ljós að eldri maður sat þar fastur í ísköldu vatni sem náði honum upp að herðum. Liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir a.m.k. klukkustund í ísköldu vatni Aðeins höfuðið stóð upp úr ENGINN slasaðist í þremur bílveltum sem urðu með stuttu millibili í umdæmi lögreglunnar á Selfossi síð- degis í gær. Öll urðu slysin við Biskupstungnabraut og segir lögregla talið að þau megi rekja til hálku. Hálka er einnig talin meginorsök áreksturs sem varð í Draugahlíðarbrekku, skammt ofan við Litlu kaffistof- una, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var tölu- verð snjókoma á Hellisheiði í gærdag. Engin meiðsli urðu á fólki í árekstrinum sem var allharður en bílarnir skemmdust mikið. Töluverð hálka á Hellisheiði Morgunblaðið/Ómar MIKIÐ rok var undir Hafnarfjallli og á Kjalarnesi í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar í Borgarnesi lentu nokkrir ökumenn í töluverð- um vandræðum þess vegna, sér- staklega þeir sem ferðuðust með kerru eða eftirvagna. Tilkynnt voru tvö óhöpp þar sem kerrur fuku til en í báðum tilvikum voru skemmdir óverulegar. Önnur kerran fauk undir Hafnarfjalli en hin við suðurenda Hvalfjarðar- ganga. Lögreglumaður sem aðstoð- aði ökumann sagði vart hafa verið stætt og vindurinn hefði einnig tek- ið vel í lögreglubifreiðina. Þá fékk lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu nokkrar tilkynningar í gærkvöldi vegna fjúkandi lausa- muna, en engar upplýsingar lágu fyrir um skemmdir. Varla stætt í verstu hviðunum Skákmeistarinn efnilegi Hjörvar Steinn Grét- arsson vann skák sína í 8. umferð HM ungmenna sem fram fer í Kemer í Tyrk- landi. Hann hef- ur hlotið fimm vinninga úr átta skákum og er efstur íslensku þátttakendanna á mótinu. Þær Hrund Hauksdóttir og Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir gerðu jafntefli í sínum skákum en aðrir ís- lenskir keppendur töpuðu í 8. um- ferð. Misjafnt gengi Íslendinganna Hjörvar Steinn Grétarsson Indlandi einu. Stúlkur eru 80-90% barna sem beitt eru kynferðislegu of- beldi í vændi og kynlífsiðnaði og það er þrisvar sinnum líklegra að stúlka verði fyrir kynferðislegu ofbeldi en drengur,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að kynbundið ofbeldi sé einnig alvarlegt vandamál hér á landi. Um þrjú þúsund konur hafi leit- að sér hjálpar í Kvennaathvarfinu frá stofnun þess og um 4.500 konur hafi leitað til Stígamóta, 2,8% kvenna á Ís- landi. landi. Brýnt sé því að grípa til að- gerða gegn því áður en það nái fót- festu. „Í öllum heimsálfum, löndum og menningarsvæðum; óháð efnahag, þjóðfélagsstétt, kynþætti og uppruna búa konur við ógn um ofbeldi. Konur eiga á hættu kynfæralimlestingu, heiðursmorð, mansal, kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, að vera giftar barnungar ef þær þá komast á legg en talið er að á síðustu tuttugu árum hafi tíu milljónum meyfóstra verið eytt á ALÞJÓÐADAGUR Sameinuðu þjóð- anna um afnám ofbeldis gegn konum var í gær og þá hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í 17. sinn sem slíkt átak stendur yfir en í fréttatilkynningu frá Mannréttinda- skrifstofu segir að hópar og samtök um allan heim nýti það til þess að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis. Í tilkynningunni segir að undanfar- ið hafi komið fram vísbendingar um að mansal sé að skjóta rótum hér á Segja margt benda til að mansal sé að skjóta rótum hér á landi Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EKKI kemur til greina að farið verði í neinar breytingar á eignar- haldi Hitaveitu Suðurnesja (HS) fyrr en löggjafinn hefur talað skýr- ar. Þetta segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, spurður um bréf borgarstjóra til forsætisráð- herra og meðeigenda borgarinnar í HS varðandi framtíð fyrirtækisins. Bréfið sem Morgunblaðið hefur undir höndum er stutt og laggot en í því stendur: „Á fundi borgarráðs 16. þ.m. var borgarstjóra falið að beita sér fyrir viðræðum ríkis, sveitarfé- laga og meðeigenda í Hitaveitu Suð- urnesja um framtíð fyrirtækisins í því skyni að tryggja að auðlindir og almenningsveitur verði í eigu al- mennings. Er hér með óskað eftir því að slíkar viðræður geti farið fram við fyrsta tækifæri,“ og er það undirritað af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Árni segir að hugmyndir ríkis- stjórnarinnar um að skipta orku- sviðinu upp í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur muni hafa áhrif á eignarhald og skipulag HS. „Við höfum lagt áherslu á að höfuðstöðv- ar HS verði áfram hér og starfsem- in styrkt. Við höfum einnig lagt áherslu á að ef um uppskiptingu verður að ræða af hálfu löggjafans verði forgangur almennings að auð- lindunum tryggður og að þær verði í samfélagseigu og það er það sem skiptir máli í því sambandi. Að öðru leyti teljum við bara gott og nauð- synlegt að fá einkafjármagn í fjár- festingar,“ segir Árni. Dagur B. Eggertsson vísar til sama frumvarps og segir ástæðu til þess að fylgja því eftir með því að þeir sem eigi HS í sameiningu setj- ist yfir það mál og það sé besta lausnin til þess að tryggja að auð- lindir og almenningsveitur verði áfram í eigu almennings. Hann seg- ir aðild ríkisstjórnarinnar vera bæði eðlilega og mikilvæga, vegna þess að upphaf þessa máls er að hlutur ríkisins í HS var seldur með þeim skilyrðum að hvorki sveitarfélög né aðrar veitur gætu keypt hann. Okk- ur finnst mjög eðlilegt að frekari skref varðandi HS taki mið af því umhverfi sem vonandi verður komið á því að núverandi lög taka ekki á málinu,“ segir Dagur. Löggjafinn á næsta skref Gott og nauðsynlegt að fá einkafjármagn í fjárfestingar, segir Árni Sigfússon Í HNOTSKURN » Hluthafar í HS eru aukOrkuveitu Reykjavíkur og Reykjanesbæjar, Geysir Green Energy, Hafnarfjarðarbær, Sandgerðisbær, Grindavík- urbær, Garður og Vogar. »Ríkið seldi 15,203% hlut sinní félaginu í sumar til GGE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.